Alþýðublaðið - 13.06.1990, Page 4

Alþýðublaðið - 13.06.1990, Page 4
4 VIÐHORF Miðvikudagur 13. júní 1990 imn« Ármúli 36 Simi 681866 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Oddi hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands.í lausasölu 75 kr. eintakið FULLVELDIRÚSSLANDS M ikil tíðindi bárust í gærfrá Sovétríkjunum: Rússland, stærsta lýðveldi Ráðstjórnarríkjama, lýsti yfirfullveldi semríki. Að sögn Tass-fréttastofunnar var yfirlýsingin samþykkt með yfirgnæf- andi meirihluta rússneska þingsins. Yfirlýsing rússneska þings- ins um fullveldi lýcVeldisins þýðirað öll lög þess eru öðrum æðri og veitir Rússlandi sjálfsforræði í öllum sínummálum. Fastlega er einnig búist við að lýðveldið lýsi rússnesk lög æðri stjórnarskrá Sovétríkjanna. Sjálfstæðisbarátta Eystrasaltsríkjanna hefir þar með borist til annarra lýðvelda Sovétríkjanna Hins vegar kemur það á óvart, að frelsisbarátta lýð\eldanna skyldi steypast yfir Rússland, sem hefur verið sterkasta vígið í Sovétríkjunum. „Fall" Rússlands er mikill ósigur fyrir hö kommúnískakerfi og brýturí raun á bak aft- ur þær tilraunir Gorbatsjovs að innleiða frjálstæði en bjarga kommúnismanum um leið. Nú verður vart aftur snúið; kommún- isminn er í fjörbrotum í SovétríkjLnum. Hinar óvæntusviptingar í Rússlandi eiga rætur sínar að rekja til kosningar Boris Yeltsins sem þingforseta Rússlands. Yeltsin sem barist hefur fyrir árangursríkari og lýðræðislegri umbótastefnu, er í dag harðasti gagnrýnandi Gorbatsjo\« og hættulegasti keppinautur hans um leiðtogætólinn. Yfirlýs'ngar Rússlands um fullveldi og óbanar hótanir umað segja sig ír Sovétríkjunum er aðeins upphafið á upplausn So/étríkjanna. Yeltsin getur nú mót- að stefnu Rússlands, sterkasta lýcWeldisins, óháðSovétríkjunum og þar með skapaðþá fyrirmyndarumbótastefnusem eykur enn á persónulegar vinsældir hans og gerir Gorbatsjov erfitt fyrir. Gorbatsjov berst núfyrir pólitísku lífi sínu á mörgum vígstöðum í senn. EKKJUSTAND Maðurinn hefur ríka þörf fyrir gleði, en nútíminn er að eyðileggja fyrir okkur hæfileikann til að gleðjast yfir litlu og við auðveld bráð fyrir skúrka sem graeða á gleðiþörf mannsins. Mér ofbýður stundum hvað það eru ómerkilegir hlutir sem vekja athygli og virðast gleðja. Við erum svo upptekin við að finna okkur gleðiþörf, að við látum eins og styrjaldir og aðrar hörmungar komi okkur ekki við, ef gerast fyrir utan glugga ein- hverra í fjarlægum útlöndum. Við sættum okkur við að auðvaldið í heiminum ráði örlögum jarðar- innar. Tækniþjóðfélagið man ekkert eftir þörfum einstaklingsins, það hugsar um heildina og hagvöxtinn og vill ekki fórna broti af gróðan- um til að hafa jörðina hreina. Strendur landa eru að verða hættulegar berfeetlingum í leit að sól og vatni undir iljar, okkar eigin strendur senda fiá sér mengunar- óþef. ið höfum smátt og smátt verið að dofna tilfinninga- lega, erum hætt að senda hugi til himna ogbiðja um hjálp til að finna frið og ánfalda gleði sem býr meðal annais í þyrluflugi krí- unnar yfir Ráðhúspolíi, tign svana sem synda í lognkyrri spegilmynd sinni á vatnsfletinum, dirrindíi ló- unnar sem hleypur í áföngum yfir túnið, þar sem vindur strýkur græn grös og sólgulir fiflar hvísla kærleik að sóleyjum. Hin einfalda gleði er líka í laufi trjánna sem minnist við regndropann sem tregðast við að falla til jarðar. Hin einfalda gleði er í hafinu, þar sem enn eru þúsundir litfiska til vitnis um gleði sköpunarinnar. Menn eru að fullkomna tæknina á kostnað hlýleikans. Lífsleiðinn sem býr með fóllá, sendir óeirða- bullur í skjóli nætur um götur borga að finna sér fórnarlömb til að berja og ekki bara í útlöndum. Þetta er að verða algengt i borg- inni okkar allra. Ef bullurnar nást hér, eftir að hafa ráðist á saklausa vegfarandur í kyriö nætur, er þeím sleppt eftir yfirheyrslur í stað þess að láta þær dúsa í fangaklefa eins lengi og lög leyfa og síðan umsvifalaust höfða mál á hendur þeim og dæma til þeirrar refsingar sem ekki herðir huga, heldur hef- ur áhrif á góðmennskuna sem er i öllum. Bullunum líka. Til dæmis mætti þvinga þær til góðverka á þeim stofnunum sem reyna að endurhæfa slasað fólk. uðvaldið býr til mafíur og mafíur dcapa auðlegð. Al- menningur er teymdur í margvísleg lukkuhjól, til að gera lífið spennandi.Einhver hættuleg- asta arátta mannáns, næst vímu- efnanotkun, er