Alþýðublaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 26. maí 1990 ______________________INNLENDAR FRÉTTIR FRÉTTASK ÝRING Skoðanakannanir boða spennu á kosninganótt Af niðurstöðum sumra skooanakannana að dæma, mætti ætla að Sjálfstæðisflokkur- inn sé nú i þann veginn að vinna langstærsta sigur sinn i borgarstjórnarkosningum i Reykjavik frá upphafi vega. Niðurstöður flestra kannana að undanförnu hafa verið túlkaðar á þá leið að sjálfstæðismenn fengju þrettán eða jafnvel f jórtán borgarfulltrúa af fimmtán mögulegum. Vissulega væri það glæsilegur sigur. Málið er þó ekki svona ein- falt. Urslit kosninganna verða væntanlega nokkuð á aðra leið og til þess liggja margar ástæður. Sú veigamesta er sú að hinn mikli fjöldi sem ekki hefur tekið ákvörðun þegar skoðanakannanir eru gerðar, skiptist öðru visi en þeir sem gefa upp afstöðu sina. Reynslan sýnir að mun minni hluti hinna óákveðnu kýs Sjálfstæðisflokkinn þegar i kjörklefann er komið. Þetta gerir það að verkum að niðurstöður skoðanakannana geta orðið mjög misvisandi þegar farið er að nota þær til að skipta fulltrúum niður á flokka. EFTIR JQN DANÍFLSSQN Aöeins í einni þeirra fjöl- mörgu skoðanakannana sem geröar hafa verið að undan- förnu, var gerð tilraun til að fá fram niðurstöður sem kom- ast nálægt raunverulegum kosningaúrslitum. Þetta er könnun Félagsvísindastofn- unar Háskölans sem birt var í Morgunblaðinu fyrir rúmri viku. Með þessu er þó raunar alls ekki sagt að ranglega hafi verið staðið að framkvæmd annarra skoðanakannana að undanförnu. Þvert á móti bendir samanburður á þess- um könnunum til þess að frumniðurstöður þeirra allra séu nokkuð svipaðar, sem aft- ur eykur líkur á því að úrtakiö gefi nokkuð rétta mynd af heildinni. iru niðurstöður_________ alltaf kosningaspá? En það er löng leið frá þvi að sest er niður til að forma spurningalista fyrir skoðana- könnun, þar til unnt er að nota niðurstöðurnar til aö spá um úrslit kosninga. Á þessari leið ræðst það hvort.yfirleitt er unnt að setja fram vitræna spá um kosningaúrslit á grundvelli niðurstaðanna. Hérlendis hefur fjöldi þeirra sem af einhverjum ástæðum ekki taka afstöðu, lengi verið mikið vandamál, þegar að því kemur að túlka niðurstöðurnar. Aðstæður í litrófi hérlendra stjórnmála gera það að verkum að hinir óákveðnu skiptast öðruvísi milli flokka en þeir sem hafa tekið afstöðu þegar hringt er í þá. Venjulegasta aðferðin er hins vegar sú að birta niður- stöður byggðar á svörum þeirra sem afstaðu tóku. Þetta þýðir í raun að gert er ráð fyrir að þeir sem ekki tóku afstöðu muni skiptast eins. Reynslan sýnir okkur aftur á móti að þetta er rangt. Hinir óákveðnu hafa lika afstöðu En hvers vegna skyldi þá ekki mega gera ráð fyrir sömu, eða a.m.k. mjög svip- aðri skiptingu hinna óákveðnu og þeirra sem af- stöðu taka. Þegar um er að ræða borgarstjórnarkosning- ar í Reykjavík er raunar ofur einfalt að finna skýringu á því. Ef við sleppum þeim kjósendum sem ævinlega kjósa sama flokk og þurfa því ekki einu sinni að hugsa sig um áður þeir svara spyrjanda í skoðanakönnun, þarf stór hluti kjósenda að taka ákvörðun í tveim áföngum. Vegna þeirra sérstöku aö- stæðna að hér fer Sjálfstæðis- flokkurinn einn með völd, er eðlilegt að bæði nýir kjósend- ur og aðrir sem ekki hafa fyr- irfram mótaða afstöðu, velti því fyrst fyrir sér hvort þeir vilja halda þessum meirihluta Sjálfstæðisflokksins áfram við völd, eða hvort þeir vilji fella hann. Þeir sem ákveða að styðja meirihlutann hafa um leið tekið ákvörðun um að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Hinir sem ákveða að