Alþýðublaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 11
Laugardagur 26. maí 1990 VIÐTAL n Kosningabaráttunni f yrir borgarst jórnarkosning- ar i Reykjavík 1990 er lokið. í dag kemur i Ijós hvernig þeir verja atkvæði sinu sem i niðurstöðum skoðanakannana eru færðir i einn hóp undir heitinu óákveðnir. Ólina Þorvarðardóttir er f jögurra barna móðir og býr í Vesturbænum. Hún hef ur óneitanlega sett svip á þá kosningabaráttu sem nú er lokið. Hún hefur leitt lista Nýs vettvangs, þar sem saman er komið það f ólk sem er orðið leitt á sundrungu minni- hlutans í borgarstjórn Reykjavíkur og segist vilja setja hagsmuni Reykvikinga ofar hagsmunum stjórnmálaf lokka. Flest bendir til að Nýr vettvangur muni vinna „móralskan" sigur í þeirri merkingu að hann verði stærstur andstæðinga sjálfstæðismanna i nýrri borgarstiórn. Hins vegar bendir fátt til að Ný|um vettvangi takist það ætlunarverk sitt að f ella meirihluta sjálfstæðismanna. Þetta virðist þó ekki slá Ólínu Þorvarðardóttur út af laginu, þvi hún segir einfaldlega að takist ekki að fella meirihlutann núna, þá gerist það bara næst. Ólína er i viðtali við Alþýðublaðið á kjördag. Ólina er nýliði á stjórn- málasviðinu og þetta er fyrsta kosningabaráttan hennar. Skyldi þátttaka ¦ kosningabaráttu hafa ver- ið eitthvað lik þvi sem hún átti von á? VIÐTAL: JÓN DANÍELSSON — í meginatriðum var hún ekk- ert ólík því sem ég átti von á. Þó er það svo að alltaf kemur manni eitthvað á óvart þegar maður er að reyna hlutina í fyrsta sinn. Það arlegri kosningabaráttu. Þið hjá Nýjum vettvangi hélduð sérstakan blaðamannafund til að vekja athygli á útgáfu bæk- linga á kostnað borgarsjóðs, Húsnæðismól, öldrunarmál og dagvistir sem ég átti kannski síst von á, er. en bæklingana sögðuð þið Ólína Þorvarðardóttir, oddviti Nýs vettvangs, er í viötali viö Alþýðublaöið á kjördag. Sumir þættir kosningabaráttunnar hafa komið henni töluvert á óvart og hún segir m.a. að kosningabarátta sjálfstæðismanna hafi byggst svo mjög á persónulegum svívirðingum að hún sé nú farin að fela Morgun- blaðið fyrir bömum sinum. Allar líkur virðast núna benda til þess að Nýr vettvang- ur verði á næsta kjörtímabiH einn af minnihlutaflokkunum í borgarstjórn Reykjavíkur. En jafnvel í minnihluta er stund- um unnt að hafa einhver áhrif. Ef ykkur tekst það, hverju viltu þá helst ná fram? — Það eru þrír málaflokkar sem brenna heitast á Reykvíkingum og við munum aö sjálfsögðu leggja mesta áherslu á þá. í fyrsta lagi eru það húsnæðismálin sem er gífur- lega mikið hagsmunamál. Það þarf að stórauka uppbyggingu fé- lagslegs húsnæðis í Reykjavík. Okkur vantar miklu fleiri kaup- leiguíbúðir, búseturéttaríbúðir og leiguíbúðir. Það vantar líka mikið upp á að nægilegt framboö sé á lóðum undir slíkt húsnæði og því þarf að breyta. Öldrunarmál eru líka í algerum ólestri. í þeim efnum má segja að ríki neyðarástand. Biðtíminn eftir hjúkrunarrými er núna þrjú ár og á biðlistum Félagsmálastofnunar bíða nú I-.350 gamalmenni eftir úrræðum. Þar af búa 600 manns við algera iieyð. Dagvistarrými eru eins og allir vita allt of fá. Það ástand er auðvitað algerlega óvið- EKKI NUNA ÞÁ BARA NÆST það hversu langt menn eru reiðu- búnir að ganga í persónulegum árásum og hvernig reynt er að ráð- ast á það sem fólki er heilagast til þess aö lama andstæðinginn. Þetta kemur að sjálfsögðu niður á málefnalegri umræðu, og er mjög miður. Sjálfstæðismenn hirða ekki um málefni________ Þessi kosningabarátta hefur ein- kennst af mikilli málefnafátækt sjálfstæðismanna. Af þeirra hálfu er lögð meiri áhersla á einstaka menn og það að gera andstæðing- ana tortryggilega persónulega. Málefnin sitja hins vegar á hakan- um. Hins vegar finnst mér mikill munur á áróðri sjálfstæðismanna annarsvegar og málflutningi minnhlutaflokkanna hinsvegar. Þeir síðarnefndu halda sig að mestu við málefnin. Eiginlega átti ég þó von á harðari kosningabar- áttu, þ.e.a.s. harðari átökum um