Alþýðublaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 1
MDVBLMIfi ■■■■BnnBnmi nonnn mm 80. TÖLUBLAÐ 71. ÁRGANGUR ■nnnnnnHH FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1990 ARKITEKTAR: Arkitektafélagið segir að félagsmenn taki í auknum mæli eftir því að þegar fjallað er um bygg- ingar í fjölmiðlum vilji það alltof oft bregðast að höfundar viðkomandi mannvirkis sé getið. Stjórn félagsins vill að fréttastofur fjölmiðla bæti úr þessu og geti höfunda mann- virkja þegar þau séu sérstaklega til umfjöllunar. Það þyki eðlilegt og sjálfsagt að geta höfunda tónverka, ritsmíða og myndverka í fjölmiðlum og vilja arkitektar sitja við sama borð. UPPSAGNIR: Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi sagði nær öllum starfsmönnum sínum upp störf- um í gær. Hér er um nær 100 manns að ræða og taka upp- sagnirnar gildi á næstu mánuðum. Astæða þess að gripið. var til þessara uppsagna er verkefnaskortur skipasmíða- stöðvarinnar. LESTUR TIMARITA: Samstarf auglýsenda hefur af- þakkað aðild að nýrri könnun á lestri tímarita, nema útgef- endur allra þeirra tímarita sem koma helst til greina í slíkri könnun gangist jafnframt undir upplagseftirlit. Það hefur hins vegar ekki gengið eftir og því ekki að vænta könnun- ar á lestri tímarita í náinni framtíð. Þetta kemur fram í Fréttabréfi samstarfs auglýsenda. ÞINGVELLIR: Ekki verður hægt að tjalda í Þjóðgarðin- um á Þingvöllum í veðurblíðunni sem spáð er um hvíta- sunnuhelgina né heldur að nota hjólhýsastæðið. Ástæðan er sú að vorkoman var hæg á Þingvöllum og útjörð lítt eða ekki tekin að gróa. Þjónustumiðstöðin á Leirum verður op- in alla daga frá og með deginum í dag og sumarstarfsemin er hafin í Hótel Valhöll. SKAÐABOTAMAL: Hollenskir framleiðendur mynd- lykla hóta skaðabótamáli á hendur Frjálsri Fjölmiðlun vegna 20 þúsund myndlykla sem pantaðir voru í nafni Frjálsrar Fjölmiðlunar meðan forráðamenn þess fyrirtækis: stóðu fyrir áætlun um sjónvarpsrekstur á vegum Sýnar. Stöð 2 greindi frá þessu í gærkvöldi. Sýn ákvað að samein- ast Stöð 2 í stað þess að hefja eigin útsendingar og þar með brustu forsendur fyrir myndlyklakaupunum. Hollenska fyrirtækið krefst um 12 milljóna króna vegna riftunar á samningi. Frjáls Fjölmiðlun gefur út DV sem kunnugt er. ÞVERUN : Á döfinni er að gera veg og brú yfir Gilsfjörð. Farið er að nota orðið þverun um framkvæmd sem þessa þar sem um er að ræða blöndu af vega- og brúargerð til að komast þvert yfir firði landsins, segir Reinhard Reynis- son í Dalablaðinu. Heildarkostnaður við þverun Gilsfjarð- ar er áætlaður 400 milljónir króna í dag. KÆRIR ENN : Andrés Sigmundsson, efsti maður á lista Framsóknarflokks við bæjarstjórnarkosningarnar í Vest- mannaeyjum hefur kært úrslit endurtalningar atkvæða sem fram fór að kröfu hans. Þetta kom fram í kvöldfréttum útvarps. Búist er við að Kristján Torfason bæjarfógeti víki sæti í máliriú þar sem hann er jafnframt formaður kjör- ilefndar. K0NUR MÆTA EKKI í RÁÐHÚSGILLI: Kvennaiist- inn hefur tilkynnt Gunnari Eydal, skrifstofustjóra borgar- stjóra, að fulltrúi listans í borgarstjórn muni ekki mæta til reisugillis sem haldiö verður í dag. Með þessu vilja kvenn- alistakonur ítreka mótmæli gegn byggingu ráðhússins í Tjörninni. „Það að þetta ógnarstóra, rándýra hús, skuli nú vera risið í Tjörninni er ekki tilefni fagnaðarláta af okkar hálfu", segja kvennalistakonur. „Miklu fremur hryggjumst viö yfir þeim yfirgangi sem einkennt hefur alla málsmeð- ferð og ráðstöfun þeirra óheyrilegu fjármuna sem Reyk- víkingar þurfa að láta af hendi til hússins". LEIÐARINN Í DAG Leiðtogafundurinn í Washington er til umfjöll- unar í leiðara Alþýðublaðsins í dag. Alþýðu- blaðið er þeirrar skoðunar að þessi leiðtoga- fundur sé um margt öðruvísi en fyrri leitoga- fundir. Völd leiðtoga stórveldanna eru mun minni en áður í heimi sem ört breytist og for- sendan fyrir árangursríkum viðræðum byggist einmitt á því að leiðtogarnir skilji hin nýju hlut- verk sín. Uppgjöri frestað? IÁformum um nýjan stóran jafnaðarmannaflokk verður að líkindum skotið á frest eftir úr- slit sveitarstjórnarkosning- anna að því