Alþýðublaðið - 02.06.1990, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 02.06.1990, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 2. júní 1990 Kjósendur vilja... Framh. af bls. 7 andstæðinga í Reykjavík undir einum hatti. En það gekk ekki. Hins vegar tók Alþýðuflokkur- inn í Reykjavík það djarfa skref aö bjóða ekki fram í eigin nafni til þess að reyna ná fleirum undir merki jafnaðarmanna, hópum úr Alþýöubandalaginu og óháðum kjósendum. Ég var því sammála að slíka tilraun ætti að reyna og sömuleiðis í sveitarfélögum í kringum Reykjavík. Gott og frískt fólk lagði á sig mikla vinnu en dæmið gekk hreinlega ekki upp. Og það verður að vega og meta kalt niðurstöður þessara tilrauna. Þær mistókust einfaldlega. Það er alveg sýnt að mínu áliti. Hann er stundum haröur veruleikinn. Við verðum að draga lærdóm af þessum niðurstöðum og hann er sá að kjósendur vilja skýrar og ákveðnar línur i pólitík. Finna þær greinilega ekki hjá kosninga- bandalögum á borð við þau sem boðið var upp á. Þennan skýra valkost geta kjós- endur fengið hjá Alþýðuflokknum og mér fyndist það óðs manns æði að halda áfram á þeirri braut sem hér hefur verið um talað, braut kosningabandalaga, á næstu miss- erum. Ekki síst þegar það liggur fyrir að það er eitt ár í þingkosn- ingar og jafnframt þegar það ligg- ur fyrir að Alþýðubandalagiö er í andarslitrunum, Kvennalistinn í upplausn og Framsóknarflokkur- inn á niðurleið. Eigum að snúa við blaði Því held ég að núna sé einmitt lag fyrir einhuga og samhentan Alþýðuflokk til að ná því fylgi sem honum ber. Það er að segja að verða raunverulegur valkostur fé- lagshyggjufólks. Raunverulegur „sósíal-demókratískur" flokkur með 30—40% fylgi eins og við þekkjum frá öðrum Norðurlönd- um. Því segi ég að nú eigum við að skerpa línurnar. Alþýðuflokkur- inn er skipulagslega opinn flokkur og því ákaflega auðvelt fyrir utan- flokksfólk og stuðningsmenn ann- arra flokka að koma til liðs við hann. Við eigum að reyna að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að gera þeim það auðvelt. En Al- þýðuflokkurinn á standa upprétt- ur núna einn og sér og láta fólk koma til sin en ekki sækja lengur til annarra. Við eigum að snúa við blaði í þessum efnum. Við eigum að bjóða upp á ákaflega skýrar, af- markaðar, ákveðnar og afdráttar- lausar línur. Það voru skilaboðin sem við fengum í þessum kosning- um. Og við hljótum að taka mark á þeim skilaboðum. Ekki síst þeg- ar horft er til þess að við ætlum okkur stóran hlut í næstu þing- kosningum sem við eigum alla möguleika á ef rétt er á spilum haldið. Úrslit sveitarstjórnarkosn- inganna sýna það og sanna að þar sem Alþýðuflokkurinn fékk al- mennt góða útkomu bauð hann fram undir eigin nafni og á eigin forsendum." — Þú talar um að Alþýðubanda- lagið sé í andarslitrunum. Hefur þú trú á að ríkisstjórnin sitji út kjörtímabilið? ,,Ég á frekar von á því. Ástandið í Alþýðubandalaginu gæti þó breytt því á einni nóttu," segir Guðmundur Árni Stefánsson bæj- arstjóri í Hafnarfirði. Vinstri- meiri- hiuti á Siglu- fírði Alþýðuflokkur og listi Óhádra á Siglufirði hafa myndað meiri- hluta í bæjarstjórn staðarins. Al- þýðubandalagið sem hafði tvo menn í bæjarstjórn bauð ekki fram við kosningarnar núna en stóð að framboði Óháðra, F-lista, sem fékk þrjá menn kjörna. Gengiö hefur verið frá því að bæj- arstjóri verður Björn Valdimarsson sem skipaði 5. sæti á iista Oháðra en forseti bæjarstjórnar verður Krist- ján L. Möller sem skipaði efsta sæti Alþýðuflokksins á Siglufirði. Þess ber aö gæta að samkomulag flokk- anna á eftir að bera