Alþýðublaðið - 15.06.1990, Page 1

Alþýðublaðið - 15.06.1990, Page 1
MPYÐUBLMÐ 87. TOLUBLAÐ 71. ARGANGUR FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1990 SEÐLUM STOLIÐ FRÁ SEÐLABANKA: í gærmorg- un kom í Ijós að stolið hafði verið talsverðu fé úr geymslu Seðlabankans á Seyðisfirði. Seðlabúnt eru þar geymd en þegar farið var að athuga þau kom í Ijós að pappírsseðlum hafði verið komið fyrir í búntin í stað 100 krónuseðla. 500 seðlar voru í hverju búnti. Málið er óupplýst en tvo þarf til að opna geymslurnar og hafa þeir aðilar sinn hvort lykil- inn. EFTA-RAÐSTEFNAN: Forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, lagði áherslu á það á ráðstefnu EFTA-ríkj- anna í Gautaborg í gær að íslendingar héldu ennþá fast við þá fyrirvara sem þeir hefðu sett um fiskveiðar og ekki kæmi til greina að versla með þá fyrir fríverslun með fisk. Ingvar Carlson forsætisráðherra Svíðþjóðar leiddi við- ræðurnar í gær og var mjög ánægður með niðurstöðurnar og þann árangur að fyrirvörum hefði fækkað á meðan Sví- ar hefðu leitt viðræðurnar. STÁLVÍK GJALDÞROTA? Skiptaráðandinn í Hafnar- firði hafnaði í gær að veita Skipasmíðastöðinni Stálvík í Garðabæ greiðslustöðvun sem fyrirtækið hafði farið fram á til þriggja mánaða. Síðar í mánuðinum verður væntan- lega tekin afstaða til beiðni um að taka fyrirtækið til gjal- þrotaskipta. HROSSAUPPBOÐ: í gær var haldin uppboðsréttur á vegum bæjarfógetans í Hafnarfirði vegna uppboðs á hross- um sem höfðu verði tekin af eigenda þess vegna vanhirðu og illrar meðferðar. Mótmæli komu fram um eignarrétt á þeim og var óvíst hvort uppboðið færi fram. Uppboð var haldið undir berum himni við Kaldárselsveg í Hafnarfirði. Auk fjölda áhorfenda voru mættir á staðinn fulltrúar dýra- verndunarfélaga. GEGN MENGUN SJÁVAR: Á ársfundi Parísarsamn- ingsins um varnir gegn mengun sjávar frá landstöðvum sem haldinn var í Reykjavík var samþykkt að fyrir 1. janú- ar 1995 skuli draga úr losum þrávirkra lífrænna efna í Atl- antshafið um 70 til 90%. íslendingar höfðu lagt fram tillögu þess efnis að samráð skyldi haft áður en ákvarðanir yrðu teknar um starfsemi sem hugsanlega gætu valdið mengun á hafsvæðum ann- arra þjóða var hins vegar felld en tillaga Þjóðverja sem gekk í sömu átt en alls ekki eins iangt og tillaga íslendinga var samþykkt. DALVIK: Kristján Þór Júlíusson hefur verið endurráðinn bæjarstjóri á Dalvík til næstu fjögurra ára. Trausti Þor- steinsson var kjörinn forseti bæjarstjórnar. ENN VINNUR KARMERUN: Landslið Kamerún í knattspyrnu vann sinn annan leik á HM í knattspyrnu í gær. Þeir unnu þá Rúmena 2—1. Þá unnu Júgóslavar lið Kól- umbíu 1—0. Italir unnu Bandaríkin 1—0. LEIÐARINN Í DAG Alþýðublaðið fjallar í dag um hina farsælu lausn sem nú virðist vera í sjónmáli á sjálfstæð- isdeilu Litháens og Sovétríkjanna. Blaðið er þeirrar skoðunar að sameiginleg stefna Evr- ópu, Bandaríkjanna og NATO sem tók mið af sveigjanleik og gætni, hafi auðveldað ríkjunum að ná saman. Alþýðublaðið áréttar ennfremur ábyrgðarleysi og skammsýni formanns Sjálf- stæðisflokksins og Morgunblaðsins í Litháen- deilunni.____________________ Lög eða ólög? Er fjármálaráðherra að brjóta lög þegar hann hafnar því að félagar i BHMR fái þær kaup- hækkanir sem um hafði verið samið fyrir rúmu ári. Sjá frétta- skýringu eftir Jón Daníelsson. Kynsjúkdómar algengari hér I frétt má lesa að íslendingar eru lítt gefnir fyrir að nota smokkinn og kynsjúkdómar hér eru algengari en á hinum Norðurlöndunum. Datt SÍS úr sambandi? IGuðmundur Einarsson segir í föstudagsspalli sínu frá sam- bandsleysi, sambandi við sjóð- ina og sambandi við raunveru- leikan hjá Sambandinu. Jákvætt svo undrum likist Vetnisverksmiðja á íslandi? Hugsanlegt er að verk- smiðja til vetnisfram- leiðslu verði reist hér á landi. Að því máli vinna nú aðilar frá Háskólanum og Markaðsskrifstofu iðnað- arráðuney tisins og Lands- virkjunar. Það eru þýskir aðilar sem hafa hug á þess- ari vetnisframleiðslu og hafa verið í sambandi við Kanadamenn