Alþýðublaðið - 13.06.1990, Side 2

Alþýðublaðið - 13.06.1990, Side 2
2 INNLENDAR FRETTIR FRÉTTASKÝRING Miðvikudagur 13. júní 1990 Jóntu Amason vinsælasti leikrita- höfundurinn Bandalag íslenskra leikfé- laga hefur tekið töivu- tæknina í sína þjónustu og prýðir blað sitt tölvu- unnum súluritum sem leiða í ljós ýmsan sann- leika um leiklist í landinu. Jónas Arnason á Kópa- reykjum er þannig vin- sælasta leikritaskáld landsins með 63 upp- færslur, Kjartan Ragnars- son annar með 40 og Jök- ull Jakobsson þriðji með 32 uppfærslur. Síðan koma útlendingar, Philip King, Arnold og Bach og Dario Fo. Vinsælasta leik- ritið er hinsvegar Sauma- stofa Kjartans Ragnars- sonar að sögn tölvunnar góðu. Fáir yrðu eftir í fyrstu deildinni Knattspyrnuáhugamenn segja að dómarar í 1. deildinni og Aganefnd KSÍ hefðu ærið nóg að gera, ef dæmt væri eftir þeim reglum jem nú tíðk- ast á HM á Italíu. Brott- rekstrar af leikvelli, eins og sá sem Rúnar Kristins- son, sá ágæti KR-ingur þurfti að gangast undir á dögunum með tilheyr- andi leikbanni, yrðu mjög tíðir. „Það yrðu ekki margir eftir í liðunum, þegar frá liði", sagði einn áhugamaðurinn um þetta. Hingað og ekki lengra! Klúbbur 17, samtök ungra ökumanna er starf- andi, enda ekki vanþörf á að ungir ökumenn hyggi að ökulagi sínu og jafn- aldra sinna. Klúbburinn er með ágætt merki með áletruninni Hingad og ekki lengra! Listamaður- inn sem merkið hannaði er Ingibiörg Eldon Loga- dóttir, Hamfirðingur og eiginkona þess lands- þekkta handboltajöfurs, Geirs Hallsteinssonar. Askenasi og fjölskylda á Svalbarða Vladimir Askenasí og Þórunn Jóhannsdóttir kona hans og börn þeirra eru farin norður til Sval- barða. Þar heldur píanó- snillingurinn tónleika fyr- ir veðurathugunarmenn og vísindamenn sem þar starfa. Einkum eru þar Norðmenn en einnig Rússar, sem að sjálfsögðu verða velkomnir á kons- ertinn. Á Svalbarða er samkomusalur sem rúm- ar um 500 manns, en flyg- il áttu þeir ekki. Oslo Konserthus hljóp undir bagga og lánaði forláta hljóðfæri-; sem flogið var' með norður ásamt Ask- enasí-fjölskyldunni. Hækkað án samráðs vð hagsmunaaðila. fylgir verðbólgunni Áfengi hækkaði um 5,6% að meðaltali i gær. Þá var verð á tóbaki einnig hækkað um 3—4%. Hér er um aðræða hækkanir sem eru innan þess ramma sem samið var um við launþegasamtökin. Verðbólgan frá áramót- um hefur verið um það bil 4,9% mæld á mælikvarða framfærsluvisitölumar. Hækk- unin nú er þvi svipuð og verðbólgan hefur verið frá áranótum en tábak og áfengi hefur ekki hækkaðfrá þvi i loknóvember sl. EFTIR: TRYGGVA HARÐARSON Þó hér sé ekki um að ræða mikla hækkun né umfram það sem forsendur kjara- samninga gerðu ráð fyrir hafa ýmsirótta af því að aðrir kunni að hækka sínar vörur og þjónustu í kjölfar þessarar hækkunar. Það hefur löngum verið góð afsökun að geta bent á að „ríkið" hafi riðið á vaðið með verðhadckun. Það verður hins vegar að hafa í huga að ýmsir hlutir hafa ver- ið að smáhækka frá áramót- um og ef einhverjir aðilar ætla sér nú í kjölfar hækkun- ar „ríkisins" geta þeir hugs- anlega náð fram tvöfaldri hækkun með því að bæta nú þessari hækkun ofan á aðrar hækkanir frá áramótum. Nýti tilefnid_________ til hækkana?