Alþýðublaðið - 09.06.1990, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.06.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 9. júní 1990 iNNLENDAR FRÉTTiR 3 FRÉTTIR j HNOTSKURN SALMONELLA-KRYDD INNKALLAÐ: Heiii, ómai aður svartur pipar og skorið rósmarín frá fyrirtækinu G.Pálsson & Co. hefur verið innkallað úr verslunum af Heil- brigðiseftirliti Reykjavíkur. Við rannsókn hjá Hollustu- vernd ríkisins kom í ljós að kryddið er mengað af salmon- ellusýklum. Aðilarnir hafa ásamt fyrirtækinu unnið að inn- köllun kryddanna. Kryddið er framleitt í V-Þýskalandi og hefur viðskiptum við það fyrirtæki verið hætt. Neytendur sem hafa þessi krydd undir höndum ættu ekki að nota þau. EIGA VON Á SKATTSTJÓRA í HEIMSÓKN: Fimm hundruð fyrirtæki eiga von á fulltrúum Ríkisskattstjóra í heimsókn. Löngum hefur það viljað brenna við í verslun- um að ekki sé farið eftir reglum um notkun peningakassa og sölureikninga. Nú verður gerð „rassía" í þessum efnum að undirlagi Fjármálaráðuneytisins. Neytendur ættu að vera á varðbergi gagnvart þeim sem brjóta reglur, enda mikið í húfi. Um 40% af áætluðum tekjum ríkisins í sjóð allra landsmanna eiga að koma af innheimtu virðisauka- skatts. Það er því allra hagur að vel takist til við innheimt- una. NÝR STÓRGÆSLUMAÐUR: Mjöll Matthíasdóttir hefur fengið meðmæli kjörnefndar Unglingareglu Stór- stúku íslands í embætti Stórgæslumanns. Kristinn Vil- hjálmsson, sem gegnt hefur embættinu í áratug tilkynnti á Unglingaregluþingi Stórstúkunnar á miðvikudag að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs. Myndin er frá starfsemi Unglingareglunnar. KVENNALISTINN SKRIFAR SHAMIR: Kvennalist- inn hefur sent Itzhak Shamir forsætisráðherra ísraels bréf þar sem fordæmdar eru aðgerðir stjórnar hans gegn Pal- estínumönnum. Sérstaklega eru fordæmd morð að yfir- lögðu ráði á börnum og unglingum. „Hvað getur réttlætt morð á 11 ára dreng?" spyrja konurnar í bréfi sínu. Segja þær erfitt að skilja það að þjóð sem sætti ofsóknum um aldaraðir og gekk gegnum skipulagaða útrýmingarher- ferð fyrir aðeins hálfri öld skuli nú nota svipaðar aðferðir gegn öðrum þjóðum. Kvennalistinn sendi ennfremur bréf til Steingríms Hermannssonar þar sem þær segjast telja að nauðsyn beri til að ríkisstjórn íslands fordæmi harðlega þær ofsóknir sem stjórnvöld ísraels beita palestínska íbúa 'landsins. FORSETINN TILSOV- ET: Vigdís Finnbogadóttir fór í gær til Sovétríkjanna þar sem hún opnar tvær listsýningar. í Moskvu eru ungir íslenskir listamenn með sýningu, en það eru þau Hulda Hákonardóttir, Hreinn Friðfinnsson, Krist- inn G. Harðarson, Kristján Guðmundsson og Ragna Róbertsdóttir. Þá mun for- setinn sækja tónleika Sigríðar Ellu Magnúsdóttur óperu- söngkonu og Anatolii Safiullin, bassasöngvara í Rakhman- innoff-tónleikasalnum. I Leningrad mun forsetinn opna samnorræna myndlistarsýningu. Á þeirri sýningu eru m.a. verk eftir Jóhannes S. Kjarval og Jón Stefánsson. 100 ÞÚSUND REYKVÍKINGAR: Reykvíkingar munu að öllum líkindum verða 100 þúsund talsins á árunum 1993—1994 verði fjölgun ámóta því sem verið hefur á und- anförnum árum. í dag búa í borginni 96708 manns og eru konur hátt í 3000 fleiri en karlar. Landsmenn voru sam- kvæmt Hagstofu íslands 253500 talsins þann 1. desember sl„ karlar rúmlega 1100 fleiri en konurnar. RÁÐHERRAR KYNNA RUSLATÍNU: Umhverfis- málin skipa æ meiri sess í umræðunni. Á mánudag munu tveir ráðherrar, Júlíus Sóines og Steingrímur J. Sigfússon, kynna blaðamönnum nýtt tæki sem nýtast mun við að halda umhverfi okkar hreinu — ruslatínunni, sem Plast- prent hf. hefur látið gera. Ráðherrar og blaðamenn munu kynnast ruslatínunni í Plastprenti en þaðan berst leikurinn yfir í Helguvík á Álftanesi þar sem ráðherrar (og blaða- menn) geta tekið ærlega til hendinni við ruslatínslu. Vorleidangur Bjarna Sœmundssonar: ÁSTAND SJÁVAR SR MEÐ VERRA MÖTI SAMBANDSHUSINU KIRKJUSANDI 105 REYKJAVIK SIMI 91-698300 Ástand sjávar er nú með lakara móti. Sjávarhiti í kringum landið er, sam- kvæmt mælingum Haf- rannsóknastofnunar, nú lægri en í meðalári. Þetta er þriðja árið sem ástand sjávar er með þessu móti fyrir norðan og austan iand og þar er sjór nú meira að segja kaldari en bæði í fyrra og hitteð- fyrra. Nú bætist við