Alþýðublaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 9
Laugardagur 26. maí 1990 VIÐHORF Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segir aö nú- verandi ríkisstjórn hafi látiö verkin tala: Sumar ríkisstjórnir hika ekki viö að kaupa sér vin- sældir með því að láta vaða á súöum og kæra sig kollóttar um, þótt vondur viðskilnaður lendi á þeim sem taka við. Aðrar ríkisstjórnir þora að taka óvinsælar ákvarðanir í trausti þess að þær muni, þrátt fyrir timabundnar fórnir, skila árangri að lokum, sem réttlætir þær og býr í haginn fyrir framtíðina. Núverandi ríkisstjórn er greinilega ekki af fyrr sauðar- húsinu. Hún á enn tæpt ár til stefnu en mun þó fyrirsjáan- lega skila góðu búi. Hún hefur búið í haginn fyrir framtíðina. Fjölmiðlar hafa dæmt hana óvinsæla. En þegar upp verður staðið munu menn komast aö þvi, að engirtn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur... uppskorið neikvæðustu umfjöll- un, sem nokkur ríkisstjórn á seinni árum hefur mátt sitja undir, í fjölmiðlaumfjöllun. ()g hún hefur verið dæmd hart í skoðanakönn- uiumi. Um hana má segja að enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur. Reynum nú að greina kjarnann frá hisminu og spyrjun um nokkur aðalatriði. 1. spurning: Er lækkandi verðbólga óvinsæl? Að lokinni gengisaðlögun, sem hefur snúið hallarekstri fyrirtækja í hagnað, er tímabili 25—35% verðbólgu lokið. Verðbólgan er komin niður í eins stafs tölu. Það er unnt aö halda verðbólgu frá upphafi til loka árs í um 7%. Allar ríkisstjórnir lýðveldistímans hafa sett sér það mark að ná verðbólg- unni niður undir sama stig og í helstu viðskiptalöndum. Það hef- ur engri tekist fyrr en þessari. Verðbólgan á íslandi í ár verður að öllum líkindum lægri en t.d. á Bretlandí og Svíþjóð. ()g þetta er ekki blöff. Kjarasamningarnir, og vaxandi jafnvægi á peninga- og vinnumarkaði, á að tryggja þenn- an árangur. Varanleg lækkun verðbólgu er besta kjarabót fyrirtækja og heimila sem hugsast getur. Hún er undirstaða alls annars sem til bóta horfir um efnahagsþróun og lífskjör í fram- tíðinni. 2. spurning: Er lækkun vaxta svona óvinsæl? I kjölfar lægri verðbólgu hafa vextir, fjármagnskostnaður, hvort heldur við tölum um nafnvexti, óverðtryggðra lána eða raunvexti á verðtryggðum lánum, snarlækk- að. Fréttabréf verðbréfamarkaðar Islandsbanka í apríl segir: „Enginn vafi leikur á því að eftir síðustu lækkanir eru raunvextir á íslandi að verða með því lægsta sem gerist í nærliggjandi löndum." Þetta er besta kjarabót fyrir þá aðila í íslensku þjóðfélagi sem erf- iðast hafa átt uppdráttar á sam- dráttarskeiðinu: Fyrir skuldug heimili og fyrirtæki. Tökum dæmi af einstaklingi sem skuldar þótt ekki sé nema hálfa milljón óverðtryggða til 18 mánaða. Ef verðbólga hefði verð óbreytt frá áramótum heföu vaxtagreiðslur af þessu láni orðið kr. rúmlega 110 þús. kr. á ári. Með verðbólgu og lánskjörum eins og verð hefur frá áramót- um, en síðan óbreytt út árið miðað við 1. maí, munu vaxta- greiðslur af þessu láni á árinu nema kr. 57. þús. Munurinn er tæp 53 þús. kr. á árinu sem skuldarinn er betur settur. Launalækkanir hefðu þurft að vera um þrefalt hærri en þær urðu til þess að skila launþega með meðallaun BSRB (95 þús kr./mán) sömu peningaupp- hæð á árinu, en slik kaup- hækkun fyrir alla línuna hefði hins vegar þýtt hærri verð- bólgu og hærri vexti, sem hefði snariega tekið slíka kauphækkun til baka og gert hana að engu. Meðalhúsbyggjandinn mun vera með um 2 til 3 milljónir í skammtímaskuldum. Það er því óhætt að margfalda með fjórum til sex þessar 50 þús, kr. á ári sem lækkun verðbólgu og vaxta hefur fært skuldugum húsbyggjanda í beina kjarabót á árinu. Það þýðir kjarabót á bilinu 200 til 300 þús. kr. á ár- inu. Eru þetta mjög_________ óvinsælar_______________ ráðstaffanirí_____________ 3. spurning. Er hagstæð af- koma fyrirtækja óvinsæl? Vandi flestra islenskra fyrir- tækja er fólgin i of litlu eigin fé og alltof mikilli skuldsetningu. Fyrir- tæki í sjávarútvegi voru til langs tíma, bæði í góðæri og samdrætti, rekin með halla og söfnuðu skuld- um. Leiðrétting á raungengi og í kjölfar þess lækkun verðbólgu og vaxta, hefur skila venjulegu með- al fyrirtæki tugum milljóna í bættri afkomu. Sjávarútvegur- inn er almennt kominn í hagnað. Standist allar forsendur þýðir það ávísun á bætt lífskjör síðar. Er pað sérstakt tilefni til óvinsælda? 4. spurning: Er full atvinna sérstakt tilefni óvinsælda? Þegar þessi ríkisstjórn tók við, blasti við stöðvun atvinnurekstrar og fjölda atvinnuleysi fyrir mörg þúsund manns. Þessari martröð hefur verið bægt frá. Víst hefur verið um að ræða staðbundið og tímabundið atvinnuleysi. En til fjöldaatvinnuleysis kom aldrei. Nýjustu tölur benda til vaxandi eftirspurnar eftir vinnu. Nýjustu tölur benda til vaxandi eftirspurn- ar eftir vinnu. Atvinnuleysi er hér lægra en í nokkru nærliggjandi landi, á sama tíma og verðbólga er komin niður undir sama stig og hún er hæst í grannlöndum. Batn- andi afkoma fyrirtækja er ávísun á hærra atvinnustig. Þær stórfram- kvæmdir sem framundan bíða við virkjanir og álver munu skapa 2500 störf. Atvinnuleysisvofunni hefur verið bægt frá. Er það sér- staklega til óvinsælda fallið? 5. spurning: Er hagstæður viðskiptajöfnuður við útlönd sérlega óvinsæll? Þrátt fyrir 50 milljarða verð- mætaaukningu í góðærinu héld- um við áfram að safna skuldum. ;Nú hefur því tafli verið snúið við í grundvallaratriðum. Vöruskipta- jöfnuður á sl. ári varð hagstæður um tæpa 8 milljarða króna. Þjón- ustujöfnuður er hins vegar nei- kvæður, en það stafar eingöngu af þungri vaxtabyrði af áður teknum lánum. Vaxtagreiðslur af erlend- um skuldum eru nú nettó um 13 milljarðar á ári. Að teknu tilliti til þessa lækkaöi hallinn á viöskipta- jöfnuði við útlönd 3,2% af VLF í 1,6% '89. Síðan hefur ástandið batnað. Það hefur m.ö.o. tekist að draga úr innflutningi og neyslu á samdráttarskeiðinu. Þaö hefur yf- irleitt aldrei tekist áður í tíð fyrri ríkisstjórna. 6. spurning: Veldur aukning sparnaðar í þjóðfélaginu óvin- sældum? Samkvæmt opinberum tölum hefur hlutfall sparnaðar af VLF aukist úr 32,1% 1988 í 34,3% 1989. Þrátt fyrir samdrátt í tekj- um. Þrátt fyrir lækkun vaxta hefur þessi ríkisstjórn ekki gengið svo langt að taka upp neikvæða raun- vexti og fórna þar með langtíma- markmiðinu um hvatningu til inn- lends sparnaðar. Það er kannski 'ekki mjög vinsælt en það er rétt. 7. spurning: Er traustari staða ríkisfjármála sérlega óvinsæl? Á síðastliðnum áratug hefur hver ríkisstjórnin á fætur annarri kynokað sér hjá að taka á upp- söfnuðum vanda í ríkisfjármál- um. Vandinn er sá, að útgjöld rík- issjóðs, sem eru lögbundin að stærstum hluta, hafa haldið áfram að vaxa jafnt og þétt, umfram tekjuöflun. Þessi uppsamaði vandi nemur nú tugum milljarða. Haustið 1988, þegar samdrátt- urinn í efnahagslífinu olli snöggu tekjufalli ríkissjóðs, krafðist Sjálf- stæðisflokkurinn þess að jöfnuður yrði tryggður í ríkisfjármálum, en hafnaði á sama tíma öllum tillög- um um lækkun ríkisútgjalda og jafnframt tillögum um aukna tekjuöflun. Það er að sjálfsögðu ákaflega vinsæl afstaða í núinu, en jafnframt hvorki meira né minna en þjóðhættuleg. Þessari ríkisstjórn hefur ekki tekist á yfirstandandi samdráttar- skeiði, að leysa hinn innbyggða vanda ríkisfjármálanna, enda ógerningur. En hún hefur samt náð umtalsverðum árangri og stefnir í rétta átt. Hún hefur vissu- lega hækkað skatta nokkuð, þótt hlutur ríkis og sveitarfélaga, sem hlutfall af VLF, sé enn með því lægsta sem þekkist meðal aðild- arríkjaOECI). Hún hefur jafnframt beitt mun meira