Alþýðublaðið - 13.06.1990, Side 6

Alþýðublaðið - 13.06.1990, Side 6
6 Miðvikudagur 13. júní 1990 Fyrsti fundur nýrrar bœjarstjórnar í Kópavogi: Nauðaómerkilegur málefnasamningur — segir Guömundur Oddsson fulltrúi minnihlutans Kristjén Guömundsson, fyrrum bæjarstjóri, ásamt nýja bæjarstjóranum Sgurði Geirdal og Gunnari Birgissyni á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar. „Þessi málefnasamningur nýja meirihlutans er nauða- ómerkilegur og ófrumlegur, hvorki fugl né fiskur, enda bygg- ir hann á stikkorðum og loforð- um á framkvæmdum sem þegar hafa verið bókaðar af gamla meirihlutanum“, sagði Guð- mundur Oddsson fulltrúi minni- hlutans í Kópavogi. „Við ætlum að ástunda málef nalega og grjót- harða stjórnarandstöðu. Annars taka þeir við góðu búi og mér sýnist að engin slæm upptaln- ing sé í í málefnasamningnum. Þeir segjast ætla að auka atvinnutæki- færi aldraðra og auka valkostina í dagvistarmálum. Kannski hugsa þeir þetta sem svo að gamla fólkið fari að passa börnin," sagði Guð- mundur. Hann sagði ennfremur að nýi bæj- arstjórinn, Sigurður Geirdal, gæfi sig út fyrir að vera sérstakur gæslu- maður Framsóknarflokksins svo að hann myndi ekki gleymast. Mér sýnist einna helst þeir vera að reyna vernda síðasta Geirdalinn. Hann sagðist ekki skilja hvernig þeir ætluðu að fara að því að stór- auka framkvæmdir og um leið að lækka útgjöldin. ,,Það fer einfald- lega ekki saman. Eg vona bara að þeir klúðri þessu ekki svo við þurfum ekki að taka við bæjarfélagi t molum á næsta kjör- tímabili." Flug og bíll aö veröa algengur feröamáti landans: Vikuferð til Bret- lands kostar innan við 20 þúsund kr. Einar Sigurðsson blaðafulltrúi Flugleiða segir að ódýrasti ferðamátinn sem hægt er að bjóða upp á í dag sé flug og bíll í Bretlandi. Fjögurra manna fjöl- skylda sem flýgur til Glasgow og leggur upp í viku ferð um skosku hálöndin og sveitir Englands greiðir innan við 20 þúsund krónur á mann fyrir flugið og bílinn. Hver aukavika á bílnum kostar um 3.300 krónur á mann. Flug og bíll er að verða afskaplega algengur ferðamáti Islendinga. Ein- ar segir að þannig hafi fjölgað veru- lega þeim Islendingurn sem völdu þennan kost í l.úxemborg, enda eru bíláleigur þar í landi einhverjar hin- ar ódýrustu í Evrópu. Kinar sagði ennfremur að Eng- land og Skotland væru forvitnileg og skemmtileg lönd til að ferðast itm og ódýrir gististaðir ævinlega á næsta leyti. RAÐAUGLÝSINGAR Útgerðarmenn og eigendur smábáta minni en 10 brl. Athugið! í samræmi viðnýsett lög frá Alþingi nr. 38, 15. maí 1990 um stjórn fiskveiða er koma til framkvæmda um næstu áramót undirbýr Sjávarútvegsráðuneyt- ið úthlutun veiðiheimilda til smábáta minni en 10 brl. í því sambandi vill ráðuneytið vekja athygli á eftirfarandi. 