__________ Leifur Guðjónsson sem hef- ur með verðla^mál að gera hjá Verkamannasambandi ís- lands kvaðst hafa ótta af því að ýmsir rrryndu nota tæki- færið til að hækka sína vöru eða þjónustu. Hann sagði að það væri nú afar brýnt að fylgjast vel með öllum verð- hækkunum. Hann nefndi sem dæmi að verð á bílnúm- eraplötum hjá Bifreiðaskoð- un Islands hefði hækkað um tæp 36% eða úr 3.700 kr. í 5.000 kr. Það hlýtur að vera stjórn- völdum afar mikilvægt að sá bati sem náðst hefur í efna- hagsmálum íslendinga haldi. Allar verðlagshadckanir op- inberra aðila eru undir smá- siá almennings, fjölmiðla og siðast en ekki síst aðila vinnu- markaðarins. Fari verðbólgu- skriðan af stað aftur vill hver og einn hafa það ákláru hver er sökudólgurinn. Verkalýðs- forystan sem byggði samn- ingagerð sína í síðustu kjara- samningum á lækkun verð- bólgu og meiri stöðugleika í efnahagsmálum með lækk- andi vaxtakostnaði mun eiga mjög í vök að verjast gangi forsendur kjarasamninga ekki eftir. Á sama hátt á ríkisstjórnin og þeir flokkar sem að henni standa eiga allt sitt undir því ekki komi til verðsprenging- ar fyrir komandi alþingis- kosmngar. Þær eiga að vera næsta vor en þó eru ýmsír farnir að spá því að fyrr geti komið til kosninga. Hún er búin að vera óvinsæl mestan hluta starfstíma áns þó hún hafi eitthvað færst upp á vin- sældalistanum upp á síðkast- ið. Góðæri erliðara en hallæri________________ Nú virðist sem fiskverð á erlendum möikuðum fari hækkandi og þdr eru margir sem spá almennum efna- hagsbata framundan. Það hefur oft orðið reyndin að strax og menn eygja ein- hvern efnahagsbata fari allt á fullan snúning og verðbólgu- hjólið fari áskrið líkt og gerð- ist í fjármálaráðherratíð Þor- steins Pálssonar. Hættan á því að menn fari strax að eyða væntanlegum gróða er því vissulega til staðar. Góðæri hefur oft reynst stjórnvöldum erfiðara viðfangs en kreppan og því verður það prófsteinn á núverandi ríkisstjórn hvort henni tekst betur til við að hamla gegn þensluáhrifum en fyrri ríkisstjómum þegar það fer að rofa tiL Þegar grípa þurfti til óvin- sælla aðgerða á síðustu árum og stokka upp efnahagskerf- ið á mörgumsviðum áttu slík- ar aðgerðir sér formælendur fáa. Ráðherrar og stjórnmála- menn vildu skjóta sér undan ábyrgð þeirra aðgerða sem þeir höfðu samþykkt. Ráð- herrum kratanna var þá gjarnan kennt um allt saman sem vissulega kom fram í slæmu gengi þeirra í skoð- anakönnunum. Þegar hins vegar svo brá við að aðgerð- irnar fóru að bera árangur vildu allir Lilju kveðið hafa svo ekki sé talað um þegar OECD-sérfræðingar fóru að hæla fslendingum fyrir ár- angur í efnahagsstjórn. Þá fyrst gengust allir við glæpn- um og stigu niður af sínum kössum. Ekkert sammð núna Ekkert hefur komið fram um það að leitað hafi verið álits hagsmunaaðila svokall- aðra áður en tóbak og brenni- vínið hækkaði eins og stund- um er gert. Hins vegar er vert að fólk sé vel á verði gagnvart verðhækkunum því þó að það kunni að liggja eðlilegar ástæður að baki þeim þá er aldrei að vita nema að þeir sem selja vöru eða þjónustu muni reyna að nota tækifær- ið til að hækka sitt verð.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.