um þau mál. Islendingar leita nú einnig eftir samstarfi við þessa þýsku aðila um að verk- smiðjan verði reist hér á landi. Þetta kom fram í máli Jóns Sigurðssonar iðnaðarráð- herra við Alþýðublaðið í gær- kveldi. Jón sagði að slík fram- leiðsla gæti ekki staðið undir sér og væri óhugsandi án op- inberra styrkja. Hins vegar væri vetni framtíðarorkugjafi og því væri þetta mjög spenn- andi verkefni. Hann myndi ræða við aðila í Þýskalandi og innan EB um þessi mál. Reiknað er með að raforku- notkun slíkrar verksmiðju yrði um 100 megavött. Þó vetnisorka sé ekki enn sem komið er samkeppnisfær við aðra orkugjafa í verði hefur hún þann kost að henni fylgir lítil eða engin mengun. Jón Sigurðsson sagði að þegar horft væri fram í tímann gæti nýting vetnis sem orkugjafa skipt miklu í baráttunni gegn mengun. Með slíkri fram- leiðslu á íslandi mætti einnig koma í veg fyrir innfluttning á olíu en nota þess í stað vetni á farartæki og fiskiskipaflota landsmanna. jákvæðar. Laufey sagði að nokkur bið gæti orðið á því að þetta lyf kæmi á markað- inn því það þyrfti að marg- prófa svona hluti áður. Lyfið þarf hins vegar ekki endilega að fara fyrst á Bandaríkja- markað heldur gæti svo farið að þetta lyf færi fyrst á mark- að í Evrópu. „Maður skyldi samt varast að bíða og borða rjómatertur þar ti! lyfið kemur hingað til lands," sagði Dr. Laufey Stein- grímsdóttir. Bindindisfélag ökumanna bauö fjölmiölamönnum að spreyta sig í ökuleikni en félagiö hyggst verða meö keppni í ökuleikni um allt land í sumar. Á myndinni getur að líta Árna Bjarnason Ijósmyndara á Tímanum sem varö hlut- skarpastur fjölmiðlamanna í ökuleikniskeppninni en hér reynir hann fyrir sér i hjólreiðakeppninni. A-mynd: E.ÓI. — segir dr. Laufey Steingrímsdóttir nœringarfrœöingur um bandarískar rannsóknir á ,,megrunarhormóni“, sem hefur fjölmargar hliöarverkanir. „Þetta hormón hefur svo jákvæð áhrif að mönnum finnst það furðu iíkast. Fólk grennist, kólesteról Iækkar, bióðsykurþol verður heilbrigðara og það hefur jákvæð áhrif á mótstöðuafi líkamans gegn sýkingum og krabba- meini. Eituráhrif og óæskileg áhrif hafa ekki fundist í því magni sem þarf til að það hafi áhrif á þyngdina, „ sagði dr. Lauf- ey Steingrímsdóttir nær- ingarfræðingur í viðtali við Alþýðublaðið í gær, þegar hún var spurð um rannsóknir á svokölluðu dehydroepiandrosterone, sterahormóni. Hormónið fyrirfinnst í öllu heilbrigðu fólki en hefur lítil athygli verið veitt hingað til. Búist er við, ef allt gengur að óskum, að lyf sem inniheldur þetta hormón komi á mark- aðinn innan fáeinna ára. Má því segja að þetta verði sú megrun sem marga hefur dreymt um og reyndar meira en það. Laufey sagði þetta ekki hafa þau sömu áhrif á tauga- kerfið og megrunarpillur sem fólk var að taka hér í eina tíð. „Þetta hækkar ekki blóð- þrýstinginn, örvar ekki hjart- sláttinn og þetta hefur ekki áhrif á skjaldkirtilinn. Við vit- um að ef fólk er með brengl- un í skjaldkirtli þá horast það niður. Það er auðvitað engin æskileg grenning vegna þess að þá er fólk veikt um leið, sagði Laufey. Styrkur þessa efnis er nokkuð hár í vökvum líkam- ans en hingað til hefur verið litið á þetta efni sem hverja aðra hliðarafurð. En nú hefur komið í ljós að það er meira af þessu efni í grönnu en feitu fólki. Vandinn við þetta er hins vegar sá að fólk þarf að taka þetta lyf inn daglega. Það læknar ekki ástand út af fyrir sig heldur verður fólk að taka þetta inn alltaf, t.d. eins og lýsið sitt, til að áhrifin haldist. Að sögn Laufeyjar er þetta — sterahormón og mishá gildi þess — ekki það eina sem veldur því að fólk er grannt eða feitt. Það eru margir þættir sem spila inn í. Þetta er ekki lausn fyrir fólk sem á við veruleg neyslu- vandamál að stríða og er mikið feitt. Rannsóknir á þessu til- tekna sterahormóni eiga sér stað í Bandaríkjunum og hóf- ust með rotturannsóknum. Þegar hafa verið gerðar vel skipulagðar rannsóknir á fólki og hafa þær verið mjög

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.