Alþýðublaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 1
MPYÐUMBIfl Boðberi nýrra tíma 77. TÖLUBLAÐ 71. ÁRGANGUR LAUGARDAGUR 26. MAf 19QO LEIKLISTARHATIÐ: Bandalag íslenskra leikfélaga er fertugt á þessu ári og í tilefni afmælisins verður haldin mik- il leiklistarhátíð í Hveragerði um Hvítasunnuna. Á hátíð- inni verða sýnd níu leikrit og er óhætt að fullyrða að miða- verði sé mjög í hóf stillt, því verð á hverja sýningu er 400 kr. Af leikritunum sem sýnd verða á hátíðinni eru 6 íslensk og tvö eru samin af þeim leikhópum sem flytja þau. Leik- hóparnir koma víða af landinu og ættu að sýna allgóðan þverskurð af áhugaleikhúsi í landinu. ELDHESTUR'. Eldhestur á ís, heitir nýtt íslenskt leikrit sem frumsýnt verður á litla sviði Borgarleikhússins í Reykjavík í kvöld. Á bak við þessa sýningu stendur leik- hópurinn Eldhestur og hefur hópurinn fengið inni í Borg- arleikhúsinu fyrir þessa sýningu. Höfundur leikritsins er Elísabet Jökulsdóttir. SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAfcSveitars.jórnar kosningar fara fram um land allt í dag. Samkvæmt nýjustu upplýsingum munu alls um 177 þúsund manns vera á kjör- skrá á landinu. Víða er vænst töluverðrar spennu um úrslit. Nefna má Neskaupstað, þar sem Alþýðubandalagið hefur haft hreinan meirihluta í ártugi. Á Akureyri er núver- andi meirihluta spáð falli. I Kópavogi, er afar tvísýnt um úr- slit ekki síst eftir að sjálfstæðismenn dreifðu í gær kosn- ingabombu í formi teikningar af íþróttahöllinni, þar sem fram kom að áhorfendur sæju ekki völlinn. Þeir hafa nú verið kærðir fyrir fölsun. í Hafnarfirði er Alþýðuflokknum nú jafnvel spáð hreinum meirihluta. í Keflavík velta menn því hins vegar fyrir sér hvort meirihluti Alþýðuflokksins falli. í Reykjavík er meirihluta Sjálfstæðisflokksins spáð áframhaldandi meirihluta, en gert ráð fyrir að Nýr vett- vangur verði langsterkasta andstöðuaflið. LISTMUNAUPPBOÐ: Samtök áhugafólks um alnæm- isvandann gangast fyrir listmunauppboði á Hótel Borg annað kvöld. Sextíu málverk verða boðin upp. Allur ágóði rennur til samtakanna. K0SNINGAL0F0RÐ: Sjálfstæðismönnum í Reykjavík hefur ekki tekist að uppfylla að fullu loforðalista sinn frá því fyrir síðustu kosningar. Sigurjón Pétursson rakti nokkur dæmi um þetta í sjónvarpsumræðum í gærkveldi. Svar Davíðs Oddssonar borgarstjóra gekk einkum út á það að Sigurjón rataði illa um borgina. rUTBOLTAOrBfcLDI: Tveimur áhangendum enska knattspyrnuliðsins Liverpool veröur vísað úr landi á ítalíu þar sem þeir höfðu hugsað sér að fylgjast með heimsmeist- arakeppninni í knattspyrnu. Mennirnir tveir sem eru tutt- ugu og þriggja ára að aldri spörkuöu í lögreglumann í járn- brautarlest. LEIÐARINNIÐAO „Nýr vettvangur er ekki aöeins mikilvægt f ram- boö gegn íhaldsöflum í Reykjavík — hann gæti ennfremur veriö upphafiö aö sameiningu allra jafnaöarmanna um land allt; dögun nýs vold- ugs stjórnmálaafls á íslandi." Alþýðublaöið fjallar í dag í leiðara um sveitarstjórnarkosning- ar og kemst m.a. að þessari niðurstöðu um frámboð Nýs vettvangs í Reykjavík. n Sundrungin leyfist ekki I borgarstjórnarmálum leyf- ist engin sundrung, segir Ólína Þorvarðardóttir í viðtali. Hún álítur að árangur Nýs vett- vangs nú muni tryggja eitt sameiginlegt framboð gegn Sjálfstæðisflokknum