að sjór er líka kaldari fyrir sunn- an land en venja er. Fiski- fræðingar telja hættu á að þessi kaldi sjór geti haft áhrif á fiskistofna í þá veru að dragi úr nýliðun, auk þess sem dregur úr vaxtar- hraða fiskanna. í gær lauk árlegum þriggja vikna vorleiðangri Bjarna Sæmundssonar til athugana á almennu ástandi sjávar, gróðri og átu á íslenska haf- svæðinu. Athuganir voru gerðar á 173 stöðum í kring- um landið, bæði á landgrunn- inu og utan þess. Auk þess var nú sinnt ýmsum mengun- arrannsóknum og meðal annars var safnað kræklingi til mengunarrannsókna. Hitastig sjávar fyrir suð- vestan og vestan land reynd- ist nú á bilinu 5—7 stig, sem er heldur undir meðallagi. Fyrir Vestfjörðum gætti áhrifa frá hafís sem nú er óvenju nálægt landinu. lnn- streymi hlýsjávar fyrir Kögur reyndist í lágmarki. Svipaða sögu var að segja af Húna- flóa, þar fannst óvenju mikið af hafís og sjór var þar kaldur, aðeins á bilinu 2—3 stig, og auk þess seltulítill. Átumagn reyndist í lágmarki. Austur í hafinu fyrir Norð- urlandi og suður með Aust- fjörðum var sjór með kald- asta móti, jafnvel undir 1 stigi allt suður að straumaskilum út af Suðausturlandi. Átu- magn á svæðinu var lítið og undir meðalatali síðustu tíu ára. Skástu tíðindi úr þessum leiðangri er að segja af Rauðatorginu svokallaða, djúpt út af Austfjörðum, og úr hlýja sjónum við suður- ströndina. Á Rauðatorginu mældist sjávarhiti 4—6 stig og 7—8 gráður við suður- ströndina. _______ Á Sjómannadaginn Sendum öllum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir 14« á hátíðisdegi þeirra. '\A v.c . ;••;*} ' >. ,4?r.fc 1. - SKIPADEILD SAMBANDSINS I frétt frá Hafrannsókna- stofnun segir að niðurstöður leiðangursins í heild sýni fremur slæmt árferði i sjón- um við landið. Sjávarhiti í hlýja sjónum fyrir sunnan land var undir meðallagi og á norður- og austurmiðum gætti kalds pólsjávar í ríkari mæli en verið hefur frá árunum 1981—1983. Á árunum 1984—1987 ríkti góðæri á miðunum með innstreymi hlýs sjávar á norðurmið nær óslitið allan ársins hring. Árið 1988 varð breyting á þessu og nú telst sjór vera í kaldara lagi þriðja árið í röð og raunar kaldastur nú af þessum þrem- ur árum. Vorhámark gróðurs í haf- inu fyrir norðan land var um garð gengið þegar leiðang- ursmenn voru þar á ferð. Þetta gerist á köldum vorum vegna lágrar seltu í sjónum og lagskiptingar. Engin áta virtist þó hafa nýtt sér gróð- urinn. Leysingar á Suður- landi virtust einnig hafa flytt vorhámarki gróðurs í strand- sjónum. Þetta virtist aftur á móti hafa stuðlað að auknu átumagni fyrir sunnan og taldist það sambærilegt við ríkustu ár síðasta áratugar. Leiðangursstjóri í vorleið- angri Bjarna Sæmundssonar að þessu sinni var Svend- Aage Malmberg, en leiðang- ursmenn voru alls 14 auk 12 manna áhafnar. Skipstjóri var Sigurður Árnason. ÁGREININGUR OPINBERAÐUR Ágreiningur milli stjórnar Sambandsins annars vegar og forstjóra þess og framkvæmda- stjórnar hins vegar opin- beraðist í framsöguræðu stjórnarformanns á aðal- fundi Sambandsins í fyrra- dag. Stjórninni hefur ekki þótt uppstokkunaraðgerð- ir Guðjóns B. Ólafssonar forstjóra skila nægum ár- angri og hefur nú lagt fyr- ir aðalfund tillögur um að deildnm samhandsins- verði breytt í hlutafélög en vitað er að Guðjón hefur verið á móti slíkri skipt- ingu. Olafur Sverrisson, fráfar- andi stjórnarformaður sagði í ræðu sinni m.a.: „Þingheim- ur þessa eldhúsdags sam- vinnuhreyfingarinnar á rétt á því að fá að vita, að stjórn Sambandsins hefur gert al- varlegar og sennilega dæma- lausar athugasemdir við rekstur og fjárhagsstöðu Sambandsins," Ólafur—lafr kafla úr fundargerðum stjórnar til sönnunar og lauk síðan þessum kafla ræðu sinnar með þessum orðum: „Þrátt fyrir bókaðar at- hugasemdir stjórnar sem hér hafa sumar hverjar verið lesnar, hefur stjórnin gefið stjórnendum Sambandsins í daglegum rekstri, starfsfrið, allt tímabilið milli Sambands- funda ’89—90. Hefði sá tími satt að segja mátt nýtast bet- ur heldur en raun hefur á orð- ið:: ,, ...... , ,— Hjalti Pálsson, fyrrum forstöðumaður Verslunardeildar Sambandsins, og Eysteinn Jónsson, fyrr- um ráðherra, á aðalfundi SÍS. — Al-mynd E.ÓI. Stjórn og forstjóri SIS:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.