Alþýðublaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 26. maí 1990 INNLENDAR FRÉTTIR FRÉTTKR Í HNOTSKURN KOSNINGAUTVARP NÆST ERLENDIS: Efíaust munu margir landar erlendis vilja fylgjast með talningu at- kvæða á laugardagskvöld og aðfararnótt sunnudags. Kosningaútvarp RÚV verður á stuttbylgju frá kl. 22 á laug- ardagskvöld til kl. 5 á sunnudagsnótt til Norðurlanda, Bretlands og meginlands Evrópu á kílóriðum(kHz) 3295, 11418, 13855 og 15770. Til Ameríku er sent á kílór- iðum 13855 og 17440. Látið vini og kunningja ytra vita með stuttu símtali, þeir munu án efa verða þakklátir. LÖGGAN 0G YNGSTU VEGFARENDURNIR: Lögreglan í Reykjavík á góð viðskipti við yngstu vegfar- endurna, litla reiðhjólafólkið. A hverju vori mæta krakk- arnir með reiðhjólin sín til skoðunar hjá lögreglunni, hver hjá sínum skóla, og fá skoðunarmiða, ef allt er í lagi með farartækið. Skoðunin stendur alla næstu viku og munu for- eldrar hafa fengið gefna upp tíma á skoðuninni og eru þau hvött til að senda barnið til skóla síns með reiðhjólið. Þá gengst lögreglan fyrir umferðarfræðslu 5 og 6 ára barna í grunnskólum borgarinnar og standa þau mestallan þenn- an mánuð. KNATTSPYRNA TRUFLAR MENNINGU: vegna beinna útsendinga frá HM í knattspyrnu á ítalíu hefur Listahátíð í Reykjavík hnikað til nokkrum tímasetningum hátíðarinnar. Þannig hefur verið ákveðið að sýningar hol- lenska músíkleikhússins, Mexíkanskur hundur, hefjist kl. 21.30 í Borgarleikhúsinu þegar lokið er stórleik Eoglands og Hollands. ' ÓDÝR SKEMMTAN Á LISTAHÁTÍÐ: Miðásaia Lista- hátíöar hófst í gær að Laufásvegi 2. Að sjálfsögðu er barist um miða á viss atriði hátíðarinnar. Listahátíð stendur frá 2. júní til 16. júní-dagskráin full af góðgæti og áreiðanlega eitthvað við allra hæfi. Miðaverðið er sannarlega ekki hátt, — frá 1000 krónum og upp í 2200 krónur. Dýrasta atriðið er sýning San Fransisco-ballettsins, en þar er um að ræða feikidýrt atriði. Aðaldagskrá Listahátíðar er komin út, og ráðlegt að verða sér úti um hana og skipuleggja sannkallað menningar,,flipp" næstu tvær vikurnar. VILJA PÓST 0G SÍMA BURTU AF MARKAÐI: Fyrirtæki innan Verslunarráðs og Félags ísl. stórkaup- manna vilja fá Póst og síma út úr myndinni sem sðluaðila að notendabúnaði, vegna alvarlegra og sífelldra hags- munaárekstra, eins og stjórn Samtaka seljenda síma- og fjarskiptatækja segir. Fjórtán fyrirtæki mynda SSF, öll sér- hæfð í sölu þessa búnaðar. Telja aðilar þessir að P&S not- færi sér aðstöðu sína sem rekstursaðili almenningssíma- þjónustu um allt land auk þess sem stofnunin prófi og veiti viðurkenningu öllum tækjum sem tengjast eiga veitukerf- inu. Sala símtækja hefur verið frjáls í 6 ár, áður hafði P&S einokun á þessu sviði. MENNTAMALARAÐUNEYTM SIS-HUSI: Mynd- ina hér fyrir ofan tók Jóhanna Olafsdóttir af starfsliði Menntamálaráðuneytisins fyrir framan Sölvhól, — gamla Sambandshúsið, þar sem ráðuneytið er nú til húsa. Tals- verðar breytingar hafa verið gerðar á skipulagi mennta- málaráðuneytis um leið og skipt er um bústað. Þar á bæ vilja menn sinna í ríkara mæli stefnumörkun og þróun — afgreiðsluverkefni ýmiskonar flytjast frá ráðuneyti til fræðsluskrifstofa og stofnana. SÝND VEIÐI - 0G GEFIN: Hafnarfjarðarbær býður upp á ókeypis veiðiskap fyrir íbúa bæjarins í Hvaleyrar- vatni í sumar. í vatnið hefur verið sleppt töluverðu magni af urriða. Þarna er aðstaða fyrir fatlaða. Við Hvaleyrarvatn er hin ákjósanlegasta útivistaraðstaða fyrir fjölskylduna alla — ekki bara veiðimanninn eða konuna. BÆJARSTJÓRN GRÓÐURSETUR: Landgræðsiu-' átak '90 hóíst í Kópavogi í gærmorgun með því að bæjar- stjórn Kópavogs gróðursetti trjáplöntur í nýjum reit í spildu í hlíðum Rjúpnahæðar, rétt ofan við Leirdal. í sumar verða gróðursettar 60—70 þúsund plöntur þar. Átakið í Kópavogi hófst annnars með því að undirritaður var samníngur bæj- arins við Póst & Síma um afnot af landinu, sem er að hálfu í eigu P&S. Þá var einnig ritað undir samning við Skóg- ræktarfélag Kópavogs um framkvæmd gróðursetningar- innar. Ræktunarsvæðið er stórt, nær 22 hektar. Þarna munu margir leggja hönd á plóg í sumar, áhugafólk um skógrækt í bænum, Vinnuskólanemar, félagasamtök ýmis- konar og margir fleiri. Eins og sjá má á okkar teikningu hafa áhorfendur góða yfirsýn' yfir völlinn, en teikningin Harðarson arkitekt. Vogum er fölsuð, sagði Valdimar A-mynd: E.ÓI. Arkitektar íþróttahallarinnar: „Slefnum þeim sem falsa gögná „Við erum að stefna þeim sem búa til upplýs- ingar og falsa gögn. Þess vegna sendum við í morgun kæru til Arki- tektafélagsins þar sem við óskum eftir því að tekið verði á málinu á faglegum grundvelli. Viö erum ekki í pólitík og stöndum því ekki í nein- um deilum á því sviði. En teikning sem birt var í Vogum og er sögð vera af fyrirhugaðri íþróttahöll í Kópavogi er ekki okkar teikning. Hún er gerð af öðrum aðilum og þar eru búnar til sjónlínur sem sýna alveg ðfugt við það sem er á okkar teikning- um," sagði Valdimar Harðarson arkitekt í samtali við Alþýðublað- ið í gær. Blað sjálfstæðismanna í Kópavogi, Vogar, segir að nýja íþróttahöllin í Kópa- vogi sé vitlaust hönnuð. Stór hluti áhorfenda muni ekki sjá nema hluta lei- kvallarins og bruna- og byggingareglugerðum sé ekki fullnægt. Það er Arki- tektastofan sf sem hefur hannað húsið og er Valdimar Harðarson einn af arkitektum þess. Hann sagði að uppsláttar- frétt Voga væri hreint bull frá upphafi til enda og sjón- línur þær sem blaðið birti væru falsaðar. Samkvæmt því sem Vog- ar hafa eftir Gunnari Birgis- syni segir að þriðjungur áhorfenda muni ekki sjá völlinn nema að litlu leyti og að sætabil sé aðeins 58 sentimetrar en eigi að vera 80 sentimetrar samkvæmt byggingareglugerð. Enn- fremur segir Gunnar að brunareglugerö sé hund- suð og fordyri alltof lítið og sitt hvað fleira finnur hann íþróttahöllinni til foráttu eins og hún er teiknuð. Ég vísa þessum fullyrð- ingum algjörlega á bug og harma að menn skuli nota falsaðar teikningar í pólit- ískum tilgangi. Við teikn- uðum nýja íþróttahúsið í Hafnarfirði og salurinn í Kópavogshúsinu er í sömu stærð. Við kaupum bekk- ina frá bandarísku fyrir- tæki sem er það stærsta og þekktasta í heiminum á þessu sviði og þeir hafa skoðað okkar