Alþýðublaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 8
VIÐHORF Laugardagur 26. maí 1990 Um áhyggjur manna aö sterk- ri stöðu Sjálfstæðisflokksins samkvæmt skoðanakönn- unum aö undanförnu segir Jón Baldvin Hannibalsson, formaöur Alþýðuflokksins: „Nýjum vettvangi hefur á skömmum tíma tekist að brjóta skörð í virkismúra Sjálf- stæðisflokksins. Ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir njóta í vaxandi mæli sannmælis eftir því sem árangur stjórnar- stefnunnar, þrátt fyrir langvar- andi samdráttarsamskeið kemur betur í Ijos. Málefnaleg staða Sjálfstæðisflokksins er veik. Stórsigur Sjálfstæðis- flokksins í næstu þingkosn- ingum er engan veginn í höfn." eru háðar ytri skilyrðum og óvíða á það við í jafu ríku mæli og á ís- landi þar sem ytri skilyrði eru afar sveiflukennd og breytast snögg- lega til góðs eða ills. Berum saman störf, stefnu og árangur ríkistjórna á tveimur tímabilum: Annars vegar á góð- ærisskeiðinu 1985—87; hins vegar á langdregnu samdrátt- arskeiði 1987—90. Hvað leiðir sá samanburður í Ijós? Fyrri ríkis- stjórnin starfaði í miklu meðlæti; hin síðari hefur starfað í mótlæti, á langdregnu samdráttarskeiði. Fyrri ríkisstjórnin á góðærisskeið- inu fékk allt upp í hendurnar, vegna hagstæðra ytri skilyrða. Ætla má að verðmæti þjóðarfram- leiðslunnar hafi á því tímabili auk- ist um u.þ.b. 50 milljarða króna. Það var búbót sem samsvarar um 830 þús. á hverja fjðgurra manna fjölskyldu í landinu. Þær ríkisstjórnir sem Alþýðu- flokkurinn hefur átt hlut að eftir kosningar 1987 hafa starfað í mót- læti. Vegna minnkandi afla og lækkandi verðs á erlendum mörk- uðum minnkaði verðmæti þjóðar- framleiðslunnar um u.þ.b. 25 milljarða króna. Á þessu tímabili hefur því verið minna fé til ráðstöf- unar sem svarar u.þ.b. 415 þús. á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Þarna er ólíku saman aö jafna. Samt er það nú orðið deginum Ijósara að núv. ríkisstjórn mun skila framtíðinni miklu betra búi en sú ríkisstjórn, sem fékk allt upp í hendurnar á góöærisskeiðinu. Hlutlægur dómur_______ Sá sem á að kveða upp dóm ger- ir rétt í því að hlusta ekki bara á málflutning sækjanda og verj- anda. Það er líka skynsamlegt að leggja við hlustir þegar óhlutdræg- ir sérfræðingar leggja fram álit sitt. Nú liggur fyrir sérfræðiálit Efnahags- og framfarastofnun- arinnar í París um það hversu ílla var stjórnað í góðærinu. Þar segir: „A því leikur enginn vafi að ekki var rétt staðið að hag- stjórn á uppgangstímabilinu 1985—87. Sérstaklega má benda á að þjóðhagslegur sparnaður dróst saman og er- lendar skuldir fóru vaxandi við mjög hagstæðar ytri aðstæður. Viðvarandi halli á ríkisbú- skapnum var megin ástæðan." Þurfum við frekar vitnanna við? Menn taki eftir: Kjósendur þurftu að kveða upp dóm um verk þeirr- ar ríkisstjórnar '85—W sem mis- tókst svo gersamlega hagstjórnin í góðærinu á grundvelli þeirra upp- lýsinga sem pá lágu fyrir. í munn- legum málflutningi sögðu sjálf- stæðis- og framsóknarmenn ým- ist, að þeir væru ,,á réttri leið" eða að þeir væru „kletturinn í hafinu". Hvorugt reyndist rétt. Hið rétta er að þá var illa stjórn- að. Þrátt fyrir 50 milljarða búbót í aukinni þj(')ðarframleiðslu var rík- issjóður rekinn með halla; skulda- sófnun erlendis fór vaxandi; fyrir- tækin voru á sínu fræga fjárfest- ingarfylleríi og hlóðu upp skuld- um. Það var látið vaða á súðum í. stað þess að sýna fyrirhyggju. Rík- isbúskapur, fyrirtæki og heim- ili voru því illa búin undir um- skiptin, þegar þau urðu. Þess vegna var samdráttarskeið- ið, sem við tók frá hausti '87 óvenju sársaukafullt. Væntingar um áframhaldandi gullöld snerust upp í vonbrigði. Núverandi ríkis- stjórn hefur neyðst til þess að draga saman þjóðarútgjöld — það þýðir kaupmátt og neyslustig — til samræmis vð fallandi tekjur. Sleggjudómar —_______ óvinsældir_____________ Það eru tvær megin ástæður fyrir því að störf núverandi ríkis- stjórnar hafa ekki verið metin að verðleikum hingað til. Annars vegar sú staðreynd að bæði heim- ili og fyrirtæki hafa haft minna handa á milli, orðið að laga út- gjöld og neyslu að knappari fjár- ráðum og endurskípuleggja fjár- mál sín í samræmi við það. Þetta er sársaukafullt meðan það stend- ur yfir. Sálfræðilega urðu von- brigðin þeim mun meiri sem vænt- ingar góðærisins um framhaldið voru hástemmdari. Við þetta bættust afleiðingar hávaxtatil- raunar sjálfstæðismanna allt til 1984, sem endaði í stórslysum fyr- ir fjölda aðila. Gjaldþrotum, eigna- missi, vonleysi. Hin megin ástæðan fyrir óvin- sældum ríkisstjórnar á samdrátt- arskeiðinu var ósanngjörn og vill- andi umfjöllun fjölmiðla um ástandið. Neikvæð umfjöllun þeirra frá degi til dags, viku til viku, mánuð eftir mánuð og miss- eri eftir misseri varð smám saman til þess að stór hluti þjóðarinnar lagðist í djúpt þunglyndi, glataði jafnvel trausti og trú á getu okkar til að vinna okkur út úr erfiðleik- unum; misst trúna á framtíðina. Fjölmiðlarnir hafa frá degi til dags einblínt á hin válegu tíðindi: skuldasöfnun, hallarekstur, erfið- leika byggðarlaga, gjaldþrot o.s.frv. Þeir létu hins vegar ógert að útskýra samhengi hlutanna: að erfiðleikarnir áttu sér rætur í óstjórn á góðærisskeiðinu; að fyr- irtækin höfðu spennt bogann of hátt; að kaupmáttur og neysla varð áð dragast saman ef forða átti óða- verðbólgu og hömlulausri skulda- söfnun til þess að standa undir fölskum lífskjörum. Það þætti lélegur málflutningur fyrir dómi ef slíkar kringumstæð- ur væru hvergi tíundaðar til máls- bóta. I þessum skilningi brugðust fjölmiðlar á þessu tímabili í grund- vallaratriðum. Þeir hafa miðlað hinum válegu tíðindum en ekki rannsakað, skýrt eða upplýst. Aðferðin er sú að afflytja linnu- laust málstað og verk ríkisstjóm- arinnar vikum saman. Síðan er efnt til skoðanakönnunar. Loks er ályktað: Óvinsælasta ríkis- stjórn í manna minnum. Síðan er enn ályktað að þessi óánægja lýsi sér í fylgisaukningu (spurning: auknu trausti?) Sjálfstæðisflokks- ins. Hlutur Sjálfstæðisflokksins á þessu tímabili er hins vegar svo dapurlegur að það er handan við alla skynsemi, að sá flokkur hafi unnið sér traust af störfum sínum. Sjálfstæðisflokkurinn brást þjóðinni í góðærinu. Hann brást aftur þegar á hann reyndi í upphafi samdráttarskeiðsins. ()g í stjórnar- andstöðu hefur hann reynst mál- efnasnauður upphlaupsflokkur. Það er þess vegna ekki allt sem sýnist. Fjölmiðlaímyndin er sú að stjórnarflokkarnir, sem hafa sýnt þrautseigju í mótlæti, og skila nú góðum árangri, hafi uppskorið óvinsældir. Sjálfstæðisflokkurinn, sem brást í góðærinu, hljóp frá boröi i mótlætinu, og hefur reynst neikvæður upphlaupsflokkur í stjórnarandstööu, á að hafa upp- skorið vinsældir og traust. Hvor- ugt færstaðist. Hvorugt mun reyn- ast rétt, þegar upp verður staðið. Knn er tæpt ár til þingkosninga, verði þær á eðlilegum tíma. Á þeim tíma mun margt breytast frá því sem nú sýnist vera. Sannleiksaugnablilt Sumarið 1988 varð því ekki lengur slegiö á frest að ákveða, hvernig skyldi brugðist við afleið- ingum samdráttarins. Hallarekst- ur og skuldasöfnun fyrirtækja í út- flutnings- og samkeppnisgreinum virtist stefna fyrirtækjum í st(3rum stíl í greiðslu- og gjaldþrot; fjölda- atvinnuleysí blasti við. Fyrirsjáan- legt tekjufall ríkissjóös stefndi í óþolandi hallarekstur og skulda- söfnun; nema brugðist væri við með róttækri lækkun ríkisút- gjalda eða skattahækkunum m.a. til að draga úr innflutningi og neyslu. Forystuflokkur þáverandi ríkisstjórnar féllst á hvorugt og skilaði að lokum auðu. Atvinnu- rekendaforysta Sjálfstæðisflokks- iiis mælti með niðurfærsluleið, en hafnaði gengislækkunarkoll- steypu. Seðlabankaarmur flokks- ins mælti með niðurskurði