Alþýðublaðið - 02.06.1990, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.06.1990, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 2. júní 1990 Fólk Örlygur forseti SVFÍ Meira frá þingi Slysa- varnafélagsins: Orlyi’ur I lálfdunurson, bó kaú I - i'efandi á Seltjarnarnesi var kjörinn forseti Slysa- varnafélai>s Islands. Hur- ulclur Hcnrýssun, sein i>ei>nt hafði starfi forseta um 17 ára skeið, gaf ekki kost á sér til frekari starfa. Varaforseti, Eslcr Kláus- (lóllir, Hafnarfirði, baðst einnii* undan endurkosn- ini>u. Hún sat um áratui>a skeið í stjórn slysavarna- deildarinnar Hraunprýði oíí seinni árin í stjórn SVKI. Voru þau bæði, Haraldur oi> Kster hyllt vel oi> leni>i fyrir vel unn- in störf. oi> tilnefnd ein- róma sem heiðursfélai>ar. Tíu ára fékk björgunar- verðlaun Krisljunu Sit>ríóur Hi'li>u- dóllir. 10 ára, til heimilis að Æsufelli (i í Reykjavík lilaut fyrstu björi>unar- verðlaunin fyrir börn oi> uni>lini>a, sem Slysa- varnafélai> Islands veitir. Ilaruldur Henrýsson, for- seti SVFI sai>ði fráþessu á landsþinginu sem haldið var á döi>unum. Kristjana litla bjari>aði systur sinni frá drukkmm austur í l.andbroti síðastliðið sumar. Að launum hlaut luín heiðurspening oi> skrautritað skjal sem ævi- félai>i Slysavarnafélai>s- ins. Hylltu þingfulltrúar þessa hugrökku stúlku. Landlæknir úthlutar styrkjum Landlæknisembættið hefur veitt fé úr tveimur sjóðum sem eru á vegum embættisins. Ur minning- arsjóði Berifþóru Mui>n- úsdóllur og Jukobs J. Bjurnusonur, bakara- meistara fengu hæstu styrkina Helí>u M. Öí>- mundsdóllir læknir og Jórunn E.Eyfjörö, erfða- fræðingur, 425 þúsund krónur. Sömu upphæð hlaut Reynir Tómus Geirs- son, dr. med. Þrír aðrir læknar hlutu minni styrki, Jón J. Jónsson, A.s- ge/'r Huruldsson og Murgrét Oddsdóllir. Úr jólagjafasjóði Guömund- ar Andréssonur gullsmiðs hlutu dvalarheimilin æ Dalvík og Barmahlið í A-Barðastrandarsýslu 300 þús. kr. styrki, Euuld Sœmundsen sálfræðing- ur 200 þús og vinnuhópur hjúkrunarfræðinga sem lýkur hönnun mælitækis til að meta hjúkrunarálag á öldrunarstofnunum og hjúkrunarþörf aldraðra. INNLENDAR FRETTIR FRÉTTASK ÝRING Nafnvaxtalækkunin átti að gefa fyrirtækjunum svigrúm til að mæta litils háttar kostnaðarhækkunum án þess að velta þeim út i verðlagið. Nú virðast fyrirtækin fremur kjósa að nota þennan sparnað til að hækka laun sumra starfsmanna sinna. Fer svigrúmið í launaskrið ? Er verðhækkanaskriða á næsta leiti? Fram að þessu hefur allt gengið eins og best verður á kosið, segja menn, en sumir þykjast hins vegar heyra i aðvörunarbjöllum. Við gerð kjarasamninganna var gert ráð fyrir þvi að nafnvaxtalækkanir kæmu fyrirtækjunum til góða og myndu gera þeim auðveldara að taka á sig litilsháttar kostnaðarhækkanir. Þetta virðist þó ekki ganga eftir. í staðinn eru nú farnar að berast fregnir af launaskriði. EFTIR: JÓN DANIELSSON l.aunaskrið er þaö kallaö þegar laun hækka umfram jjað sem gert er ráð fyrir í kjarasamningum. Þetta eru einstakar yfirborganir og framkvæmdar að geðþótta atvinnurekenda án samráðs við verkalýösfélög. Launa- skrið verkar þannig til að auka launamun og er aö því leyti illa séð af verkalýös- hreyfingunni. Verðbólguspár hafa lofað góðu Kjarasamningarnir sem gerðir voru í vetur, eru að því leyti svipaðir flestum sarnn- ingum sem geröir hafa veriö á.vinnumarka^FáÍlt frá 1984 aö þeim var áetlað að stuðla að hjfiðnun veröbólgu. Eins og/irenn vita hefur þetta tek- /lát misjafnlega. Að þessu sinni eru þó horfur betri en oft áöur. Verðbólguspár aö undanförnu benda tvímæla- laust til þess að menn hafi lært eitthvað af reynslu und- angenginna ára og verðbólga sé á niðurleið. Dæmi um góðan árangur að þessu sinni er það að rauða strikið sem sett var í maí, hélt að þessu sinni. Verö- lag hafði í maíbyrjun ekki hækkað rneira en ráö var fyr- ir gert við undirritun kjara- samninga og því þurfti heldur ekki aö hækka laun umfram þá umsömdu 1,5% hækkun sem kom til framkvæmda um þessi mánaðamót. Nafnvaxtalækkunin gaf aukið svigrúm Þegar kjarasamningarnir voru gerðir, vildu menn auð- velda fyrirtækjunum í land- inu að taka á sig einhverjar kostnaðarhækkanir án þess aö þurfa að velta þeim áfram út í verðlagið. Til að ná þessu markmiði var fariö fram á það viö bankana aö þeir lækkuðu nafnvexti hratt og til samræmis við lækkandi veröbólgustig í framhaldi af samningunum. Þetta hefur gengið eftir. ■Nafnvextir hafa lækkað