Alþýðublaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 26. maí 1990 VIÐHORF 5 ÚR LÝÐRÆÐISÞRÓUN í FÁMENNISVALD Skúli Johnsen borgarlæknir segir í eftirfarandi grein, að sjálfstæðismenn i Reykjavík hafi fækkað kjörnum fulltrúum og aukið eigið vald. Sem vald- hafar hafi sjálfstæðismenn unnið gegn fulltrúalýð- ræðinu. Skúli bendir á, að afgreiðsluhraði borgar- mála sé mikill og byggist á undirbúningsfundum borgarstjóra með fáum embættismönnum þar sem afgreiðsla mála er ákveðin. Hin margumtalaða „skilvirkni" og „glæsileg" ákvörðunartaka sjálfstæðismanna byggist á þvi að raunveruleg urH- fjöllun og afgreiðsla borgarmála á sér ekki stað á fundum borgarráðs heldur á fundum borgarstjóra með fáeinum embættismönnum á undirbúningsfundum fyrir borgarráðsfundi," segir Skúli Johnsen borgarlæknir m.a. i grein sinni um fámennisvald sjálfstæðismanna i Reykjavík. Það er einkenni á lýðræðissam- félögum, að þar á sér stað stöðug bröun til meira lýðræðis. Sú þróun á sér vissulega margar hliðar en til að lýsa henni á einfaldan hátt má segja að hún tákni, að fleiri og fleiri hafi yfir málefnum stöðugt færri að segja. Þannig þróast full- trúalýðræðið. Valdhafar gegn fulltrúalýðræði Það er alvarlegt mál ef lýðræðis- þóunin stöðvast. Ef þeir sem kom- ist hafa til valda í skjóli fulltrúalýð- ræðis, ná slíkum tökum, að þeir stöðvi lýðræðisþróun, til að hindra að vald þeirra dreifist, er það alvarlegt mál. Hitt er enn al- varlegra ef íýðræðisþróunin snýst við, þ.e. færri og færri ráöa yfir málum fleiri og fleiri. Fyrir daga lýðræðisins var leiðin til þessa sú að vinna undir sig ný lönd. Á dög- um lýöræðis er leiðin sú, að vald- hafar vinna gegn fulltrúalýðræð- inu, fækka kjörnum fulltrúum og auka eigið vald. Þetta er einmitt það, sem gerst hefur hjá sjálfstæðismönnum í Reykjavík. Það hljóta að vera erfið örlög fyrir flokk, sem kennir sig við lýöræöi. Það hefur lengst af verið aðalsmerki Sjálfstæðis- flokksins, að hann væri aflið, sem ynni gegn einveldi, fámennisveldi og kúgun. Það hlýtur því að vera erfitt fyrir kjósendur Sjálfstæðis- flokksins að horfa upp á þá breyt- ingu, sem orðin er á flokknum hér í Reykjavík í þessu efni. SjáHstæðismenn_____________ fækkuðu fulltrúum Á valdaferli flokksins hér í borg- arstjórn síðustu átta árin hefur orðið áberandi þróun í stjórn borg- arinnar úr lýðræöisátt til fámenn- isvalds. Það er alþekkt, að sjálf- stæðismenn stóðu gegn fjölgun borgarfulltrúa um margra áratuga skeið. Fámenni í borgarstjórn hef- ur verið nauösynlegt til aö tryggja vald borgarstjórans. Þegar Sjálf- stæöisflokkurinn glataöi meiri- hluta sínum í borgarstjórn 1978 var borgarfulltrúum fjölgaö um ú þ.e. í 21 fulltrúa. Eitt fyrsta verk sjálfstæöismanna eftir að þeir komust til valda að nýju var aö fækka fulltrúum aftur í 15. Sjálf- stæðismenn gengu líka lengra en fyrri ráðamenn hjá borginni höfðu látið sér detta í hug. Þannig þótti nú einnig nauösynlegt að draga úr lýðræðinu í borginni, með því að fækka í ráðum og nefndum, þann- ig að í sjö manna nefndum yrðu fimm fulltrúar. Fkki var heldur þarna látið staðar numið. Vald borgarráðs yfir öllum ráðum og nefndum var aukið til muna og sjálfstæði þeirra gagnvart borgar- ráði að engu gert. Fimm borgarráðsmenn st|órna borginni___________ Um áratuga skeið ríkti sú skip- an, að helstu nefndir og ráö fóru meö vald sitt í umboði borgar- stjórnar sjálfrar. Nefndirnar höfðu því sjálfstætt vald gagnvart borg- arráði í „faglegum" efnum, en í fjármálalegum efnum áttu þær hins vegar til borgarráðs að sækja. Meö þessari breytingu einni var geysilegt vald dregið til borgar- ráðs í laumi. Fimm borgarráös- menn voru því í rauninni orönir hin eina virka stjórn borgarinnar út á við. Vinnubrögðin í slíkri fá- mennisstjórn eru svo alþekkt ann- ars staðar frá. Fyrst var borgar- ráðsfundum fækkað þrátt fyrir aukin umsvif. Þegar um 60 mál að meðaltali eru afgreidd á tveggja til þriggja klukkustunda löngum fundi, þá hefst ekki mikiö svigrúm til umræðna og yfirvegunar í hverju máli. Afgreiðsluhraöinn er því mikill og „skilvirknin" í