málafíokka. Ég var viðbúin því að þessi tími yrði kref jandi og sú varð raunin. Það hefur hins vegar kom- ið mér einna mest á óvart, hversu skemmtilegt þetta er, — þrátt fyrir alit. Þú nefndir persónulegar árásir. Geturðu nefnt dæmi um ákveðin spjótalög af því tagi sem beint hefur verið beinlínis gegn þér? — Já, það get ég auðveldlega. Bæði ég og aðrir frambjóðendur Nýs vettvangs, höfum þráfaldlega lent í því að vera kallaðir lygarar í Morgunblaðinu, — jafnvel í fyrir- sögnum sem blaðið hefur valið sjálft. Þar hafa menn með útúr- snúningum og rangfærslum verið að reyna að koma höggi á okkur og rýja okkur trausti. Eg hef líka orðið fyrir því að í lesendabréfum hefur verið efast um hæfni mína sem uppalanda og velt upp ýms- um spurningum um fjölskyldu- hagi mína yfirleitt. Nú er svo kom- ið að ég er farin að fela Morgun- blaðið fyrir börnunum mínum. Hér víkur þú talinu að óheið- einkum innihalda áróður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þið gerð- uð kröfu um að kostnaðurinn yrði endurgreiddur í borgar- sjóð. Ráku sjálfstæðismenn óheiðarlega kosningabaráttu? Hafa þeir misnotað aðstöðu sína sem borgarstjórnarmeiri- hluti? — Þetta dæmi um kosninga- bæklingana er að sjálfögðu for- kastanlegt mál. Að Reykjavíkur- borg skuli nú rétt fyrir kosningar, vera að dengja út lofgjörð um ríkj- andi ástand — ástand sem engan veginn er kynnt fyrir kjósendum með hlutlausum hætti. Við skul- um ekki gleyma því að það er ein- mitt það sem kjósendur eiga nú að velja um, — hvort þeim líkar ríkj- andi ástand. Það er langt síðan ákveðið var að gefa út kynningar- bæklinga um félagsmál og skipu- lagsmál. Þessi rit hafa verið mjög lengi í vinnslu, og á þeim tíma hafa upplýsingar úrelst. Þar af leiðandi eru ýmsar upplýsingar sem þar koma fram, ekki bara úr- eltar heldur beinlínis villandi. Það er að sjálfsögðu óviðurkvæmilegt að slengja þessu framan í kjósend- ur, á kostnað þeirra sjálfra, nú rétt fyrir kosningar. Hefur Pavið skipt um skoðun frá 1982?______ Sjálfstæðismenn hafa brugðið á það ráð að reyna að gera lítið úr þessu bæklingamáli. Mig langar ' hins vegar til að vekja athygli á því að Davíð Oddsson gerði sjálfur sambærilegar athugasemdir í kosningabaráttunni 1982 vegna bæklings sem þá 'var gefinn út á vegum Reykjavíkurborgar, þegar mun lengri tími var til kosninga en í þessu tilfelli. Sjálfstæðismenn hafa yfirburða- einokunaraðstöðu hvað varðar alla fjölmiðlun. Þeir eiga Morgun- blaðið. Þeir eiga Stöð 2. Þeir hafa aðgang að fyrirtækjum og fjár- munum sem hin framboðin hafa ekki. í krafti peningaveldis og ítaka geta þeir auðveldlega nánast einokað kosningaumræðuna, — og þeir gera það. Þess vegna finnst mér svo grátlegt að þeir skuli ekki einu sinni geta notað þessa að- stöðu til að koma af stað málefna- legri umræðu, heldur böðlast áfram í svívirðingaflaginu. Ef við víkjum nú talinu að Nýjum vettvangi þá kostaði til- urð hans nokkur átök sérstak- lega innan Alþýðubandalags- ins. Kemur þetta til með að hafa áhrif á samtarf minni- hlutaflokkanna í borgarstjórn á næsta kjörtímabili? — Það er algerlega undir hinum framboðunum komið. Við höfum margoft lýst yfir samstarfsvilja. Víð reyndum að ná samkomulagi um sameiginlegt framboð allra fyrir þessar kosningar. Það reynd- ist ekki vilji til þess. Við fundum það líka mjög glöggt að þótt ákveðnar flokksstofnantr stæðu í vegi fyrir sameiningu, þá höfðum við flokksfólkið að stórum hluta á okkar bandi og svo auðvitað fjöld- ann allan af einstaklingum sem komu til okkar utan við allt flokka- skipulag. Okkar samstarfsvilji er þannig alveg skýr og hefur verið það allan tímann. Meira samstarf og______ kannski sameining næst Ég á satt að segja bágt með að trúa því að flokkar sem hafa sam- bærilega stefnuskrá og virðast í orði kveðnu hafa vilja til þess að breyta forgangsröðun verkefna í Reykjavíkurborg, — ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að þessir flokkar komi ekki til