Alþýðublaðið - 02.06.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 2. júní 1990
3
LEIÐTOCA FUNDURINN
LEIÐTOGAFUNDURINN:
HELGARDAGSKRÁ
_ GORBATSJOVS
MINNEAPOLIS:
SUNNUDAGUR
Hittir leiðtoga
fylkisins
og viðskiptamenn
MINNEAPOLIS
SAN
FRANCISCO
CAMPDAVID
WASHINGTON
SAN FRANCISCO:
MÁNUDAGUR
Morgunverður með i
Ronald Reagan, ræða C%
við Stanford háskólann. ^
Fundur með forseta
Suður-Kóreu
AÐFARANÓTT PRIÐJUDAGS
Heimför til Moskvu
REUTER
WASHINGTON: FOSTUDAGUR
Undirritar samkomulag um tak-
mörkun á efna- og kjarnavopnum
LAUGARDAGUR
Flýgur til Camp David til óformiegra
viðræðna við Bush forseta
SUNNUDAGUR
Blaðamannafundur í Hvíta húsinu.
Brottför til Minneapolis
Alþýdubladid fyrst með nýjungina:
Fyrsta fjóriita
fréttateikningin
i hofnl
I gærdag barst Alþýðublað-
inu, fyrstum íslenskra fjöl-
miðla, fyrsta fjórlita frétta-
teikningin af heimsviðburði,
sem Reuter-fréttastofan send-
ir til Islands um símalínu.
Reuter-fréttastofan hóf að
senda myndir sem þessar til
fjölmiðla fyrir hálfum mán-
uði síðan, en tæknilegir örð-
ugleikar hafa komið í veg fyr-
ir móttöku hér á landi til
þessa. Vonast er til að ísinn
hafi nú verið brotinn og hægt
verði að taka á móti myndum
hvenær sem þess gerist þörf.
Væntum við þess að lesendur
Alþýðublaösins kunni vel að
meta þessa nýjung.
Tölvustofan hf. á Grensásvegi 13 tók aö sér móttöku fyrstu myndarinnar, og lögðu tölvunar-
fræðingurinn Sigurjón Jónsson og Sigurður Ásgeirsson á sig mikla vinnu við að taka við
myndinni á tölvum sínum. Á myndinni er Sigurjón við tölvuna, en við hlið hans er Ingólfur
Margeirsson, ritstjóri Alþýöublaðsins, og lengst til hægri er útlitshönnuður blaösins, Haukur
Sighvatsson.
Leiðtogafundur risaveldanna:
Bush forseti Bandaríkjanna:
Sovétmenn ekki mót-
fallnir veru banda-
rísks herliðs í Evrópv
(WASHINGTON, Reuter)
Annar dagur leiðtogfund-
arins í Washington hófst í
gaer. Gorbatsjov, forseti
Sovétríkjanna sagði áður
en hann gekk á fund með
Bandaríkjaforseta að Sov-
étmenn legðust ekki gegn
veru bandarísks herliðs í
Evrópu. Mikilvægast væri
á þessum miklu svipting-
artímum að tryggja stöð-
ugleika í Evrópu. Að-
spurður sagði Sovétleið-
toginn að leiðtogarnir
væru að ræða sameiningu
Þýskalands og hvaða áhrif
hún myndi hafa. Búist var
við undirritun undirbún-
ingssamnings um fækkun
langdrægra kjarnorku-
flauga á fundinum í gær.
Gorbatsjov sagði deilurnar
ekki snúast um að Banda-
ríkjamönnum bæri að hverfa
frá Evrópu. Þvert á móti væri
vera þeirra þar æskileg og til
þess fallin að stuðla að jafn-
vægi nú þegar kaldastríðið
væri að baki. Hann sagði
jafnframt að þegar risaveldin
í austri og vestri legðu grunn
að framtíöarskipulagi Evrópu
mætti það ekki mótast af
gagnkvæmri hræðslu ríkj-
anna.
