Alþýðublaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 1
iUPTBBBLMB Boðberi nýna Hma 80. TÖLUBLAÐ 71. ÁRGANGUR • • FOSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1990 AnKITEKTAn! Arkitektafélagið segir að félagsmenn taki í auknum mæli eftir því að þegar fjallað er um bygg- ingar í f jölmiðlum vilji það alltof oft bregðast að höfundar viðkomandi mannvirkis sé getið. Stjórn félagsins vill að fréttastofur fjölmiðla bæti úr þessu og geti höfunda mann- virkja þegar þau séu sérstaklega til umfjöllunar. Það þyki eðlilegt og sjálfsagt að geta höfunda tónverka, ritsmíða og myndverka í fjölmiðlum og vilja arkitektar sitja við sama borð. UPPSAGNIR: Skipasmiðastöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi sagði nær öllum starfsmönnum sínum upp störf- um í gær. Hér er um nær 100 manns að ræða og taka upp- sagnirnar gildi á næstu mánuðum. Ástæða þess að gripið,. var til þessara uppsagna er verkefnaskortur skipasmíða- stöðvarinnar. LESTUR TIMARITA: Samstarf auglýsenda hefur af- þakkað aðild að nýrri könnun á lestri tímarita, nema útgef- endur allra þeirra tímarita sem koma helst til greina í slíkri könnun gangist jafnframt undir upplagseftirlit. Það hefur hins vegar eklti gengið eftir og því ekki að vænta könnun- ar á lestri tímarita í náinni framtíð. Þetta kemur fram í Fréttabréfi samstarfs auglýsenda. ÞINGVELUR: Ekki verður hægt að tjalda í Þjóðgarðin- um á Þingvöllum í veðurblíðunni sem spáð er um hvíta- sunnuhelgina né heldur að nota hjólhýsastæðið. Astæðan er sú að vorkoman var hæg á Þingvöllum og útjörð lítt eða ekki tekin að gróa. Þjónustumiðstöðin á Leirum verður op- in alla daga frá og með deginum í dag og sumarstarfsemin er hafin í Hótel Valhöll. SKAÐABOTAMAL: Hollenskir framleiðendur mynd- lykla hóta skaðabótamáli á hendur Frjálsri Fjölmiðlun vegna 20 þúsund myndlykla sem pantaðir voru í nafni Frjálsrar Fjölmiðlunar meðan forráðamenn þess fyrirtækis: stóðu fyrir áætlun um sjónvarpsrekstur á vegum Sýnar. Stöð 2 greindi frá þessu í gærkvöldi. Sýn ákvað að samein- ast Stöð 2 í stað þess að hefja eigin útsendingar og þar með brustu forsendur fyrir myndlyklakaupunum. Hollenska fyrirtækið krefst um 12 milljóna króna vegna riftunar á samningi. Frjáls Fjölmiðlun gefur út DV sem kunnugt er. PVERUN: Á döfinni er að gera veg og brú yfir Gilsfjörð. Farið er að nota orðið þverun um framkvæmd sem þessa þar sem um er að ræða blöndu af vega- og brúargerð til að komast þvert yfir firði landsins, segir Reinhard Reynis- son í Dalablaðinu. Heildarkostnaður við þverun Gilsfjarð- ar er áætlaður 400 milljónir króna í dag. KÆRIR ENN.' Andrés Sigmundsson, efsti maður á lista Framsóknarflokks við bæjarstjórnarkosningarnar í Vest- mannaeyjum hefur kært úrslit endurtalningar atkvæða sem fram fór að kröfu hans. Þetta kom fram í kvöldfréttum útvarps. Búist er við að Kristján Torfason bæjarfógeti víki sæti í máliriíi þar sem hann er jafnframt formaður kjör- íiefndar. K0NUR MÆTA EKKI í RÁÐHÚSGILLI: Kvennaiist- inn hefur tilkynnt Gunnari Eydal, skrifstofustjóra borgar- stjóra, að fulltrúi listans í borgarstjórn muni ekki mæta til reisugillis sem haldið verður í dag. Með þessu vilja kvenn- alistakonur ítreka mótmæli gegn byggingu ráðhússins í Tjörninni. „Það að þetta ógnarstóra, rándýra hús, skuli nú vera risið í Tjörninni er ekki tilefni fagnaðarláta af okkar hálfu", segja kvennalistakonur. „Miklu fremur hryggjumst. við yfir þeim yfirgangi sem einkennt hefur alla málsmeð- ferð og ráðstöfun þeirra óheyrilegu fjármuna sem Reyk- víkingar þurfa að láta af hendi til hússins". LEIÐARINNIDAG Leiðtogafundurinn í Washington er til umfjöll- unar í leiðara Alþýöublaösins í dag. Alþýðu- blaðið er þeirrar skoðunar að þessi leiðtoga- fundur sé um margt öðruvísi en fyrri leitoga- fundir. Völd leiðtoga stórveldanna eru mun minni en áður í heimi sem ört breytist og for- sendan fyrir árangursríkum viðræðum byggist einmitt á því að leiðtogarnir skilji hin nýju hlut- verk sín. Uppgjöri frestað? Áformum um nýjan stóran jafnaðarmannaflokk verður að líkindum skotið á frest eftir úr- slit