Alþýðublaðið - 09.06.1990, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.06.1990, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 9. júní 1990 Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisrádherra um fund utanríkisrádherra NATO í Turnberry: Nato reiðubúið til að festa í sessi nýtt öryggiskerfi iEvrópu Minnkandi varnarmáttur NATO: Varaflugvelli á Islandi veröur sennilega frestad „Fundur utanrikisráðherra Atlantshafs- bandalagsins i Skotlandi og leiðtogafundur Varsjárbandalagsrikjanna i Moskvu sem haldnir veru samtimis, staðfesta með áber- andi hsetti hvernig Atlantshafsbandalagið annars vegar hefur tekist að gegna sinu hlut- verki en hins vegar hefur Varsjárbandalagið hrunið," sagði Jón Baldvin Hannibalsson við Alþýðublaðið i gmr að loknum utanrikisráð- herrafundi NATO i Turnberry i Skotlandi. ..Aðalmalin sem rædd voru á fundinum voru afvopnunar- samningarnir í Vínarborg, staðan eftir leiðtogafundinn í Washington, sameining Þýskalands, sjálfstæðiskrafa Eystrasaltsríkjanna, nýjar hugmyndir um öryggisstofn- un í Evrópu og framtíðarhlut- verk Atlantshafsbandalags- ins. Þá var einnig samþykkt yfirlýsing til nýfrjálsra ríkja í Austur-Evrópu," sagði Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra við Alþýðu- blaðið. A-býskaland____________ herlaust svmði_________ „Hvað varðar samskipti austurs og vesturs hafa utan- ríkisráðherrarnir vaxandi áhyggjur af stöðu mála í Sov- étríkjunum og þeirri óvissu stöðu sem Gorbatsjov Sovét- leiðtogi virðist kominn í. Staða Sovétleiðtogans endur- speglast augljóslega í afstöðu Sovétríkjanna á alþjóðlegum vettvangi, t.d. hafa Sovét- menn dregið mjög lappirnar í afvopnunarviðræðunum í Vínarborg. Ljóst er því að lokaákvarðanir munu ekki standast tímaáætlanir. Það er því krafa ríkja Atlantshafs- bandalagsins að haldinn verði sem fyrst leiðtogafund- ur rikjanna 35; aðildarríkja NATO, Varsjárbandalagsins og óháðra ríkja, um framtíð öryggismála Evrópu. Það er einnig áberandi að Sovétmenn eru í varnarstöðu vegna sameiningar Þýska- lands þótt þeir hafi verið ein- dregnir stuðningsmenn sam- einingarinnar. Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins vilja að sameinað Þýskaland verði aðildarriki NATO en tekið sé jafnframt tillit til Sovétríkj- anna, t.d. að Austur-Þýska- land verði herlaust svæði í til- tekinn tíma.“ Nýtt öryggiskerfi i Evrópu rett Eystrasaltsríkjanna til sjálfstæðis. Það var vakin at- hygli á að ríkisstjórnin í Lithá- en vill hægja á framkvæmd sjálfstæðisyfirlýsingarinnar og þar með hefur verið stigið þýðingarmikið skref að koma á samningaviðræðum milli landsins og Sovétríkjanna og þar með hefjist viðræður um raunverulegt innihald. Fundurinn ræddi ennfrem- ur framtíðaröryggiskerfi í Evrópu og samþykkt var yfir- lýsing til nýfrjálsra þjóða Austur-Evrópu. Atlantshafs- bandalagið er reiðubúið til samstarfs við þjóðir Aust- ur-Evrópu og til að festa í sessi nýtt öryggiskerfi á grundvelii lýðræðis og sjálf- stæðis ríkja Evrópu. Yfirlýsingar Gorbatsjovs Sovétleiðtoga í Moskvu í fyrradag á leiðtogafundi Var- sjárbandalagsríkjanna stað- festa einnig hugmyndir um nýtt öryggiskerfi í Evrópu og að róttækar breytingar á Var- sjárbandalaginu séu forsend- an fyrir tilgangi og starfsemi bandalagsins. Varsjárbanda- Varaflugvelli á______ islandi skotið á frest Um önnur umræðuefni ráðherrafundarins sagði Jón Baldvin Hannibalsson; „Hvað varðar Eystrasalts- löndin, þá lýsti ráðherra- fundurinn yfir stuðningi við — Hvaða þýðingu hefur þessi þróun fyrir Island? „ísland var ekki mikið á dagskrá á fundi utanríkisráð- herranna. Hins vegar var litil- lega rætt hvernig Atlants- hafsbandalagið ætti að búa sig undir framhaldið eftir að afvopnunarsamningarnir væru komnir í höfn. Eitt svið afvopnunar sem þá verður að ræða eru höfin. Ráðherrarnir voru sammála um hefja und- irbúning að umræðu um af- vopnun í höfunum og sá þátt- ur snertir að sjálfsögðu ísland rnikið." — Hefur minnkandi varnarþáttur Atlantshafs- bandalagsins einhver áhrif á umsvif bandaríska varnarliðsins á Islandi? „Fyrst og fremst að útgjöld- in til varnarmála verða minnkuð og stig varnarvið- búnaðar verður minna. Við erum því að tala um lægri töl- ur.“ — Munu þessi áform um minni varnarstarfsemi breyta áætlunum um vara- fiugvöll á íslandi? „Varaflugvöllurinn var ekki á dagskrá ráðherrafundarins en við vitum eftir öðrum leið- um að áformum um byggingu varaflugvallar á Islandi verð- ur að öllum líkindum skotið á frest,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra við Alþýðublaðið. lagið heyrir nú í rauninni sög- unni tii. Þjóðir Austur-Evrópu voru knúðar til þáttöku í bandalaginmu og vilja marg- ar hverjar ganga úr Varsjár-. bandalaginu. Margar þessar þjóðir gera nú kröfu um gjör- breytt eðli Varsjárbandalags- ins og hlíta ekki lengur forsjá Sovétríkjanna. Ráðherrafundurinn lýsti sig reiðubúinn til að stofnana- binda öryggismál Evrópu en það er ekki þar með sagt að leggja eigi niður Atlantshafs- bandalagið." KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR, — umsvifin þar munu fara minnkandi í kjölfar minni spennu í alþjóöamalum. Hlutverki NATO ekki lokið______________ — Er ekki hlutverki beggja hernaðarbandalag- anna lokið? „Munurinn á Atlantshafs- bandalaginu og Varsjár- bandalaginu er mikill. Var- sjárbandalagið er nú í upp- lausn eftir lýðræðisbylting- una í Austur-Evrópu, enda voru herir þeirra landa knúð- ir til þátttöku í bandalaginu á sínum tíma. Atlantshafs- bandalagið var hins vegar frá upphafi frjáls samtök lýðræð- isríkja um öryggis- og varnar- mál. Á sama tíma og Varsjár- bandalagið er í upplausn, er hlutverki NATO ekki lokið. Aðildarríki Atlantshafs- bandalagsins í Evrópu eiga eftir að eiga mikilvægt pólit- ískt samstarf við Bandaríkin og Kanada. NATO mun hins vegar á margan hátt breyta starfsháttum sínum. Minni Jón Baldvin um áhrif minnkandi varnarþáttar NATO: Minni útgjöld til varnarliðsins í Keflavík og varaflugvelli sennilega frestað. áhersla verður lögð á varnar- þáttinn en meiri þungi lagður á hið pólitíska samstarf sem er að sjálfsögðu liður í því hlutverki bandalagsins að koma í veg fyrir styrjöld. Atl- antshafsbandalagið verður ekki lagt niður. Aðstæður geta fljótt breyst."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.