Alþýðublaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 15
Laugardagur 26. maí 1990 NÆSTAFTASTA SÍÐAN is Mick Jagger og Keith Richards í góðri sveiflu. Rolling Slones leggja í'ann Enn á ný eru gaurarnir í Rol- ling Stones lagðir af stað í hljómleikaferð um Evrópu. Það er eins og þeir séu ódrep- andi og alltaf virðast þeir jaf n frískir þó svo að samanlagður aldur hinna fimm hljómsveit- armeðlima sé orðinn 233 ár. Keith Richards, gítarleikari hljómsveitarinnar, hefur Hfað fjölskrúðugu líf i og verið á kaf i í hinum svæsnustu eiturlyfum, en þrátt fyrir margra áratuga sukk heldur hann ótrauður áfram í rokkinu. Það þykir lyg- inni líkast að hann skuli hafa lifað allt þetta af og sumir telja hann lifandi sðnnun þess að það sé líf eftir dauðann! Hljómleikaferðin í ár er farin undir yfirskriftinni The Urban Jungle sem mætti þýða sem Þétt- býlis-frumskógurinn. Síðastliðið haust fóru þeir um Bandaríkin og er áætlað að um 3.2 milljónir manna hafi barið hljómsveitina augum í þeirri ferð einni, en nú hefur stefnan verið tekin á Evrópu og í bígerð er að halda 37 tónleika í 13 löndum en auk þess hafa þeir lýst yfir áhuga á að spila ókeypis í Leningrad. Þeir hófu leikinn þann 18. maí í Rotterdam og að sögn sjónarvotta hafa „rollingarnir" sjaldan eða aldrei verið betri, lagavalið er heppileg blanda af gömlum og nýjum lögum og mikið er lagt upp úr sviðsmynd og búningum. Svið- ið á réyndar að tákna einhvers konar yfirgefið og tómt verk- smiðjuhúsnæði t.d. gamla rafafl- stöð eða eitthvað í þá áttina. Sumir fullyrða að hljómsveitin hafi aldrei áður verið jafn vel und- irbúin né eins mikið vandað til tónleikanna og nú. Það hafa verið uppi raddir um að Rolling Stones höfði bara til eldra fólks en reynslan hefur sýnt að svo er ekki. Jafnt ungir sem aldnir flykkjast á tónleika sveitar- innar og syngja með í gömlu góðu lögunum eins og „Honky Tonk Woman" og „Ruby Tuesday." Mick Jagger, hinn góðkunni söngvari Rolling Stones, segist hafa mest gaman af að spila fyrir yngra fólkið: „Hinir eldri koma með staðlaða ímynd af okkur í huganum. Unga fólkið lítur frekar á okkur sem „bara enn eina hljómsveitina á hljómleikaferða- lagi". Það hefur heyrt eitthvað um okkur, hlustað á lögin okkar í út- varpinu og kemur einungis til að sjá og heyra með eigin augum og eyrum." DAGFINNUR Fimmþúsundktóna brandarínn Pá er kosningadagurinn runninn upp. Eg fór snemma á fætur í morg- un, svona um fjögurleytið. Ég gat bara ekki sofið af spenningi. Ég hef nefnilega haft af því verulegar áhyggjur að Davíð komist ekki inn með meirihluta sjálfstæðismanna á eftir sér. Eg á náttúrulega við: Eg hef af því áhyggjur að meirihluti Davíðs falli. rjölmiðlar hafa verið allt of nei- kvæðir í garð Davíðs að undan- förnu. Það er búið að vera að tí- unda að það vanti dagvistunar- rými í borginni. Það er alveg óþarfi að vera svona neikvæður. Svo er Davíð búinn að leika sterk- um leik á móti og bjóða fimmþús- und kall handa húsmæðrum sem vilja vera heima og passa sín eigin börn. Það eru nú ekki dónaleg mánað- larlaun. Að vísu segja óvinir Dav- íðs, að áður fyrr hafi Davíð sagt fimmaura brandara en nú segi hann fimmþúsund króna