ríkisút- gjalda og hækkun vaxta. Þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins féllst á hvorugt og rauf þannig sjórnar- samstai fið. Það voru mikil pólitísk mistök. Það kom í hlut Alþýðuflokks og Framsóknarflokks að taka ákvarð- anir um stefnuna. Ákveðið var að kæla „vélina" með tímabundinni verðstöðvun. Að leiðrétta raun- gengið í áföngum til þess að koma útflutningsgreinunum á rekstrargrundvöll og draga úr inn- flutningi og neyslu; að skipuleggja skuldbreytingai fyrirtækja sem voru burðarásar byggðarlaga til þess að forða fjöldaatvinnuleysi; að hækka skatta til þess að draga úr neyslu og forða skuldasöfnun, sem hefði viðhaldið fölskum lífs- kjörum; og að gera þetta í áföng- um, til þess að forða óöaverðbólgu og viðhalda möguleikum á friði á vinnumarkaönum. þannig hugð- ust menn sigla þj(')ðarskútunni út úr brotinu og ná henni á lygnari sjó þegar batnandi viðskiptakjör færu aftur að segja til sín. Þessi stefna, sem mörkuð var haustið 1988, hefur í stórum drátt- um tekist áfallalitið og er nú farin að skila verulegum árangri. Það er kjarni málsins. Knginn neitar því að almenningur á íslandi hefur orðið að færa fórnir á samdráttar- skeiðinu í formi lækkandi kaup- máttar og neyslu. En aðalatriðið er að þessar fórnir hafa ekki verið færðar til einskis. Með þessu móti hef- ur verið búið í haginn fyrir framtíðina. Meö þessu móti hefur verið lagður sæmilega traustur grunnur að nýju fram- faraskeiði, sem nú fer í hönd. Þannig er ekki allt sem sýnist. Fjölmiðill nútímans virðist ein- ungis lifa í andarteppu augnabliks- ins. Hann sér hvorki fram né aftur. Hann eygir hvergi samhengi hlut- anna. Þess vegna upplýsir hann ekki, skýrir ekki. Þess vegna verð- ur spegilmynd hans af atburðarás brengluð. Þess vegna verður fjöl- miðlaímynd dagsins öll önnur en veruleikinn. það skulu menn hafa í huga, þegar þeir kveða upp dóma. Enginn veit hvad_______ átt hef ur —____________ fyrr en misst hefur_____ Það er úrslitaatriði að með því að fara þessa leið tókst núverandi ríkisstjórn að viðhalda friöi á vinnumarkaði og búa í haginn fyrir kjarasamninga til langs tíma. Þar með hefur henni tekist að skapa stöðugleika og festu fyrir atvinnulífið í landinu fram yfir næstu þingkosningar. Þetta hefði ekki tekist ef ríkis- stjórnin hefði haustið 1988 valið leiö gengiskollsteypu. Kjaraskerð- ingin hefði þá orðið svo hastarleg að styrjöld á vinnumarkaðnum hefði orðið óumflýjanleg. Það strið hefði aöeins endað á einn veg. Kaupmáttarfalli gengisfell- ingar hefði veriö eytt. Víxlhækk- unarskrúfa launa, verðlags og vaxtahækkana hefði veriö sett af stað og endað í óðaverðbólgu. At- burðarásin hefði sótt í sama farið og á lokadögum ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens 1982—815. Við hefðu setið uppi með 100% verðbólgu, dúndrandi viðskipta- halla og stjórnlausri skuldasöfn- un. Þannig hefur farið fyrir flest- um ríkisstjórnum á lýðveldistím- anum á samdráttarskeiði. Það er nauðsynlegt að menn átti sig á því að það var ríkisstjórnin sem með stefnu sinni bjó í haginn fyrir skynsamlega kjarasamninga og kom þannig í veg fyrir að árangur stjórnarstefnunnar eydd- ist í átökum á vinnumarkaði. Og nú blasir____________ árangurinn við_________ Þessi ríkisstjórn mun fyrirsjáan- lega skila af sér miklu betra búi, þrátt fyrir samdráttarskeiðið og erfiðleikana, en forveri hennar, sem fékk allt upp í hendurnar í góðærinu. Sú ríkisstjórn þorði ekki að taka réttar ákvarðanir í að- draganda kosninganna 1987. Hún brást skyldum sínum í von um að hreppa stundarvinsældir. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki látið erfiðleikana smækka sig; Hún hefur þorað að taka óvinsæl- ar ákvarðanir í trausti þess að hún væri að gera rétt, — og myndi aö lokum skila árangri. Hún hefur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.