Sovétleiðtoginn sagöi af-
stöðu Bandaríkjamanna til
hernaðarlegrar stöðu sam-
einaðs Þýskalands einkenn-
ast af ósveigjanleika, en sagð-
ist þó skilja þá stöðu sem
Bandaríkjamenn væru í. Gor-
batsjov sagði afstöðu Banda-
ríkjamanna mótast af vilja
þeirra til að tryggja veru sína
í Evrópu.
Málefni sameinaös Þýska-
land hafa skyggt á þá fyrir-
ætlan leiðtoganna að undir-
rita undirbúningssamning
um stórfellda fækkun lang-
drægra kjarnorkuflauga.
Undirritun slíks samnings
myndi greiða fyrir formleg-
um samningi þess efnis síöari
hluta ársins. Búist var viö að
samningurinn yrði undirrit-
aður í gær.
Vonasf eftir nýjum
Camp David-anda
Afdrep Bandaríkjafor-
seta um áratuga skeið,
Camp David, á fjallstindi í
Maryland ekki langt frá
Washington, hefur tvíveg-
is áður verið stefnumóts-
staður forseta Bandaríkj-
anna og æðstu manna Sov-
étríkjanna. Þar hefur ver-
ið reynt að draga úr
spennu milli stórveldanna
— en í bæði skiptin kóln-
aði fljótlega sambúð ríkj-
anna eftir að fólk um allan
heim hafði gert sér vonir
um varanlegan frið.
Fjallahúsið i Camp David
fékk nafn sitt eftir Davíð, afa-
strák Eisenhowers Banda-
ríkjaforseta. Þarna hittust að
máli Eisenhower og Krútsjoff
árið 1959. Ári síðar hrönnuð-
ust svört ský á himin alþjóða-
stjórnmálanna að nýju þegar
Sovétmenn skutu niöur
U2-njósnaflugvél langt inni á
landssvæöum sínum. Aftur
hittust ráðamenn í Camp
David árið 1973, —- þá voru
það Richard Nixon og Leonid
Brésnef. Einnig í það skiptið
var stutt í kuldaleg samskipti
þjóðanna.
Oft er Camp David lýst sem
fremur rustalegum stað. Þar
eru þó tennisvellir, skokk-
brautir, púttvellir og sund-
laugar þar sem búningsklef-
arnir líta e.t.v. út fyrir að vera
fremur þreytulegir, en eru í
reynd glæsilegir þegar inn er
komið.
Bush forseti fer ekki í laun-
kofa meö hversu ánægður
hann er með þennan stað.
Lagði hann eindregiö aö hin-
um sovéska kollega sínum að
hitta sig í Camp David til dags
viðræðna. ,,Mér þykir vænt
um að Sovétmenn sam-
þykktu aö koma í heimsókn-
iná', sagði Bush nýlega, ,,því
ég tel að einmitt á fundi sem
þessum geti ég bætt sam-
skiptin".
Eins og gefur að skilja er
fjallaafdrepið og nágrenni
þess undir mikilli öryggis-
gæslu þessa dagana. Banda-
rískir landgönguliðar eru á
verði með varðhunda sér við
hlið. Húsin, sem eru mikiö til
falin í skóginum, eru afgirt
tveim girðingum, og ofan á
þeim eru hnifskarpar brúnir.
Rafeindabúnaður er notaöur
til hins ítrasta, þannig að eng-
in lifandi sála getur komist
nálægt stefnumótsstaönum,
eigi hann ekki erindi.
Fréttamönnum veitist erfitt
að finna Camp David. Engir
vegvísar benda mönnum
þangað. Slampist þeir á að
komast á staðinn sjá þeir
skilti sem banna alla umferð,
einnig meðferð skotvopna,
því svæðiö er friðað og sagt
að dádýrin skilji mæta vel
hvílíkt gósenland þarna er,
þau kjósi að dvelja í Camp
David í friði og spekt.
Einmitt á þessum stað von-
ast heimurinn eftir að í dag
gerist tíðindi, sem auki enn á
raunverulegar friðarhorfur í
heiminum, og aö sá friður
megi vara lengi.