Alþýðublaðið - 26.05.1990, Síða 10

Alþýðublaðið - 26.05.1990, Síða 10
10 Laugardagur 26. maí 1990 80 ára er í dag, 26. maí, Bergþóra Guðmundsdóttir, Hringbraut 50, Litlu-Grund, Reykjavík Bergþóra var fædd aö Hrauni í Keldudal, Dýrafirði. Hún var gift Vilhjálmi S. Vilhjálmssyni, rithöfundi og blaöamanni, er ávallt var kallaöur V.S.V., en hann lést þann 4. maí 1966. Bergþóra tekur á móti gestum í dag eftir kl. 15 á heimili dóttur sinnar og tengdasonar aö Skipholti 56, Reykjavík. t Ástkæri eiginmaöur minn og faðir okkar, Magnús E. Guðjonsson, framkvstj. Sambands ísl. sveitarfélaga veröur jarösunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 28. maí kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaöir en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélagið eöa aðrar líknarstofnanir. Alda Bjarnadóttir Kolfinna S. Magnúsdóttir Alda S. Magnúsdóttir Hauöur Helga Stefánsdóttir Flol: &Ki _ * tarfíð Ungir jafnaðarmenn Tryggjum Bjarna P. í borgarstjórn. X- 1111111 Félag ungra jafnaðarmanna Reykjavík. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur Reykvíkingar Heitt kaffi á könnunni frá kl. 10 árdegis. Félagsmiöstöö jafnaöarmanna, Hverfisgötu 8—10. OPIÐ HÚS ALLIR VELKOMNIR S' Askorun Stjórn Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur hvetur félags- menn sína og aðra alþýðuflokksmenn til að styðja fram- boð Nýs vettvangs í borgarstjórnarkosningunum í dag og gera þar með útkomu Nýs vettvangs sem besta til efling- arfélagslegrarumbótastefnu jafnaðarmanna í Reykjavík. Stjórn Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur Skúli Johnsen formaður Minning Magnús E. Guðjónsson framkvæmdastjóri Fœddur 13. september 1926 — Dáinn 17. maí 1990 l’átttaka í sveitarstjórn er besti skóli sem stjórnmálamenn geta numiö í. Úr þeim skóla hafa marg- ir af bestu stjórnmálamönnum okkar útskrifast. Einn þeirra manna, sem um langt skeió hafa veriö í fremstu víglínu sveitar- stjórnarmála á íslandi, var Magn- ús E. Guöjónsson, framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra sveitar- félaga s.l. 23 ár. Segja má, að í meir en 30 ár, eöa allt frá því aö Magnús gerðist bæjarstjóri Akureyringa og fram á hinsta dag, hafi fáum ráöum verið ráðiö til lykta á vett- vangi sveitarstjórnarmála, án þess aö hann ætti þar stóran hlut aö máli. Þaö er meö vissum hætti táknrænt að viö skulum nú kveðja Magnús hinstu kveðju í miðjum önnum kosningabaráttu vegna sveitarstjórnakosninga. Magnús lést á Landspítalanum 17. þ.m. langt um aldur fram, aðeins 64 ára aö aldri. Magnús var Vestfiröingur að uppruna, fæddur á Hólmavík 13. september 1926. Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson, trésmiður og síöar kaupmaöur þar og kona hans, Kolfinna Snæbjörg Jónsdótt- ir. Að loknu stúdentsprófi frá Versl- unarskóla íslands 1947 lagði Magnús stund á lög viö Háskóla ís- lands og lauk því námi 1953. Hann stundaöi framhaldsnám í lögreglu- fræöum í Bandaríkjunum 1955 og hóf síöan störf sem fulltrúi lög- reglustjóra á Keflavíkurflugvelli 1954-58. Hann gegndi starfi bæj- arstjóra á Akureyri í tæpan áratug 1958-67 þar til hann geröist fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga áriö 1967. Hann ööl- aöist málflutningsréttindi héraös- dómslögmanns áriö 1966. Þá rúmu tvo áratugi sem Magn- ús var í forsvari fyrir Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga var hann til kvaddur aö starfa í fjölmörgum stjórnskipuðum nefndum til aö semja lagafrumvörp eöa endur- skoöa lög aöallega um sveitar- stjórnarmál, s.s. vatnalög, heil- brigöislög, lög um atvinnuleysis- tryggingar og byggingalög. Viö áttum mjög ánægjulegt samstarf um skeið í nefnd, sem skipuö var árið 1973 til þess að gera tillögur um staðarval og flutning ríkisstofnana og skiluðum merkri skýrslu um þaö mál, undir verkstjórn núverandi fjármálaráö- herra. Það var á þeim árum sem undir- ritaöur sat í bæjarstjórn ísafjarðar og í starfi stofnananefndar síðar, sem ég kynntist Magnúsi best. Þau kynni færöu mér heim sanninn um það, að Magnús var sannfærö- ur jafnaöarmaöur aö lífsskoöun enda áttum viö jafnan hauk í horni þar sem hann var. Magnús var fríður maöur sýnum , svo aö eftir var tekið, glaðvær og Ijúfur í sam- starfi og kynnum. Ég treysti því að aðrir, sem haft hafa nánari kynni aí inargvísleg- um störfum Magnúsar í þágu sveit- arstjórna á íslandi geri betur grein fyrir þeim mikilsveröu störfum. Ég vil hins vegar aö leiðarlokum fyrir hönd okkar íslenskra jafnaö- armanna þakka Magnúsi dyggan stuöning og holl ráð, hvenær sem til hans var leitað um vinnufram- lag og ráðgjöf. Ég flyt konu hans, Öldu Bjarnadóttur, og dætrum, innilegar samúðarkveðjur. