Alþýðublaðið - 12.06.1990, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.06.1990, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 12. júní 1990 3 FRÉTTIR í HNOTSKURN FYRSTU REKSTRARFRÆÐINGARNIR: Samvinnu- háskólinn á Bifröst hefur útskrifað fyrstu rekstarfræðing- ana. Voru þeir brautskráðir við sérstakaskólahátíð 27. maí sl., en þá lauk öðru starfsári skólans á háskólastigi. Alls voru 28 rekstrarfræðingar brautskráðir eftir tveggja ára nám á háskólastigi. Á markaðinn koma því ungir menn og konur með menntun sem ekki hefur boðist fyrr á íslandi. Námsgráða þessi samsvarar því sem Norðmenn kalla „Högskolekandidat" og Bretar „Higher National Dipl- oma“. Bestum árangri hinna nýju rekstrarfræðinga Sam- vinnuháskólans náði Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir, en hún var formaður skólafélagsins í vetur. í máli rektors við skólaslit kom fram að mikil aðsókn er að Samvinnuhá- skólanum í BifrösL Þar efra er orðiðtil dálítið þorp á vetr- um, þar sem búa um 150 manns. Myndin er af hinum ný- bökuðu rekstrarfræðingum SamvinnuháStólans. HAGSTÆÐ VÖRUSKIPTI IFyrstu fjóra mánuði ársins eru vöruskipti við útlönd hagstæð um 3 milljarða króna. Inn voru keyptar vörur fyrir 24,9 milljarða en út voru flutt- ar vörur fyrir 27,9 milljarða. í aprílmánuði reyndist vöru- skiptajöfnuðurinn þó óhagstæður um 0,6 milljarða. I þeim mánuði voru fluttar inn vörur fyrir 8,6 milljarða, þar af flugvélar fyrir 2,4 miUjarða króna, en út fyrir 8 milljarða króna. DREGUR ÚR UM- SVIFUM: Ólafur Laufdal, um árabil ókrýndur kon- ungur skemmtanalífs landsmanna, dregur um þessar mundir mjög úr um- svifum sínum. Hann hefur boðið til sölu Sjallann á Ak- ureyri og Hollywood, en auk þess mun hann hafa selt einbýlishús sitt á Arn- arnesi. Blaðið hefur enn- fremur fregnað að viðskiptabanki hans, Búnaðarbankinn, hafi skrúfað fyrir frekari lán til framkvæmda. í DV í gær segir fjármálastjóri fyrirtækja Ólafs Laufdal að öll áhersla sé lögð á að styrkja Hótel ísland og tryggja framtíð þess. E.t.v. ólíkt Sambandinu bregst Ólafur snemma við og losar eignir til að halda höfuðbólinu. „STRAUVÉLAR" HVERFA: Visa ísland innleiðir um þessar mundir mikla tæknibyltingu, tölvutengdar útstöðv- ar fyrir verslanir og þjónustustaði, svokallaða kortskanna. Hér er um að ræða tölvutækni sem verður til aukins af- greiðsluhraða í verslunum og eins til mikils öryggis, því kortskanninn sér á augabragði hvort kortin eru í giidi, hvort þau eru illa fengin og annað því um líkt. Fyrsti skann- inn af þessu tagi var settur upp fyrir 2 mánuðum í Flugleið- um í Kringlunni, en síðar í Frihöfninni, Útilífi, Radíóbúð- inni, Herragarðinum, Gauki á Stöngog í Veitingahöllinni. Fyrir nokkrum dögum bættist Hagkaup í Kringlunni í hóp- inn. FJALLALOFT í STAÐ SÍGARETTUREYKS: Þe,r sem vilja hætta að reykja eiga þess kost í sumar að teyga að sér fjallaloftið í Kerlingarfjöllum, en láta af því að púa að sér tóbaksmengun. Þar efra verður efnt til reykbindind- isnámskeiðs í tengslum við skíðanámskeið. Krabbameins- félag Reykjavíkur leggur til leiðbeinanda án endurgjalds fyrir þá sem vilja hætta að reykja — Kerlingarfjallamenn sjá um að kenna á skíðin. í END- Vaka- Helgafell sendir frá sér bækurnar Heimsljós 1 og Heimsljós II í endurútgáf- um. Bækurnar eru mánað- arbækur í Laxnessklúbbn- um og bjóðast á sérstökum kjörum auk þess sem þær fást á almennum markaði. Varla þarf að taka fram að hér er um að ræða perlur í íslenskum bókmenntum og í heimsbókmenntunum. Höf- uðpersónan, Ólafur Kárason Ljósvíkingur er persóna sem Islendingum hefur lengi verið hugleikin. Bækurnar sem nú koma út geyma hvor um sig tvo hluta hins mikla sagna- bálks. í fyrra bindinu eru Ljós heimsins og Höll sumar- landsins en í því síðara Hús skáldsins og Fegurð himinsins. HEIMSLJÓS URÚTGÁFU: INNLENDAR FRÉTTIR Utanríkisráðherrar NATÓ: Nýtt og friðsamlegra fyrirkomulag í