Alþýðublaðið - 13.06.1990, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 13.06.1990, Blaðsíða 7
Miövikudagur 13. júní 1990 NÆSTAFTASTA SÍÐAN Húsnæðisvandinn i Japan er hugsanleg ástæða fyrir fækkun fæðinga þar í landi. Fæðingum fækkar í Japan Ryutaro Hashimoto, fjármála- ráðherra Japans, segir helstu ástæðuna fyrir fækkun fæðinga í Japan vera þá staðreynd að æ f leiri konur leiti sér æðri mennt- Japönskum embættismönnum brá í brún þegar opinber rannsókn sýndi að á síðasta ári fæddust ein- ungis 1,24 milljón börn í Japan en það er lægra hlutfall en nokkru sinni áður hefur mælst. Nú ræða þeir leiðir til að snúa þessari óheilla- þróun við. Það sem mönnum dettur helst í hug er að lengja fæðingaror- lofið, hækkun bamabóta til kvenna sem eiga fleiri en eitt barn, hærri styrkir og breytingar á skattalögum sem gera fólki auðveldara að eiga fleiri börn. „Hvernig getur þú eignast fleiri börn þegar það er ekki einu sinni hægt að finna sæmilegt húsnæði", kvartar skrifstofustúlka í Tokyo sem á eitt barn nú þegar. Húsnæðismálin eru nefnilega gífurlegt vandámál í Japan eins og í fleiri löndum. Rúmenar treysta á Hagi gegn Kamerún Úrslit fyrstu leikjanna á HM hafa komið mörgum á óvart. Gamlar og rótgrónar knatt- spyrnuþjóðir hafa tapað fyrir yngri og óreyndari liðum. Það þótti heldur betur saga til næsta bæjar þegar Kamerún sigraði lið Argentínu en þeir síðarnefndu hafa tvisvar orðið heimsmeistarar. Næstkomandi fimmtudag fer fram leikur Kamerún og Rúmena og hyggjast Kamerúnmenn leika þar sama leikinn og gegn Argentínu- mönnum. En Rúmenar komu einnig á óvart er þeir sigruðu Sovétmenn 2—0 og þeir eru síður en svo á þeim stuttbuxunum að láta Afríkumenn- ina stöðva sigurgöngu sína. Þeir bú- ast við miklu af stjörnunni í liðinu, leikmanninum Gheorghe Hagi, en hann lék ekki gegn Sovétmönnum vegna brottvísunar úr fyrri leik. I___________________________ Valery Nepomniachy, hinn sov- éski þjálfari Kamerúnmanna, veit að Hagi verður óþægur ljár í þúfu: „Hagi er sérstakt vandamál þó svo að við skipuleggjum leik okkar með tilliti til liðanna sem við leikum gegn en ekki einstakra leikmanna. Þeir eru sterkir á miðju vallarins og vel skipulagðir." En hann bætir við að Kamerúnmennséu við öllu búnir enda eru þeir fullir sjálfstrausts og sigurvilja eftir hinn sögulega leik gegn Argentínu. Rúmenar eru ekki síður ákveðnir að vinna þennan leik. Margir segja þá ekki síst hafa spilað svona vel gegn Sovétmönnum vegna hins pól- itíska ástands í Rúmeníu. Þarna hafi rúmenska landsliðið verið að gera upp sakirnar við kommúnismann og rússneska bjöminn. ÐAGFINNUR I gúrkutíð Nú er hafin gúrkutíð. Gúrkutíðin er sú uppskerutíð í lífi fréttamanna þegar ekkert ger- ist og ekkert er til að skrifa um. Gúrkutíðin er því ekki uppskeru- tíð heldur uppgjafatíð. Eða þann- Eg hef stundum velt því fyrir mér hvers vegna þessi þurra og fregn- lausa tíð er kölluð gúrkutíð. Nú er gúrkan vatnsmikill ávöxtur eða réttara sagt vökvamikið græn- meti. Þar að auki ergúrkan étin allan ársins hring og ekki árstíðabund- in. Svo má líka setja hana í krukku með kryddum og gera hana súra. Eiginlega ætti fréttalausa tíðin að heita kaktustíð Cíúrkutíðin hefst þegar Alþingi lýkur, stjómmálamennirnir fara í sumarfrí (oftast út í kjördæmin til að sýna sig loksins), viðskipta- heimurinn fer í sólarlandaferðir og venjulegt fólk fer út á götu að sleikja ís. Eftir sitja sveittir blaðamenn við símana og hringja út um allt og ná í engan. tig sem gamalreyndur blaðamað- ur hef oftsinnis farið í gegnum gúrkutíð. Ég hef skrifað fréttir um ketti sem hafa fest í tré, kórsöng á Trékyllisvík, svínarækt á Aust- fjörðum, skátamót í Herjólfsdal og breytingartillögur