samstarfs við okkur eftir kosningar. Áttu von á því að Nýr vett- vangur nái þeim árangri í þess- um kosningum að framboðið kunni að leiða til eins sameig- inlegs f ramboðs allra andstæð- inga Sjálfstæðisflokksins í næstu kosninum? — Ég er ekki í neinum vafa um það. Ég held að fólk sjái það núna svart á hvítu að Nýr vettvangur er eina öfluga mótvægið við Sjálf- stæðisflokkinn og þótt við verðum kannski ekkí annað en mótvægi eftir þessar kosningar, þá verðum við til þess að fella þennan meiri- hluta næst. Ég held að úrslit þess- ara kosninga muni kenna öðrum minnihlutaflokkum þá staðreynd að i borgarstjórnarmálum leyfist engin sundrung. Það sem til þarf er sameining. Það þýðir ekkert að vera að hugsa um flokkinn „sinn". Flokkarnir voru ekki stofnaðir sjálfs sín vegna, heldur fyrir fólkið, og þeim ber að hafa hagsmuni fólksins að leiðarljósi, eins og við gerum á Nýjum vettvangi. Við vorum eina stjórnmálaaflið sem gaf Reykvíkingum kost á að velja sinn eigin lista í opnu prófkjöri. Við drógum engar flokkslínur, heldur byggðum upp mannúðlega stefnuskrá sem menn eru sam- mála um. Ég held að minnihluta- flokkarnir muni gera sér það Ijóst innan tíðar, að þeir verða að taka höndum saman ef einhver árang- ur á að nást. Sýna viljann í verki. Alþýðuflokkurinn er eini flokkiirinn sem á beina aðild að framboði Nýs vettvangs og ýmsir hafa reynt að halda því f ram að f ramboðið sé í raun lít- ið annað en dulbúið Alþýðu- flokksframboð. Á fimmtudags- kvöldið varst þú rækilega aug- lýstur ræðuhaldari á fundi hjá Alþýðuflokknum. Ber kannski að leggja þann skilning í þetta að þú sért á leið inn í þann flokk? — Það er óskðp eðlilegt að ég tali á fundi hjá Alþýðuflokknum og ber ekki að leggja einn eða neinn sérstakan skilning í það. Ég geri það sem oddviti á Nýjum vett- vangi. Alþýðuflokkurinn er líka á Nýjum vettvangi, það má segja að sem flokksheild sé hann okkar dyggasti stuðningsaðili, eins og sakir standa. Hvers vegna í ósköp- unum ætti ég þá ekki að tala við Alþýðuflokksmenn? Ég var líka gestur Birtingar þetta sama kvöld og talaði þar, þar er líka mitt fólk. Allir sem styðja Nýjan vettvang eru mitt fólk og ég hef verið á fundum með okkar stuðnings- mönnum úti um allan bæ. Það er ekkert eðlilegra. unandi. Þessa þrjá málaflokka munum við að sjálfsögðu leggja langmesta áherslu á hvað varðar þjónustu við íbúa þessarar borgar. Þar fyrir utan eru svo umhverfis- málin afar veigamikill þáttur í okkar huga og ekki síður lífsskil- yrði miðbæjarins. Þar þarf að gera stórátak ef sá draumur okkar á að rætast að Reykjavík verði myndar- leg menningar- og ráðstefnuborg. Kosningqspó____________ Fæstir lcsendur þessa við- tals munu fara að sofa fyrr en talið hefur verið upp úr kjör- kössunum. Hvað heldur þú að muni koma upp úr þeim? — Nýr vettvangur verður von- andi með fjóra borgarfulltrúa eftir þessar kosningar. Það gæti farið svo að einhverjir minnihlutaflokk- anna fengju auk þess tvo til þrjá borgarfiilltrúa. Kjósendum verður þó að vera það ljóst að ennþá er tími til að fylkja sér um sameing- ingarafl Nýs vettvangs. Skoðana- kannanir gefa okkur tilefni til að ætla að við eigum möguleika á að ná fimmta fulltrúanum inn. Það væri að sjálfsögðu óskaniðurstað- an. Tveir fulltrúar annarra minnihlutaflokka, segir þú. AI- þýðubandalag, Framsóknar- flokkur og Kvennalisti eiga nú fulltrúa í borgarstjórn. Hver dettur út? — Ég gæti trúað því að Kvenna- listinn dytti út. En hvar ætlarðu að taka fimmta borgarfulltrúa Nýs vettvangs? Ætlarðu að fella ní- unda mann Sjálfstæðisflokks- ins. — Já, mér finnst mikilvægt að kjósendur viti af því að sá mögu- leiki er til staðar að við fellum ní- unda mann Sjálfstæðisflokksins. Og það er allt til vinnandi að gera það. Hins vegar væri enn meira gaman að fella þann áttunda líka. En ef við gerum það ekki núna, — þá gerum við það bara næst. Ef ekki núna — þá bara næst

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.