góðu lagi. Til að tryggja það, er almenn- um kjörnum fulltrúum haldiö utan við málin, það er að segja, þau eru t.d. ekki send til viðkomandi fag- nefndar til umsagnar heldur af- greidd í hvelli. Til aö fækka málum á ofhlöönum fundum hafa emb- ættismenn tekið sér sjálfdæmi um hvort mál þurfi að leggja fyrir borgarráð. Nú er þaö orðið svo, að erindi send borgarráði teljast send til borgarstjóra. Afgreiðsluhraðinn á borgarráðsfundum á sér skýr- ingu. Hún er sú, að hin raunveru- Itga umfjöllun og afgreiðsla á sér ekki stað á fundum borgarráös heldur á fundum borgarstjóra með fáeinum embættismönnum á und- irbúningsfundum fyrir borgar- ráðsfundi. Það er farið i gegnum öll málin, sem liggja fyrir og af- greiðsla þeirra ákveðin. Það er því ekki borgarráð, sem er hin raun- verulega stjórn borgarinnar. Á undirbúningsfundum situr borgar- stjóri ásamt embættismönnum. Þetta er sannleikurinn um stjórn Reykjavíkurborgar, sem kjósend- ur þurfa að þekkja. Á þessu bygg- ist hin margumtalaða „skilvirkni" og „glæsileg" ákvaröanataka. Það er trú mín að sjálfstæðismenn séu yfirleitt lýðræðissinnað fólk. Sjálf- stæðismenn eru hins vegar ekki að styrkja lýöræöiö, ef þeir kjósa áfram yfir sig þá sömu valdhafa, sem farið hafa með borgarmál undanfariö. Skúli Johnsen borgarlæknir skrifar Fegurðin að innan Bjarni P. Magnússon borgarfulltrúi segir i eftirfar- andi grein, að einkenni sveitarstjórnarkosninganna i dag á landsvisu séu átökin á milli félagshyggju og sérhyggju. urra ára fresti eins og Sjálfstæöis- flokkurinn vill eða þess að þróa lýðræöiö yfir í þaö að kjósendum sé tryggður málskotsréttur og I dag ákveða íbúar sveitarfélaga á Island sveitarstjórnir næstu fjög- urra ár . Kosningarnar nú eru um margt ööruvísi en áður. Einkenni þessarar kosningabaráttu á lands- vísu eru átökin á milli félags- hyggju og sérhyggju. Kosningarn- ar i dag snúast um þaö hvort þau breyttu viðhorf sem orðið hafa í veröldinni til ýmissa veigamikilla mála hafi áhrif á stjórn okkar nán- asta umhverfis. Kosningarnar snú- ast um það hve afgerandi íslenskir kjósendur afneita hugmyndafræði kommúnista og hvort hér verður til öflug hreyfing félagshyggju- fólks. Jafnaöarstefnan er grund- völlur nútíma félagshyggju. Kosn- ingarnar snúast því um það hver hlutur Alþýöuflokksins verður. Þaö er og kosið um fleira. Það er kosið um það hvort lýðræðið eigi einungis að ná til kosninga á fjög- „Kosningarnar snúast um það, hve afgerandi islenskir kjósendur afneita hugmyndafræói kommúnista og hvort hér verður til öflug hreyfing félags- hyggjufólks," segir Bjarni P. Magnusson borgarfulltrúi m.a. i grein sinni. ákvöröunarréttur í mikilvægum málum óháð reglulegum kosning- um. Þaö er kosið um málefni fjöl- skyldunnar. Það er kosið um mjúku málin. Reykjavíkurborg veröur þá fyrst fiigur borg að þar líði öllum vel. Það er kosið um það hvort fölki sé gert mögulegt að lifa í samfélaginu viö þær kröfur sem það gerir til þess. Það er þess vegna kosið um það hvað hið op- inbera á aö gera til þess aö búa til heilsteyptan ramma um fjölskyld- una þannig að hún búi viö trygg ytri skilyrði og geti því ótrufluð snúiö sér að því að rækja skyldur sínar við menningu og mannrækt. Því fegurðin kemur að innan. Þaö er kosið um umhverfismál liina ytri fegurö og lífsskilyröi á jörðinni. Er nóg aö gert í sorp- hirðumálum? A ekki að stíga skrefið til fulls og nota sorpið til endurvinnslu og orkunýtingar í stað þess að láta sjóinn endalaust taka við? Tekur sjórinn endalaust við? Verðum við ekki aö hreinsa skolpið? Um þetta er tekist í kosn- ingunum, i þessum málum dregur ihaldið lappirnar. Það er auövitað kosið um mörg fleiri mál. En fyrst og síöast er spurt um það, vilja kjósendur að ríkjandi áherslur, verði áherslur, sjálfstæðismanna, eða vilja kjós- endur að það verði jafnaöarmenn sem ráði ferðinni í sveitarstjórnum á Islandi næstu ár. Jafnaðarmenn. Við skulum af alefli vinna að því að gera hlut okkar sem stærstan í þessum kosningum. Bjarni P. Magnússon borgarfulltrúi skrifar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.