Alþýðublaðið - 02.06.1990, Qupperneq 7
Laugardagur 2. júní 1990
VIDTAL
7
Guömundur Árni Stefánsson bœjarstjóri í Hafnarfiröi:
Guðmundur Árni Stefónsson bæjarstjóri i Hnfnar-
firði er þeirrar skoðunar, að kjósendur vilji skýrar
og ókveðnar linur i pólitik. „Dæmið með Nýjan
vettvang gekk ekki upp i Reykjavík, ,. segir Guð-
mundur Árni i eftirfarandi viðtali við Alþýðublaðið
en bætir við að f ramboðið likt og önnur samf ramboð
hafi verið tilraunarinnar virði. „Hins vegar verðum
við að draga lærdóm af niðursföðum kosninganna
og það væri óðs manns æði að halda ófram ó braut
kosningabandalaga," segir bæ jarst jórinn i Hafnar-
firði sem leiddi Alþýðuflokkinn til glæsilegs sigurs i
bæjarstjórnarkosningunum fyrir viku þegar Al-
þýðuflokkurinn nóði hreinum meirihluta i bæjar-
stjórn.
Guðmundur Árni segist ekki hafa uppi óform um
að bjóða sig fram til formanns i Alþýðuflokknum:
„Menn verða ekki formenn Alþýðuflokksins vegna
þess að þeir ætla sér það. Til formannsstöðu eru
menn kjörnir."
EFTIR: TRYGGVA HARÐARSON - MYNDIR: EINAR ÓLASON
„Meginástæðan fyrir góðu
gengi Alþýðuflokksins í Hafnar-
firði er sú að alþýðuflokksmenn
hér eru mjög einhuga, samstíga
og öflugir," segir Guðmundur Árni
Stefánsson. ,, Það var mjög fjöl-
menn liðssveit sem vann með okk-
ur fyrir þessar kosningar og það
sem meira er, unnið hefur verið
frábærlega vel allt kjörtímabilið
og uppskeran i réttu samræmi við
það.“
— Byggist sterk staða ykkar
krata í Hafnarfirði að einhverju
leyti á sögulegri arfleifð?
,,Það liggur alveg Ijóst fyrir að
Alþýðuflokkurinn hefur um ára-
nærri að endurheimta fyrra fylgi
flokksins og styrkleika hér í Hafn-
arfirði?
,,Ég hef aldrei gert langtíma-
áætlanir í varðandi mín verkefni á
stjórnmálasviðinu og kem ekki til
með að gera það. Stjórnmál eru
þess eðlis að ein vika er langur
tími, hvað þá mánuðir, misseri og
ár. Mín pólitíska þátttaka hefur
öðru fremur byggst á því að ég hef
allt frá barnsaldri tekið fullan þátt
í starfi flokksins. Verkefni sem mér
hafa verið falin hafa frekar orðið
til með ósköp eðlilegri þróun, þar
sem eitt hefur leitt af öðru.
„Við eigum að fá jafnaðarmenn úr öðrum flokkum til liðs við okkur. Viö eig-
um að reyna að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess aö gera þeim
það auðvelt. En Alþýðuflokkurinn á að standa uppréttur núna einn og sér
og láta fólk koma til sin en ekki sækja lengur til annarra. Við eigum aö snúa
við blaði í þessum efnum," segir Guðmundur Árni, bæjarstjóri Hafnfirð-
inga.
vitaskuld náskyld viðfangsefni og
skarast víða. Eg kem til með að
gera það áfram.
Hafnfirðingar „eigá' auðvitað
engan þingmann fremur en önnur
byggðarlög en það eru ákaflega
eðlileg viðbrögð hjá hafnfirskum
krötum að segja sem svo, að bæði
með tilvísan til sögunnar og
sterkrar stöðu flokksins hér í
Hafnarfirði, þá liggi það Hafnfirð-
ingum nærri að þingmaður úr röð-
um Hafnfirðinga sitji á þingi.
En ég var fyrst og fremst kjörinn
hérna til að gegna áfram bæjar-
fulltrúastöðu og bæjarstjórastöðu,'
og mun gera það. Hins vegar vil ég
vísa til þess að ég hef aldrei gert
neinar langtímaáætlanir í pólitík
og hvað tekur við eftir svo og svo
langan tíma er ég ekki tilbúinn að
spá neinu um. Enginn ræður sín-
um næturstað."
— í kjölfar stórs kosingasigurs
Alþýðuflokksins í Hafnarfirði hef-
ur komið upp sú umræða að þú
sért líklegur formaður Alþýðu-|
flokksins í framtíðinni. Hvað viltu
segja um það?
„Þaö er nákvæmlega sama
svarið og við fyrri spurningunni.
Ég hef ekki uppi áform um að
bjóða mig fram sem formann í
þessum flokki. Hvað síðar kann að
gerast er ekki mitt um að dæma.
Menn veröa ekkert formenn í
þessum flokki með því ætla sér
það. Þeir eru kjörnir til þess starfs."
Fólkið sjói, finni og
skynji muninn___________________
— Nú hefur þú verið bæjarstjóri
Haínfirðinga í fjögur ár. Ert þú
K/ósendur vu/a skýrar og
ákveðnar línur í pólitík
tuga skeið verið mjög sterkur í
Hafnarfirði. En það þarf að fara
fjörutíu ár aftur i tímann til að
finna sambærilegan styrk flokks-
ins og við fengum núna eða til
kosninganna 1950. Fram til 1954,
þ.e. frá 1926, hafði Alþýðuflokkur-
inn því hreinan meirihluta hér í
bæjarstjórn Hafnarfjarðar og hélt
þeirri meirihlutastöðu áfram allt
til 1962, þá með stuðningi Alþýðu-
bandalagsins.