Evrópu Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalags- ríkjanna segjast stað- ráðnir í að nýta hin sögu- legu tækifæri sem skap- ast af breytingunum í Evrópu, til þess að stuðla að nýju og friðsamlegu fyrirkomulagi í álfunni. Þetta kemur m.a. fram í sérstakri yfirlýsingu sem ráðherrarnir sam- þykktu á fundinum í Turnberry á fimmtudag og föstudag í síðustu viku. Ráherrarnir segjast telja raunverulegt og varanlegt öryggi Evrópuríkja best tryggt með því að öll ríki taki varanlegt tillit til rétt- mætra öryggishagsmuna hvers annars og sýni hvert öðru skilning. Þá segjast ráðherrarnir í yfirlýsingunni ennfremur þeirrar skoðunar að styrkja beri RÖSE-ferlið og koma á fót raunhæfum stofnunum á vegum þess, enda muni RÖSE-ferlið verða jafnvel enn mikilvægari vettvang- ur samvinnu og öryggis í Evrópu. „Við skuldbindum okkur til að stuðla að því að samningaviðræðurnar í Vínarborg um hefðbund- inn vígbúnað verði leiddar til lykta með skjótum og fullnægjandi hætti." Ráðherrarnir eru líka sannfærðir um að samein- ing Þýskalands muni leggja mikilvægan skerf að mörk- um til stöðugleika í Evrópu. Niðurlag þessarar sérstöku yfirlýsingar ráðherranna um nýja tíma í' Evrópu er svo á þessa leið: „Jafnframt því, sem við gerum okkur grein fyrir mikilli pólitískri þýðingu þessara verkefna, erum við reiðubúnir að gera okkar ítrasta til að hrinda þessu í framkvæmd." Júlíus Solnes umhverfisraðherra og Steingrimur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra létu hendur standa fram úr ermum og hrein uðu Helguvík á Álftanesi. Júlíus sagðist ekki þurfa á hönskum að halda það væri bara „pjatt". Fjöruátak með umhverfishollu plasti: Bagalegt ástand i fjörum landsins „Við viljum vekja athygli á umhverfisvernd með öll- um tiltækum ráðum,“ sagði Július Sólnes um- hverfisráðherra er hann og Steingrímur J. Sigfús- son landbúnaðarráðherra tóku til hendinni í Helgu- vík á Álftanesi og hreins- uðu fjöruna þar ásamt fleiri umhverfisverndar- sinnum. Þeir höfðu í hönd- unum ruslatínu, sem er úr endurunnu og umhverfis- hollu plasti og hanska. Ruslatínuna á að selja á bensínstöðvum, stór- mörkuðum og áningar- stöðum um land allt. Til- efnið er átak sem áhuga- mannafélög um náttúr- vernd standa fyrir og nefnist „Fjaran mín“. Helga Guðrún Jónasdóttir, fulltrúi upplýsingaþjónustu landbúnaðarins, sagði mikið hagsmunamál fyrir aðila landbúnaðarins að standa að umhverfisvernd og benti á að mikið væri nú rætt um salm- Guðbrandsgata, Brynj- ólfsgata og Arngrímsgata eru ný götuheiti í Reykja- vík. Það var Þórhallur Vil- mundarson prófessor sem átti tillögurnar að þessum nýju götunöfnum í há- skólahverfinu. Nöfnin eru vafalaust sótt til onellu og líklegt væri, en þó ekki sannað, að vargur bæri þetta úr fjörunni inn í land í búpeninginn. Því væri mjög þarft að hreinsa fjörur lands- ins. Almenningi gefst kostur á gamalla höfðingja, þ.e. Guð- brands biskups, Brynjófs biskups og Arngríms lærða. Allir voru þeir lærdómsmenn og því þótt við hæfi að götur í grennd Háskólans bæru nöfn þeirra. Gata sem tengir Suðurgötu og Birkimel norðan við Hótel að taka þátt í þessu átaki því strandlengjum landsins verð- ur skipt niður í 500 metra langar fjörureinar.Hverjum sem er er gefinn kostur á því að taka að sér eina rein, eða gerast vaktmaður hennar. „Það er víða mjög bagalegt ástand á fjörunum hér. Þetta verkefni er aðallega hugsað sem athugun á því hvar er brýnast að tekið sé til hend- inni. Fólk fær spurningalista og gerir sjálft vettvangsat- hugun. Hugsunin er sú að sveitarstjórnir og ríkisstjórn- in fái þessar niðurstöður og geti notað þær,“ sagði Helga Guðrún. Sögu heitir nú Guðbrands- gata. Gata sem tengir Suður- götu og Birkimel sunnan Hót- el Sögu heitir nú Brynjólfs- gata. Gata sunnan þjóðarbók- hlöðunnar, meðfram Hótel Sögu að austanverðu og síð- an út í Dunhaga heitir nú Arngrímsgata. Lærðargötur við HótelSögu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.