Alþýðublaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.06.1990, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 1. júní 1990 INNLENDAR FRETTIR FRÉTTASKÝRING Alþýdubcindalagid: Uppgjörínu mikla skotið á frest? Aformum um nýjjan stóran jaffnaðar- mannaflokk verður likast til skotið ó frest. Byggðakosningarnar um siðustu helgi urðu þessum áformum viða nokkurt áfall, sér- staklega i Reykjavík. Þessi túlkun virðist al- mennust, nú tæpri viku efftir kosningarnar. Verði þessi túlkun ofan á, veikir það óhjá- kvæmilega stöðu Ólafs Ragnars Grimssonar, formanns Alþýðubandalagsins og málefna- leg og pólitísk staða Birtingarhópsins er þessa dagana vægast sagt óljós. EFTIR: JÓN DANÍELSSON Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýöubandalagsins, er i biö- stööu. í hópi stuöningsmanna hans ríkir nokkur ringulreiö þessa dagana og menn eru að hugsa framhaldið. Birtingarmenn hugs- uðu stórt fyrir kosningar og uröu því fyrir vonbrigðum. Andstæð- ingar formannsins biöa átekta. Líkur fyrir aukalandsfundi í haust fara þó minnkandi. Endurskoða lög um samvinnu- félög Viðskiptaráðherra hefur skipað nefnd til að endur-' skoða lög um samvinnu- félög, en þau eru frá árinu 1937 og hefur mörgum lengi þótt ástæða til end- urskoðunar þeirra. Nefndin mun semja frum- varp til nýrra laga. Nefnd- armenn eru: Björn Friö- finnsson, • ráðuneytis- stjóri, Erlendur Einars- son, fyrrum forstjóri SÍS, Hördur Zóphaníasson, skólastjóri, Olafur Sverr- isson, stjórnarformaður Sambands íslenskra sam- vinnufélaga og Stefún Már Stefánsson, prófess- or. Sáu fram á að eiga ekki nóg af boiunum Tveir ungir menn eiga hvað mestan heiður af hinu vel lukkaða Lands- bankahlaupi, Krislján Hardarson og Gunnbjörn lní>varsson. „Við höfðum nokkrar áhyggjur af því fyrirfram að ráða ekki við alian þennan fjölda", sagði Kristján. Kinkum munaöi litlu að vantaði skyrtuboli sem krakkarn- ir fengu gefna. Athugui húsfreyja Sólveig Stefánsdóttir hús- freyja á Miðsitju í Blöndu- hlíð er greinilega athugul kona. Fyrr í vor tók hún eftir því að annar brúar- stöpullinn yfir Helluá, skammt frá bæ hennar, var brotinn. Brú þessi er á þjóðvegi 1, hringvegin- um, og umferð þarna því mikil. I Feyki, fréttablað- inu á Króknum er sagt að hugsanlega hafi Sólveig komið í veg fyrir hugsan- legt stórslys með því að taka eftir brotna stólpan- um. Bræður dúxuðu iSunda- skólanum Tveir landsfrægir bræður, Armann Jakobsson, fé- lagsfræðiskor, og Sverrir Jakobsson, hagfræðiskor, urðu efstir á stúdentspróf- um frá Menntaskólanum við Sund. í þriðja sæti varð HrafnkeU Kárason, eðlisfræðiskor. Þessir þrír mynduðu sigurlið skólans í spurningakeppni fram- haldsskóla í vetur og vöktu mikla athygli. Ein- kunnir piltanna voru með ólíkindum góðar, 9,64 hjá Armanni, 9,40 hjá Sverri og Hrafnkeli. Sigurdur Ragnarsson, rektor skól- ans afhenti nemendum prófskírteini — og verð- Íaun, sem að sjálfsögðu höfnuðu að miklu leyti, hjá þremenningunum. Alls 156 nemendur braut- skráðust. Mörgum þykir augljóst að átökin innan Alþýðubanda- lagsins haldi áfram og fyrir kosningar voru margir