í næstu kosningum. Spennandi kosninganótt Skoðanakannanir gefa tilef ni til að ætla að talning atkvæða í Reykjavík í nótt geti orðið spennandi, jafnvel þótt ólíklegt teljist að meirihlutinn falli. Kvartað hefur verið yfir mis- mun á niðurstöðum kannana. Ferðin langa „Löng ferð byrjar með fyrsta skrefi," skrifar Jón Baldvin Hannibalsson formaður Al- þýðuflokksins í ítarlegri grein um verk ríkisstjórnarinnar og hinar sögulegu breytingar á ís- lensku flokkakeríi sem fram- undan eru. Við kjósutn með þeirra hagsmuni lyrir augum Framtíd borgarinnar og audlegð, — bórnin sem bcrgin skal fóstra um næstu framtið. Það er mikilvægt að vel takist til. I dag ganga menn að kjörborði íbyggðarlógum sínum, og kjósa sérþá menn og konursem þeir treysta best til að vinna úr sameigin- legum hagsmuna- og ábugamálum. Ættu menn þá að buga að hvernig framtið barnanna verður best tryggð. Menn ættu að hugleiða valkostina vel, áður en þeir krossa við lista. Kosningarnar eru að sjálfsógðu umræðuefni dagsins, og blöðin bera þess sannarlega merki. A-mynd E. Ol. Lausn Davíds á fjörumengun í Reykjavík: Skolpið leitt yfír i fjörut Seltirninga Borgarstjórnarmeiri- hlutinn í Reykjavík virðist ætla að leysa skoipvanda- mál borgarinnar með því að flytja vandann yfir á Seltjarnarnes. Samkvæmt þeim áætlunum sem í gildi eru, virðist gert ráð fyrir að meirihlutinn af skoipi Reykvíkinga verði leiddur 500 metra í sjó fram frá Eiðisgranda á tímabilinu 1993—1998. Frambjóð- endur Nýs afls á Seltjarn- arnesi hafa vakið athygli á þessu í kosningabarátt- unni. Af þeim upplýsing- um sem fyrir liggju virðist mega ráða að alls gætu runnið þarna út í sjó „áburður" úr 50—70 þús- und manns. Engar rannsóknir hafa ver- ið gerðar á strandmengun á Seltjarnarnesi á þessu tíma-. bili. 1998 stendur hins vegar til að lengja lögnina þannig að hún nái þrjá og hálfan kíl(5- metra út í sjó. Mengunarmæl- ingar sem gerðar hafa verið, benda til að eftir þessa fram- lengingu muni fjörur á norð- anverðu nesinu vera á mörk- um þess að vera hæfar til úti- vistar í logni. í norðlægri átt versnar ástandið að mun og blási vindar af norövestri lenda Vesturbæjarfjörur ív Reykjavík einnig í mengunar- hættu. Siv Friðleifsdóttir, sem skipar efsta sæti Nýs afls á Seltjarnarnesi, sagði í samtali við Alþýöublaðið í gær að sér fyndust þessar áætlanir borg- arstjórnarmeirihlutans í Reykjavík í hæpnara Iagi. ,,()kkur finnst sem verið sé að koma vandamálunum frá Reykjavík yfir á Seltjarnar- nes," sagði hún. I kosningabæklingi sem Sjálfstæðisflokkurinn gaf út, er greint frá þessum fyrirhug- uðu framkvæmdum og þar talað um að verið sé með þessu að koma í veg fyrir mengun í fjörum borgarinn- ar. „Þetta mál er alvarlegt fyr- ir alla byggð á höfuðborgar- svæðinu," sagði Bjarni R Magnússon, borgarfulltrúi, þriðji maður á lista Nýs vett- vangs. „Við krefjumst þess að rannsóknum á emainnihaldi skolpsins veröi flýtt þannig að við fáum úr því skorið hvort yfirleitt er óhætt að sleppa skolpinu 3,5 km frá ströndinni eða ekki. Þetta viljum við fá á hreint fyrir 1993 í stað 1998 eins og nú er ætlunin." Unnio aö lagningu skolpræsisins mikla eftir Ægissiðu í Reykja- vík, — er verið að velta vandanum yfir á Seltirninga?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.