Alþýðublaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 1
MÞYBUBLMfi 77. TÖLUBLAÐ 71. ÁRGANGUR LAUGARDAGUR 26. MAÍ LEIKLISTARHATIÐ: Bandalag íslenskra leikfélaga er fertugt á þessu ári og í tilefni afmælisins verður haldin mik- il leiklistarhátíð í Hveragerði um Hvítasunnuna. Á hátíð- inni verða sýnd níu leikrit og er óhætt að fullyrða að miða- verði sé mjög í hóf stillt, því verð á hverja sýningu er 400 kr. Af leikritunum sem sýnd verða á hátíðinni eru 6 íslensk og tvö eru samin af þeim leikhópum sem flytja þau. Leik- hóparnir koma víða af landinu og ættu að sýna allgóðan þverskurð af áhugaleikhúsi í landinu. ELDHESTUR: Lldhestur á ís, heitir nýtt islenskt leikrit sem frumsýnt verður á litla sviði Borgarleikhússins í Reykjavík i kvöld. Á bak við þessa sýningu stendur leik- hópurinn Eldhestur og hefur hópurinn fengið inni í Borg- arleikhúsinu fyrir þessa sýningu. Höfundur leikritsins er Elísabet Jökulsdóttir. SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR: Sveitarstjórnar- kosningar fara fram um land allt í dag. Samkvæmt nýjustu upplýsingum munu alls um 177 þúsund manns vera á kjör- skrá á landinu. Víða er vænst töluverðrar spennu um úrslit. Nefna má Neskaupstað, þar sem Alþýðubandalagið hefur haft hreinan meirihluta í ártugi. Á Akureyri er núver- andi meirihluta spáð falli. I Kópavogi, er afar tvísýnt um úr- slit ekki síst eftir að sjálfstæðismenn dreifðu í gær kosn- ingabombu í formi teikningar af íþróttahöllinni, þar sem fram kom að áhorfendur sæju ekki völlinn. Þeir hafa nú verið kæröir fyrir fölsun. í Hafnarfirði er Alþýðuflokknum nú jafnvel spáð hreinum meirihluta. í Keflavík velta menn því hins vegar fyrir sér hvort meirihluti Alþýðuflokksins falli. í Reykjavík er meirihluta Sjálfstæðisflokksins spáð áframhaldandi meirihluta, en gert ráð fyrir að Nýr vett- vangur veröi langsterkasta andstöðuaflið. LISTMUNAUPPBOÐ: Samtök áhugafólks um alnæm- isvandann gangast fyrir listmunauppboði á Hótel Borg annaö kvöld. Sextíu málverk veröa boðin upp. Allur ágóöi rennur til samtakanna. K0SNINGAL0F0RÐ: Sjálfstæðismönnum í Reykjavík hefur ekki tekist að uppfylla aö fullu loforðalista sinn frá því fyrir síðustu kosningar. Sigurjón Pétursson rakti nokkur dæmi um þetta í sjónvarpsumræðum í gærkveldi. Svar Davíðs Oddssonar borgarstjóra gekk einkum út á það að Sigurjón rataði illa um borgina. F0TB0LTA0FBELDI: Tveimur áhangendum enska knattspyrnuliðsins Liverpool veröur vísað úr landi á Ítalíu þar sem þeir höföu hugsað sér að fylgjast með heimsmeist- arakeppninni í knattspyrnu. Mennirnir tveir sem eru tutt- ugu og þriggja ára að aldri spörkuðu í lögreglumann í járn- brautarlest. LEIDARINN Í DAG „Nýr vettvangur er ekki aöeins mikilvægt fram- boö gegn íhaldsöflum í Reykjavík — hann gæti ennfremur verið upphafiö aö sameiningu allra jafnaðarmanna um land allt; dögun nýs vold- ugs stjórnmálaafls á íslandi." Alþýðublaöið fjallar í dag í leiðara um sveitarstjórnarkosning- ar og kemst m.a. aö þessari niðurstöðu um framboð Nýs vettvangs í Reykjavík. 11 Sundrungin leyfist ekki 2 Spennandi kosninganótt 7 Ferðin langa II borgarstjómarmálum leyf- ist engin sundrung, segir Ólína Þorvarðardóttir í viðtali. Hún álítur að árangur Nýs vett- vangs nú muni tryggja eitt sameiginlegt framboð gegn Sjálfstæðisflokknum í næstu kosningum. Skoðanakannanir gefa tilefni til að ætla að talning atkvæða í Reykjavík í nótt geti orðið spennandi, jafnvel þótt ólíklegt teljist að meirihlutinn falli. Kvartað hefur verið yfir mis- mun á niðurstöðum kannana, I„Löng ferð byrjar með fyrsta skrefi," skrifar Jón Baldvin Hannibalsson formaður Al- þýðuflokksins i ítarlegri grein um verk ríkisstjórnarinnar og hinar sögulegu breytingar á ís- lensku flokkakerfi sem fram- undan eru. Lausn Davíðs á fjörumengun í Reykjavík: Skolpið leitt yfír í fjörur Seltirninga Borgarstjórnarmeiri- lilutinn í Reykjavík virðist ætla að leysa skolpvanda- mál borgarinnar með því að flytja vandann yfir á Seltjarnarnes. Samkvæmt þeim áætlunum sem i gildi eru, virðist gert ráð fyrir að meirihlutinn af skolpi Reykvíkinga verði leiddur 500 metra í sjó fram frá Eiðisgranda á tímabilinu 1993—1998. Frambjóð- endur Nýs afls á Seltjarn- arnesi hafa vakið athygli á þessu í kosningabarátt- unni. Af þeim upplýsing- um sem fyrir liggju virðist mega ráða að alls gætu runnið þarna út í sjó „áburður" úr 50—70 þús- und manns. Engar rannsóknir hafa ver- ið geröar á strandmengun á Seltjarnarnesi á þessu tíma- bili. 1998 stendur hins vegar til aö lengja iögnina þannig að hún nái þrjá og hálfan kíló- metra út í sjó. Mengunarmæl- ingar sem geröar hafa veriö, benda til að eftir þessa fram- lengingu muni fjörur á norð- anverðu nesinu vera á mörk- um þess aö vera hæfar til úti- vistar í logni. í norðlægri átt versnar ástandið aö mun og blási vindar af norðvestri lenda Vesturbæjarfjörur í, Reykjavík einnig í mengunar- hættu. Siv Eriöleifsdóttir, sem skipar efsta sæti Nýs afls á Seltjarnarnesi, sagöi i samtali við Alþýðublaðið í gær aö sér fyndust þessar áætlanir borg- arstjórnarmeirihlutans í Reykjavík í hæpnara lagi. ..Okkur finnst sem veriö sé að koma vandamálunum frá Reykjavik yfir á Seltjarnar- nes,” sagöi hún. I kosningabæklingi sem Sjálfstæðisflokkurinn gaf út, er greint frá þessum fyrirhug- uðu framkvæmdum og þar talaö um að verið sé meö þessu að koma í veg fyrir mengun í fjörum borgarinn- ar. „Þetta mál er alvarlegt fyr- ir alla byggð á höfuðborgar- svæðinu,” sagöi Bjarni P. Magnússon, borgarfulltrúi, þriðji maöur á lista Nýs vett- vangs. ,,Við krefjumst þess að rannsóknum á efnainnihaldi skolpsins veröi flýtt þannig að við fáum úr því skoriö hvort yfirleitt er óhætt að jsleppa skolpinu 3,5 km frá ströndinni eða ekki. Þetta viljum við fá á hreint fyrir 1993 í stað 1998'eins og nú er ætlunin." i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.