þeirr- ar skoðunar að sjálf lírslita- orrustan v;eri framundan. I'alað var um landsfund í haust beinlínis til að skipta tun formann og stuðnings- Itópur formannsins ásamt þeim Birtingarmönnum sem enn eru í Alþýðubandalaginu vortt albúnir til átaka. Eftir kosningar er eins og verulega hafi sljákkaö í þeim röddum sem álitu lokauppgjörið á næsta leiti. Sérslöðu Alþýðu- bandalagsins ógnað Línurnar milli hinna stríð- andi fylkinga í Alþýðubanda- lagintt eru raunar ekki alveg jafn skýrar og oft er látið i veðri vaka. I þessu sambandi er gjarna talaö um flokkseig- endafélagið og lýðræðiskyn- slóðina eða Birtingarhópinn. I’essi heiti segja þó lítið uin þann málefnaágreining sem er að finna innan Alþýðu- bandalagsins en eru auövitaö Ijómandi góð, þegar verið er að lýsa átökunum innan flokksins rétt eins hverju öðrn hanaati. Sérstaða Al- þýðubandalagsins hefur ára- tugum saman falist í því sem e.t.v. mætti kalla þjóðlega íhaldsstefnu. Sem dæmi tim þetta má nefna andstööuna við herinn og erlenda stór- iðju. Alþýðubandalagið hefur yfirleitt fitjað upp á trýnið þegar erlent fjármagn hefur borið á góma og innan flokksveggja þess óttast menn erlend áhrif meira en gerist i öðrum flokkum. I’egar fyrir alvöru tók að bera á lýðræðiskynslóðinni í flokknum og þar meö hug- myndum um það að Alþýöu- bandalagið viðurkenni þróun sína og forvera sinna frá koinmúnisma yfir til sósíal- demókratískra viðhorfa. þýddi þetta jafnframt að flokkurinn yrði aö slaka nokkuð á hvaö varðaöi hina þjóðlegu íhaldsemi, sérstak- lega þó ef menn voru að velta fyrir sér nánari samvinnu eöa jafnvel sameiningu A-flokk- anna í „einn stóran jafnaðar- mannaflokk." Slíkar tilslakan- ir eru á hinn bóginn eitur í beinum Alþýöubandalags- fólks af gamla skólanum. Byggðasjónarmið ráða miklu úfi á landi Hér má draga meginlínuna milli hinna stríöandi fylkinga í Alþýðubaiidalaginu. Annars konar sjónarmið ráða þó einnig nokkru um afstöðu einstakiinga og hópa innan flokksins. Afstaöa manna til verkalýösmála er dæmi um þetta og olli fyrir nokkrum árum allskörpum ágreiningi milli þeirra arma sem þá voru kallaðir verkalýöforysta og flokksforysta. Þetta var i for- mennskutíð Svavars (iests- sonar, en þessir armar teljast nú standa sameinaöir gegn hinum sameiginlega fjand- manni. Afstaðan til byggöamála er eins og í öllum öðrum flokk- um, nokkurt vandamá! í Al- þýðubandalaginu. I’etta mál er miklu mikilvægara í hug- um landsbyggðarfólks innan flokksins, heldur en spurn- ingin um þjóölega íhalds- stefnu. I>að sérkennilega er að Olafur Ragnar Grímssotí sótti út á land mjög stóran hluta af fylgi sínu í formanns- kjöri, en harðasti kjarni fylg- ismanna hans á höfuöborgar- svæðinu, Birtingarfólkið, er yfirleitt ekki mjög lands- byggðarsinnað. Sjálfur viröist Olafur Kagnar gera sér skýra grein fyrir mikilvægi byggða- stefnu fyrir fylgismenn sína á landsbyggöinni og má nefna ummæli hans um aðstöðu- gjöld Reykjavíkurborgar sem dæmi um viðleitni hans til að viðhalda landsbyggðarfylgi sínu innan flokksins. Sem fjármálaráðherra veröur hann einnig að hluta persón- ugerfingur