brand- ara. Svo allt þetta ógeðslega tal um skólp. Hver vill heyra um einhver holræsisgöng undir Reykjavík? Eða hvar úrgangur borgarbúa lendir? Heima hjá mér er bara sturtað niður og svo hugsa menn ekki meira um það. Það er alveg dæmigert fyrir þetta vinstra lið að liggja í klóak- inu og tala bara um skítverkin. Oj- bjakk! Davíð er ekki svona. Hann opn- ar Perluna og fer í glæsibát út i Viðey þar sem hans maður, klerk- urinn, frambjóðandinn ( á Dav- íðs-lista) og staðarhaldarinn í Viö- ey tekur á móti honum. (Ég þori ekki að skrifa meira um staðar- haldarann. Ég gæti lent í málaferl- um.) Llavíð hefur verið svolítið sloj að undanförnu. Það hefur verið svo- lítið óheppilegt fyrir Davíð að hin- ir hafa þurft að sýna sig í staðinn. Katrín, Magnús L. og hvað þau nú heila sem eru á listanum hans Davíðs. Þetta hefur verið hálfpín- legt. Mér hefði til dæmis aldrei dottið í hug að kjósa þetta fólk. Ég kaus Davíð síðast og ég ætla að kjósa hann núna aftur. Eg veit bara ekki hvað ég kysi ef Davíð færi á þing. Ætli að ég kysi bara ekki besta viri Davíðs í staðinn. Hann Sigurjón. Freistingar Vesturlanda hafa reynst mörgum skeinuhættar. Dekkri hliðarnar tíi sýnis i Sovét Nú stendur yfir kvikmynda- hátíð í Sovétríkjunum þar sem sýndar eru myndir sem lýsa náið skuggalegri hliðum hinna vestrænu samfélaga. Nú skildi maður ætla að hér væru á f erð- inni sovéskar myndir eða myndir sem sovésk stjórnvöld hefðu valið sérstaklega til að sýna „hnignun hinna kapítalis- tísku samfélaga" en svo er ekki. Kvikmyndahátíð þessi er styrkt og stjórnað af sjálfseign- arfélagi í New York. Michael Brainerd, sem er stjórnarmað- ur í samtökunum, segir mark- miðið hafa verið að stuða fólk; „Við vildum sýna þær hliðar mannlífsins í Ameríku sem ólíklegt væri að sovéskir borg- arar vissu af." Ein myndanna fjallar um morð á kynhverfum stjórnmálamanni í San Francisco. Ymsir furðuðu sig á því að sýning hennar skyldi leyfð þar sem samkynhneigð er óleyfi- leg samkvæmt lögum í Sovétríkj- unum. Eftir lok myndarinnar voru leyfðar fyrirspumir þar sem leik- stjórinn Robert Epstein sat fyrir svörum. Ein kona spurði hvort samkyn- hneigð teldist óeðlileg hegðun og önnur spurði hvort Ameríkumenn hræddust að allir karlmenn gerð- ust samkynhneigðir. Alls eru 18 heimildarmyndir um hin ólíklegustu efni á hátíðinni og munu þær verða sýndar þvers og kruss um öll Sovétríkin. í fyrra var samsvarandi kvik- myndahátíð á ferð í Bandaríkjun- um og kallaðist hún „Glasnost." KROSSGATAN m 1 2 3 4 5 ¦ 6 ¦ 7 8 9 to ¦ 11 ¦ 12 13 ¦ Lárétt: 1 berjast, 5 band, 6 málmur, 7 flas, 8 furða, 10 tónn, 11 hvíldu, 12 fyrrum, 13 svarar. Lóðrétt.1 hæga, 2 upp- spretta, 3 fisk, 4 ámur, 5 iðka, 7 fé, 9 stjórna, 12 hæð. Lausn á siðustu krossgátu: ' Lárrett: 1 Spánn, 5 glas, 6 lak, 7 st, 8 örkina, 10 GK, 11 lýð, 12 elti, 13 terta. lóörett: 1 slark, 2 pakk, 3 ás, 4 notaði, 5 glöggt, 7 snýta, 9 illt, 12 er. DAGSKRÁIN Sjénvarpið 15.45 Fréttir 16.00 íþróttaþátturinn 18.00 Skytturnar þrjár 18.20 Sögur frá Narníu 18.50 Táknmálsfrétt- ir18.55 Steinaldarmennirnir 19.30 Hringsjá 20.10 Fólkið í landinu 20.35 Lottó 20.40 Hjónalíf 21.10 Stærð- fræðíprófið 21.40 Norræn stórsveit í