Alþýðublaðið - 02.06.1990, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 02.06.1990, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 2. júní 1990 Íþróitafélög í sviðsljósi Íslandsmeistarar FH i handknattleik 1974, fremri röö, talið frá vinstri: Erlingur Kristensson, Örn Hallsteinsson, Magnús Ólafsson, Hjalti Einarsson, Birgir Finnbogason, Gunnar Einarsson og Ólafur Einarsson. — Aftari röö frá vinstri: Ingvar Viktorsson, formaður handknattleiksdeildar, Boði Björnsson, form. FH, Viðar Símonarson, Gils Stefánsson, Árni Guðjónsson, Þórarinn Ragnarsson, Auðunn Guðjónsson, Jón Gestur Viggósson, Kristófer Magnússon og Hallsteinn Hinriksson þjálfari. Á myndina vantar Geir Hallsteinsson, þekktasta og besta leikmann FH um árabil. Stofnað: 15. október 1929. Formaður: Bergþór Jónsson. íþróttagreinar á stefnuskrá: Handknattleikur, knattspyrna, frjálsar íþróttir og lyftingar. Athafnasvæði: íþróttavellir og íþróttahöll í Kaplakrika. FH er eitt slerkasla íþróttafélag landsins Það eru ýmis fieiri iþróttafélög en Reykjavikurfé- lögin, sem byggja ó góðum og gömlum grunni. f sviðsljósi okkar i dag er Fimleikafélag Hafnarf jarð- ar, mun þekktara undir nafninu FH. Félagið hefur ó þeim rúmlega 60 árum, sem það hefur starf að, unn- ið markvisst og glæsilegt starf i Firðinum, ekki að- eins afrekslega séð, heldur, og ekki siður á sviði uppeldis- og manndómsþroska félaga sinna. Hér birtum við mynd af silfurliöi FH í 1. deild Islandsmótsins í knattspyrnu 1989, fremsta röð talið frá vinstri: Krist- inn Jóhannesson, Þórir Jónsson, Bobby Hutchinson, Guðmundur Valur Sigurðsson, Halldór Halldórsson, Gunnar Straumland, Andrés Andrésson, Jón Örn Þorsteinsson, Olafur Kristjánsson, Guðmundur Sveinsson og Pétur Stephensen. Miðröð frá vinstri: Hilmar Arnþórsson, Viðar Halldórsson, Xristján Gíslason, Kristján Hilmarsson, Jón Þór Brandsson, Magnús Pálsson, Þórhallur Víkingsson, Ólafur Jóhannesson, Ingi G. Ingason, Alferð Guö- mundsson og Birgir Bjarnason. — Aftasta röö frá vinstri: Pálmi Jónsson, Guömundur Hilmarsson, Henning Henn- ingsson, Björn Jónsson, Hörður Magnússon og Birgir Skúlason. Það er þáttur í hinu íþróttalega starfi, sem aldrei veröur ofmetinn. Mikill kraftur og bjartsýni hefur ávallt einkennt þetta ágæta félag og þar hafa stöðugt verið úrvals , forystumenn við stjórnvölinn. Slíkt er gæfa allra félaga, hvort sem um er að ræða íþróttafélag, eða félag sem heigar sig öðrum málefnum. Ellefu stofnendur FH varð til þann 15. október 1929, en eftir því sem næst veröur komist voru mættir ellefu menn í fimleikasal gamla barnaskólans þennan dag, til að stofna Fimleika- félag Hafnarfjarðar. Eins og nafn félagsins bendir til, voru það fyrst og fremst fimleikar, sem FH-ingar iðkuðu fyrstu árin. Stofnendurnir voru: Hallsteinn Hinriksson, Kristján Gamalíels- son, Lárus Gamalíelsson, Ottó Jónsson, Ágúst Jóhannsson, Sveinn V.B. Stefánsson, Böðvar Eggertsson, Sigurður Gíslason, Guðjón Sigurjónsson og Jóhannes Einarsson. Óhætt er að fullyrða, Oliver Steinn i langstökki. að framtak ellefumenninganna hefur fært æsku Hafnarfjarðar mikla gæfu í þau rúm sextíu ár, sem félagið hefur starfað. Fyrst voru þad_______________ iiiwleikarnir . . .