er fram kemur í fréttaskýringu Jóns Daníels- sonar blaðamanns. / Ulfur, lamb og ■ heypokinn IGömul gáta kom upp í huga Guðmundar Einarssonar við; eftirmála borgarstjórnarkosn- inganna þegar hann settist niður til að skrifa föstudags- spjallið í þetta sinn. 3 Enn í geimferð Tveir sovéskir geimfarar hafa hringsólað umhverfis jörðina mánuðum saman eða allar göturfrá 11. febrúar. Þeim hef- ur ekki tekist að komast til jarð- ar vegna bilunar í geimferjunni og er ekki öruggt að það takist að ná þeim niður. Tillaga stjórnar SÍS: Sambtmdinu bjargað með uppstokkun Stjórn Sambandsins vill að deildum þess verði breytt í hlutafélög sem verði til að byrja með í helmingseign Sambands- ins. Takist ekki að snúa við taprekstri Verslunardeild- arinnar og Jötuns verði eignir þeirra seldar og deildirnar lagðar niður. Ekki er gert ráð fyrir að Sambandið fáist við rekst- ur eftir að þessar breyt- ingar hafa orðið að veru- leika. Á stjórnarfundi Sambands- ins í gær var samþykkt tillaga að ályktun sem lögð veröur fyrir aðalfund SIS sem verður haldinn 7. og 8. júní í Reykja- vík. í tillögunni segir að fjár- hagsvanda Sambandsins megi rekja langt aftur í tím- ann. Ástæðurnar séu erfiður efnahagur þar sem tekjurýr- ar eignir standi á móti dýrum lánum. Einnig viðvarandi rekstrar- og uppbyggingar- vandi Verslunardeildar og í þriðja lagi þunglamalegt stjórnskipulag og mismun- andi hagsmunir eigenda. Ekki hafi tekist að ná tökum á þessum samþætta vanda þrátt fyrir aögeröir til bóta meö þeim afleiðingum að bókfært fé Sambandsins fari minnkandi. Til að treysta starfsgrundvöllinn vill stjórn- in að gripið verði til þeirra að- gerða sem greint er frá í upp- hafi fréttarinnar. I tillögu stjórnarinnar er gert ráð fyrir aö leitað verði markvisst eftir utanaðkom- andi hlutafé til aö styrkja fjár- hagsgrundvöll hinna nýju Fulltrúar Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks á ísa- firði hafa átt í viðræðum um myndun meirihluta í bæjarstjórn. í gær hafði verið lagður grunnur að samkomulagi milli flokk- anna. Til stóð að leggja þann grunn fram til sam- þykktar viðkomandi flokksfélaga og umboð til að ganga frá formlegu meirihlutasamstarfi þess- hlutafélaga. Einnig að leitað verði leiða til þess að eigið fé Sambandsins geti endur- speglast í efnahagsreikningi kaupfélaganna. Sambandið verði rekið sem samnefnari félagsheildarinnar og for- ystufélag samvinnumanna sem hafi hlutverk stefnumót- unar, samræmingar og eigna- stjórnunar, en fáist ekki við rekstur. Breyta skal sam- þykktum þess þannig að það ara flokka. Meirihluti bæjarstjórnar á ísafirði féll er Alþýðuflokkur- inn missti sinn þriðja bæjar- fulltrúa en þeir höftSu mynd- að meirihluta ásamt fulltrú- um Framsóknarflokks og Al- þýðubandalags. Það bar helst til tíðinda í kosningunum á ísafirði að fram kom klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokki, í-listi, og geti sinnt þessu hlutverki sem best. Reglur um kjör á aðalfund verði aðlagaðar nýj- um aöstæöum og stjórn þess- skilvirkari. Þessar breytingar á samþykktum skal leggja, fyrir aðalfund eða aukafund sem boðað skal til með tveggja mánaða fyrirvara. Stefnt er að því aö þessum verkefnum verði lokið í meg- in atriðum fyrir næstu ára- mót. fékk það tvo bæjarfulltrúa. Einn frá krötum og annan frá Sjálfstæðisflokknum. Heyrst hefur að flokksforysta Sjálf- stæðisflokksins hafi verið þess mjög hvetjandi að í-listi og D-listinn mynduðu saman meirihluta en persónulegur ágreiningur milli þessara framboða sjálfstæðismanna virðist vera þaö mikill aö slíkt komi ekki til greina. Viðreisn á ísafirði Umhverfísráðherra fyndnastur Spaugstofan er farin ad selja kjöt! Umhverfisráðherra segir bestu brandarana. Nú á að fara að selja lambakjöt svo um munar, og þvi verður rennt niður með bros á vör og jafnvel skellihlæjandi þegar þeir spaugstofumenn fara að selja okkur vöruna. Ráðherra umhverfismála var með á blaðamannafundi i gærdag þar sem ýmsir ráðamenn kepptu i brandaramennsku. Sólnes bar af, sagan hans vakti mikla kátinu. X — Meira um blaðamannafundinn á bls. 6.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.