Alþýðublaðið - 12.06.1990, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.06.1990, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 12. júní 1990 5 „Sú þróun, sem viö erum nú vitni aö og viö höfum átt og munum áfram eiga þátt i aö móta, hefur hrundiö af staö víöfeðmum breyt- ingum á pólitískum og hernaðar- legum grundvallaratriðum evr- ópskra öryggismála og jafnframt breytingum á þeim skilyröum, sem bandalaginu er gert aö vinna undir," segir m.a. í lokasamþykkt ráöherrafundar Atlantshafsbanda- lagsins i Turnberry. Lokasamþykkt utanríkisráðherrafundar NATO: Grundvallarbreytingar á evrópskum öryggismálum Fundur utonrikisrúðherra Atlantshafsbandalags- ins (NATO) vor haldinn i Turnberry i Skotlandi 7.—8. þessa mánaðar. Jón Baldvin Hannibalsson utanrikisráðherra sótti fundinn af Íslands hálfu. Lokasamþykkt ráðherrafundarins er á margan hátt söguleg og markar timamót i sögu Atlantshafs- bandalagsins og undirstrikar vel hinar miklu póli- tisku og hernaðarlegu breytingar sem nú eiga sér stað i Evrópu. Meginatriði lokasamþykktar ráð- herrafundarins fara hér á eftir. • Við leggjum ríka áherslu á að lokið verði við CFE-samninginn á þessu ári. Samningurinn verður að ná til allra þeirra atriða, sem til umræðu eru og leiða til umtals- verðrar, bindandi og eftirlitshæfr- ar fækkunar á hefðbundnum vopnum í Evrópu með það að markmiði að eyða misræmi í vopnabúnaði sem veldur óstöðug- leika og koma í veg fyrir hernað- argetu til skyndiárása eða stór- árása. Slíkur samningur yrði mikil- vægt skref í átt til aukins stöðug- leika og öryggis í Evrópu. Ríkisstjórnir aðildarríkjanna munu halda áfram að vinna að ár- angursríkri niðurstöðu í CSBM- viðræðunum þannig að samning megi undirrita síðar á þessu ári. lim leið og CFE-samningurinn hefur verið gerður er bandalagið reiðubúið að takast á við frekari afvopnunarsamninga í því skyni að tryggja enn frekar öryggi og jafnvægi í Evrópu. Markmið slíkr- ar stöðugrar samningagerðar og frekari viðleitni okkar til þess að tryggja öryggi Evrópu m.a. með samningum um fækkun hefð- bundinna vopna, mun verða til at- hugunar á leiðtogafundi okkar. • Við fögnum þeim árangri sem náðist á leiðtogafundi Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna sem hald- inn var í síðustu viku og þá sér- staklega samningnum um mikil- væg málefni er snerta START- samninginn sem mun leiða til um- talsverðrar fækkunar á báða bóga á langdrægum kjarnorkuvopnum og auka mjög tvíhliða hernaðar- legt traust á þessu sviði. Við erum sammála um afger- andi mikilvægi þeirra pólitísku og efnahagslegu breytinga, sem nú eiga sér stað í rikjum Mið- og Aust- ur-Evrópu og Sovétríkjunum. Áframhaldandi þróun þessara ríkja í þá átt að verða lýðræðisríki og efnahagslega vel stæðir félagar í samvinnu með okkur, verður mikilvægur þáttur í öryggi og jafn- vægi í Evrópu í framtíðinni. Við teljum að samningur Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna um fækkun efnavopnabirgða muni auðvelda mjög og flýta núverandi samningagerð um alþjóðlegt, al- gert og eftirlitshæft bann við fram- leiðslu og notkun efnavopna. Sameiginlegar varnir okkar eru enn lífshagsmunamál. Það hlutverk bandalagsins að koma í veg fyrir átök og koma í veg fyrir valdbeitingu eða ógnun gagnvart aðildarríkjunum og tryggja stöðugleika mun halda áfram að vera grundvallaratriði. Um fyrirsjáanlega framtíð mun verða þörf á hæfilega samsettum vörnum með hefðbundnum vopn- um og kjarnorkuvopnum, til að koma í veg fyrir ófrið, í samræmi við lágmarks öryggisþarfir okkar. • Við fögnum einnig boði til hernaðaryfirvalda Atlantshafs- bandalagsins um að möguleikinn á frekari notkun fjölþjóða liðsafla verði kannaður. Við styðjum ný- lega tillögu forseta Bandaríkjanna um að viðræður milli Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna um skammdræg kjarnorkuvopn í Evrópu hefjist eftir að CFE-samn- ingurinn hefur verið gerður. Við lítum á CSCE-ferlið, sam- hliða öðrum stofnunum Evrópu þar á meðal Atleintshafsbandalag- inu, sem