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins. Viö fráfall Magnúsar E. Guðjóns- sonar liafa sveitarfélögin í landinu misst einn ötulasta talsmann sinn. Hann haföi starfað að sveitar- stjórnarmálum um 35 ára skeið og gegnt framkvæmdastjórastarfi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í liðlega 10 ár. A þessum tíma átti Magnús mikil og góö samskipti viö félagsmálaráöuneytiö. Hann átti sæti í fjölmörgum stjórnskip- uöum nefndum og átti þátt í aö semja frumvörp og reglur er varöa sveitarstjórnarmálefni. Verkefni óg hlutverk Sambands íslenskra sveitarfélaga efldist mjög í tíö Magnúsarsem framkvæmdastjóra og mun þaö ekki síst að þakka því mikla starfi er hann innti af hönd- um. Magnús var tíður gestur í fé- lagsmálaráöuneytinu. Hressileiki og glaðværð hans gerði það aö verkum að starfsfólk ráðuneytis- ins fagnaöi ávallt komu hans. Magnús var mikill áhugamaöur um aukna sjálfsstjórn sveitarfé- laga en brýndi jaínframt nauösyn ábyrgöar og festu. Hann fylgdi málum Sambandsins eftir af festu og ákveðni en var jafnframt ein- staklega réttsýnn maöur. Þaö var áberandi í fari Magnús- ar hversu ríka áherslu hann lagöi á aö leysa vandamál þeirra er til lians leituöu. Lipurö hans í öllum mannlegum samskiptum kom fram hvort heldur hann var aö eiga viö stjórnvöld um hagsmuna- mál sveitarfélaganna eða aö leit- ast við að greiða úr einstaklings- bundnum vandamálum. Vegna starfs síns haföi Magnús yfirburðaþekkingu á öllum þeim mörgu og flóknu viöfangsefnum sem sveitarfélögin fást við. Sem framkvæmdastjóri Bjargráðasjóðs var Magnús einnig gjörkunnugur málefnum landbúnaðarins. Hiö þrotlausa starf Magnúsar í þágu ís- lenskra sveitarfélaga hefur því birst á margvíslegan hátt. Þaö mun vera vandfundinn sá maður sem haföi aöra eins innsýn í hvaö var aö gerast í þjóðfélaginu og Magnús. Allt til liinstu stundar var hugur hans bundinn viö hag sveitarfélag- anna og þrátt fyrir veikindin fylgd- ist hann grannt með framgangi mála, enda var allt til hins síðasta leitaö ráða hjá honum varöandi erfiö mál er snertu sveitarfélögin og sýnir það best hve mikils trausts hann naut. En enda þótt verk séu talandi tákn um elju Magnúsar þá er hitt ekki síður um vert að hann með sínu jákvæða hugarfari leitaðist ævinlega við að leysa mál og á starfsfólk félagsmálaráðuneytisins honum mikiö að þakka fyrir hversu úrræðagóður hann var. Magnúsar veröur minnst sem manns sem leit á björtu hliðar til- verunnar og flutti meö sér já- kvæðan anda til allra verka enda hjálpsemin ríkur þáttur í fari hans. Blessuö sé minning hans. Starfsfólk félagsmálaráöuneytis- ins flytur konu Magnúsar, Oldu Bjarnadóttur og dætrum, innileg- ar samúöarkveöjur. Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra. Magnús E. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Sambands ísl. sveit- arfélaga, andaðist á Landspítalan- um 17. þ.m. Fæddur var liann á Hólmavík 13, sept. 1926. Hann lauk laganámi 1953 og varö hér- aðsdómslögmaður 1966. Magnús var fulltrúi lögreglu- stjóra á Keflavíkurflugvelli 1954—58, bæjarstjóri á Akureyri 1958—67 og síðan framkvæmda- stjóri Sambands ísl. sveitarfélaga frá 1. febr. 1967 til dánardægurs. Hér hafa aðeins verið nefnd aö- alævistörf Magnúsar, en þá eru ótalin störf hans og formennska í fjölmörgum nefndum og ráðum, aöallega á sviði sveitarstjórnar- mála. Má fullyrða að harin hafi lagt gjörva hönd að verki í sam- bandi við samningu allra nýrra lagafrumvarpa og breytinga á eldri lögum um sveitarstjórnarmál allt frá því að hann kom til starfa hjá sveitarstjórnasambandinu. Þau margvíslegu trúnaðar- og ábyrgðarstörf, sem Magnúsi hafa verið falin um dagana, sýna ótví- rætt hversu trúverðugur hæfi- leikamaður hann liefur ávallt reynst samtíð sinni og samfélagi. Þaö er mikiö saknaöarefni aö þessi glaðværi afkastamikli verk- maöur þjóðfélagsins skuli nú horf- inn af vettvangi um aldur fram. Magnús E. Guðmundsson var jafnaðarmaður af hugsjón og manngerð. Við flokkssystkin hans í Kópavogi minnumst hans meö söknuði. Hann flutti ætíð með sér glaðværan og hressandi andblæ inn í raðir okkar auk þess að hafa ávallt eitthvað gott og skynsam- legt til málanna að leggja af fjöl- þættri reynslu sinni og þekkingu. Blessuð sé minning Magnúsar E. Guðjónssonar. Við flytjum konu hans, Öldu Bjarnadóttur og dætrum innilegar samúðarkveðjur. Jón H. Guðmundsson

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.