verja atkvæði sínu til að fella ráð- andi meirihluta í borginni, eiga enn eftir að ákveöa hvaða minnihlutaflokkur falli þeim best í geð. Þó nokkur hluti væntanlegra kjósenda virðist vera staddur á þessum punkti í ákvöröunarferlinu þegar tilviljunin ræður þvi aö þeir lenda í úrtaki fyrir skoð- anakönnun. Viðbótarspurningar leysa vandann I samræmi við þetta sýnir reynslan að hinum óákveðnu má fækka verulega með því að spyrja svokallaöra viðbót- arspurninga. Þá eru þeir sem ekki segjast hafa ákveðiö hvaða framboðslista þeir muni greiða atkvæði, spurðir hvað líklegast sé að þeir muni kjósa og þeir sem ekki geta svarað þeirri spurningu eru þá enn spurðir hvort líklegra sé að þeir muni kjósa Sjálf- stæðisflokkinn eða einhvern annan flokk eða framboðs- lista. Þessi aðferð hefur verið töluvert tíðkuð á síðari árum, einkum af Félagsvísinda- Niöurstööur skoðanakannana benda mjög ákveöiö til aö þaö komi i hlut borgarstjóra Sjálfstæöisflokksins aö vigja ráöhúsiö þegar þar að kemur. Því hefur verið haldiö fram aö mikill munur sé á niöurstööum kannana, varöandi þaö hversu stór sigur Sjálfstæðis- flokksins veröi. Þegar niöurstööurnar eru skoöaðar nánar viröist könnunum hins vegar í raun bera nokkuð vel saman. stofnun Háskólans og þegar þessara spurninga er spurt, kemur í ljós að Sjálfstæðis- flokkurinn á mun minna fylgi meðal þeirra sem í fyrstu at- lögu segjast vera óákveðnir, en hinna sem þegar hafa gert upp hug sinn. Fylgi Sjálfstæð- isflokksins í heildarniður- stöðum slíkrar könnunar minnkar að sama skapi. í þessu er fólgin meginskýr- ingin á þeim gífurlega mis- mun sem virðist vera á niður- stöðum könnunar Félagsvís- indastofnunar annars vegar og niðurstöðum DV og SKÁIS hins vegar. Ef nota á niður- stöður þessara kannana til að ráða í úrslit kosninganna í dag, er tæpast nokkrum vafa undirorpið að niðurstöður Fé- lagsvísindastofnunar eru „réttari" í þeim skilningi. Fær Sjálfstæðis- flokkurinn 70%? En lítum til gamans aðeins á niðurstöður þeirra skoð- anakannana sem birst hafa að undanförnu. Tökum fyrst niðurstöður DV. Af þeim sem tóku afstöðu í þessari könn- un, kváðust ríflega 70% ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Að ímynda sér að úrslit kosn- inganna yrðu eitthvað í lík- ingu við þetta er hins vegar að sjálfsögðu fráleitt. Þeir sem ekki taka afstööu eru meira en þriðjungur úrtaks- ins. Lengst af hefur fylgi Sjálf- stæðisflokksins í borgar- stjórnarkosningum veriö á bilinu 50%—55% og flokkur- inn hefur náð að halda meiri- hlutanum þótt fylgið hafi far- ið aðeins undir neðri töluna En þótt niðurstöður DV gefi ekki beinlínis tilefni til aö skipta borgarfulltrúum á flokka, geta þær engu að síð- ur gefið rétta mynd af ástand- inu, — svo langt sem þær ná. Til dæmis að taka virðist marktæk breyting hafa átt sér stað á fylgi Sjálfstæðis- flokksins milli kannana. I apr- ílkönnun blaðsins sögðust nefnilega 75% þeirra sem tóku afstöðu ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þessi munur gefur tilefni til að ætla að fylgi Sjálfstæðisflokksins hafi fremur minnkað milli þessara tveggja kannana. Framsókn, Alþýóubandalag og Kvennalisti_____________ Það er líka athygli vert að fylgi Framsóknarflokks, Al- þýðubandalags og Kvenna- lista er, samkvæmt könnun DV, mjög svipað og öll þessi framboð væru mjög nálægt því að fá fulltrúa kjörinn í borgarstjórn, jafnvel ef niður- stöður könnunarinnar væru túlkaðar sem líkleg kosninga- úrslit. Með tilliti til þess sem áður hefur verið sagt um reynsluna af skiptingu hinna óákveðnu, ætti að mega draga þá ályktun að þessi þrjú framboð muni