sveiflu 22.30 Kosningavaka. Dag- skrárlok óákveðin SUNNUDAGUR 12.00 Evrópumeistaramót í fimleik- um karla 17.40 Sunnudagshugvekja 17.50 Baugalina 18.00 Ungmennafélagið 18.30 Dáðadreng- ur 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Vista- skipti 19.30 Kastljós 20.35 Stríðsárin á Islandi (3) 21.35 Fréttastofan (4) 22.20 Listahátíð 23.00 Vilji er allt sem þarf 00.00 Útvarpsfréttir í dagskrár- lok. Stöð2 09.00 Morgunstund 10.30 Túni og Tella 10.35 Glóálfarnir 10.45 Julli og töfraljósið 10.55 Perla 11.20 Svarta stjaman 11.45 Klemens og Klemen- tína 12.00 Kosningasjónvarp Stöðv- ar 2 12.15 Fílar og tígrisdýr 13.10 Há- skólinn fyrir þig 13.40 Fréttaágrip vikunnar 14.00 Kosningasjónvarp Stöðvar 2 14.15 Dagbók Onnu Frank 17.00 Falcon Crest 18.00 Popp og kók 18.35 Tiska 19.19 1919 20.00 Séra Dowling 21.00 Ronnie raupari 22.00 Kosningasjónvarp Stöðvar 2. Kosn- ingasjónvarpið verður í opinni dag- skrá. Dagskrárlok eru óákveðin SUNNUDAGUR 09.00 Paw Paws 09.20 Popparnir 09.35 Tao Tao 10.00 Vélmennin 10.10 Krakkasport 10.25 Dotta og smyglararnir 11.20 Skip- brotsbörn 12.00 Popp og kók 12.35 Viðskipti í Evrópu 13.00 Myndrokk 13.15 Hingað og ekki lengra (Gal Young Un) 15.00 Menning og listir 16.00 Iþróttir 19.19 19.1920.001 frétt- um er þetta helst (Capital News) 21.35 Vestmannaeyjar 22.00 For- boðin ást (Tanamera) 22.55 Sumar- ást (Summer of my German Soldier) 00.30 Dagskrárlok. Rás 1 06.45 Veðurfregnir. Bæn 07.00 Fréttir 07.03 Góðan dag, góðir hlustendur. Pétur Pétursson 09.00 Fréttir 09.03 Litli barnatíminn 09.20 Dimmalimm kóngsdóttir. Ballettsvíta nr. 1 eftir Skúla Halldórsson 09.40 ísland og ný Evrópa í mótun. Steingrímur Gunn- arsson 10.00 Fréttir 10.03 Hlustenda- þjónusta. Sigrún Björnsdóttir svarar fyrirspurnum hlustenda 10.10 Veðurfregnir 10.30 Vorverkin í garð- inum. Ingveldur G.ÓIafsdóttir 11.00 Vikulok. Bergljót Bakfursdóttir 12.00 Auglýsingar 12.10' Á dagskrá 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Auglýsingar 13.00 Hér og nú 14.00 Sinna. Sigrún Proppé 15.00 Tónelfur. Bergþóra Jónsdóttirog Guðmundur Emilsson 16.00 Fréttir 16.15 Veður- fregnir 16.20 Dagskrárstjóri í eina klukkustund. Melkorka Th. Ólafs- dóttir 17.20 Stúdíó 11 18.00 Sagan: Mómó eftir Michael Ende 18.35 Tón- list. Auglýsingar. Dánarfregnir 18.45 Veðurfregnir. Auglýsingar 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Auglýsingar 19.32 Ábætir 20.00 Litli barnatiminn 20.15 Vísur og þjóðlög 21.00 Gestastofan 22.00 Kosningavaka Útvarpsins 22.15 Veðurfregnir 22.20 Kosningavaka heldur áfram 01.00 Veðurfregnir 01.10 Kosningavaka SUNNUDAGUR 08.00 Fréttir 08.07 Morgunandakt 08.15 Veðurfregnir. Dagskrá 08.30 Á sunnudagsmorgni 10.00 Fréttir 10.03 Á dagskra 10.10 Veðurf regnir 10.25 Frá Afríku. Stefán Jón Hafstein 11.00 Messa í Áskirkju 12.10 Á dagskrá 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Auglýsingar. Tónlist 13.00 Bæjar- og sveitar- stjórnarkosningar 16.00 Fréttir 16.05 Á dagskrá 16.15 Veðurfregnir 16.20 Af því kynlega fólki Keltum. Ragn- heiður Gyða Jónsdóttir 17.00 Tónlist frá erlendum útvarpsstöðvum 18.00 Sagan: Mómó eftir Michael Ende 18.30 Tónlist. Auglýsingar. Dánar- fregnir 