Alþýðublaðið - 12.06.1990, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.06.1990, Blaðsíða 1
MMÐUBLMD 85. TOLUBLAÐ 71. ÁRGANGUR ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 1990 MEIRA FYRIR ÞORSKINN: Verð á þorski fer nú hækkandi á Bandaríkjamarkaði og blokkin er að nálgast 2 dollara fyrir pundið. Að sögn útvarpsins í gærkveldi end- urspegla hækkanirnar nú aukna samkeppni við Evrópu- markaðinn en að undanförnu hefur sívaxandi hluti af ís- lenskum fiski verið seldur þangað. Va'ð hefur fram að þessu verið hærra í Evrópu og ekki taldar horfur á að það fari lækkandi. ATVINNULAUST SKÓLAFÓLK: Atvinnu- laust skólafólk skiptir nú þúsundum á landinu og á þriðja þúsund skólanema eru nú atvinnulausir á höf- uðborgarsvæðinu einu, samkvæmt sjónvarpsfrétt- um í gærkveldi. Jóhanna Sigurðardóttir vill að rík- isstjórnin hafi afskipti af málinu á svipaðan hátt og í fyrra þegar talsverðu fé var varið úr ríkissjóði til að koma í veg fyrir þetta atvinnuleysi. Tillaga hennar þar að lútandi náði þó ekki fram að ganga í ríkisstjórn. Jóhanna hefur í þessu sambandi bent á að fjarhagslega muni þetta óhjákvæmilega koma niður á ríkinu, t.d. með hækkun námslána. ÞRENNT BEIÐ BANA: Harður þriggja bíla árekstur í Hrútafirði kostaði þrjú mannslíf. Tvær manneskjur til við- bótar voru fluttar á sjúkrahús, önnur alvarlega slösuð. Þau sem létust voru hjónin Sigurjón Sæmundsson og Nanna Einarsdóttir Höjgaardog systir Nönnu, Gunnlaug Rósalind Einarsdóttir Höjgaard. LÆKNADEILAN Á ÍSAFIRÐI: Gerðardómur læknafé- lagsins hefur ógilt einn af úrskurður siðanefndar félagsins og vísað öðrum aftur til nefndarinnar. Utvarpið skýrði frá þessu í gærkveldi. Báðir úrskurðimir vörðuðu innbyrðis deilur fjögurra lækna á ísafirði. Siðanefndin fordæmdi raunar alla læknana fjóra um leið og hún úrskurðaði í deil- um þeirra. FÉ RÝRNAR Á BÓKUM: Almennar sparisjóðsbækur bera nú neikvæða raunvexti. Samkvæmt útreikningum sem sjónvarpið birti í gærkveldi, má reikna með að rýrn- unin nemi um 400 milljónum á ársgrundvelli af þeim ríf- lega 14 milljörðum sem geymdir eru á slíkum bókum. í LAGI SEGIR STEIN- GRÍMUR: Steingrímur Hermannsson forsætis- ’ráðherra segir að fram- kvæmd kosningaí Búlgaríu hafi verið í lagi og jafnvel í góðu lagi. Steingrímur var í forystu fyrir alþjólegri eftir- litsnefnd á vegum banda- ríska demókrataflokksins, sem fylgdist með kosning- unum í Búlagaríu, þar sem gamli kommúnistaflokkur- inn sem nú heitir sósíalista- flokkurinn, vann allgóðan sigur. Yfirleitt hefur gömlu flokkunum í Austur-Evrópu gengið illa í kosningum en búlgarski flokkurinn er greinilega undantekning. OVÆNTAHM: Úrslit í HM hingað til hafa sum hver ver- ið býsna óvænt. Úrslit hingað til eru eftirfarandi: Argentína-Kamerún 0—1, Ítalía-Austurríki 1—0, Tékkó- slóvakía-Bandaríkin 5—1, Rúmenía-Sovétríkin 2—0, Bras- ilía-Svíþjóð 2—l.CostaRica-Skotland 1—0, Kólombía-Sam- einuðu arabísku furstadæmin 2—0, Vestur-Þýska- land-Júgóslavía 4—1, England-írland 1—1. LEIÐARINN i DAG í leiðara Alþýðublaðsins í dag segir, að klofn- ingur Alþýðuflokksins 1938 hafi ekki aðeins verið ósigur fyrir framgang hugmyndafræði sósíaldemókrata, heldur hafi íslensk verkalýðs- hreyfing verið ginnt í hendur kommúnista. Þótt langt sé um liðið, hljóti hið sögulega uppgjör við kommúnismann í Evrópu, ekki aðeins ná til Alþýðubandalagsins þegar ísland er annars vegar, heldureinnig til verkalýðshreyfingarinn- ar. Breytingar í öryggismálum Nú eru að verða grundvallar- breytingar í öryggismálum Evrópu. Utanríkisráðherrar Nató-ríkja leggja áherslu á þetta í lokaályktun fundarins í Turnberry. 