1. Skráning báta. Samkvæmt nýju lögunum þurla nú eigendur allra báta 10 brl. og minni sem sækja um leyfi til veiða í atvinnuskyni að vera skráðir á skipaskrá eða sérstaka skrá Siglingamálastofnunar ríkisins fyrir báta styttri en6m. Þá þurfa agendur þeirra báta sem ekki hafa veiðileyfi frá ráðuneytinu samkvæmt lögumum stjórn fiskveiða nr. 3/1988 eða eru ekki á skrá Siglingamálastofnunar að óska eftir sktáningu báta sirrta hjá Siglingamála- stofnun fyrir 18. júní 1990. Beiðni um skráningu þarf að fylga eignarheimild, smíðalýsing og teikningar af viðkomandi bát. 2. Nýir bátar í smíðum. Eigendur nýrra báta sem smíði hefur verið hafin á (skipsbolur uppbyggður) fyrir gildistöku lag- anna 18. maí 1990 þurfa að óska eftir skráningu þeirra hjá Siglingamálastofnun fyrir 18. júní 1990. Til að koma til greina við veitingu leyfa í atvinnu- skyni þurfa bátarnir að vera fullbúnir og hafa öðl- ast fullgild haffærisskírteini fyrir 18. ágúst 1990. Sérstakir skoðunatmenn Sjávarútvegsráðuneyt- isins og Siglingamálastofnunar munu meta inn- an tíðar hvaða bátar teljast ísmíðum samkvæmt framansögðu Eigendur báta sem eru í smíðum erlendis þurfe að f ramvísa vottorði frá þar til bær- um yfirvöldum um að smíði báta þeirra hafi verið hafin (skipsbolur uppbyggður) fyrir 18. maí 1990. 3. Uppiýsingar og forsaga báta. Eigendur og útgerðarmenn þeirra báta sem ekki hafa fengið sérstakt eyðublað Sjávarútvegsráðu- neytisins til útfyllingar um forsögu báta sinna þurfa að verða sérúti um slík eyðublöð hjá ráðu- neytinu eða Landsambandi smábátaeigenda, fylla þau út og senda Sjávarútvegsráðuneytinu Skúlagötu 4, 150 Fteykjavík, við fyrsta tækifæri. Nánari upplýsinga má leita hjá Sjávarútvegsráðu- neytinu, veiðieftirlitsmönnum þess og Siglinga- málastofnun. Sjávarútvegsraðuneytið 13. júní 1990. Þórsmerkurferð Alþýðuflokksfélögin í Reykjavík, Reykjanesi,Suður- landi og Vesturlandi fara í árlega sumarferð 23. og 24. júní nk. Að þessu sinni er áfangastaðurinn ÞÓRSMÖRK. Boðið er upp á, annars vegar dagsferð sem kostar 1.000 kr. (500 kr. fyrir börn) og hins vegar tveggja daga ferð sem kostar 1.500 kr. (750 kr. fyrir börn) auk þess kostar gisting í skála kr. 600 á mann og íjaldstæði 300 kr. á mann. Nesti er alfarið í höndum þátttakenda. Margt verður sér til gamans gert, s.s. gönguferðir, leikir, söngur og trall. Fararstjórar verða auglýstir síðar. Skráning fer fram á skrifstofu Alþýðuflokksins í síma 91-29244. Allir velkomnir. Alþýðuflokksfélögin. Fjölbrautaskóli Suðurlands Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi leitar eftir kennurum í eftirtaldar greinar: íslensku, dönsku, ferðamálagreinar, félagsfræði, stærðfræði, fagteikningu tréiðna, sálfræði, stjörnu- fræði. Nanari upplýsingar veitir skólameistari (sími 98-22111). Umsóknir berist honum fyrir 25. júní 1990. Skólameistari. Laus staða Sjávarútvegsráðuneytið vill ráða ritara til starfa sem fyrst. Starfsreynsla er nauðsynleg og kunnátta á rit- vinnslukerfið Word Fterfect æskileg Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist ráðuneytinu að Skúlagötu 4, eigi síðar en 29. júní nk. Sjávarútvegsnáðuneytið, 12. júní 1990. UXER“R BR0SUM / í umferðinni ^ - og allt geníur beturl —

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.