Alþýðublaðið - 02.06.1990, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 02.06.1990, Blaðsíða 16
JMUBIiÐIB RITSTJÓRN & 681866 - 83320 FAX 82019 mmmmmsm > © • • •••• • •••••••••• •••• • • • • • • • • • • • 4 • • • • WASHINGTON: Míkahíi Gorbatsjov, forseti Sovét- ríkjanna, sagði aö fundur hans með Bush Bandaríkja- forseta í gær hefði verið mjög árangursríkur. Á fundinum ræddu leiðtog- arnir afvopnunarmálefni. Undirritaður var samning- ur sem talin er geta leitt til eyðingar efnavopna all- staðar í heiminum. MOSKVA i í gær má segja að efnahagsleg borgarstyrjöld liafi brotist út í Sovétríkjunum þegar heilu landshlutarnir neituöu aö senda matvæli til annarra lýðvelda ríkjasam- bandsins. Mikil hætta er talin á að þessar aögerðir muni binda enda á efnahagsumbætur GorbaLsjovs sem miöa aö því að koma á fót markaðskerfi í Sovétríkjunum. PÁFAGARÐUR: Jóhann- es Páll páfi annar, tók á móti Dalai Lama, trúarleið- toga búddista í Tíbet, í Páfa- garði í gær. Þetta er í fimmta sinn sem hinn 54 ára Dalai Lama hittir páfa að máli. Tíbetski trúarleið- toginn, sem gerður hefur verið útlægur frá heima- landi sínu, hlaut friöarverð- laun Nóbels árið 1989. AUSTUR-BERLIN: Austur-Þjóðverjar tilkynntu í gær að þeir myndu loka helsta kjarnorkuveri landsins en sér- fræðingar hafa talið hættu á að óhapp þar gæti valdið slysi á borð við þaö sem varö í Chernobyl. BONN: — Vestur-Þjóðverjar og Lúxemborgarar hafa gengið í lið með Frökkum og hafa sett bann við innflutn- ingi bresks nautakjöts. Tilgangurinn með þessum aðgerð- ur er að varna því að nýtt afbrigði gin- og klaufaveiki berist til landsins. Vegna þessara aðgerða getaríkin þrjú búist við aðgerðum af hálfu Efnahagsbandalags Evrópu. AUSTUR-BERLIN:Gen- scher, utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands, kom í fyrstu opinberu heimsókn sína til Áustur-Þýskalánds í gær. Þar mun hann ræða um sameiningu þýsku ríkj- anna viö kollega sinn í austri. STOKKHOLMUR: Sænskir flugumferðarstjórar hafa fellt niður bann við yfirvinnu eftir að þeir komust að sam- komulagi um launagreiðslur við samningsaðila sína, sænska ríkið. Yfirvinnubannið hefur valdið talsverðu öng- þveiti á sænskum flugvöllum. MONROVIA: Samuel Doe, forseti Vestur-Afriku ríkisins Líberíu, sagðist ekki mundu gefa kost á sér til kjörs forseta landsins í kosningum sem fram fara á næsta ári. Þá hefur hann farið fram á við Bandaríkjamenn og aðrar hliðhollar þjóðir að þær aðstoði stjórnvöld við að binda endi á sex mánaða uppreisnir í landinu. Uppreisnin er sú mannskæö- asta síöan ríkiö var stofnað árið 1847. AUSTUR-BERLIN : Austur-Þjóðverjar hyggjast opna öll landamæri sín þann fyrsta júlí næstkomandi. Þar með verða austurhluti og vesturhluti Berlínarborgar sameinaö- ir á ný en Berlínarmúrinn illræmdi skildi þá að í þrjá ára- tugi. MOSKVA: Tveir sporvagnar féllu 20 metra til jaröar í Tbilis, höfuðborg sovétlýðveldisins Georgíu í gær með þeim afleiöingum að 15 manns létust og 45 særðust. WASHINGTON : Atvinnuleysi í Bandaríkjunum minnk- aðí í maímánuði úr 5,4% í 5,3%. Ástæöan er meöal annars sú að 147 þúsund manns liafa verið ráðnir til að vinna aö manntali ársins 1990. BRLBNDAR FRBTTIR Umsjón: Laufey E. Löve Sovétlýöveldid Rússland: Bein viðskipti við Litháen (MOSKVA, Reuter) Boris Yeltsin, nýkjörinn forseti lýðveldisins Rússlands, átti fund með Vytautas Landsbergis, forseta Lit- háen i gær. Á fundinum ræddu forsetarnir beina samvinnu milli Litháen og lýðveldisins Rússlands. Haft var eftir Landsbergis að fundurinn væri upphaf að frekari samvinnu Lit- háa og Rússa og kvað Yeltsin einnig hafa lýst yfir vilja til að efla samvinnu og samskipti ríkjanna. Yeltsin sem til þessa hefur verið einn helsti gagnrýn- andi stjórnarstefnu Gorbat- sjovs hét því í stefnuræðu sinni á rússneska þinginu að hann myndi koma á fót bein- um viðskiptum við öll sov- ésku lýðveldin óháð vilja stjórnvalda í Kreml. Sem kunnugt er hafa sovésk stjórnvöld beitt Litháa efna- hagsþvingunum með það að markmiði að þvinga þá til að rifta sjálfstæðisyfirlýsingunni frá 11. mars síðastliðnum. Haft var eftir litháískum embættismanni eftir fund forsetanna að Yeltsin hefði í hyggju að stofna til fullra tengsla við Litháen og hin Eystrasaltsríkin tvö. Þegar Yeltsin var spuröur hvort Fyrirhugaðar