Alþýðublaðið - 02.06.1990, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 02.06.1990, Blaðsíða 13
Laugardagur 2. júní 1990 GOÐA HELGI 13 Listmálarafélagið opnar Listhús í dag opnar Listmálarafélagiö Listhús að Vesturgötu 17 í tilefni Listahátíðar. Níu úr- vals listamenn munu sýna verk sín, þeir Bragi. Ásgeirsson, Einar G. Baldvinsson, Hafsteinn Austmann, Jóhannes Geir Jónsson, Jóhannes Jóhannesson, Kjartan Guðjónsson, Kristján Davíðsson og Valtýr Pétursson. Með sýningunni vilja félagar í Listmálarafélaginu heiðra minningu Val- týs. Sýning er sérlega áhugaverð, hún verðuropin kl. 14 til 18 alla daga fram til 20. júní. Magnús Tómasson — hann er á ferðinni í Ný- höfn um helgina. Magnús Tómasson i Nýhöfn Skúlptúrar Magnúsar Tómassonar verða til sýnis í Nýhöfn, Hafnarstræti 18—20. júni. Sýning hans opnar í dag kl. 14, opið til 16. Sýninguna kallar Magnús Land og vætti, verkin mest unnin úr áli og járni. Sýningin er framlag til Listahátíðar. Virka daga er opið frá 10—18 nema mánudaga. Um helgar 14—18. Tryggvi í Slunkaríki Tryggvi Ólafsson opnaði sýningu á dögun- um í Slunkaríki á ísafirði og gefst Vestfirð- ingum og gestum þar vestra tækifæri á að skoða sýninguna um hátíðina. Tryggvi brá sér heim frá Danmörku til að halda upp á fimmtugsafmælið, m.a. með þessari sýn- ingu í Slunkaríki, sem er metnaðarfullt galleri þeirra ísfirðinga. Opið til 10. júní. Eldgosa- og flóttamyndir í safni Ásgríms Jónssonar að Bergstaða- stræti 74 stendur sýning á eldgosa- og flóttamyndum eftir Ásgrím, 28 verk, þau elstu frá því um aldamót. Grafík í Ásmundarsal Fjórar listakonur, þær Dagrún Magnús- dóttir, Guðrún Nanna Guðmundsdóttir, íris Ingvarsdóttirog Þórdís Elín Jóelsdóttir sýna grafík í Asmundarsal. Opið daglega frá 14—18 Galleri og bókasöfn Edda Jónsdóttir sýnir verk sín um þessar mundir hjá Sævari Karli í Bankastræti 9. í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis í Álfa- bakka 14 má skoða myndir Katrínar Ág- ústsdóttur. í Bókasafni Kópavogs sýnir Matthea Jónsdóttir. Allar þessar sýningar eru opnar á opnunartímum viðkomandi fyrirtækja og stofnana. Einfarar í Hafnarborg Skemmtileg sýning er nú uppi í Hafnar- borg, hinum glæsilega sýningarsal Hafn- firðinga. Þar sýna eirifarar íslenskrar myndlistar, naívistarnir svokölluðu. Hressileg sýning sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Sýningin er hið besta inn- legg í Listahátíð 1990. Grafik frá Frakklandi í Listasafni ASÍ opnar í dag kl. 17 sýning á grafíklist frá Frakklandi. Á sýningunni kynnast menn ekki aðeins listinni sjálfri heldur einnig listprentstofunum sem prenta myndverkið. Opiðdaglega 16—19 en um helgar 14—19. Sýningin stendur til 1. júlí. Ókeypis aðgangur. íslensk höggmyndalist á Kjarvalsstöðum Framlag Kjarvalsstaða til Listahátiöar er yfirlitssýning á íslenskri höggmyndalist fram til ársins 1950. Þar sjáum við verk allra helstu myndhöggvara okkar. Opið frá kl. 11 til 18. Á Kjarvalsstöðumstanda yfirtværsýning- ar til viðbótar, — Steinunn Þórarinsdóttir sýnir höggmyndir unnar úr stáli og pott- járni í vestursal. í austursal og báðum for- sölum eru til sýnis útskriftarverk nemenda Myndlista- og handíðaskóla íslands. Raðhildur Ingadóttir á þetta verk, gert úr lakki og olíulit. Þaö er eitt verkanna á sýningunni í Þing- holtunum. Fyrir ofan garð og neðan Nýlistasafnið opnar óvenjulega sýningu í Hallargarðinum í dag kl. 16, sýninguna Fyr- ir ofan garö og neðan. Alls taka þátt í sýn- ingunni 27 listamenn frá fjölmörgum lönd- um og sýna þeir rýmisverk, myndbönd, skúlptúra, hljóðverk og myndhreyfingar fyrir garða og opin svæði í Þingholtunum. Gestir nota sérstakt kort til að fylgjast meö sýningunni og mun leikurinn berast víða um nágrennið. 