Alþýðublaðið - 15.06.1990, Side 5

Alþýðublaðið - 15.06.1990, Side 5
Föstudagur 15. júní 1990 MENNING 5 Upphaf ritlistar Og listin aö lœra utan aö Leturgerð er hlekkur i langri sögu tjáskipta. Mað- urinn gerir sig fyrst skil janlegan með likamsmáli og bendingum. Siðar fer hann að gefa hlutum nafn. Og nöfn þarf að skýra og gefa þeim einkunn. Og þegar slik orð eru orðin nœgjanlega mörg verður tal til. Löngu síðar eða í upphafi borg- armenningar rekur nauðsyn kaupmanninn til að breyta töluðu orði í sýnilegt tákn eða mynd. Skrift hafði tvo kosti fram yfir hið talaða orð: Talað orð vill gleymast eða breytast í minni manna en bókstafurinn blífur. Menn geta líka aðeins talað við nærstadda, en hið skrifaða orð gat það án þess að breytast til fjarlægustu byggða. Upphaf leturgerðar En hvenær og hvar hefst þá let- urgerð? Það segir sig sjálft að hún byrjar þar sem borgarmenningin byrjar og á svipuðum tíma. Elstu skrifaðir textar sem fundist hafa eru frá Norður-Mesapótamíu við Tell Brak. Þeir eru frá 3200 f.Kr. Aðrir textar frá því um 3000 f.Kr. hafa fundist í Uruk. Frá Mesapótamíu barst letur- gerð til Persíu, Indlands, Egypta- lands, Krítar og Kína. En letrið þróaðist á ýmsa vegu á ólíkum tungum þó að margt virðist sam- eiginlegt með hinum sjö fyrstu austurlensku leturgerðum. Það væri auðvitað hugsanlegt að letur hafi sprottið upp á fleiri stöðum vegna skyldra þarfa. En knýjandi þörf fyrir letur byrjar ekki fyrr en í borgarmenningunni með þörf- um kaupmannsins. Borgarmenn- ingin var flutt út frá Mesapótamíu og leturgerð var hluti hennar. Það er auðvitað miklu auðveldara að líkja eftir en að finna upp eitthvað sem er algerlega nýtt. Dreifing hugmynda er að sama skapi senni- legri tilgáta en að sama hugmynd komi upp á mörgum stöðum án ytri áhrifa, þó að svo kunni að virðast vegna þess að engin saga er til um manninn eða mennina sem fluttu hugmyndina með úlf- aldalestum jafnvel á hverju ári milli Miðjarðarhafs og Kyrrahafs. En það er hægt að þróa sömu hug- mynd á marga vegu þannig, að í augum manna sem skoða þessa. hluti árþúsundum síðar lítur út fyrir að um margar „menningar" sé að ræða. Irá myndletri Hl stafráfs Fyrsta letrið er myndletur. Skrift þróast frá myndletri til stafrófs. Menn læra að tjá hugsanir sínar og tilfinningar með sýnilegum merkj- um og gera þær skiljanlegar öllum sem kunna að ráða í merkin. Eins og fyrr segir eru til sjö aust- urlensk leturkerfi. Hið fyrsta byrj- ar í Mesapótamíu og þaðan berst það til Egyptalands um 3000 f.Kr. og þaðan aftur til Krítar og Eyja- hafs árþúsundum síðar. Og eftir nokkrar aldir berst það til Hittita í Tyrklandi. Frumgerðin af letri Elamita, Ind- verja og Krítverja er enn óráðin. Hin fjögur, letur Súmera, Egypta, Hittita og Kínverja eiga það sam- eiginlegt að vera hljóðritun, næst- um frá byrjun.Þau hafa öll: 1. Merki sem tákna eitt orð. 2. Merki sem táka samstöfu. 