við reglugerð um ormarækt. í gúrkutíð er allt hey í þeim harðindum. í gúrkutíðinni reynir á að menn sýni þolinmæði, úthald og út- sjónasemi. Eg man til dæmis að ég sauð einu sinni frétt upp úr mann- inum frá Rafmagnsveitunni sem kom til að lesa af mælinum. Fyrir- sögnin á þeirri frétt var svona: MÆLAMENN FÁ SJALDNAN RAFLOST. Öðru sinni skrifaði ég forsíðu- frétt eftir að hafa gert árangurs- lausar tilraunir til að hringja í vin minn sem alltaf var á tali. Sú fyrir- sögn hljóðaði: A AÐ SETJA SJALFVIRKA AFTENGINGU Á ÞÁ SEM TALA LENGI í SÍMA? Þetta þótti nokkuð góð frétt og var mikið umtöluð á öðrum fjöl- miðlum og endureögð, enda voru starfssystkini mín einnig á hraðri gúrkutíð. Og ég þarf náttúrulega ekki að taka fram, að þessi pistill dagsins er skrifaður um gúrkutíðina, vegna þess að nú er sú tíð hafin og ég hef ekkert annað að skrifa um. „Bar-stúlkur" ráku mót- mælendur á fíótta Þegar um 800 stúdentar og verka- menn hugðust mótmæla staðsetn- ingu bandarískra hermanna á Fi- lippseyjum mættu þeir um hundrað stúlkum sem mótmæltu mótmælun- um. Þær báru mótmælaspjöld sem á stóð: „Dollarar koma sér vel fyrir okkur." Mótmælendurnir snéru loks við og hættu við að halda mótmæl- in við bandaríska herstöð en flúðu með samkomuna á nálægt torg. Tugir þúsunda gleðikvenna, nektar- dansmeyja og gengilbeina vinna á börum nálægt herstöðinni og eiga því líf sitt undir veru bandaríska hersins á þessum slóðum. Menem stelst út af fundum til ao fylgjast meo HM Starfsmaður stjórnarráðsins í Argentínu segir að Carlos Men- em forseti landsins hafi skotist af og til út af f undum síðastliðinn mánudag til að fylgjast með gangi leikja. Stór sjónvarpsskjár er nokkra metra frá fundaher- bergi rikisstjórnarinnar þar sem margjr leikjanna eru sýndir beint frá Italíu. „Forsetinn horfði ekki á heila leiki. Hann skrappaðeins fram til að fylgjast með gangi leikjanna. Sumir ráðherrarnir slepptu því að sitja fundi til að geta fyigst með leikjum í heild sinni", sagði þessi sami starfs- maður. Menem er þekktur fyrir knatt- spyrnuáhuga sinn og síðastliðinn ágúst spilaði hann heilan fótbolta- leik sem haldinn var til styrktar fá- Carlos Menem er mikll knattspyrnu- áhugamaður og skýst jafnvel út af ríkisstjórnarfundum til að fylgjast með gangi mála á HM tækum í landinu. Þar sem knattspyrnuáhugi er víst landlægur í Argentínu verður að teljast líklegt að landsmenn fyrirgefi forseta sínum þó hann skjótist af og til fram til að horfa á fótboltann. Komið i veg fyrir stórfellt smygl á fólkitil Bandaríkjanna Bandarísk tollayfirvöld kom- ust nú nýlega fyrir stórfellt smygl á fólki til landsins. Smygl- hringurinn var mjög vel skipu- lagður og flutti fólkið gegnum Panama til Bandaríkjanna. Margir þeirra sem teknir voru á flugvelli í Alabama í Bandaríkjun- um voru ungir Kínverjar sem voru að flýja ógnarstjórnina heimafyrir. Fregnir herma að um 35000 Kín- verjar bíði í Panama eftir að verða fluttir til Bandaríkjanna með hjálp smyglaranna. Talsmaður yfirvalda segir smyglhringinn hafa verið stofnaðan skömmu áður en Banda- ríkjamenn réðust inní Panama til að kollvarpa stjórn Noriega. Smyglar- arnir tóku mflli 600.000 til 2.000.000 ísl.kr. fyrir að smygla ein- um manni yfir til fyrirheitna lands- ins. Til að gera yfirvöldum erfiðara fyrir voru Kínverjarnir fluttir frá Shanghai til Hong Kong og þaðan gegnum Amsterdam til Panama. Forsprakki smyglaranna heitir Alfonso Mock-Castillo. Hann er af kínversku bergi brotinn og á yfir höfði sér tíu ára fangelsisvist. Talsmenn bandaríska útlendinga- eftirlitsins og tollayfirvalda segja þetta stærsta smyglhring sinnar teg- undar sem nokkrusinni hefur verið flett ofan af. Sokkahneyksli í Tævan