Alþýðublaðið - 12.06.1990, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.06.1990, Blaðsíða 1
MMDUMBIB Boðberí nýrre tíme 85. TOLUBLAÐ 71. ÁRGANGUR ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 1990 MEIRA FYRIR ÞORSKINN: Verð á þorski fer nú hækkandi á Bandaríkjamarkaði og blokkin er að nálgast 2 dollara fyrir pundið. Að sögn útvarpsins í gærkveldi end- urspegla hækkanirnar nú aukna samkeppni við Evrópu- markaðinn en að undanförnu hefur sívaxandi hluti af ís- lenskum fiski verið seldur þangað. Verð hefur fram að þessu verið hærra í Evrópu og ekki taldar horfur á að það fari lækkandi. ATVINNULAUST SKÓLAFÓLK: Atvinnu- laust skólafólk skiptir nú þúsundum á landinu og á þriðja þúsund skólanema eru nú atvinnulausir á höf- uðborgarsvæðinu einu, samkvæmt sjónvarpsfrétt- um í gærkveldi. Jóhanna Sigurðardóttir vill að rík- isstjórnin hafi afskipti af málinu á svipaðan hátt og í fyrra þegar talsverðu fé var varið úr ríkissjóði til að koma í veg fyrir þetta atvinnuleysi. Tillaga hennar þar að lútandi náði þó ekki fram að ganga í ríkisstjórn. Jóhanna hefur í þessu sambandi bent á að fjárhagslega muni þetta óhjákvæmilega koma niður á ríkinu, t.d. með hækkun námslána. ÞRENNT BEIÐ BANA: Harður þriggja bíla árekstur í Hrútafirði kostaði þrjú mannslíf. Tvær manneskjur til við- bótar voru fluttar á sjúkrahús, önnur alvarlega slösuð. Þau sem létust voru hjónin Sigurjón Sæmundsson og Nanna Einarsdóttir Höjgaardog systir Nönnu, Gunnlaug Rósalind Einarsdóttir Höjgaard. LÆKNADEILAN Á ÍSAFIRÐI: Gerðardómur læknafé- lagsins hefur ógilt einn af úrskurður siðanefndar félagsins og vísað öðrum aftur til nefndarinnar. Útvarpið skýrði frá þessu í gærkveldi. Báðir úrskurðimir vörðuðu innbyrðis deilur fjögurra lækna á ísafirði. Siðanefndin fordæmdi raunar alla læknana fjóra um leið og hún úrskurðaði í deil- um þeirra. FÉ RÝRNAR Á BÓKUM: Almennar sparisjóðsbækur bera nú neikvæða raunvexti. Samkvæmt útreikningum sem sjónvarpið birti í gærkveldi, má reikna með að rýrn- unin nemi um 400 milljónum á ársgrundvelli af þeim ríf- lega 14 milljörðum sem geymdir eru á slíkum bókum. í LAGI SEGIR STEIN- GRIMUR: Steingrímur Hermannsson forsætis- 'ráðherra segir að fram- kvæmd kosningaí Búlgaríu hafi verið í lagi og jafnvel í góðu lagi. Steingrímur var í forystu fyrir alþjólegri eftir- litsnefnd á vegum banda- ríska demókrataflokksins, sem fylgdist með kosning- unum í Búlagaríu, þar sem gamli kommúnistaflokkur- inn sem nú heitir sósíalista- flokkurinn, vann allgóðan sigur. Yfirleitt hefur gömlu flokkunum í Austur-Evrópu gengið illa í kosningum en búlgarski flokkurinn er greinilega undantekning. OVÆNT Á HM: Úrslit í HM hingað til hafa sum hver ver- ið býsna óvænt. Úrslit hingað til eru eftirfarandi: Argentína-Kamerún 0—1, Ítalía-Austurríki 1—0, Tékkó- slóvakía-Bandaríkin 5—1, Rúmenía-Sovétríkin 2—0, Bras- ilía-Svíþjóð 2—1, CostaRica-Skotland 1—0, Kólombía-Sam- einuðu arabísku furstadæmin 2—0, Vestur-Þýska- land-Júgóslavía 4—1, England-írland 1—1. LEIÐARINNIDAO í leiöara Alþýöublaösins í dag segir, aö klofn- ingur Alþýðuflokksins 1938 hafi ekki aöeins veriö ósigur fyrir framgang hugmyndafræöi sósíaldemókrata, heldur haf i íslensk verkalýös- hreyfing verið ginnt í hendur kommúnista. Þótt langt sé um liðið, hljóti hið sögulega uppgjör við kommúnismann í Evrópu, ekki aðeins ná til Alþýðubandalagsins þegar ísland er annars vegar, heldur einnig til verkalýðshreyfingarinn- ar. Breytingar í öryggismálum Nú eru að verða grundvaltar- breytingar í öryggismálum Evrópu. Utanríkisráðherrar Nató-ríkja leggja áherslu á þetta í lokaályktun fundarins í Tumberry; Templarar með kraga Hvað yrði sagt við Vega- gerðina ef hún krefðist sjúkra- húsa við hættuleg gatnamót í stað þess að setja upp hættu- merki? spyr Sæmundur Guð- vinsson, sem í dag skyggnist bak við fréttirnar. Andinn jafnar alla æðru Ríkarður Öm Pálsson skrifar um