3. Hjálpartákn, t.d. greinarmerki. Myndun orðtákna er mjög lík í þessum fjórum kerfum. Aðeins samstöfutáknin eru nægjanlega ólík til að réttlæta skiptingu í mis- munandi tegundir leturgerða. Þáttaskil verða í þróun leturgerð- ar þegar hún þróast upp í stafrófs- röð. Og það voru Grikkir sem gerðu fyrsta stafrófið. Með leturgerð, handriti eða bók, verða þáttaskil í menningu. Og þróunin heldur áfram. Menn finna upp á því að prenta táknin og loks á 19. öld er tæknin komin á það stig að bók verður almennings- eign og hægt að tala um heims- bókmenntir sem allir eiga aðgang að vegna góðra þýðenda. Allt eru þetta framfarir. Þó eru þeir til sem álíta að bókmenntaþekkingu hafi farið stórlega aftur eftir að menn fóru að lesa bækur! Bókmenntir voru munnlegar sjálfsagt í árþús- undir á undan letri og prentlist. Gunnar Dal skrifar Ad Itunna bókmenntir utan aö_______________________ Það að kunna bókmenntir utan að var almenn íþrótt og Grikkir litu svo á að það að læra bók- menntir utan að væri listgrein. Og ekki sú minnsta. Hún er þvert á móti móðir allra listgreina. Þessa móður listanna, gyðju minn- isins, nefndu Grikkir Mnemosyne. Og hún var stórrar ættar. Faðir hennar var Uranus (himinninn) og móðir hennar var Gea öörðin). Og þessi gyðja minninganna eignað- ist líka frægar dætur, sjálfar menntagyðjurnar grísku. Þær voru níu talsins: Calliope, gyðja söngljóðsins. Polyhymnía, gyðja sálma og helgiljóða. Evterpe, gyðja flautunnar. Erato, gyðja lýrunnar. Terpischore, gyðja dansins. Thalía, gyðja gamanleiksins. Meipomane, gyðja harmleiksins. Clíó, gyðja sögunnar. Uranía, gyðja stjörnufræðinnar. Listin að iæra utan að var iðkuð um allan heim, einnig í Evrópu um aldaraðir. Sagt er t.d. um Tómas Aquinas að hann hafi lagt metnað sinn í að kunna utan að allar bæk- ur sem hann las. íslendingar lærðu ljóð og sögur utan að alveg fram á 20. öld, og fátt er betur fallið til að varðveita bók- menntir og tungu. En nú er kom- in önnur öld. Þekking og listir þús- undfaldast. En hvað situr eftir af þessu í hðfði manna? Er menn- ingarauki að því fyrir hinn ein- staka mann að geyma á bók eða í tölvu það sem menn áður geymdu í höfði sér? Minna má á að það er mikil fylgni milli minnis og greindar. Við stöðv- um ekki framþróunina, segja menn. En verða menn ekki líka að fara að verja sig fyrir tækni sinni? Verða menn ekki með einhverjum ráðum að hindra að allt vit og minni sé flutt úr mannshuganum í vélmennið? „Er menningarauki að því fyrir hinn einstaka mann að geyma á bók eða í tölvu það sem menn áður geymdu í höfði sér? Minna má á, að það er mikil fylgni milli minnis og greindar," segir Gunnar Dal m.a. í grein sinni um upphaf ritlistar. TÓNUST Þungvægur léttleiki I Salonisli: Miöevrópsk hljóm- skála- 'og kaffihúsalónlist (Sigur- jónssafni 11. maí). Við lifum á skrumöld. Afþrey- ingartilboðin eru að kaffæra okk- ur, og munar stórum á því sem bauðst fyrir bara fimmtán árum. Það verður æ erfiðara að greina kjarnann frá hisminu — og forða hljómleikagesti sem eitt sinn voru frá að skemmta sér í hel. Á slíkum tímum nægir ekki lengur að treysta á, að fólkið sé guðslifandifegið að komast á tón- leika. Hafi það verið, er það alla- vega fyrir bí. Núna þarf að mark- aðsfæra menninguna. Snúa vörn í sókn. Færa listina til fólksins. Brúa bilið milli „Þungs" og „létts". Ég er ekki þarmeð endilega að segja, að í I Salonisti sé allsherj- arlausn á vandanum. í fyrsta lagi