18.45 Veðurfregnir. Auglýs- ingar 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Aug- lýsingar 19.31 Ábætir 20.00 Eitthvað fyrir þig. Heiðdís Norðfjörð 20.15 ís- lensk tónlist 21.00 Kíkt út um kýr- augað. Viðar Eggertsson 21.30 Út- varpssagan: Skáldalíf í Reykjavik 22.00 Fréttir. Orð kvpldsins 22.15 Veðurfregnir 22.30 islenskir ein- söngvarar og kórar syngja 23.00 Frjálsar hendur 24.00 Fréttir 07.00 Samhljómur 01.00 Veðurfregnir 01.10 01.10 Næturútvarp. Rás2 09.03 Nú er lag. Gunnar Salvarsson 11.00 Helgarútgáfan 11.10 Litið í blöðin 11.30 Fjölmiðlungur í morg- unkaffi 12.20 Hádegisfréttir 13.00 Menningaryfirlit 13.30 Orðabókin 15.30 Sælkeraklúbbur Rásar 2 16.05 Söngur villiandarinnar 17.00 íþrótta- fréttir 17.03 ístoppurinn 1&00 Fyrir- myndarfólk 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Blágresið blíða. Bandarísk sveita- og þjóðlagatónlist 20.30 Gullskifan 21.00 Ur smiðjunni — Brasilísk tón- list 22.07 Gramm á fóninn. Margrét Blöndal 23.00 Kosningapopp 02.00 Fréttir 02.05 Kosningapopp 04.00 Fréttir 04.05 Undir værðarvoð 05.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum 05.01 Tengja. Kristján Sigurjónsson 06.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum 06.01 Af gömlum listum 07.00 Áfram ísland 08.05 Söngur villiandarinnar SUNNUDAGUR 09.03 Sunnudags- morgunn með Svavari Gests 11.00 Helgarútgáfan 12.20 Hádegisfréttir 14.00 Með hækkandi sól 16.05 Ray- mond Douglas Davis og hljómsveit hans 17.00 Tengja 19.00 Kvöldfréttir 19.31 Zikk Zakk 20.30 Gullskífan 21.00 Ekki bjúgu 22.07 Blítt og létt 23.10 Fyrirmyndarfólk 00.10 í háttinn 02.00 Næturútvarp. Bylgjan 09.00 Þorsteinn Ásgeirsson og hús- bændur dagssins 12.00 Einn, tveir og þrír 14.00 Bjarni Ólafur Guð- mundsson 15.30 íþróttaviðburður helgarinnar. Valtýr Björn Valtýsson 16.00 Bjarni Ólafur tekur niður óska- lög 19.00 Hafþór Freyr Sigurðsson 23.00 Á næturvaktinni. Haratdur Gíslason 03.00 Freymóður T. Sig- urðsson SUNNUDAGUR 09.00 í bítið. Bjarni Ólafur Guðmundsson 13.00 Á sunnudegi til saelu. Hafþór Freyr Sigurðsson 17.00 Lífsaugaö. ;Þórhallur Sigurðsson og Ólafur Már 'Björnsson 19.00 Ólafur Már Sigurðs- son 20.00 Heimir Karlsson 22.00 Ág- úst Héðinsson 02.00 Fréymóður T Sigurðsson Sljarnan 09.00 Glúmur Baldvinsson 13.00 Kristófer Helgason 16.00 íslenski listinn 18.00 Popp & kók 18.35 Björn Sigurðsson 22.00 Darri Ólason 04.00 Seinni hluti næturvaktar. Aðalstöðin 10.00 Laugardagur með góðu lagi. Eiríkur Jónsson 12.00 Hádegisút- varp Aðalstöðvarinnar á laugardegi 13.00 Brjánsson og Backman á létt- um laugardegi 17.00 Gullöldin. Ás- geir Tómasson 19.00 Ljúfir tónar á laugardegi. Randver Jensson 22.00 Er mikið sungið á þínu heimili? Grét- ar Miller og Kolbeinn Gíslason 02.00 Næturtónar Aðalstöðvarinnar SUNNUDAGUR 09.00 Það er gaman hjá Gröndal. Jón Gröndal 12.00 Há- degi á helgidegi. Randver Jensson 13.00 Svona er lífið. Inger Anna Aik- man 16.00 Sunnudagur til sælu. Oddur Magnússon 18.00 Undir regn- boganum. Ingólfur Guðbrandsson 19.00 Ljúfir tónar. Randver Jensson 21.00 Helgarlok. Einar Magnús Magnússon 24.00 Næturtónar. Randver Jensson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.