Alþýðublaðið - 09.06.1990, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 09.06.1990, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 9. júní 1990 Golfidkendur 5000 á Islandi Nokkur hundruð golf- mól haldin hér í sumar Golfíþróttin er í stórsókn á ís- landi á því leikur enginn vafi. Fólk á öllum aldri þráir útiveru og hreyfingu og ein af þeim íþrótta- greinum, sem veitir hollustu og ánægju í ríkum mæli er golfið, bæði fyrir þá sem eingöngu sækj- ast eftir hreyfingunni og svo hina, sem langar til að reyna sig í keppni við vini og félaga. Elstu heimildir um goH q Islandi Þad er hverjum kylfingi nauðsyn að læra réttu tökin í upphafi. Mikið vatn hefur runnið til sjóvar siðan golfíþrótt- in festi hér rætur ó f jórða áratugnum. Það er alveg sama hvert litið er, iðkendaf jöldinn hefur margfald- ast og samkvæmt siðustu skrám eru iðkendur nú tæplega fimm þúsund. Alls eru 33 golfklúbbar á landinu Starfsemi Golfsambandsins fer stöðugt vaxandi og það sama má segja um golfklúbbana 33, sem eru víðsvegar um landið. Golfvell- irnir eru jafnmargir og 9 holu vell- irnir eru 28 og 18 holu vellir því 5. Þeir eru í notkun lungað úr hverj- um sólarhring frá því snemma á vorin og langt fram á haust og að- sóknin fer hraðvaxandi. Fleiri golfvellir eru því brýn nauðsyn og að því er vissulega stefnt. Nýjasti völlurinn, sem verið er að taka í notkun, er í Garðabæ í landi Vifils- staða, en Golfklúbbur Garðabæjar var stofnaður 17. apríl 1986. Auk þessara klúbba eru tveir starfs- mannaklúbbar með sína velli. Okkur langar aðeins til að geta hér að lokum um elstu heimildir um golf á íslandi. Það mun hafa verið árið 1912 um sláttinn, að fólk á bænum Halldórsstöðum í Laxár- dal í Suður-Þingeyjarsýslu verður vart við undarlega hvíta kúlu í heyinu. Þegar málið er kannað var þessi kúla rakin til Englend- ings, sem stundað hafði laxveiðar fyrr um sumarið og þá væntan- lega haft með sér golfkúlu og önn- ur áhöld, til að halda sér í æfingu. RéW tök i byrjun_________ oru naudsyn Þó að vissulega sé ánægjulegt að áhugi á golfiþróttinni fari vax- andi hefur það skapað vandamál, þvi að golfvöllum fjölgar ekki í samræmi við iðkendafjöldann. Þrengslin á völlunum eru því mikil á hámarksnotkunartíma. Stjórn 'Golfsambandsins hefur því lagt mikla áherslu á að kenna nýliðun- um golfreglurnar strax í upphafi, en því miður hefur löngum verið brestur á að eftir þeim sé farið. — Sá stóri hópur kylfinga, sem ekki kærir sig um að taka þátt i keppni telur, að mótafjöldinn sé orðinn alltof mikil, þannig að til vand- ræða horfi. Með góðu skipulagi er þó unnið að því innan Golfsam- bandsins að allir iðki þessa. skemmtilegu íþrótt í sátt og sam- lyndi. Golfklúbbs Akureyrar dagana 26. júlí til 4. ágúst. Evrépumét drengja á Grafarholtsvelli i sumar Golfsambandi Islands hefur ver- ið falið að sjá um framkvæmd á Evrópumeistaramóti drengja 18 ára og yngri, en mótið verður haldið á Grafarholtsvelli dagana 11.-15. júlí. Stjórn Golfsambands- ins hefur áður tekið að sér stór verkefni á alþjóðamælikvarða og farist það vel úr hendi. Arið 1984 fór fram Evrópumeistaramót ungl- inga 20 ára og yngri og tókst með miklum ágætum. Ekki má heldur gleyma því að tvívegis hefur farið fram Norður- landamót í golfi hér á landi. Nokkurhundruð golfmót i sumar Eins og áður er getið er fjöldi golfmóta mikill, bæði á vegum Golfsambandsins þar sem þau eru töluvert á annað hundrað og allir golfklúbbarnir eru með sín mót og flestir þeirra efna til nokkurra tuga móta hvert. Þannig er Ijóst að mótin skipta nokkrum hundruð- um hvert ár. Stærsta golfmótið hér á landi ár hvert er Landsmótið, sem að þessu sinni fer fram á Akureyri á vegum Örn Eiðsson skrífar Hér er fagmannlega að verki staöið hjá einum besta kylfingi landsins, Sigurði Sigurðssyni Islandsmeistara 198&

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.