mikilvægan ramma utan um mikilvægar umbætur og stöð- ugleika og sem miðpunkt upp- byggingar nýrrar Evrópu. Hlut- verk CSCE verður til fyllingar hlut- verki Atlantshafsbandalagsins. Bandamenn vænta þess að nið- urstaða náist bráðlega í CFE-við- ræðunum sem eiga sér stað innan CSCE-ferlisins og að áframhald- andi árangur verði af umræðun- um um traustvekjandi aðgerðir til að byggja upp traust og öryggi, sem ásamt árangri af millifundum CSCE koma til með að leggja nauðsynlegan grundvöll að CSCE leiðtogafundinum á þessu ári. Sá fundur ætti að endurspegla hið nýja hlutverk CSCE og að taka við- eigandi ákvarðanir. Það er enn- fremur von bandamanna að við- ræður beggja þýsku ríkjanna og Fjórveldanna (2+4 viðræðunum) verði lokið fyrir CSCE-fundinn. Fundurinn mun hafa áhrif í þá átt að styrkja breytingarnar sem átt hafa sér stað í Mið- og Austur-Evr- ópu og koma nýjum drifkrafti í CSCE-ferlið á aðalsviðum Hels- inkisáttmálans. í viðræðum bandamanna hafa nokkrar mikilvægar tillögur verið lagðar fram til framþróunar CSCE- ferlisins og til að styrkja tilraunir til svæðisbundinnar samvinnu. • Sameining Þýskalands hefur ávallt verið forgangsmarkmið Atl- antshafsbandalagsins. Á grund- velli náins og stöðugs samráðs inn- an bandalagsins, erum við þess vegna samhentir í virkum stuðn- ingi við þann árangur, sem þegar hefur náðst varðandi samruna Þýskalands. Við styðjum einnig þær tilraunir, sem eiga sér stað í viðræðum fulltrúa beggja þýsku ríkjanna og Fjórveldanna í þá átt að leita endanlegs samkomulags á grundvelli þjóðarréttar, þar sem endir yrði bundinn á réttindi og skyldur Fjórveldanna gagnvart Berlínarborg og öllu Þýskalandi, og án skerðingar á fullveldi Þýska- lands. Sameinað Þýskaland verð- ur að hafa þann rett, sem viður- kenndur er í lokaskjali Helsinki- sáttmálans, að geta kosið að vera aðili að bandalagi. Við teljum, að stöðugleikinn í Evrópu, ásamt óskum þýsku þjóðarinnar, geri þær kröfur, að sameinað Þýska- land verði fullgildur aðili að Atl- antshafsbandalaginu, þar með tal- ið samræmdu varnarkerfi þess, án þess að fyrirfram verði lagt mat á þá afstöðu, sem komið hefur fram, um að vígbúnaði Atlants- hafsbandalagsins verði ekki kom- ið fyrir á núverandi landsvæði þýska alþýðulýðveldisins. • Við óskum þess, að Sovétríkj- unum takist að leysa þau vanda- mál, sem fylgja hinum erfiðu um- breytingum þar í landi á uppbyggi- legan hátt, og allir viðkomandi geti gert sig ánægða með þær. í þessu samhengi styðjum við af heilum hug vonir og óskir Eystra- saltsþjóðanna. Það er skilningur okkar, að leiðtogar Litháens og Sovétríkjanna hafi gefið fyrirheit um þann vilja sinn að hefja við- ræður um frestun — en ekki ógild- ingu — leiðtoga Litháens á gildis- töku sjálfstæðisyfirlýsingar þeirra. Við skorum á alla aðila, að sýna sveigjanleika og ganga heils hug- ar til viðræðna í því skyni að finna lausn sem fyrst. • Starfsemi bandalagsins á sviði vísinda og umhverfismála, sem kallað hefur verið hið þriðja svið Atlantshafsbandalagsins, verður aðildarríkjunum áfram mikið hagsmunamál. Við munum leita leiða til að bjóða vísindamönnum frá Mið- og Austur-Evrópu til að taka þátt í verkefnum á sviði um- hverfismála í tengslum við ný verkefni innan ramma þeirrar nefndar bandalagsins sem fjallar um málefni sem nútímaþjóðfélag stendur frammi fyrir. • Sú þróun, sem við erum nú vitni að og við höfum átt og mun- um áfram eiga þátt i að móta, hef- ur hrundið af stað víðfeðmum breytingum á pólitískum og hern- aðarlegum grundvallaratriðum evrópskra öryggismála og jafn- framt breytingum á þeim skilyrð- um, sem bandalaginu er gert að vinna undir. Þessar breytingar draga hvorki úr nauðsyn á því að viðhalda bandalaginu né tilvist helstu þátta þess. Við munum halda bandalag- inu virku og samheldnu og halda áfram að rækta stöðugt og árang- ursríkt samband yfir Atlantshafið milli Norður-Ameríku og Evrópu, sem nú stefnir æ meir í átt til sam- einingar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.