Alþýðublaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 4
VIÐHQRF Laugardagur 26. maí 1990 MMUMMD Armúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blaö hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Jón Birgir Pétursson Hinrik Gunnar Hilmarsson Siguröur Jónsson Leturval, Ármúla 36 Oddi hf. Askriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands.í lausasölu 75 kr. eintakio NÝR VETTVANGUR JAFNAÐARMANNA I dag er kosiö til bæjar- og sveitarstjórna. Um land allt takast á tvö öfl; félagshyggjan og sérhyggjan. Félagshyggjumenn fylkja víöa saman liói en á allt of mörgum stööum bjóða félagshyggjumenn fram sundraðir. Sérhyggjan býður fram í einum flokki, Sjálfstæðisflokkinum. Sjálfstæð- isflokkurinn sem æ meira er kominn á vald frjálshyggjumanna, tekur sí- fellt á sig sterkari mynd miðstýringar, fámennisveldis og sérhagsmuna- gæslu. Þeim mun meira sem Sjálfstæðisflokkurinn hleypur frá félags- legri og þar með stjórnmálalegri ábyrgð sinni, vex öflum mannfyrirlitn- ingar og tillitsleysis fiskur um hrygg í flokknum. rlvergi hafa landsmenn orðið betur varir við þessar nýju hliðar Sjálf- stæðisflokksins en í Reykjavík. Þar hirtu sjálfstæðismenn ekki einu sinni um sjálfsagt lýðræði innan sinna eigin vébanda og neituðu að halda op- ið prófkjör. Strengjabrúður borgarstjóra stilltu upp lista sem þóknaðist Davíð Oddssyni borgarstjóra. Borgarstjóri og hirð hans í Reykjavík hafa lagt metnað í að byggja hús undir eigið valdakerfi en vanrækt illilega borgarana sjálfa. Lóðamál i ólestri, húsnæðismál aldinna sem ungra þarfnast brýnnar úrlausnar, umhverfismál í hirðuleysi, miðbærinn að grotna, skattpíning fyrirtækja og verslana; allt eru þetta þættir sem meirihluta sjálfstæðismanna hefur á samviskunni. Þessu þegja fjölmiðl- ar hægri manna yfir. Pað er því mikilvægt að frjálslynt og umbótasinnað fólk með félags- hyggju að leiðarljósi sameinist í að veita sjálfstæðismönnum aðhald — ekki aðeins í Reykjavík heldur um land allt. Við lifum á sögulegum tím- um þar sem hröð umskipti eiga sér stað. Mikil gerjun er nú í íslenskum stjórnmálum. Jafnaðarmenn úr öllum flokkum þjappa sér nú þéttar saman. Nýr vettvangur í Reykjavík er dæmi um þessa gerjun. Framboð H-listans hefur það hlutverk með höndum að sporna gegn einveldi og stöðnuðum stjórnháttum sjálfstæðismanna í höfuðborginni. Nýr vett- vangur er jafnframt fyrsta tilraun sameinaðra jafnaðarmanna að bjóða fram nýtt, samtaka afl sem berst fyrir málefnum jafnaðarstefnunnar. Þess vegna er Nýr vettvangur ekki aðeins mikilvægt framboð gegn íhaldsöflum í Reykjavík — hann gæti ennfremur verið upphafið að sam- einingu allra jafnaðarmanna um land allt; dögun nýs og voldugs stjórn- málaafls á íslandi. LAUGARDAGSSPJALL Kortér á kjapt Hvað á að gefa flokkum langan tíma í fjðlmiðlum fyrir kosningar, til að útskýra stefnumál sín? A að fara eftir fylgi? Þá ætti Davíð Oddsson að fá eitthundraö sinnum lengri tíma en Flokkur mannsins. Kr það ekki of langt gengið? Lík- lega. Kn okkur varðar náttúrulega hundrað sinnum meir um hvað Davíð Oddsson ætlar að gera en Flokkur mannsins. Jaffnræði i lýðræðinu Stjórnarandstöðuþingmanni á Alþingi finnst sífellt að ríkisstjórn- in fái miklu meiri tíma til að út- skýra sín mál en andstæðingarnir. Árin 1983—1987 voru fjórir flokkar í stjórnarandstöðu á Al- þingi og fréttamenn voru sífellt kvartandi undan því að í hvert sinn sem ríkisstjórnin gerði bommertu og einhver ráðherrann talaði í eina mínútu í sjónvarps- fréttum þurfti að draga upp fjóra talsmenn stjórnarandstöðu sem töluðu svo í 4 sinnum 1 mínútu. Sjálfstæðismenn á þingi voru líka reiðir yfir því að fá aðeins jafn- langan tíma í sjónvarpsumræðum og litlu krílin með 3—4 þingmenn. En litlu krílaflokkamir vðrðu sig með lýðræðinu og kröfðust jafn- ræðis. Tvær minúlur per ár A Stöð 2 var í vikunni framboðs- fundur með fulltrúum allra lista við borgarstjórnarkosningarnar. Þar fékk græninginn eitt kortérog Sjálfstæðisflokkurinn eitt kortér. Það var út