2 Templarar með kraga Hvað yrði sagt við Vega- gerðina ef hún krefðist sjúkra- j húsa við hættuleg gatnamót í : stað þess að setja upp hættu- merki? spyr Sæmundur Guð- vinsson, sem í dag skyggnist bak við fréttirnar. Andinn jafnar alla æðru IRÍkarður Öm Pálsson skrifar um flutning Mótettukórsins á mótettum Bachs. Súper-salt á Reykjanesi íslenska saltfélagið mun innan skamms hefja framleiðslu á salti í Sjóefnavinnslunni á Reykjanesi. Félagið er í eigu danskra aðila sem vilja nýta jarðvarmann á Suðurnesjum til að fram- leiða heilsusalt, svokall- að súper-salt. Til þess þarf mikla orku og mik- inn hita. Það er danska matvæla- fyrirtækið Saga Food In- gredients sem stendur á bak við íslenska saltfélagið sem er í þann mund að yfir- taka reksturinn af Jarð- varma sem hefur haft rekst- ur Sjóefnavinnslunnar á leigu. Framkvæmdastjóri fslenska saltfélagsins er Sigurgeir Sigurjónsson hrl. Allt frá því að Sjóefna- vinnslan tók til starfa hefur reksturinn gengið heldur brösuglega. Ýmsir hafa ef- ast um að slíkur rekstur, þ.e. saltframleiðsla, gæti staðið undir sér hér á landi. í samtali við Alþýðublað- ið sagði Sigurgeir að dansk- ur vísindamaður hefði fundið upp aðferð til að framleiða heilsusalt. „Það þarf mikinn hita og mikla orku til að framleiða þetta heilsusalt og því var talið mjög hentugt að framleiða það hér á Reykjanesi það sem næg jarðvarmaorka er til staðar. Það var forsend- an fyrir því að danska fyrir- tækið var tilbúið að leggja fram fjármagn í þennan rekstur hér. Þá er einnig ráðgert að framleiða venju- legt salt eins og áður sem hefur þótt mun betra salt en það sem flutt hefur verið inn frá Spáni." Fyrirhugað er að fram- leiða 4.000 tonn af heilsu- salti á ári sem danska fyrir- tækið hyggst nota til sinnar framleiðslu en auk þess 18.000 tonn af venjulegu salti fyrir saltfiskframleið- endur innanlands. „Það er fyrirhugað að bæta við tækjabúnað verksmiðjunn- ar því hann hefur ekki ver- ið fullnægjandi og staðið rekstrinum fyrir þrifum. Það hefur vantað fjármagn til að koma rekstrinum i , gott horf en það munu hinir dönsku aðilar leggja fram,“ sagði Sigurgeir Sigurjóns- son jafnframt. Á myndinni sjást þeir á sigurskeiðinu, Kristinn og Fáni, og síðan heimsmeistarinn Aðalsteim á Smáhildi. Ljósm.: G.T.K. Stórbóndinn hafði sigur Heyra mátti saumnál detta þegar úrslitakeppn- in í A-flokki gæðinga byrj- aði á Héraðssýningu Bún- aðarsambands Suður- lands og hestamannafé- lagsins Geysis á Hellu um helgina. Mikið var til að vinna því fjórir efstu gæðingarnir hrepptu það hnoss að komast á landsmótið í Skagafirði, sem keppnishestar fyrir Geysi. Engir aukvisar voru heldur hér á ferð, þar á meðal margfaldur heims- og Evr- ópumeistari í skeiði Aðal- steinn Aðalsteinsson,’ liðs- stjóri íslenska landsliðsins í hestaíþróttum, Sigurður Sæ- mundsson, margfaldur ís- landsmeistari í skeiði og hestaíþróttum, • Albert Jóns- son unglingasigurvegari og íþróttadrottning á hestum Borghildur Kristinsdóttir og faðir hennar stórbóndinn Kristinn Guðnason á Skarði í Landi. Að lokum lyftu dómar- ar spjöldum sínum og úrslitin urðu ljós, stórbóndinn hafðr skotið hinum aftur fyrir sig Aldin heiðurshjón frá Englandi, þau Jane og John Matthews, 82 og 83 ára gömul, hugð- ust heimsækja Oslo á dögunum. Þar í borg höfðu þau eitt sinn dvalist fyrir 34 árum og líkaði vel. Er ekki að orðlengja að og komst fyrstur fyrir Hesta- mannafélagið Geysi, sem hann er reyndar formaður þau hugðust hefja ferðina frá Heathrow-flugvelli og héldu að þau færu í einu og öllu rétt að. Bóndan- um fannst hinsvegar eftir langt flug að Osló hefði fjarlægst Bretlandi. „Mig var farið að gruna margt't sagði sá gamli í viðtali við blaðamenn. Það sem gerst hafði var í raun að þau hjónin fyrir, norður í Skagafjörð á landsmót, og keppir hann á hestinum Fána, höfðu með einhverju óskiljanlegu móti komist um borð í flugvél, sem stefnt var til Grikklands, nánar tiltekið til Qíjarinn- ar Lesbos, þar sem konur einar réðu ríkjum í fyrnd- inn'i. Mistökin munu hafa verið leiðrétt og Matt- hewshjónin fá að njóta sumarsins hér í Noregi. Mig var farið að gruna margt... Frú Andrési Péturssyni, Al- þýöubladid, Grotli, Noregi:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.