Alþýðublaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 26. maí 1990 VBÐHORF Jón Baldvin Hannibalsson, formaöur Alþýöu- flokksins og utanríkisráöherra, skrifar um árangur stjórnarsamstarfsins og framtíöarhorfur jafnaöarmanna aö loknum sveitarstjórnar- kosningum um helgina. Löng ferð byrjar með fyrsta slcrefinu... „Það er ekki allt sem sýnist í íslenskum stjórnmálum þessa dagana," hefur Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráð- herra og formaður Alþýðuf lokksins, eftirfarandi grein sína. Jón Baldvin tekur saman helstu verk núverandi ríkisstjórn- ar og stillir þeim upp gegn skoðanakönnunum fjölmiðla sem dæmt hafa ríkisstjórnina þá óvinsælustu í manna minnum. Utanríkisráðherra segir tvær meginástæður fyrir því að ríkisstjórnin hafi ekki verið metin að verðleikum hingað til, annars vegar sálfræðileg vonbrigði í kjölfar hruns góðæristímabilsins og ósanngjörn og villandi um- fjöllun fjölmiðla um efnahagsástandið í landinu. Jón Baldvin Hannibalsson segir ennfremur að undir felldu yfirborði megi greina þunga undirstrauma sem munu knýja á um sögulegar breytingar á íslensku flokka- kerfi strax á tímabilinu fram að næstu kosningum. Fyrsta skrefið hafi þegar verið tekið með sameiginlegum fram- boðslista Alþýðuflokksins og annarra jafnaðarmanna og frjálslyndra umbótaafla í Reykjavík og víðar. Ekki er allt semsýnist Það er ekki allt sem sýnist í ís- lenskum stjórnmálum þessa stundina, frekar en í mannlífinu yfirleitt. Undir sléttu og felldu yfir- borði má greina þunga undir- strauma sem munu knýja á um sögulegar breytingar á íslensku flokkakeffi, strax á tímabilinu fram að næstu þingkosningum. Löng ferð byrjar á litlu skrefi. Fyrsta skrefið hefur þegar verið tekið fyrir þessar borgarstjórnar- kosningar með sameiginlegum framboðslista Alþýðuflokksins og annarra jafnaðarmanna og frjáls- lyndra umbótaafla í Reykjavík og víðar. Áhyggjur manna af sterkri stöðu Sjálfstæðisflokksins en veikari stöðu Alþýðuflokksins, sam- kvæmt skoðanakönnunum að undanförnu, kunna að breytast fyrr en varir. Þeir sem að undan- förnu hafa átt orðastað við fólk úti um landsbyggðina verða þess fljótlega varir, að Sjálfstæðisflokk- urinn er þar í engri uppsveiflu. Davíðsfyrirbærið í Reykjavík er nánast sér á parti. En einnig hér hefur Nýjum vettvangi á skömm- um tíma tekist að brjóta skörð í virkismúra Sjálfstæðisflokksins. Ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir njóta í vaxandi mæli sannmælis eftir því sem árangur stjórnar- stefnunnar, þrátt fyrir langvarandi samdráttarskeið, kemur betur í ljós. Málefnaleg staða Sjálfstæðis- flokksins er veik. Stórsigur Sjálf- stæðisflokksins í næstu þingkosn- ingum er engan veginn í höfn. I þeim efnum er engan veginn allt sem sýnist þessa stundina . .. Ao gera gllt að engu . . . Ríkisstjórnir eru að lokum dæmdar af verkum sínum. Kosn- ingar eru tími reikningsskila. Stj(Srnmálamenn og flokkar leggja þá verk sín undir dóm kjósenda. Þeim dómi verður ekki áfrýjað. Kosningabarátta er eins konar munnlegur málflutningur fyrir þeim rétti almenningsálitsins. En þeir sem eiga að kveða upp dóma þurfa að gera það á grundvelli réttra upplýsinga. Það á að vera hlutverk vandaðra fjölmiðla í upplýstu lýðræðisþjóð- félagi að upplýsa, kryfja mál til mergjar, afhjúpa áróður, greina kjarnann frá hisminu. Því hlut- verki hafa flestir íslenskir fjölmiðl- ar brugðist á undanförnum árum, sem hafa verið eins konar gelgju- skeið frjálsrar fjölmiðlunar. Vissulega eru þeir ekki allir und- ir sömu sök seldir, en heildar- myndin er afar neikvæð. Þetta mun þó ekki duga til að villa um fyrir fólki þegar til lengdar lætur. Verkin tala nefnilega sínu máli. . . Ríkisstjórnir ráða vissulega miklu en engan veginn öllu. Þær

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.