Alþýðublaðið - 02.06.1990, Side 1

Alþýðublaðið - 02.06.1990, Side 1
MÞBUMMfi 81. TOLUBLAÐ 71. ARGANGUR LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1990 ÓVÆNT STÓRVELDASAMKOMULAG: seint í gærkveldi bárust þærfréttir af leiðtogaíundinum að Gor- batsjov og Bush hefðu gert með sér óvænt samkomulag um aukin viðskipti landanna, auk þess sem þeir skrifuöu undir drög að samningi um verulega fækkun langdrægra eldflauga. FORMAÐURINN VÍKI: Naumur meirihluti fundar- manna á aðalfundi Alþýðu- bandalagsfélags Reykjavík- ur samþykkti tillögu Birnu Þórðardóttur þess efnis að Olafur Ragnar Gríms- son, formaður flokksins ætti að segja af sér við fyrstu hentugleika. Tillag- an fékk 31 atkvæði en 28 voru á móti. Fundarmenn voru hins vegar sammála um að krefjast landsfundar í haust til að ræða stöðu flokksins og formannsins. UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ :Umhverfisráðuneytið tók formlega til starfa í gær en allmörg af verkefnum þess heyra þó enn undir önnur ráðuneyti og flytjast ekki til nýja ráðuneytisins fyrr en um næstu áramót. KONUR ÓVINSÆLT SJÓNVARPSEFNI: Jafnréttis- ráð hefur gert kannanir á því hvernig íslenskar konur eru kynntar í fjölmiölum. Þær virðast ekki þykja fréttnæmar í sjónvarpi og ríkisútvarpi. Áður hafði þetta atriði verið kannað í tvígang, 1986 af dr. Sigrúnu Stefánsdóttur, og síðan 1989 af Jafnréttisráði. Hlutur kvenna í bæði skiptin reyndist 13%. Að þessusinni var hann þó heldur lakari, — 12.5%. Virðist yfirleitt reglan að leita til karlmanna eftir upplýsingum, auk þess sem þeir eru sýnilegri á skjánum. STÚDENTAR FÁ JÓLAFRÍ: Háskólaráð samþykkti á fundi sínum í gærað haustmisserispróf við Háskóla Islands verða eftirleiðis haldin í desember, ekki í janúar eins og tíðkast hefur. Taka þessar reglur gildi 1991, þ.e. ekki um næstu jól heldur þarnæstu. Áralangt baráttumál stúdenta verður þá í höfn. SKIPULAGSMÁL Á AÐALFUNDISÍS: Á föstudag og laugardag í næstu viku fer fram aðalfundur Sambands íslenskra samvinnufélaga. Félagið mun hafa tapað allt að einum milljarði króna á síðasta starfsári. Reikna má með miklum og heitum umtæðum um skipulagsmál Sambands- ins á aðalfundinum, sem haldinn verður í hinu nýja Sam- bandshúsi á Kirkjusandi. UPPSTOKKUN FLOKKAKERFISINS: á þriðjudagskvöldið halda Samtökin um nýjan vett- vang opinn fund á Hótel Borg. Á fundinum verður fjallað um sterka stöðu Nýs vettvangs í Reykjavík og annarra fjálslyndra um- bótaafla víða. um land. Ragnheiður Davíðsdótt- ir, formaður Samtaka um nýjan vettvang flytur ávárp, en Svanur Krist- jánsson, flytur framsögu- ræöu undir yfirskriftinni: „Kosningarnar 1990: Upp- stokkun flokkakerfisins — næsta skref?“. / LEIÐARINN Í DAG „Hugmyndafræði kommúnista, jafnt sem frjálshyggjumannaer hrunin í rúst, hugmynda- fræði þjóðlegra einangrunarsinna er liðin undir lok og tími aukinna alþjóðlegra tengsla er runnin upp," segirm.a. í leiðara Alþýðublaðsins í dag. í leiðaranum er fjalláð um þróunina í Evr- ópu og bent á að eina stjómmálahreyfingin sem falli áá þeim hugmyndum sem sterkastar eru í Evrópu í tíag sé hreyfing'jafnaðarmanna. 5 íslendingar norskir — eöa keltneskir? Stefán Snævar skrifar fróð- legan pistil um uppruna okkar. Um hann hafa verið deildar meiningar um langan aldur. Dýrlingur eða lýðskrumari? IBoris Yeltsin er í heimsfrétt- unum — og verður það áfram. En hver er maðurinn? í mið- opnu blaðsins er fréttaskýring þar sem sagt er frá þessum umdeilda manni, allt frá barn- æsku til síðustu daga, þegar hann var kjörinn forseti Rúss- lands. Iþróttafélag í sviðsljósi - FH Fimleikafélag Hafnarfjarðar er þekkt fyrir flest annað en fimleika, m.a. þekkt um allan handknattleiksheiminn, lands- þekkt fyrir knattspyrnu og oft á tíðum afreksmenn í frjálsum íþróttum. 0rn Eiðsson gerir út- tekt á þessu kraftmikla félagi í Firðinum. Fólk vill skýrar línur Guömundur Árni Stefánsson bœjarstjóri í vidtali Bls. 7 i'■~

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.