aðhaldi varðandi aukningu ríkisútgjalda en unnt er með góðu móti að fá meirihluta Alþingis til að fallast á. Þetta varð- ar fyrst og fremst fjárfestingar hins opinbera. En vissulega er við mörg óleyst vandamál að fást. Byrðar skatt- greiðenda vegna ríkjandi land- búnaðarstefnu eru viðvarandi. ()g vissulega tók ríkissjóður á sig auknar skuldbindingr með þeim skuldbreytingum, sem óhjá- kvæmilegar voru til að forða fjöldaatvinnuleysi á versta sam- dráttarskeiðinu. Engu að síður hefur náðst um- talsverður árangur. Þannig er lialli ríkissjóðs lægra hlutfall af VLF en hann var áður, jafnvel í góðæri. Lánsfjárþörf ríkissjóðs árið 1990 er einnig umtalsvert lægra hlutfall af VLF (1%) en hann var t.d. á árinu '87 (2,7%). Og það skiptir einnig miklu máli að hall- inn er að meiri hluta til fjármagn- aður innanlands, en ekki með erlendum lántökum. Það þýðir að þensluáhrif þessa hallareksturs eru minni en ella væri. Verkin tala______________ Sumar ríkisstjórnir hika ekki við að kaupa sér vinsældir með því að láta vaða á súðum og kæra sig kollóttar um, þótt vondur viðskiln- aður lendi á þeim sem taka við. Aðrar ríkisstjórnir þora að taka óvinsælar ákvarðanir í trausti þess að þær muni, þrátt fyrir tíma- bundnar fórnir, skila árangri að lokum, sem réttlætir þær og býr í haginn fyrir framtíðina. Núverandi ríkisstjórn er greini- lega ekki af fyrra sauðarliúsinu. Hún á enn tæpt ár til steínu en mun þó fyrirsjáanlega skila góðu búi. Hún hefur búið í haginn fyrir framtíðina. Fjölmiðlar hafa dæmt hana óvinsæla. En þegar upp verður staðið munu menn komast að því, að enginn veit hvað átt hef- ur fyrr en misst hefur. Hlutur Alþýðuflokksins í þeim þremur ríkisstjórnum, sem setið hafa að völdum á samdrátt- arskeiðinu frá hausti 1987, hefur vegið þungt. Á þessum tíma hefur Alþýðuflokkurinn borið ábyrgð á ríkisfjármálum um skeið, húsnæð- ismálum og málefnum sveitarfé- laga, málefnum bankakerfis <>g fjármagnsmarkaðar, málefnum iðnaðarins og samskiptum íslands við önnur lönd, (Evrópumálin), og utanríkisversluninni. Þegar dæmiö er gert upp að lok- um með samanburði á fyrirheit- um og stefnumálum fyrir kosning- ar 1987 og árangri í stjórnarstörf- um þ.m.t. í formi stórra, varan- legra umbótamála, sem Alþýðu- flokkurinn hefur knúið í gegn á þremur árum, er auðvelt að færa sönnur á, að flokkurinn hefur með verkum sinum unnið til góðrar fyrstu einkunnar í stjórnarstarf- inu. Einn af eldri forystumönnum Al- þýðuflokksins frá viðreisnartíma- bilinu hefur sagt við undirritaðan: Ég held að Alþýðuflokkurinn hafi aldrei fyrr í sðgu sinni komi fram jafn stórum umbótamálum eins og á þessu þriggja ára tímabili, þrátt fyrir hin erfiðu ytri skilyrði. — Það er í erfiðleikunum sem reynir á . menn og flokka. Þeir sem vaxa af verkum sínum, þrátt fyrir önd- verðar kringumstæður, þurfa ekki að kvíða því að leggja sín verk undir hlutlægan dóm. Það sem hér hefur verið sagt nægir til að sýna að ekki er allt sem sýnist. Við höfum búið vel í haginn fyrir framtíðina. Okkur hefur tekist að leggja tiltölulega traustan grunn að nýju framfara- skeiði. Við höfum stýrt þeim mál- efnum sem mestu munu ráða um farsæld þjóðarinnar á þeim ára- tug, sem eftir lifir til aldamóta: Þar á ég að sjálfsögðu við Evrópumál- in og virkjana- og stóriðjumálin. Ég er sannfærður um að við jafn- aðarmenn munum að lokum upp- skera eins og til hefur verið sáð. Við munum í vaxandi mæli njóta verka okkar, eftir því sem árangur- inn kemur betur í Ijós. Og fleira kemur til: Við höfum í þessum byggðakosningum, bæði í Reykja- vík og annars staðar á landinu, stigið fyrstu skrefin í þá átt að styrkja stöðu jafnaðarmanna í næstu þingkosningum. Það er löng ferð framundan. En allar ferðir byrja á fyrsta skrefinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.