__________ Fyrstu árin eða frá stofnun haustið 1929 til 1940 mótaðist fé- lagsstarfið fyrst og fremst af fim- leikaflokkum félagsins. Stofnend- urnir voru trúir sinni hugsjón og þessari fögru íþrótt var sinnt af kappi. En þetta breyttist og aðrar íþróttagreinar hrifu hug og hjörtu félagsmanna. Handknattleikurinn er skrauHjöðwr félagsins Sú íþróttagrein, sem mesta at- hygli hefur vakið á FH er án nokk- urs vafa handknattleikur. Fljótlega eftir að félagsmenn hófu iðkun þessarar vinsælu íþróttagreinar um 1940 hefur FH verið á eða við toppinn. Sigrar félagsins í hand- boltanum eru margir, bæði hér heima og erlendis, þannig að ógerlegt er að telja þá hér upp í stuttri grein um þetta gagnmerka félag. Sá síðasti sem FH-ingar unnu er íslandsmeistaratitillinn í karlaflokki fyrir nokkrum vikum. Sá verðskuldaði sigur var ákaflega kærkominn. — Handknattleikur var iðkaður í Hafnarfirði áður en FH tók íþróttina á sína stefnuskrá og þá aðallega í skólum, t.d. í Flensborg. Þeir léku t.d. við Menntskælinga í Reykjavík og hlutu verðlaunapening. Sennilega sá fyrsti, sem Hafnfirðingar hljóta í þeirri íþróttagrein, en ekki sá síð- asti. Frjólsiþróttir snemma ó dogskró____________________ Fljótlega eftirstofnun FH hófust æfingar í frjálsum íþróttum hjá fé- laginu og var mikið fjör hjá frjáls- íþróttafólkinu og árangur oft mjög góður. Af mörgu snjöllu afreks- fólki í greininni var Óliver Steinn fremstur fyrr á árum. Hann stökk fyrstur íslendinga yfir 7 metra í langstökki, keppti í þeirri grein á Evrópumeistaramótinu í Osló 1946 og varð 8. Oliver varð a.m.k. 12 sinnum íslandsmeistari í frjáls- um íþróttum. — Fyrir rúmum ára- tug hófst nýtt afrekstímabil hjá FH í frjálsum íþróttum undir forystu Haralds Magnússonar og stendur enn. Félagið er eitt það besta í greininni nú, varð m.a. bikar- meistari FRÍ 1988. FH-ingar einnig ó__________ toppnum i__________________ knattspyrnwnni_____________ Knattspyrnan hefur ávallt átt miklu gengi að fagna meðal fé- lagsmanna. Á ýmsu hefur gengið, en þannig eru iþróttirnar, baráttan og spennan gerir þær svo skemmtilegar. Sennilega hefur styrkleiki FH í knattspyrnunni aldrei verið eins mikill og nú og í fyrra var félagið aðeins hársbreidd frá íslandsmeistaratitlinum, hlaut silfrið. Mikill kraftur og áhugi er einnig í yngri flokkum félagsins. Hér áður fyrr var sund iðkað af FH-ingum og mikill glæsibragur yfir því. Hallsteins þóttwr___________ Hinrikssonar________________ Margir frábærir leiðtogar, þjálf- arar og íþróttamenn hafa starfað innan FH. Hallsteinn Hinriksson sinnti öllum þessum þáttum frá- bærlega innan félagsins alla tíð. Mesta athygli vakti þjálfun hans á handknattleiksflokkum félagsins, en hann gerði félagið að stórveldi í handknattleik. En Hallsteinn tók þátt í fleiri greinum. m.a. í fimleik- um og frjálsum íþróttum, en í síð- arnefndu greininni varð hann Is- landsmeistari, bæði í 100 m hlaupi og stangarstökki. Sennilega á FH engum einum manni jafnmikið aö þakka. Aðstaðan er orðin frábær________________ Á fyrstu áratugum FH var að- stöðuleysið algert í Hafnarfirði. Þetta hefur breyst gífurlega síð- ustu árin. Athafnasvæði FH í Kaplakrika er nú eitt það besta, sem íþróttafélag á íslandi getur státað af. Ágætur knattspyrnuvöll- ur og stórkostlegt íþróttahús, sem nýlega var tekið í notkun. Það er helst að frjálsíþróttafólk geti kvartað, en ekki er að efa, að ráðin verði bót á því í náinni framtíð. Þessi uppbygging hefur verið framkvæmd í náinni samvinnu við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði. Það er bjart yfir starfi FH í dag og framtíðin mun áreiðanlega vörðuð glæstum sigrum, bæði á sviði afreka og framkvæmda. Örn Eiðsson skrífar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.