teikningar. Bil á millli bekkja er 61 sentimetri eins og í Kapla- krika, Laugardalshöll, Vals- húsinu og í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Þessir 80 sentimetrar sem Gunnar talar um sem bil er reglu- gerð sem á við þar sem bök eru á bekkjum eins og í Þjóðleikhúsinu. Reglugerð- um um brunavarnir er full- nægt, enda situr Þórir Hilmarsson fyrrverandi brunamálastjóri í bygg- inganefnd íþróttahallarinn- ar í Kópavogi. Hins vegar eru gerðar viss- ar bráðabirgðaráðstafanir vegna brunavarna og for- dyrismála vegna þessara 2.500 áhorfenda sem bæt- ast við meðan heimsmeist- arakeppnin stendur. Það stendur ekki steinn yfir steini í þessum ásökunum i blaðinu Vogar," sagði Valdi- mar Harðarson arkitekt. Bílastæöi Ráöhússins: Hvert stœði á 3,5 miiijónir Hvert bílastæði í nýja ráðhúsinu í Reykjavík, en þau verða 120 talsins, kostar þrjár og hálfa millj- ón króna. Upphaflega áttu að vera 300 bílastæði í kjalla ráðhússins og átti kostnaður við þau að nema 250 milljónum, eða vel innan við milljón á stæði. Síðan var stæðun- um fækkað í 120 en kostn- aður rauk upp. Þetta kom fram í ræðu Bjarna P. Magnússonar borg- arfulltrúa á fundi Alþýðu- flokksins í Iðnó á fimmtu- dagskvöldið. Bjarni sagðist hafa gert fyrirspurn til borg- afstjóra um ástæður þessarar hækkunar en fengið það svar að um mannleg mistök hafi verið að ræða við upphaflega áætlun. Skólanefnd Kópavogs: Fullyrðingar Gunnars rangar Skólanefnd Kópavogs samþykkti í gær sam- hljóða ályktun þar sem hörmuð eru ummæli dr. Gunnars Birgissonar, sem er í fyrsta sæti Sjálfstæðis- flokksins í kosningunum í Kópavogi. Ummæli þessi komu fram í grein dr. Gunnars í Morgunblaðinu á skírdag. Heldur Gunnar því fram að skólanéfnd Kópavogs ráðgeri að skipa tiltekinn umsækj- anda í stöðu skólastjóra Kópavogsskóla og ganga framhjá reyndum kennurum skólans. Ennfremur er þvi haldið fram í greininni að fyr- irhugað sé að flytja 12 ára bekki Kársnesskóla yfir í Þinghólsskóla án samráðs við foreldra. „Báðar þessar fullyrðingar eru rangar," segir í ályktun skólanefndar Kópavogs. „Engar ákvarðanir hafa ver- ið teknar í skólanefnd um meðmæli með ráðningu til- tekins einstaklings til starfs skólastjóra Kópavogsskóla." Segir að skólanefndin hafi ætíð unnið faglega að ráðn- ingu í allar stöður við skóla bæjarins. Sé því gróflega veg- ið að hefndarmönnum með yfirlýsingu dr. Gunnars. Um- sóknir um starfið voru fyrst lagðar fram í skólanefnd í gær og verður unnið faglega að ráðningunni eins og alla jafna að sögn skólanefndar- manna. Um hugmyndir um flutning barna úr Kársnesskóla yfir í Þinghólsskóla segir að það mál sé í athugun hjá nefnd- inni. í því efni hafi aldrei ver- ið ætlunin að gera neitt nema að vel ígrunduðu máli og alls ekki án samráðs við alla við- komandi aðila, þar á meðal foreldra barnanna. I skólanefndinni, sem ályktunina gerði eiga sæti þau Heiðrún Sverrisdóttir frá Alþýðubandalagi, Alda Möll- er og Þráinn Hallgrímsson fyrir Alþýðuflokkinn, og Bragi Michaelsson og Steinar Steinsson fyrir Sjálfstæðis- flokkinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.