Klofningur — Óhóðir
borgarar_____________________
Það gerðist hins vegar árið 1966
að Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði
klofnaði og til varð Félag óháðra
borgara. I kjölfar þess náði Al-
þýðuflokkurinn sér ekki umtals-
vert á strik hér í Hafnarfirði þar til
árið 1986 þegar Félag óháðra
borgara var á útleið úr hafnfirskri
pólitík. Það bauð síðan ekki fram
við kosningarnar núna.
Alþýðuflokkurinn hér er orðinn
kraftmikill og samstilltur flokkur
og þá er ekki að sökum að spyrja,
— Hafnfirðingar treysta honum
fyrir forsjá síns bæjarfélags. Þann-
ig að svarið er: Jú, við hljótum
auðvitað að njóta þess að alla tið
hefur verið til staðar mjög öflugur
kjarni flokksmanna og Alþýðu-
flokkurinn hefur alltaf verið raun-
verulegur valkostur hér í Hafnar-
firði. Álltaf verið flokkur sem
Hafnfirðingar hafa tekið fullt
mark á.“ ,
— Nú var faðir þinn, Stefán
Gunnlaugsson, bæjarstjóri hér í
Hafnarfirði frá 1954 til 1962. Föð-
urbróðir þinn, Árni Gunnarsson,
fór úr flokknum og gerðist helsti
forystumaður Óháðra borgara.
Hefur þú talið það standa þér
Bæjarfulltrúar______________
með rætur i flokknum
Það er rétt sem þú segir, að faðir
minn og föðurbróðir voru hér á
kafi í pólitíkinni á árum áður í Al-
þýðuflokknum. Föðurbróðir minn
varð síðan forystumaður Óháðra
borgara. Það er hins vegar eftir-
tektarvert í þessu sambandi, að
allir bæjarfulltrúar Alþýðuflokks-
ins sem nú hlutu kosningu, sex
talsins, eiga mjög sterkar rætur í
flokknum hér í Hafnarfirði og í
landsflokknum. Hafa starfað þar
lengi og allir annað hvort starfað
með ungum jafnaðarmönnum eða
innan kvennahreyfingarinnar.
Það má því segja að bæjarfull-
trúar Alþýðuflokksins hér í Hafn-
arfirði hafi góða rótfestu, eru úr
sjálfri grasrótinni og mér finnst
það sýna ákveðin styrk Alþýðu-
flokksins hérna í Hafnarfirði. Mér
hefur á stundum þótt það of áber-
andi í okkar flokki, að flokksmenn
sem hafa lagt Alþýðuflokknum lið
og starfað á hans vegum, gleymast
í of ríkum mæli þegar skipa þarf í
trúnaðarstöður á landsvísu. Menn
hafa of oft leitað yfir bæjarlækinn
til að sækja vatnið. Farið eitthvað
allt annað til að sækja fólk til trún-
aðarstarfa fyrir flokkinn, til að
mynda í þessu ríkisstjórnarsam-
starfi."
— Alþýðuflokkurinn í Hafnar-
firði hefur lengst af átt mann á
þingi. Ná á hann það ekki lengur
eftir að Kjartan Jóhannsson hætti.
Stefnir þú út í landsmálin?
Alltaf látið iwig___________
landsmálin varða
„Ég tel mig nú alltaf hafa verið
þátttakanda í landsmálapólitík,
því að hver sá sem tekur þátt í
stjórnmálum gerir það á víðtæk-
um grundvelli. Minn vettvangur
hefur að vísu verið fyrst og fremst
hér í bæjarpólitíkinni en ég hef
alla tíð látið mig varða hvað er að
gerast í landsmálunum enda eru
sveitarstjórnarmál og landsmál
ánægður með störf þín og flokks-
ins þennan tíma?
„Það er erfitt að dæma um eigin
verk. En ég hlýt náttúrlega að
vera ánægður með árangur
flokksins á síðasta kjörtímabili. Tel
reyndar að kosningaúrslitin sýni
það að við getum verið býsna
stolt.
Það hafa náttúrlega orðið um-
talsverðar breytingar hér í Hafnar-
firði og eins og við sögðum fyrir
kosningar og segjum enn. Þá held
ég að bæjarbúar hér í Hafnarfirði
sjái það, finni og skynji, að það er
reginmunur á þessu bæjarfélagi
þegar jafnaðarmenn fara með
stjórn mála miðað við þegar íhald-
ið hélt hér um stjórnartaumana.
Það er auðvitað lykilatriði í pólitík
að við stjórnaskipti sjái bæjarbúar
ekki bara ný andlit heldur að þeir
finni og skynji breytingarnar til
bóta við stjórn Alþýðuflokksins.
Stundum hefur manni fundist
þessi skýru skil vanta í lands-
stjórnina. Ástæðan er vafalaust
fjölflokka ríkisstjórnir."
Samframbod mistókust
einfaldlegq____________________
— Nú hafa margir átt sér þann
draum lengi að sameina alla jafn-
aðarmenn i einum flokki. Viö
kosningarnar núna voru reynd
samframboð með ýmsum hætti.
Hvert er þitt mát á þeim árangri
sem slík framboð náðu?
„Ég hef ávallt verið þeirrar
skoðunar að við eigum að fá jafn-
aðarmenn úr öðrum flokkum til;
liðs við okkur. Og ég er þeirrar
skoðunar að það er tilraunarinnar'
virði að reyna að sameina íhalds-
h’ramh. á bls. 10
Guðmundur Árni og bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins i Hafnarfirði eftir
glæstan kosningasigur um síðustu helgi er þeir náðu hreinum meirihluta
í bæjarstjórn.