1||| : '" iliif -V' Guttormur Jónsson, — myndlist úr grjóti af Skipaskaga. Skúlptúrar Guttorms Guttormur Jónsson opnar sýningu á skúlptúrum í Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6, i dag kl. 14. Öll verkin eru unnin í grjót. Efnið Með opna bibliu um hvitasunnuna Kristileg Dagskrá verður um hvítasunnuna í Skálholti, messur, biblíulestur, og helgi- stundir ýmsar. Dagskráin ásamt fæði og húsnæði frá föstudegi til annars í hvíta- sunnu kosta aðeins 5000 krónur. Hér gefst gott tækifæri fyrir þá sem vilja hafa opna biblíu um hátíðina. Ferðalög um hvitasunnu Að venju verður mikið ferðast um hvíta- sunnu, ekki síst þar sem veðurhorfur eru bjartar. Útivist býður upp á göngutúr í Kirkjuvogsbás-Blásíðubás kl. 13 á sunnu- dag frá BSÍ. Þá er Bergtegundaferð á mánudag, gengið frá Mógilsá að Esju- bergi. Enn ein gönguferð er Hofsvík-Kjal- arnestangar. Stuttar og spennandi ferðir. Píanótónleikar Francoise Choveaux Hæfileikaríkur píanóleikari, Francoise Cho- veaux,4eikurá sunnudaginn í Listasafni ís- lands kl. 15. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Hér er á ferðinni einn áhuga- verðasti píanóleikari Frakka um langa hríð og hefur hún ferðast víða um lönd og vak- ið mikla athygli. Choveaux segir það áhugaverðara að leika verk lítt þekktra snillinga frekar en að leika það sem sama og þúsundir annarra. Sýning á verkum André Masson Á hádegi á hvítasunnudag verður opnuð í Listasafni íslands sýning á verkum franska listamannsins André Masson. Hér er um að ræða einhvern fremsta myndlistar- mann Frakka og frumherja í súrrealisman- um. 52 myndverk eru synd. Opið í Lista- safni íslands 12—22 á sunnudagog mánu- dag, virka daga 12—18, um helgar 12—22. Lokað mánudaga og á 17. júní. Lilla Theatern Lilla Theatern frá Helsinki er aö góðu kunnugt á Listahátíð hér á landi. Einn leik- aranna er Borgar Garðarsson, eins og kunnugt er. LT sýnir hér „Leikhús Nikítas gæslumanns", sem byggt er á sögu Chekovs. Verkið hefur fengið mjög góða dóma, m.a. í Svíþjóð. Finnar eru reyndar taldir vera í fararbroddi í norrænni leiklist nú, — og Lilla Theatern þar fremstir. Áhugavert. Sýningar eru kl. 20.30 á sunnu- dag og mánudag i íslensku óperunni. Vínardrengjakórinn Hinn heimsfrægi Vínardrengjakór sem allir kannast við, syngur undir stjórn Peter Mar- schik í Háskólabió kl. 17 á hvítasunnudag og á annan í hvítasunnu. Kórinn syngur á Akureyri ídag. Abraham og ísak John Speight hefur samið kirkjuóperu, sem frumflutt verður í Háteigskirkju á ann- an í hvítasunnu. Hún heitir Abraham og ís- ak. íslenskir einsöngvarar fá þarna að spreyta sig á athyglisverðu verki. Sýningar hefjast kl. 21 á annan í hvítasunnu og á þriðjudagskvöld. í myndverkin eru sótt í nágrenni Akraness, þar sem listamaðurinn býr, og öll bera verkin nöfn kennileita þaðan. Sýningin verður opin frá 13—18 daglega og lýkur 17. júní. Steingrimur Sigurösson að mála við Jórvík á Skagaströnd. Steingrimur í Staðarskála Steingrímur Sigurðsson, sá galvaskfípg vinsæli listmálari sýnir i Staðarskála tím þessar mundir. Vegfarendur sem leið éiga um hina fjölförnu þjóðleið munu fagna því að skoða verk Steingríms um leið og þeir nærast hjá Staðarskálabræðrum. Sýning Steingríms er hin 69. í röðinni, verkin fjöl- breytt, m.a. frá Skagaströnd-þar sem Steingrímur bjó um hríð í Jórvík.á Skaga- strönd og á myndinni má sjá listamanni að vinnu þar nyrðra. Andrej Gavrilov — rússneskur píanóleikari i heimsklassa leikur fmeð sinfóníuhljómsveit- inni. Sinfóníuhljómsveit íslands Tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar verða í dag kl. 17 í Háskólabíói kl. 17. Einleikari A. Gavrilov, píanó. Stjórnandi J. Kaspszyk. Fluttur verður 1812 forleikur Rachmanin- offs, Varíasjónir Paganini og 3. sinfónía Be- ethovens.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.