lifa þeir I foríðinni, endurspegla liðna kaffihúsamenningu megin- landsins, sem seint og illa festi ræt- ur hér. En listahátíðarnefnd hefur með komu svissnesku salonspilar- anna hingað sýnt viðleitni til að hlúa að hinu löngum vanrækta millisviði mili há- og láglistar, „þungrar" og „iéttrar" tónlistar. Því meir sem maður hugleiðir slíka merkimiða, því betur kemur raunar I Ijós fánýti þeirra. Hversu mörg dæmi finnast ekki um ýmiss galsafengna klassík eða þung- lamalegt popp? Þó svo að enn sé í almenningsvitundinni greint á milli „létts" og „þungs“ — þess sem ku list, og þess sem ekki ku list, eins og ekkert sé þar á mili — er kannski bara fyrir smæð mark- aðarins hér, að „millifyrirbrigði" eins og vönduð kómík, vandaðar barnabækur og vönduð skemmti- tónlist skuli eiga jafnerfitt upp- dráttar og raun ber vitni. Kannski vinnur þjóðin of mikið til að hafa tíma aflögu fyrir annað en tylli- dagalist. Nema hvort tveggja sé. Við sáum, hvað við höfðum misst af í leik I Salonisti í.Sigur- jónssafni. Taka ber þó strax fram, að auðvitað hefur farið fjarri, að venjulegar kaffihúsa- og hljóm- skálasveitir meginlandsins hafi leikið þetta vel. Gæðin voru stíl- færð. En við og við hefur kannski glytt í svipaðan tilfinningahita og Svissararnir lögðu á bjóð, „fíling", er verður æ sjaldnar vart við í firr- ingarsamfélagi, þar sem öllum er sama um allt. Og efnisskrá fimm- menninganna var alltjent upp á hár sú tónlist sem vænta mátti á betri búllum í París, Vínarborg og Búdapest fyrir stríð: The Jitter- bug, Wien bleibt Wien, þrjú lög eítir Kreisler, Comme ci, Comme qa Boulangers, La Danza Rossinis, Romanesca Leoncavallos, Gong gong eftir Satie , knæpuútgáfa af Clair du iund Debussys, skuggahverfatón- smíðar eftir Sjostakovítsj (Polka), Stravinsky og (Tango) og Khatsja- túrian (Sverðdansinn — ef það var þá ekki ballett), nú, og svo auðvitað hugleiðingar, leiknar með sméri, eftir aðalréttinn: Méditation eftir Massanet. Ann- að sem passaði ekki beint upp á tíma, en ágætlega upp á stíl: Cabaret eftir Kander og júðalögin úr Fiðlaranum á þakinu eftir Bock. Allt flutt með slíkri innlifun. að handhafa hæstlaunuðustu bog- fimi í heimi hefði sett dreyrrjóðan. Sem sagt: hin ágætasta skemmt- un. Að vísu var ofurlítið annarlegt að hlusta á svona bakgrunnsmús- ík á hefðbundnum hljómleikum með andakt; mann langaði til að rölta um, fá sér bj. . ., ég meina kaffi, daðra við matseljurnar... En, eins og einnig var sagt: Spilamennskan var óvenju góð. Eitt vakti þó illan kurr og erg- elsi. I Salonisti (tvær fiðlur, selló, kontrabassi og píanó) hafa tekið fyrir argentínska tangóa, veit ég, með sannkölluðum glaesibrag. Því í dauðanum ekki nú? Ég hafði á tilfinningunni, að hálfur troðfull- ur salurinn I Sigurjónssafni biði eftir tangó með sviptingum, blóði og brillijantíni. Meiraðsegja hef ég af plötu heyrt þá taka tangó í fúguformi. En nei, hvílík von- brigði og Þunnur Þrettándi, pappatangóið hans Igors var látið duga. Þykir dúnmúkt ofbeldið í mellu- dólgamúsíkinni frá Buenos Aires of léttvægt fyrir Listahátíð í Reykjavík? Ríkarður Örn Pálsson skrifar

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.