fyrir þá byggöa- stefnu núverandi ríkisstjórn- ar sem á undangengnum tveim árum hefur beinlínis bjargaö stórum hluta lands- byggðarinnar frá einu alls- herjar gjaldþroti. Birtingar- hópurinn er í þessu tilliti kominn langt fram úr upphaf-- legum leiðtoga sínum. Landsbyggðarfólk seinþreift tll_________ vandræða Uti á landi virðast Alþýðu- bandalagsmenn seinþreyttir til vandræöa og vonast enn eftir sáttum í flokknum. ,,Viör vonumst auðvitað eftir því að Olafur Ragnar átti sig á því aö þessar hugmyndir um sam- einingu eru ekki tímabærar.'' sagöi einn viðmælenda minna úr þessum hópi. „Landsbyggðarmenn í Al- þýðubandalaginu hugsa eftir öðrum linum," sagði annar.. Sá bætti því viö að Alþýöu- bandalagsmenn úti á landi væru jafnvel haettir að nenna aö sækja flokkssamkomur til að hlusta á fylkingarnar á höfuðborgarsvæðinu hnakk- rííast. Af þessum og fleiri um- mælum viðmælenda minna á landsbyggðinni, viröist alveg Ijóst að mjög margir lands- byggöarmenn vonast enn eft- ir sáttum í flokknum. Flestir eiga þó von á því að eitthvaö muni kvarnast úr Alþýöu- bandalaginu í þessum átök- um, en svo virðist sem fólk úti á landi geri sér vonir um að komist verði hjá allsherjar- uppgjöri og beinum klofningi flokksins. „En fari svo að við stöndum frammi fyrir þvi að þurfa aö velja, þá er ómögu- legt aö segja hvað gerist. I>að veröur að koma í Ijós," sagði einn þeirra landsbyggðar- manna sem ég ræddi við. Á höfuöborgarsvæöinu er það að sjálfsögðu ungliöa- hreyfingin sem þessa dagana gengur harðast fram í því að vilja skýrar línur. Á fundi í Æskulýðsfylkingunni í Reykjavík á miðvikudags- kvöldið urðu andstæðingar Birtingar ofan á. Stjórn fé- lagsins var vikið frá og krafa hennar um stofnun kjördæm- isráðs í Reykjavík var aftur- kölluð. I'etta er að sjálfsögðu verulegur sigur fyrir stjörn Alþýðubandalagsfélagsins í Reykjavík og að sama skapi áfall fyrir Birtingarfólk. Hitt er svo annað mál hvort krafa þessa fundar um aukalands- fund í Alþýðubandalaginu í haust, fær undirtektir annars staðar. Þó var í gær gert ráð fyrir því að tillaga um lands- fund kæmi fram á aöalfundi Alþýðubandalagsfélagsins í Reykjavík í gærkveldi og jafnvel talið liklegt aö hún yröi samþykkt. Er hernaðaráætlunin að gufa upp? Þótt það hafi aldrei verið staðfest opinberlega var hernaðaráætlun sameingar- sinna innan Alþýðubanda- lagsins í grófum dráttum á þá leið að eftir klofning í Ál- þýðubandalaginu í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum, yrði látið skríða til skarar í flokknum á landsvísu fyrir næstu Alþingiskosningar og málin endanlega gerð upp. Með þessu móti var reiknaö með að Alj)ýðubandalagið 'yrði eftir næstu þingkosning- ar. tiltölulega lítill flokkur lengst til vinstri á stjórnmá- laskalanum en sameiningar- sinnarnir yfirgæfu flokkinn og gætu þá ásamt Alþýöu- flokknum myndað þann stóra jafnaöamannaflokk sem íslenskir vinstrimenn liafa lengi saknaö. Þannig hugöust menn endurskapa vinstrivæng íslenskra stjórn- mála að norrænni fyrirmynd. Á tímabili í vor, þegar skipu- lagsgleðin var sem mest og allt virtist ætla að