Alþýðublaðið - 13.06.1990, Side 1

Alþýðublaðið - 13.06.1990, Side 1
MMBUBLMfi Boðberí nýrra tíma 86. TÓLUBLAÐ 71. ARGANGUR mtmmmmmaaammi ■H MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1990 LAUN HÁSKÓLAMENNTAÐRA RÍKISSTARFS-* MANNA HÆKKA EKKI: Ríkistjórnin hefur frestað um óákveðinn tíma launakerfisbreytingum hjá BHMR sem áttu að taka gildi um næstu mánaðarmót. Laun háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna hækka ekki um þau 3 til 9% sem þau áttu að hækka um. Stjórn BHMR íhugar að vísa þessu máli til Alþjóða vinnumálastofnunarinnar. Ríkisstjórnin frestar launakerfisbreytingunni á grund- velli ákvæðis í kjarasamningum í fyrravor. Þar segir að standa skuli að breytingunum með þeim hætti að ekki valdi röskun á hinu almenna launakerfi í landinu. FLEIRI KONUR í KVENNAATHVARIÐ: Ríkisútvarpið greindi frá því í gær að æ fleiri erlend- ar konur leituðu til kvenna- athvarfsins. Þær erlendar konur sem hingað koma til að giftast íslenskum karl- mönnum búa við félagslegt óöryggi. Dæmi eru um að þær hafi sætt miklu harð- ræði. Akveðið hefur verið að styðja við bakið á pólskri konu, sembeitt hef- ur verið miklu harðræði af íslenskum eiginmanni sín- um, af Samtökum um kvennaathvarf. Eiginmað- ur hennar hafði látið hana skrifa undir kaupmála sem gerðu allar eignirað hans séreign. Talið er að allt í allt séu það um 40 erlendar konur sem eiga við vanda að stríða vegna íslenskra eiginmanna sinna. VERÐ Á ÍSFISKIALDREIHÆRRA1 Verð á íslenskum ísfiski á Bretlandsmarkaði er 40 til 50% hærra en á sama tíma í fyrra og hefur aldrei verið eins hátt í pundum talið. TVÆR MILLJÓNIRÁ EINN MIÐAÍ GÆR: Dregið var hjá Happdrætti Háskóla íslands í gær og komu tvær milljónir á miða númer 14394. Þrír fengu vinning að upp- hæð 250 þúsund krónur og 17 fengu 75þúsund krónur í sinn hlut. Aðrir vinningar voru að upphæð 25 þúsund krónur og 12 þúsund krónur. Tveir aukavinningar voru einnig dregnir út að upphæð 50 þúsund krónur. ÁTÖK í VESTMANNAEYJUM: Möguleiki er á veru- legri uppstokkun í Vestmanneyjum innan Sjálfstæðis- flokksins. Átökin standa um val bæjarstjóra. Samstaða náðist um að ráöautanaðkomandi mann í starfið en hann gaf afsvar. Leiðtogi meirihlutans Sigurður Jónsson er sá eini af bæjarfulltrúunum sem hefur lýstsig reiðubúinn til að gegna bæjarstjórastarfinu. En hann riýtur hvorki stuðn- ings sinna bæjarfulltrúa né meirihluta fulltrúaráðsins. Ekki er talið ólíklegt að þessi meirihluti klofniopinberlega áður en nýja bæjarstjórnin kemur saman til síns fyrsta fundar. ENN ÓVÆNT HM ÚRSLIT: Úrslit í gær voru mjög óvænt. Engin átti von á að Hollendingar, sem taldir voru sigurstranglegir á HM, myndu rétt metja jafntefli við Eg- ypta. Belgíumenn unnu Suður-Kóreu. Leikir í dag eru Uruguay-Spánn, Argentína gegn Sovét- ríkjunum og Júgólsavía mætir Kólombíumönnum. ÍSLENDINGAR Á FARALDSFÆTI: Eleiri íslendingar ferðuðust til útlanda í maímánuöi en í sama mánuði í fyrra, eða 555 fleiri. Alls komu um hlið útlendingaeftirlitsins 9779 íslendingar ímaí. Útlendingarvoru aftur á móti færri en árið á undan, 10057 talsins í ár en 11569 í fyrra. Frá ára- mótum eru komur útlendingar hingað 1200 fleiri en á sama tíma 1989, en lslendingar á faraldsfæti það sem af er árinu eru aðeins 135 fleiri nú en í fyrra, alls 41224 talsins. LBIÐARINNIDAG Fullveldi Rússlands er til umfjöllunar í leiðara Alþýðublaðsins í dag. Alþýðublaðið er þeirrar skoðunar að fullveldisyfirlýsing lýðveldisins í gærdag sé ekki aðeins mikil ógnun við leið- togaembætti Gorbatsjovs, heldur í raun yfirlýst fjörbrot kommúnismans og upphafið að upp- lausn Sovétríkjanna. SJÁ LEIÐARA Á BLS. 4: FULLVELDI RÚSS- LANDS. 2 Áfengi, tóbak og verðbólgan Áfengi hækkaði í gær um 5,6% og tóbak um 3 til 4%. Hækkunin er svipuð og verð- bólgan hefur verið frá áramót- um eða um það bil 4,9%. Því er óhætt að segja að „Ríkið" fylgi verðbólgunni. 