sveitarstjómarkosning- anna að því er fram kemur í fréttaskýringu Jóns Daníels- sonar blaðamanns. / Ulfur, lamb og heypokinn Gömul gáta kom upp í huga Guðmundar Einarssonar við. eftirmála borgarstjórnarkosn- inganna þegar hann settist niður til að skrifa föstudags- spjallið í þetta sinn. Enn í geimferð Tveir sovéskir geimfarar hafa hringsólað umhverfis jörðina mánuðum saman eða allar götur frá 11. febrúar. Þeim hef- ur ekki tekist að komast til jarð- ar vegna bilunar í geimferjunni og er ekki öruggt að það takist að ná þeim niður. Tillaga stjórnar SÍS: Sambandinu bjargað með uppsiokkun Stjórn Sambandsins vill að deildum þess verði breytt í hlutafélög sem verði til að byrja með í helmingseign Sambands- ins. Takist ekki ad snúa við taprekstri Verslunardeild- arinnar og Jötuns verði eignir þeirra seldar og deíldirnar lagðar niður. Ekki er gert ráð fyrir að Sambandið fáist við rekst- ur eftir að þessar breyt- ingar hafa orðið að veru- leika. A stjórnarfundi Sambands- ins í gær var samþykkt tillaga að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund SÍS sem verður haldinn 7. og 8. júní í Reykja- vík. í tillögunni segir að fjár- hagsvanda Sambandsins megi rekja langt aftur í tím- ann. Ástæðurnar séu erfiður efnahagur þar sem tekjurýr- ar eignir standi á móti dýrum lánum. Einnig viðvarandi rekstrar- og uppbyggingar- vandi Verslunardeildar og í þriðja lagi þunglamalegt stjórnskipulag og mismun- andi hagsmunir eigenda. Ekki hafi tekist að ná tökum á þessum samþætta vanda þrátt fyrir aðgerðir til bóta með þeim afleiðingum að bókfært fé Sambandsins fari minnkandi. Til að treysta starfsgrundvöllinn vill stjórn- in að gripið verði til þeirra að- gerða sem greint er frá í upp- hafi fréttarinnar. I tillögu stjórnarinnar er gert ráð fyrir að leitað verði markvisst eftir utanaðkom- andi hlutafé til að styrkja fj;ír- hagsgrundvöll hinna nýju hlutafélaga. Einnig að leitað verði leiða til þess að eigið fé Sambandsins geti endur- speglast í efnahagsreikningi kaupfélaganna. Sambandið verði rekið sem samnefnari félagsheildarinnar og for- ystufélag samvinnumanná sem hafi hlutverk stefnumót- unar, samræmingar og eigna- stjórnunar, en fáist ekki við rekstur. Breyta ska! sam- þykktum þess þannig að það geti sinnt þessu hlutverki sem best. Reglur um kjör á aðalfund verði aðlagaðar nýj- um aðstæðum og stjórn þess- skilvirkari. Þessar breytingar á samþykktum skal leggja, fyrir aðalfund eða aukafund sem boðað skal til með tveggja mánaða fyrirvara. Stefnt er að því að þessum verkefnum verði lokið í meg- in atriðum fyrir næstu ára- mót. Viðreisn á ísafírði Fulltrúar Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks á ísa- firði hafa átt í viðræðum uin myndun meirihluta í bæjarstjórn. í gær hafði verið lagður grunnur að. samkomulagi milli flokk- anna. Til stóð að leggja þann grunn fram til sam- þykktar viðkomandi flokksfélaga og umboð til að ganga frá formlegu meirihlutasamstarfi þess- ara flokka. Meirihluti bæjarstjórnar á ísafirði féll er Alþýðuflokkur- inn missti sinn þriðja bæjar- fulltrúa en þeir höfðu mynd- að meirihluta ásamt fulltrú- um Framsóknarflokks og Al- þýðubandalags. Það bar helst til tíðinda í kosningunum á ísafirði að fram kom klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokki, í-listi, og fékk það tvo bæjarfulltrúa. Einn frá krötum og annan frá Sjálfstæðisflokknum. Heyrst hefur að flokksforysta Sjálf- stæðisflokksins hafi verið þess mjög hvetjandi að í-listi og D-listinn mynduðu saman meirihluta en persónulegur ágreiningur milli þessara framboða sjálfstæðismanna virðist vera það mikill að slíkt komi ekki til greina. Umhverfísráðherra fyndnasiur Spaugstofan er farin ab selja kjöt! Umhverfisrédherra segir bestu brandarana. Nú á ab fara ab selja lambakjöt svo um munar, og þvi verbur rennt nibur meb bros á vör og jafnvel skellihlæjandi þegar þeir spaugstofumenn fara ab selja okkur vöruna. fíábherra umhverfismála var meb á blabamannafundi í gærdag þar sem ýmsir rábamenn kepptu í brandaramennsku. Sólnes bar af, sagan hans vakti mikla kátinu. — Meira um blabamannafundinn á bls. 6. \