flutning Mótettukórsins á mótettum Bachs. Súper-salt á Reykjanesi íslenska saltfélagið mun innan skamms hefja f ramleiðslu á salti í Sjóefnavinnslunni á Reykjanesi. Félagið er í eigu danskra aðila sem vilja nýta jarðvarmann á Suðurnesjum til að f ram- leiða heilsusalt, svokall- að súper-salt. Til þess þarf mikla orku og mik- inn hita. Það er danska matvæla- fyrirtækið Saga Food In- gredients sem stendur á bak við íslenska saltfélagið sem er í þann mund að yfir- taka reksturinn af Jarð- varma sem hefur haft rekst- ur Sjóefnavinnslunnar á leigu. Framkvæmdastjóri Islenska saltfélagsins er Sigurgeir Sigurjónsson hrl. Allt frá því að Sjóefna- vinnslan tók til starfa hefur reksturinn gengið heldur brösuglega. Ýmsir hafa ef- ast um að slíkur rekstur, þ.e. saltframleiðsla, gæti staðið undir sér hér á landi. í samtali við Alþýðublað- ið sagði Sigurgeir að dansk- ur vísindamaður hefði fundið upp aðferð til að framleiða heilsusalt. „Það þarf mikinn hita og mikla orkutil að framleiða þetta heilsusalt og því var talið mjög hentugt að framleiða það hér á Reykjanesi það sem næg jarðvarmaorka er til staðar. Það var forsend- an fyrir því að danska fyrir- tækið var tilbúið að leggja fram fjármagn í þennan rekstur hér. Þá er einnig ráðgert að framleiða venju- legt salt eins og áður sem hefur þótt mun betra salt en það sem flutt hefur verið inn frá Spáni." Fyrirhugað er að fram- leiða 4.000 tonn af heilsu- salti á ári sem danska fyrir- tækið hyggst nota til sinnar framleiðslu en auk þess 18.000 tonn af venjulegu salti fyrir saltfiskframleið- endur innanlands. „Það er fyrirhugað að bæta við tækjabúnað verksmiðjunn- ar því hann hefur ekki ver- ið fullnægjandi og staðið rekstrinum fyrir þrifum. Það hefur vantað fjármagn til að koma rekstrinum í, gott horf en það munu hinir dönsku aðilar leggja fram," sagði Sigurgeir Sigurjóns- son jafnframt. ¦^•' Á myndinni sjást þeir á sigurskeiðinu, Kristinn og Fáni, og síðan heimsmeistarinn Aðalsteim á Smáhildi. Ljósm.: G.T.K. Stórbóndinn hafði sigur Heyra mátti saumnál detta þegar úrslitakeppn- in í A-flokki gæðinga byrj- aði á Héraðssýningu Bún- aðarsambands Suður- lands og hestamannafé- lagsins Geysis á Hellu um helgina. Mikið var til að vinna því fjórir efstu gæðingarnir hrepptu það hnoss að komast á landsmótið í Skagafirði, sem keppnishestar fyrir Geysi. Engir aukvisar voru heldur hér á ferð, þar á meðal margfaldur heims- og Evr- ópumeistari í skeiði Aðal- steinn Aðalsteinsson,' liðs- stjóri íslenska landsliðsins í hestaíþróttum, Sigurður Sæ- mundsson, margfaldur ís- landsmeistari í skeiði og hestaíþróttum.-Albert Jóns- son unglingasigurvegari og íþróttadrottning á hestum Borghildur Kristinsdóttir og faðir hennar stórbóndinn Kristinn Guðnason á Skarði í Landi. Að lokum lyftu dómar- ar spjöldum sínum og úrslitin urðu Ijós, stórbóndinn hafðr skotið hinum aftur fyrir sig og komst fyrstur fyrir Hesta- mannafélagið Geysi, sem hann er reyndar formaður fyrir, norður í Skagafjörð á landsmót, og keppir hann á hestinum Fána, Mig var farið að gruna margt... Frá Andrési Péturssyni, Al- þýðubladid, Grotti, Noregi: Aldin i heiðurshjón frá Englandi, þau Jane og John Matthews, 82 og 83 ára gömul, hugð- ust heimsækja Oslo á dögunum. Þar í borg höfðu þau eitt sinn dvalist fyrir 34 áruni og líkaði vel. Er ekki að orðlengja a,ð þau hugðust hefja ferðina frá Heathrow-flugvelli og héldu að þau færu í einu og öllu rétt að. Bóndan- um fannst hinsvegar eftir langt flug að Osló hefði fjaríægst Bretlandi. „Mig var farið að gruna margt'l sagði sá gamli í viðtali við blaðamenn. Það sem gerst hafði var í raun að þau hjónin höfðu með einhverju óskiljanlegu móti komist um borð í flugvél, sem stefnt var til Grikklands, nánar tiltekið til eyjarinn- ar Lesbos, þar sem konur einar réðu ríkjum í fyrnd- inrfi. Mistökin munu hafa verið leiðrétt og Matt- hewshjónin fá að njóta sumarsins hér í Noregi.