að öllum líkindum eiga hver sinn full- trúa í borgarstjórn þegar taln- ingu lýkur seinnipartinn í nótt. Atkvæðafjöldinn að baki þriðja fulltrúa Nýs vett- vangs er raunar á svipuöu bili, samkvæmt niðurstöðum DV og því virðist heldur ekki ólíklegt, þegar gengið er út frá þessum niðurstöðum að Nýr vettvangur muni fá þrjá fulltrúa kosna. Slík túlkun á niðurstöðum skoðanakönn- unar DV skilur ekki eftir nema 9 borgarfulltrúa handa Sjálfstæðisflokknum sem er sami fjöldi og nú. Félagsvisinda- stofnun <er alla leið Nú víkur sögunni að skoð- anakönnun Félagsvísinda- stofnunar Háskólans, sem gerð var fáeinum dögum fyrr en könnun DV. Við gerð og úrvinnslu þessarar könnunar er gengið mun lengra í þá átt að fá fram niðurstöður er túlka megi sem hugsanleg kosningaúrslit. Hér er reynt að skipta hinum óákveðnu niður á flokka með því aö spyrja viðbótarspurninga og hér er líka reynt að leiðrétta innbyggðar skekkjur með því að bera saman hvað þátttak- endur í könnuninni kusu í síð- ustu borgarstjórnarkosning- um og raunveruleg úrslit kosninganna. Þetta gerir það að verkum að unnt er að nota niðurstöðurnar sem spá um úrslit kosninganna. Samkvæmt þessum vegnu niðurstöðum Félagsvísinda- stofnunar fær Sjálfstæðis- flokkurinn tæp 56% atkvæða og 9 fulitrúa í Borgarstjórn. Nýr vettvangur fær, sam- kvæmt þessum niðurstöðum þrjá fulltrúa og framboð Framsóknarflokks, Alþýðu- bandalags og Kvennalista, einn fulltrúa hvert. Niðurstöðunum ber nokkurn veginn saman___________________ Svo undarlegt sem það kann að virðast þegar niður- stöður þessara kannana eru bornar saman án nánari skoðunar, þá ber þeim í raun nokkurn veginn saman í meginatriðum, eftir að tillit hefur verið tekið til þess mis- munar sem er á gerð þeirra og úrvinnslu. Að öllu saman- lögðu er munurinn sá að könnun Félagsvísindastofn- unar nær lengra. Ýmsir úvissuþættir Það verður auðvitað að bíða fram undir morgun eftir því að í Ijós komi hversu nærri sanni um hug kjósenda menn hafa komist með þess- um könnunum. Hins vegar er rétt að benda á helstu óvissu- þættina. í fyrsta lagi virðist mjótt á munum milli níunda manns Sjálfstæðisflokks og fjórða manns á lista Nýs vett- vangs. Samkvæmt hinum vegnu niðurstöðum Félags- vísindastofnunar gætu báðir þessir frambjóðendur haft á bak við sig um 6% atkvæöa. Efstu menn á B, G og V listum virðast samkvæmt sömu könnun örlitlu ofar eða á bil- inu 6-7%. Þetta leiðir sjálfkrafa hug- ann að öðru óvissuatriðinu. Það virðist nefnilega alls ekki hægt að útiloka með öllu þann möguleika aö eitthvert þessara þriggja framboða komi ekki inn manni. Fari svo er raunar allt eins líklegt að Sjálfstæöisflokkurinn fengi 10 borgarfulltrúa. Vegna reiknireglna í sveitarstjórnar- kosningum munar sáralitlu á fylgi bak við níunda og tí- unda mann Sjálfstæðisflokks- ins. Spennandi_______________ kosninganóH_____________ Svo má heldur ekki gleyma því að þær kannanir sem hér hafa verið gerðar að um- ræðuefni voru gerðar meira en viku fyrir kjördag. Ein- hverjir kjósendur kynnu sem best að hafa skipt um skoðun á þeim tíma. Reynslan sýnir líka að þegar inn í kjörklef- ann er komið dregur gjarna úr fylgissveiflum sem mælst hafa í skoðanakönnunum. Það er ekki með öllu óhugs- andi að slíkt gæti t.d. dregið eitthvað úr fylgi Nýs vett- vangs. En að dæma eftir niður- stöðum skoðanakannana virðist sem sagt mega ganga út frá því að talning Reykja- vikuratkvæða í nótt verði býsna spennandi og hreint ekki víst að skipting borgar- fulltrúa milli flokka komist á hreint fyrr en með síðustu töl- um.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.