3 Tæplega 600% munur á skyrtum milli verslana í Bónusverslunum er hægt að fá þessar fínu herraskyrtur á um 400 krónur en í herrafata- verslun á Laugaveginum er hægt að fá nákvæmlega sömu skyrturnar á um 2.300 krónur. Sveiflan í hámarki IRíkarður Örn Rálsson skrifar um bláu draugana í Óperunni. Píanósnillingurinn Tsjísík og fimm aðrir sveiflarar voru þeir einu sem spiluðu djass á þess- ari Listahátíð. Undirskriftasöfnun vegna ofbeldis á skjánum: Tomma og Jenna! Garðar Baldvinsson ásamt ungubarni sínu, æm hann vill helst forða frá barnæfni Sjónvarpsins. A-mynd: E.OI. „Okkur ofbauð ofbeldið í sjónvarpinu. Þess vegna ákváðum við efna til undir- skriftasöfnunar. Okkur finnst algerlega óviðun- andi að foreldrar séu knúnir til að ritskoða barnaefni fyrir börn sín,“ sagði Garðar Baldvinsson í samtali við Alþýðublaðið. En hann og Sveinn Lúðvík Björnsson eiga tveggja og þriggja ára gömul börn sem þeir vilja helst forða frá því að horfa ásjónvarp- ið milli sex og sjöá kvöldin vegna ofbeldis í teikni- myndum sem sýndar eru á þessum tíma. Hann nefndi meðal annars teiknimynd- ir eins og Abott og Cost- elló og hina tíðræddu Tomma og Jenna. „Okkur er sagt að Stöð 2 sé enn verri en það kemur okk- ur ekki viðvegna þess að við erum hvorugir áskrifendur að henni. Sjónvarpið hefur þá yfirlýstu og lögbundnu stefnu að efla menningu og er inni á hverju heimili á landinu. Því sáum við okkur knúna til þess að koma þessu á fram- færi," sagði Garðar ennfrem- ur. Garðar sagði þá teliandi á fingrum annarrar nandar sem mótmæltu því að skrifa undir listann. Þeir höfðu/' mjög skamman tíma í undir- skriftarsöfnunina enda er hér um einstaklingsframtak að ræða. Undirskriftasöfnunin stóð yfir síðustu dagana í maí og skrifuðu 646 undir listann. „Helstu sálfræðingar heims hafa nýverið fundað um Tomma og Jenna og kom- ist að fjölmörgum niðurstöð- um um hvort þetta væri hættulegt börnum eða ekki. Áður en við gerum eitthvað í málinu vantar okkur nánari skilgreiningu frá þessu fólki um hvað er að ræða,“ sagði Markús Öm Antonsson út- varpsstjóri. Hann sagði að málið væri í höndum útvarps- ráðs sem áeftir að taka máliö til umfjöllunar, ogvísaði mál- inu til formanns þess, Ingu Jónu Þórðardóttur. Formaður útvarpsráðs tók í sama streng og útvarpsstjóri og sagðist þurfa nánari skil- greiningu á málinu. „Það hef- ur oft verið fjallaðum Tomma og Jenna og niðurstaða okk- ar er sú að það ofbeldi sem þar komi fram sé ekki hættu- legt börnum, sagði Inga Jóna. I bréfinuer einnig því mót- mælt þegar aðeins sé textað eða talþýtt verða annaðhvort sjónskert eða heyrnarskert börn útundan. Um það sagði Inga Jóna að ef í senn væri textað eða talþýttmyndu þau börn sem kynnu að lesa ekki beita þeim hæfileikum sínum heldur hlustuðu aðeins. RUSSLAND FULLVALDA (MOSKVA, Reuter) Stærsta lýðveldi Sovétríkjanna, Rússland, lýsti sig full- valda ríki í gær. Þetta skapar enn eitt vandamál fyrir Mikael Gorbatsjov Sovétforseta sem hefur þó nóg á sinni könnu fyrir. Tass fréttastofan sagði frá því að þing lýðveldisins hefði samþykkt yfirlýsinguna með yfirgnæfandi meirihluta 907 atkvæðum gegn 13, níu sátu hjá. Yfirlýsingin segr að sam- bandslýðveldið Rússland sé fullvalda ríki og lög þess séu á landssvæði þessöllum öðr- um æðri. Við sjálfstæðisyfirlýsing- unni hafði verið búist frá því á föstudag er lýðveldið lýsti rússnesk lög æðri sovésku stjórnarskránni. Hið miklafylgi við fullveld- isyfirlýsinguna á þinginu er álitið mikill sigur fyrir ný- Kjorinn torseta lýðveldisins Boris Yeltsin, en hann hefur verið óþreytandi við að gagn- rýna umbótaaðferðir Gorbat- sjovs. Gorbatsjov sem hefur und- anfarið þurft að fást við vilja Eystrasaltsríkjanna til sjálf- stæðis og vaxancfi óánægju jaðarlýðvelda með umbóta- stefnu sína, hefur reynt að milda yfirlýsingu Rússa um fullveldi og hefur sagst vilja sættast heilum sáttum við fé- laga Yeltsin. Tass skýrði frá því að í yfir- lýsingu rússneska þingsins væri tekinnfram réttur Rússa til að segjasig úr Sovétríkjun- um, þó eftirnúgildandi fram- gangsmáta Yeltsin sagði í síðustu Viku að Rússar hefðu ekki í hyggju að segja sigúr Sovétríkjunum að svo stöadu. Tass sagði að í yfirlýsing- unni væri skýrt fra vilja rúss- neska lýðveldisins til að halda fast við alþjóðlega við- urkennd lög og lifa í sátt og samlyndi við ríki og þjóðir heimsins, svo og að gera allt sem í þess valdi stendur til að koma í veg fyrir átök þjóða- brota og hópa innan ríkisins jafnframt því að gæta í hví- vetna hagsnuna rússneskra þegna.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.