Minnstu munaði að tævanski herinn marseraði um í sokkum sem búnir voru til af helstu fjandmönnunum, það er Kínverj- um. Trúlegt þykir að mútur hafi verið greiddar til að sokkarnir kæmust í gegnum skoðun en þeir eru víst miklu lakari en lög gera ráð fyrir. Samkvæmt kínversku dagblaði hafa nokkrir háttsettir embættis- menn í tævanska hernum verið látnir svara til saka fyrir þetta voða- verk. Talsmaður tævanska hersins segir að sérstök rannsóknarnefnd hafi verið sett á laggirnar til að fara ofan í saumana áþessu máli. Menn telja líklegast að verktaki hafi látið sauma sokkana í Shanghai vegna þess hve vinnuafl er þar ódýrt. Það er rétt að það komi fram, til að skýra mikilvægi þessa máls, að Tævan og Kína hafa staðið í opinberu stríði í fjóra áratugi. DACSKRAIN Sjónvarpið 14.45 Heimsmeistaramótið í knatt- spyrnu — Uruguay-Spánn 17.50 Síðasta risaeðlan 18.15 Þvottabirn- irnir 18.40 Táknmálsfréttir 18.45 Heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Argentína-Sovélríkin 20.50 Fréttir og veður 21.20 Lfetahátíð í Rey kjavík 1990 22.25 G/ænir fingur 21.40Tan- ita Tikaram. A tónlákum 22.35 Með straumi fljótsins (Elrio que nos lleva) 00.30 Dagskrárlok. Stöo2 16.45 Nágrannar 17.30 Fimm félagar 17.55 Albert feiti 18.20 Funi 18.45 í sviðsljósinu 19.19 19.19 20.30 Af bæ í borg 21.00 Okkar maður 21.15 Bjargvætturinn 22.00 Hættur í him- ingeimnum 22.45 Umhverfis jörðina á 15 mínútum 23.10 Saklaus ást (An Innocent Love) 0045 Dagskrárlok. Rás 1 06.45 Veðurfregnir.Bæn 07.00 Fréttir 07.03 í morgunsárið 09.00 Fréttir 09.03 Litli bamatrninn: Dagfinnur dýralæknir 09.20 Morgunleikfimi 09.30 Landpósturinn 10.00 Fréttir 10.03 Þjónustu- og neytendahornið 10.10 Veðurfregnir 10.30 Úr bóka- skápnum 11.00 Fréttir 11.03 Sam- hljómur 11.53 Á dagskrá 12.00 Fréttayfirlit 12.01 Úr fuglabókinni 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veður- fregnir. .Dánarfregnir. Auglýsingar 13.00 I dagsins önn 13.30 Miðdegissagan: „Leigjandinn" eftir Svövu Jakobsdótlur 14.00 Fréttir 14.03 Harmonikkuþáttur 15.00 Frétt- ir 15.03 Sumarspjall 16.00 Fréttir 16.03 Að utan 16.10 Dagbókin 16.15 Veðurfregnir 16.20 Barnaútvarpið 17.00 Fréttir 17.03 Tónlist á síðdegi 18.00 Fréttir 18.03 Sumaraftann 18.30 Tónlist 18.45 Veðurfregnir. Auglýsingar 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Auglýsingar 19.32 Kviksjá 20.00 Fá- gæti 20.15 Samtímatónlist 21.00 Forsjárdeilur 21.30 Sumarsagan: „Birtingur" eftirVoltaire 22.00 Fréttir 22.07 Að utan 22.15 Veðurfregnir. Orð kvöldsins 22.30 Birtu brugðið á samtímann 23.10 Sjónaukinn 24.00 Fréttir 00.10 Samhjómur 01.00 Veð- urfregnir 01.10 Næturútvarp. Rás2 07.03 Morgunútvarpið 08.00 Morg- unfréttir 09.03 Morgunsyrpa 11.03 Sólarsumar 12.00 Fréttayfirlit. Aug- lýsingar 12.20 Hádegisfréttir 14.03 Brot úr degi 1603 Dagskrá 18.03 Þjóðarsálin 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Zikk Zakk 20.30 Gullskífan 21.00 Ur smiðjunni 22.07 Landið og miðin 23.10 Fyrirmyndariölk 00.101 háttinn 01.00 Næturútvarp Bylgian 07.00 Pétur Steinn Guðmundsson og Hulda Gunnarsdóttir 09.00 Fréttir 09.10 Ólafur Már Björnsson 11.00 í mat með Palla 13.00 Valdís Gunnars- dóttir 15.00 Agúst Héðinsson 17.00 Kvöldfréttir 17.15Reykjavík síðdegis 18.30 Hafþó.r FreyrSigurðsson 22.00 Þorsteinn Ásgeirsson 02.00 Frey- móður T Sigurðsson. Stjarnan O7Í0O Dýragarðurinn 10.00 Björn Þór- ir Sigurðsson 13.00 Kristófer Helga- son 17.00 Á bakinumeð Bjarna 19.00 Darri Ólason 22.00 Ólöf Marin Úlf- arsdóttir 24.00 Bjöm Sigurðsson. Aðalstöoin 07.00 Á nýjum degi 10.00 Kominn tími til 13.00 Meðbros á vör 16.00 í dag í kvöld 19.00 Við kvöldverðar- borðið 20.00 Á yfirborðinu 22.00 í lífsins ólgusjó 2400 Næturtónar.