undir þá aðila sem að framboöunum stóðu. Á síðasta kjörtimabili hófu Al- þýðuflokkur og Alþýðubandalag saman meirihlutasamstarf en upp úr því slitnaði á kjörtímabilinu. Það sem eftir lifði kjörtímabils sátu krat- ar einir í minnihluta. Nú er þvi kom- ið upp sama meirihlutamynstur á Siglufiröiog íupphafi síðasta kjör- tímabils. Sauöárkrókur: Óbreyttur meiríhluti „Mér líst mjög vel á áframhald- andi meirihlutasamstarf með sömu aðilum. Það gekk vel á síð- asta kjörtímabili og bæjarbúar voru greinilega inni á því að sömu aðilar stjórnuðu bænum áfram,“ sagði Björn Sigurbjörns- son bæjarfulltrúi Alþýðuflokks- ins á Sauðárkróki. Gengið hefur verið frá meirihluta- samstarfi á Sauðárkróki milli sömu aðila og verið hafa en engin breyt- ing varð á fulltrúafjölda framboð- anna. Meirihlutann skipa þrír full- trúar Sjálfstæðisflokks, einn fulltrúi Alþýðuflokks og annar frá K-lista. Sama skipting helstu embætta verður áfram, þ.e. forseti bæjar- stjórnar kemur frá Sjálfstæðisflokki Björn frá Alþýðuflokki verður áfram formaður bæjarráðs og K-list- inn fær fórmenn í veitustjórn og hafnarstjórn. Reitur A: Skattskyld velta, þ.rfi.t. úttekt til eigin nota, sala rekstrar- fjármuna og innborganir fyrir afhendingu. Fjárhæðin færist án virðisaukaskatts. Reitur B: Undanþegin velta. Hér er m.a. átt við útflutning, sölu dagblaða og aðra sölu sem ber „núllskatt". Ekki skal færa hér upplýsingar um undanþegna starfsemi. xskffl Reitur C: Utskattur, sá skattur sem á uþpgjörs- tímabilinu hefur fallið á skattskylda veltu, þ.e. reiknaður útskattur af allri sölu eða afhendingu skv. reit A. • Reitur D: Innskattur, sá skattur sem á uþþgjörs- tímabilinu hefur fallið á kauþ eöa eigin innflutning á vörum eða þjónustu til nota í rekstrinum, þ.e. aðföng sem varða sölu á vöru, vinnu eða þjónustu skv. reitumAogB. Reitur E: Fjárhæðtil greiðslu eða inneign. Ef útskattur, skv. reit C, er hærri en innskattur, skv. reit D, skal merkja við í reitinn „Til greiöslu" en ef innskattur er hærri en útskattur skal merkjavið í reitinn „Inneign". Athygli skal vakin á því að ef skilafjárhæð er núll eða engin starfsemi hefur farið fram á tímabilinu ber samt aö fylla skýrsluna út og skila henni. 5. júní ergjaJddag virðisaukaskatts! Fyrirfram áritaðir gíróseðlar irðisaukaskattsskýrslan er í formi gíróseðils. Gjaldanda ber að nota þá skýrslu sem honum berst árituð. Berist skattskyldum aðila ekki árituð skýrsla skal hann nálgast hana hjá skattstjóra eða innheimtumanni í sínu umdæmi og árita hana. Hvenær á að skila skýrslu? __1 jalddagi virðisaukaskatts er 5. júní. Til að komast hjá álagi þarf greiðsla að hafa borist á gjalddaga. Athygli skal vakin á því að ekki nægir að póstleggja greiðslu á gjalddaga. Hvar má greiða? J kýrslum til greiðslu, þ.e. þegar útskattur er hærri en innskattur, og núllskýrslum má skila til banka, sparisjóða eða pósthúsa. Einnig má greiða hjá innheimtumönnum ríkissjóðs en þeir eru tollstjórinn í Reykjavík, sýslumenn og bæjarfógetar í kaupstöðum, bæjum og sýslum, og lögreglusljórinn á Keflavíkurflugvelli. Athygli skal vakin á því að bankar, sparisjóðir og pósthús taka aðeins við skýrslum sem áritaðar hafa verið af skattyfirvöldum. Ef aðili áritar skýrsluna sjálfur eða breytir áritun verður að skila henni til innheimtumanns ríkissjóðs. Inneignarskýrslur ML f innskattur er hærri en útskattur, þ.e. gjaldandi á að fá endurgreiðslu á virðisaukaskatti, skal skila skýrslunni til skattstjóra í viðkomandi umdæmi. UpplýsingasímiRSK 9t -v ~ / RSK RÍKSSSKATTSTJÓR!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.