af fyrir sig ágætt og lýð- ræðislegt og að auki var græning- inn bráðskemmtilegur. En það var óskaplega ófullnægj- andi að fá ekki nema kortér með íhaldinu. Þessi flokkur er búinn að ráða með fyndnu einveldi i átta ár og þá fer einveldið að vera alvar- legt. Það er einfaldlega ekki nóg að fá kortér, tæpar tvær mínútur á hvert ár. Það þarf að spyrja Sjálf- stæðisflokkinn miklu betur. Fjölmiðlar bregðast Sjónvarp og útvarp geta ekki „Nú siglir Ihaldið hraðbyri inn í þriðja kjörtímabilið i Reykjavik og hefur aldrei verið spurt spjörunum úr. Hvað gerir RÚV ef tuttugu listar koma fram næst? Fá þá allir jafnan tíma, fimm minútur á hvern lista?" spyr Guð- mundur Einarsson m.a. í grein sinni haldið áfram að deila í heildarút- sendingartímann með fjölda fram- boðslista. Þannig bregðast þessir fjölmiðl- ar í rauninni lýðræðinu og upplýs- ingahlutverki sínu. Nú siglir íhaldið hraðbyri inn í þriðja kjörtímabilið í Reykjavík og hefur aldrei verið spurt spjörunum úr. Hvaö gerir RÚV ef tuttugu list- ar koma fram næst? Fá þá allir jafnan tíma, fimm mínútur á livern lista? Toppffundur_______________ Urræðin gætu t.d. verið þau að hefja kosningaumfjöllun 3—4 vik- um fyrir kjördag með kynningu í jöfnum tíma, en þrengja síðan hringinn síöustu vikuna. Þá gæti RÚV látið gera skoðanakönnun fyrir sig og fengið síöan leiðtoga tveggja eða þriggja efstu listanna ýmist til að sitja undir spurningum upplýstra fréttamanna eða kljást í hanaati. Þannig fengi maður eitt- hvað að vita. Guðmundur Einarsson skríiar RADDIR Hver heldur þú aö veröi úrslit borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík? * 4 4 Katrín Reynisdóttir, 30 ára skrif- stofumaöur. „Ég held að Sjálfstæðisflokkur- inn og Davíð Oddson vinni þessar borgarstjórnarkosningar. Mér finnst trúlegt að Nýr vettvangur fái fjóra enda sýnist mér sem þeir hafi verið að vinna á í kosninga- baráttunni. Einnig finnst mér trú- legt að Framsóknarflokkurinn fái tvo en Kvennalistinn og Alþýðu- bandalagið engan." Frank Michaelsen, 76 ára úr- smiður: „Það er ekki gott að segja hver úrslit kosninganna verða en ég spái því nú samt að Sjálfstæðis- flokkurinn fái 11 en Nýr vettvang- ur 2 fulltrúa kjörna. Framsókn fær einn og Sigurjón og Alþýðu- bandalagið einn. Ég held að Sjálf- stæðisflokkurinn fari létt með það að bæta við sig tveimur í viðbót í þessum kosningum. Kvennalist- inn fær trúlega engan þar sem fylgi hans dreifist svo mikið yfir á Nýjan vettvang, enda hefur Nýr vettvangur fyrrverandi frambjóð- anda Kvennalistans í heiðurs- sæti." Sigurjón Heiðarsson, 38 ára lög- fræðingur: „Ég veit ekki hvað skal segja en líklegast er þó að Sjálfstæðisflokk- urinn fái 12 en Nýr vettvangur þá þrjá sem eftir eru. Maður hefur einhvern veginn á tilfinningunni að Nýr vettvangur hafi verið að sækja á upp á síðkastið. Hinir flokkarnir fá trúlega ekki neitt. Ég held að skoðanakannanir hafi þó nokkur áhrif á óákveðna fylgið." Linda Sæþórsdóttir, 34 ára fisk- vinnslukona: „Ég er utan af landi, nánar tiltek- ið af Fáskrúðsfirði, þannig að ég fylgist ekki vel með kosningunum hér í borginni. Þó sýnist mér af skoðanakönnunum aö Sjálfstæðis- flokkurinn fari með sigur af hólmi. Ég veit ekki hvort þeir bæta við sig fylgi en það minnkar a.m.k. ekki. Nýr vettvangur veit ég varla hvað er. Kvennalistinn gæti fengið einn fulltrúa kjörinn en Framsókn og Alþýðubandalag engan. Mér finnst þó ótrúlegt að skoðana- kannanir hafi áhrif á kosningarnar þannig að fólk fylgi fjöldanum." Ólafur Þ. Haröarson.lektor: „Ég held að Sjálfstæðisflokkur- inn fái níu fulltrúa, Nýr vettvangur 3, Alþýðubandalag 1, Framsókn- arflokkurinn 1 og Kvennalistinn 1. Varðandi þá spurningu hvort Nýr vettvangur sé kominn til að vera held ég að ómögulegt sé að segja nokkuð til um þaö. Þó er líklegra að svo fari, komi hann vel út í þessum kosningum. Einnig finnst mér trú- legra að Alþýðubandalagið klofni, frekar en það gangi til liðs við Nýj- an vettvang."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.