veru- lega og það leiðir aftur til þess að greiðslubyrði fyrir- tækjanna minnkar. Svo mun talið að sú nafnvaxtalækkun sem orðið hefur geti í mörg- um tilvikum lækkaö vaxta- kostnað fyrirtækja um 2—5%. Þótt vaxtabyrðin hafi vissulega verið mörgum fyr- irtækjum illbærileg, var samt sem áður álitiö aö a.m.k. 1—2% af þessari lækkun gæti nýst fyrirtækjunum fil að láta hjá líða að hækka verð vöru sinnar eöa þjónustu, þótt þau yrðu fyrir kostnaðarhækkun- um. Hinir bjartsýnustu von- uöust jafnvel eftir því að verð gæti lækkað í einhverjum til- vikum. Ekkert lækkar þó Nú er kominn sá tími að nafnvaxtalækkanir eiga að vera farnar að hafa áhrif á fjárhag fyrirtækjanna. Hins vegar sjást þess engin merki að verð á vöru eða þjónustu fari lækkandi. Fyrirtæki sem háð eru verðlagsákvæðum, telja sig þurfa að hækka vöru sína eða þjónustu þrátt fyrir t nafnvaxtalækkanir. Dæmi um þetta eru hækkanir á steypu, bensíni og fargjöldum leigubíla og með innanlands- flugi sem samþykktar voru í verðlagsráði í vikunni og öðl- uðust gildi um mánaðamótin. Bæði í röðum verkalýðs- hreyfingar og vinnuveitenda, telja menn sig hins vegar sjá merki um að svigrúmið sem nafnvaxtalækkanirnar gefa sé notað í einstakar launa- hækkanir. Það er einkenni á verð- bólgusamfélögum aö menn fara sjálfkrafa að reikna með áframhaldandi verðbólgu og hafa ekki trú á því að ástand- ið muni breytast verulega til batnaðar. Þetta leiðir til þess að jafnt fyrirtæki sem ein- staklingar leitast við að vera íremur á undan verðbólgu- þróuninni en eftir og hækka því verð á vöru sinni eða þjónustu fyrr en nauðsynlegt er. Þetta er í sjálfu sér verð- bólguskapandi og leiðir til þess að enn erfiðara er að ná niður verðbólgu en ella væri. í þjóðfélagi sem átt hefur að venjast mikilli verðbólgu um áratuga skeið er líka auð- velt að hækka verðlag án þess að nokkrum þyki til- tökumál. Þeir starfsmenn verkalýösfélaga sem frá gerö kjarasamninga hafa verið að fylgjast með einstökum verð- hækkunum, hafa oröið áþreifanlega varir við þetta. Yfir þá hafa dunið kvartanir frá fólki sem orðið hefur vart við einstakar hækkanir. Hér er fyrst og fremst um að ræöa hækkanir á matvöru, enda hafa þessir starfsmenn ekki getað annað öðru. Árangursrik*____________ verðlagseftirlit Það vekur athygli í þessu sambandi að verkalýðsfélög- unum hefur orðið talsvert ágengt í þessu starfi. í all- mörgum tilvikum hafa kaup- menn nefnilega látiö sér segj- ast og dregiö úr hækkunum, fresta þeim eða jafnvel falliö frá þeim, eftir aö starfsmenn verkalýðsfélaganna hafa sýnt fram á að viðkomandi hækkun væri óþörf eða óþarflega mikil. Engu að síður hafa kaup- menn getað rökstutt talsvert af hækkunum og þær komið til framkvæmda. Leifur Guð- jónsson, sem starfar að þessu eftirliti á vegum Dagsbrúnar, lagði áherslu á að samstarfið við kaupmenn hefði veriö gott og það hefði ekki komiö fyrir að nokkur kaupmaöur hefði neitað sér um útskýr- ingar á verðhækkunum. Léif- ur kvaðst hins vegar ekki hafa aðstöðu til að ganga úr skugga um að upplýsingar um erlendað verðhækkanir væru undantekningarlaust réttar. í þessu sambandi minnti hann á það kerfi um- boðslauna erlendis sem var við lýði á sínum tíma áður en álagning var almennt gefin frjáls. Fóum vid kannski veróstttdvun?____________ Það skiptir auðvitað miklu að verðlag haldist áfram inn- an þeirra marka sem rauðu strikin í kjarasamningunum setja. Takist það út samnings- tímabilið, eykur það tiltrú al- mennings á því að verðbólgu- tímabilið sé liðið hjá og auð- veldar að sjálfsögðu mjög gerð næstu kjarasamninga. Svigrúmið er hins mjög lítið og svo virðist sem stjórnvöld séu nú jafnvel aö velta fyrir sér að gripa til verðstöðvunar ef allt um þrýtur. A.m.k. er ekki hægt að skilja ummæli Steingríms Hermannssonar í viðtali við Tímann í gær öðruvísi en þaö komi til greina. Steingrímur segist i viðtalinu ætla að ræða þessi mál viö aöstandendur vinnu- markaðarins á næstunni. En það verður tæpast ann- að sagt en að menn leggi sig fram um að halda verðbólg- unni í skefjum. Verölagsráö leyfði að vísu ákveðnar hækkanir um þessi mánaða- mót. Þær voru þó mjög skornar niöur frá því sem beðið var um. Spurningin er hins vegar hvort þessar hækkanir eru upphafið að nýrri skriöu verðhækkana, eða hvort tekst að taka í taumana þannig aö rauöu strikin haldi, líka á næstu mánuðum og jafnvel út samningstímabiliö.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.