aðgeröir Yeltsins fara gegn stefnu sovéskra stjórnvalda í máefnum Lithá- en. hann styddi sjálfstæöiskröfur Litháa svaraði hann ,,að sjálfsögðu". Sovétlýðveldið Moldavía í suðvesturhluta landsins boð- aði á fimmtudag að tekin yrðu upp bein viðskipti við Litháen. Þá hvöttu stjórnvöld i Moldavíu sovétstjórriina til að létta efnahagsþvingunum af Litháen. Litháar eru nú orðnir mjög aðþrengdir vegna viðskipta- þvingana Sovétmanna. Sér- staklegá ríkir mikill skortur á eldsneyti. Taki sovésku lýð- veldin hins vegar að skipta beint við Litháa ætti þeim að vera borgið. Kúba telur áframhaldandi stuðning Sovétmanna tryggan (HAVANA, Reuter) Stjórn- völd á Kúbu segjast þess fullviss að Míkhaíl Gorbat- sjov, forseti Sovétríkjanna, muni ekki láta undan þrýstingi um að draga úr efnahaglegri aðstoð til ey- ríkisins Kúbu. Kúbumenn eru þó sagðir búa sig und- ir að draga kunni úr að- stoð Sovétmanna. ,,Við óttumst ekki að Sovét- menn snúi frá grundvallar- stefnu sinni,” var haft eftir Raul Roa, utanrikisráðherra Kúbu. Hann sagöi Kúbumenn þó farna að hefjast handa um að undirbúa efnahag lands- ins undir hugsanlegan niður- skurö sovéskrar efnahagsað- stoðar. Roa sagði þetta sér- staklega eiga við um olíu- birgðir. Roa sagði sovéska embætt- ismenn hafa gert stjórnvöld- um á Kúbu Ijóst aö ekki kæmi til greina aö ræöa breytingar á samskiptum Kúbu og Sovét- ríkjanna á fundi leiðtoga risa- veldanna í Washington. Hann sagðist því ekki óttast að Bush, Bandaríkjaforseta tækist að þvinga Gorbatsjov til að fallast á að skera niður hernadar og efnahagslega aðstoð við Kúbumenn. Stjórnmálaskýrendur benda þó á að svo kunni að fara að Sovétmenn dragi úr aöstoð við Kúbu í framtíðinni í Ijósi breyttra samskipta austurs og vesturs. Eftir byltingu kommúnista árið 1959 gerðust Sovétríkin helsti bandamaður Kúbu- manna. Talið er að aðstoð Sovétmanna við Kúbu nemi allt að fimm milljörðum bandaríkjadala á ári. Stjórnvöld á Kúbu telja ekki aö Bush, Bandaríkjaforseta takist að telja Gorbatsjov á að draga úr efnahags- eöa hern- aðarlegri aðstoð við Kúbu. Palestínumenn slita viðræðum við bandarísk stjórnvöld (JERUSALEM, Reuter) Leiðtogar Palestínumanna á herteknu svæðunum í Israel slitu samningavið- ræðum við Bandaríkja- menn í gær eftir að banda- rísk stjórnvöld höfðu beitt neitunarvaldi sínu í örygg- isráði Sameinuðu þjóð- anna til að stöðva ályktun ráðsins um að senda þriggja manna eftirlits- nefnd á herteknu svæðin. Palestínumenn hafa lýst því yfir að þeir muni ekki hafa nein opinber sam- skipti við bandaríska sendiráðið eða sendifull- trúa þeirra og segjast munu hafna öllum boðum um viðræður við sendi- nefndir þeirra. Þau fjórtán ríki sem auk Bandaríkjanna eiga sæti í ör- yggisráðinu greiddu öll at- kvæði meö ályktun ráðsins um að senda á vettvang eftir- litsnefnd sem mæti þörf á að- gerðum sem miöuðu að því aö vernda Palestínumenn á herteknu svæðunum. Banda- ríkin auk Sovétríkjanna hafa hins vegar neitunarvald í ráð- inu og að þessu sinni beittu Bandarikin því. „Bandarikjamenn hafa með þessu fariö út fyrir al- þjóðalög," sagði í yfirlýsingu 50 fulltrúa Palestínumanna. Þá tilkynntu leiðtogarnir að hungurverkfall sem staðið hefur í 13 daga væri lokið. Hungurverkfall þetta átti aö þrýsta á kröfur um að Sameinuöu þjóöirnar vernd- uðu þær 1,75 milljónir Palestínumanna sem búsettir eru á herteknu svæðunum. Heimildir herma að banda- rísk stjórnvöld hafi hugleitt að slíta viðræðum við Frelsis- samtök Palestínu, PLO, eftir að leiðtogi samtakanna Yass- er Arafat neitaði að fordæma skyndiárás frá sjó á Israelsríki síðasta miðvikudag. Máliö var rætt á starfsmannafundi í Hvíta húsinu á fimmtudag rétt áður en leiðtogafundur Bush og Gorbatsjovs átti að hefjast. ísraelsk stjórnvöld telja hins vegar að árásin geti reynst gagnlegt í diplóma- tískum deilum þeirra um viö- ræður Bandaríkjamanna við PLO. Frelsisfylking Palestínu sem er hluti af PLO hefur lýst ábyrgð á árásinni á hendur sér og kveðst starfa sam- kvæmt stefnu PLO. Leiðtogar Palestínumanna höfðu óskaö eftir vernd Sameinuöu þjóðanna fyrir þær tæpu tvær milljónir Palestinumanna sem bú- settir eru á herteknu svæðunum. Bandaríkjamenn beittu neitun- arvaldi í öryggisráðinu til aö stöðva framgang málsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.