fjárhættuspil í hvers konar myndLim. Ég upplifði hættuástand í spilavíti í Cairo, þeg- ar ég snöggvast var í gróða en byrjaði svo að tapaog var um tíma tilbúinn að grípa spjót áhættu- spennunnar og láta slag standa. En litli búálfurinn minn hvíslaði aðvörunum og ég hlustaði. Auðvaldsöflin í heiminum láta til sín taka allsstaðar þar sem er gróðavon. Afburðamenn á ýms- um sviðum, popplistamenn og íþróttagarpar, eru nýttir til hins ítr- asta af umboðsmönnum sem þurfa líka að græða. íþróttamenn sem eru snillingar með tennis- spaðann, eru margfaldir milljón- erar, knattspyrnuséní meira virði en ráðhús í tjörn. Við þetta brengl- ast verðmætamat. Ungur náms- maður í Bandarikjunum er oft metinn eftir því livað langt hann kastar eða hratt hann hleypur en ekki hvort hjarta hans slær öðr- um. Kærleikurinn er verðlaus á mörkuðum heimsins. Nú er hafiðalþjóðlegt ekkju- stand, mitt í gráum hvers- dagsleikanum. Konur víðs vegar um veröld, missa menn sina fyrir framan sjónvarpstækin að fylgjast með fótibolta. ítalir vöktu heila nótt og fögnuðu með söng og dansi, rétt eins og lausnarinn hefði komið þangað og veitt þeim eilífa aflausn. En tilefnið var bara það að ítalska fótboltaliðið sigraði lið Austurríkismanna. Guð hjálpi Italíu ef liðið verður heimsmeist- ari! Við höldum áfram að leita gleð- innar og hamingjan sanna virðist búa í auglýsingum sjónvarps á gosdrykkjum. Þar eru auglýstir með söng og ísköldum sveittum flöskum, ísmolar falla af himnum beint niður í glös full af gosguða- veigum og skvettist út um allt og ungt sundfatafólk ætlar að ærast af tómri lífsgleði við þá tilhugsun að súpa úr gosflösku. Þetta unga fólk virðist aldrei taka til hendi en unir á eilífri sjávarströnd umvafið gervigleði. Það skiptir auðvitað máli að geta brosað og jafnvel glaðst, en mikið væri yndislegt ef það gerð- ist á leikvelli lífsins, þar væru allir hamingjusamir ogvel haldnir lík- amlega og andlega. Við erum farþegar í geim- skipinu Jörð sem er ekki þungamiðja alheimsins eins og kirkjan vildi láta menn trúa. Jörðin er ein meðal stjarna geimsins, á ferð og flugi eins og hinar. Sýnilegi heimurinn aðeins brot af alheiminum, engin tak- mörk sett og við forvitin að vita meira og lengra í burtu. En því ekki líta okkur nær? Það er hér á jörðinni sem við lifum lífinu og þurfum að læra að stjórna þessu geimskipi og halda því við og hreinu. Peningarnir sem ráða ferðinni, eru í fárra höndum og fást aldrei lausir til að gera með þeim gagn, til dæmis að tasa heiminn við hungur og hörmungar. Auðvalds- kóngar hlæja að þeim sem vilja hugarfarsbreytingu í mannheimi og fá því miður almenning til að brosa með. Sjáið bara hvað Græn- ingjar og Flokkur mannsins kemst ekkert enn. Eitt getum við gert til að búa okkur undir byltingu og breyttar áherslur; byrjum að elska hvert annað. MÍN SKODUN Jónas Jónasson skrífar RADDiR Er stórmótun stefnt í voöa vegna Guðrún Sigurðardóttir, 28 ára, snyrtifræöingur: „Eg, verð að viðurkenna að ég fylgist ekki mikið með knatt- spyrnu. En auðvitað er þetta mjög slæmt eins og hver önnur ólæti og ofbeldi." Kristinn Nikulás Edvardsson, 10 ára, nemi: „Mér finnst ekki svo mikil læti núna. En það mætti hætta að selja vín og svoleiðis þegar stórir leikir standa yfir. Kannski að lætin myndu þá eitthvað minnka." óláta knattspyrnuáhorfenda? Stefnir Þórsson, 24 ára, bakari: „Þeir mættu reyna að fylgjast betur með þessum ólátaseggjum. Þeir mættu gera svipað og gert var á Wembley fækka áhorfend- um um 20%, úr 100 þúsund í 80 þúsund. Mun betri gæsla er lausn- in." Ólafur Kjartan Sigurðarsson, 21. árs, tölvari hjá Skýrr: „Já, það finnst mér. En ég held að það verði aldrei komið í veg fyr- ir þessi ólæti alveg en það mætti reyna að efla öryggisgæslu. Ég held að aukin öryggisgæsla sé eina vonin." Helgi Daníelssoiy 57 ára, yfirlög- regluþjónn og fyrrum landsliðs- markvörður: „Ég ætla að wna að til þess komi ekki að stórmótum í knatt- spyrnu verði stefht í voða vegna þeirra óláta sem sífellt eru að koma upp. Ég vona að áhorfendur sjái sóma sinn í því að hætta þess- um skrílslátum svo við förum ekki að missa þessar keppnir yfir til sjónvarpsstöðvanna. Sem gamall knattspyrnumaður veit ég það að áhorfendur eru Huti leiksins. Án þeirra missa keppnir marks því stemmingin á vellinum hefur allt að segja."

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.