Alþýðublaðið - 09.06.1990, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 09.06.1990, Blaðsíða 15
Laugardagur 9. júní 1990 15 « Spánn: (TOLEDO, Reuter) Héraðið sem þekktasta persóna spænskra bókmennta gerði frægt er í dag sundurskorið við lagningu glæ- nýrra hraðlestateina. Þar sem riddarinn sérvitri, Don Quixote, og þjónninn hans Sancho Panza eigruðu um, alla vega í skáld- sögu Cervantes, munu nýtísku lestir brátt þjóta, færandi framþróun til hins vanþróaða suðurs og gesti á heimssýninguna 1992. Teinarnir sem lagðir verða á ökr- um La Mancha munu bera lestir sem ferðast á 300 km hraða og munu stytta ferðatímann milli Madrid og Sevilla um helming eða heila þrjá klukkutíma fyrir opnun heimssýn- ingarinnar (Expo 92). Hraðlestirnar eru hluti af metnað- arfullri áætlun sem miðar að því að bæta samgöngur til hins einangraða landshluta Andalúsíu, sem er heimahérað Felipe Gonzalez, for- sætisráðherra. Andalúsía, sem er þekkt fyrir lit- ríka menningu, hefur tapað miklum fjármunum í tilliti til fasteigna til hinnar efnahagslega sterku Barcel- ona. Skipuleggjendur Expo 92 segjast munu beina athyglinni sérstaklega að Sevilla með von um að með bætt- um samgöngum megi hún verða miðstöð viðskipta milli róm- önsku-Ameríku og Afríku. Þrátt fyrir að Andalúsía sé það hérað á Spáni sem þiggur mestan byggingastyrk frá Evrópubandalag- inu, er héraðið að mestu vanþróað bændasamfélag með hæsta hlutfall atvinnulausra á Spáni eða um 30 prósent. Stjórnvöld í Andalúsíu telja að hraðlestirnar geti hjálpað til við að breyta því. Áform eru uppi um það að fram- lengja línuna alla leið til Barcelona og að frönsku landamærunum til að tengja hana við samevrópska lesta- kerfið fyrir aldamót. Það mundi þýða það að hið alræmda spænska lestarkerfi mundi heyra sögunni til. En Barcelona línan verður ekki til fyrir Ólympíuleikana 1992. Talsmaður spænsku ríkishraðlest- anna sagði að spænska útgáfan af hinum frönsku TGV hraðlestum, sem slógu hraðamet og komust uppí 515 km hraða í síðasta mánuði, verði nefnd AVE sem þýðir fugl. Hann sagði að fyrirtækið tæki það nafn framyfir heitið TAV, sem er spænsk skammstöfun fyrir hraðlest, til að skapa tilfinningu fyrir frelsi og jákvæða umhverfisverndarsinnaða ímynd. Tveimur og hálfu ári eftir að vinna við teinana hófst er búið að leggja 478 km langa teina. Franska fyrirtækið GEC Alsthom S.A. sér um að útvega lestirnar. Fyrstu fjórar lestirnar af tuttugu og fjórum, hver með tvær vélar og átta vagna, verða smíðaðar í Frakklandi. Afgangurinn verður settur saman á Spáni úr frönskum og spænskum hlutum. Átta ,,fuglar“ ættu að vera tilbúnir fyrir heimssýninguna og afgangur- inn árið eftir. Upphafleg fjárhagsáætlun fyrir leiðinaMadrid-Sevilla hljóðaði uppá .72 milljarða íslenskra króna. En eft- ir að járnbrautafélagið hætti við að gera upp hluta af núverandi teinum og ákvað að byggja alít frá grunni, hækkaði hún uppi 138 milljarða ISK. Staðallinn á spænskum járn- brautateinum er örlítið víðari en á öðrum evrópskum lestarteinum en ríkisstjórnin ákvað að nýju teinarnir skyldu af Evrópustaðli. Teinarnir verða einnig notaðir af Talgo hraðlestum sem geta notað bæði evrópska og spænska teina við að flytja farþega og léttan varning. En hinar hraðskreiðu vestur-þýsku eimreiðar þeirra verða einungis fyr- ir eina gerð teina og verður því að skipta um eimreiðir á samskeytun- um þar sem mestur hluti hins 13.000 km langa lestakerfi Spánar verður áfram með víðu teinana. Emilio Arsuaga, hjá Ríkisjárn- brautum, segir að umhverfisleg at- riði s.s. hljóðmúrar og græn belti meðfram teinunum muni sennilega hafa aukakostnað í för með sér. Felipe Camison, sem er talsmaður stjórnarandstöðu íhaldsmanna í samgöngumálum, segir að Spán- verjar séu að kaupa miklu fleiri lest- ir en þeir geti notað á teinum með evrópskum staðli og efast um að þetta komi til með að borga sig. En talsmenn Ríkisjárnbrautanna, sem töpuðu 108 milljörðum króna á síðasta ári, segja að linan fari að borga sig í kringum 1993. Þeir segja að með tilkomu hraðlestanna muni farþegafjöldinn milli Madrid og Se- villa aukast úr 1,5 milljónum far- þega á ári í 3,75 milljónir á ári með tilkomu hraðlestanna. Stokkhólmur Barcelona Núverandi frönsku TGV-teinarnir AHR ENGI EST/ GONG UNDIR ERMASUND Nuveranai lestar- ' kerfi Evrópuborga r ® Vín Leon ® ySPÁNN MadridJ® Seville FYRIRHUGUÐ GÍBRALTARGÖNG Há-hraða teinar Tenging við í byggingu Frakkland

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.