ganga upp, voru menn jafnvel farnir að bollaleggja um stjórnarsam- starf eftir næstu kosningar. Útkoman í borgarstjórnar- kosningunum varð hins veg- ar ekki jafn góð og samein- ingarsinnar höfðu vonast eft- ir. Raunar virðist sem menn vanmeti almennt útkomu Nýs vettvangs í höfuðborg- inni. Engu aö síður ríkir þessa dagana talsverö ringulreið innan raða sameiningarsinna á höfuöborgarsvæðinu. Hernaðaráætlunin frá því í vetur virðist vera aö gufa upp og sumir viröast vera að gef- ast upp á baráttunni innan Al- þýðubandalagsins. Þeir vilja einfaldlega viðurkenna ósig- urinn og flytja sig sem fyrst yfir í Alþýðuflokkinn. Aörir segjast hafa orðið fyrir von- brigöum með viðbrögð Al- þýðuflokksmanna aö loknum kosningunum og ekki vera vissir um aö þeir séu vel- komnir þar. Verður liðinu stillt upp að nýju?___________ Engu að síður er of snemmt að afskrifa sameiningarsinn- ana sem kröftugt afl innan Al- þýðubandalagsins. Það er sem sé alls ekki hægt að úti- loka þann möguleika að lið- inu veröi stillt upp að nýju. Þrátt fyrir allt viröast þó á þessari stundu vera hverfandi líkur til að boðað verði til aukalandsfundar. I röðum Birtingarfólks er sú skoðun ríkjandi að eftir úrslit kosn- inganna treystist andstæöing- ar formannsins ekki til að gera neina atlögu að honum, m.a. vegna þess að Alþýðu- bandalagsfólk úti á landi muni ekki tilbúið til að taka þátt í henni. Þetta kemur út af fyrir sig heim og saman við þá tilhneigingu sem virðist svo almenn á landsbyggðinni að vilja sættir í flokknum. Á hinn bóginn munu samein- ingarsinnarnir innan Alþýöu- bandalagsins ekki telja sig nægilega sterka til að láta til skarar skríða. Það háir þeim líka að „Olafur Ragnar viröist alls ekki tilbúinn að yíirgefa Alþýðubandalagið," eins og einn viðmælenda minna sagöi. En meöan Birtingarfólkið sleikir sárin og gerir upp hug sinn, biða menn átekta hin- um megin víglínunnar. Vissu- lega var hart deilt á Ólaf Ragnar Grímsson á flokk- stjórnarfundi fyrr í vikunni, en þótt traustur meirilúuti væri fyrir hendi var afráðið að sleppa því að krefjast hfif- uös hans á fati. Engar form- legar yfirlýsingar né sam- þykktir komu því frá þessum fundi. „Með því hefði einung- is verið tekin sú áhætta að ()l- afur Ragnar fengi færi á að gera sig að píslarvotti," sagði einn viðmælenda minna úr röðum hins svokaiíaöa „flokkseigendafélags." Formaftur______________ til skrauts? Fari svo að sameingingar- sinnarnir innan Alþýðu- bandalagsins „gufi upp" að ineira eða minna leyti og gangi ýmist til liös við Al- þýðuflokkinn eða „hætti í pólitík," svo vitnað sé til eins þeirra, er byltingin í Alþýöu- bandalaginu þar meö auövit- að að mestu runnin út í sand- inn. Þaö þýðir samt ekki að Ólafur Ragnar yrði settur frá formennsku, a.m.k. benda engur líkur til aö kallaöur verði saman aukalandsfund- ur til þess. Það gætu hins veg- ar orðiö örlög þessa for- manns, sem ætlaði sér svo stórt hlutverk að bylta pólit- ísku mynstri á vinstri vængn- um, að sitja uppi sem áhrifa- laus formaður, einkum til skrauts.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.