Alþýðublaðið - 16.06.1990, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.06.1990, Blaðsíða 1
flhVIHIRIÍIIIII HliF 1 if UULllIf III Boðberí nýrra tíma 88. TOLUBLAÐ 71. ARGANGUR LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1990 AFVOPNUN A HOFUNUM: „TÍMINN VINNUR MEÐ OKKUR" „Ég lýsti Því sjón- armiði íslensku ríkisstjórnarinnar að við teljum að það sé óhaldbær afstaða að segja að höfin skuli vera undanskilin þeirri afvopnun sem á sér stað í öllum vígbúnaði," sagði Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra við Alþýðublaðið í gær. Undanfarna þrjá daga hef- ur staðið yfir ráðstefna í Helsingör í Danmörku um traustvekjandi aðgerðir og vígbúnaðareftirlit á höfun- um í ljósi annarra afvopn- unarsamninga sem nú standa yfir. Til ráðstefnunn- ar er boðað af afvopnunar- deild Sameinuðu þjóðanna. Allir utanríkisráðherrar Norðurlanda ávörpuðu samkomuna. ,,Ég gerði grein fyrir hinum sérstöku hags- munutn Islands, bæði varðandi þjóðarbúskap Islendinga, hernaðarlegt mikilvægi íslands frá og með Kalda stríðinu vegna samtengingarinnar af hættunni frá vígbúnaðar- kapphlaupinu annars vegar og hugsanlegum umhverfis- slysum hins vegar sem rústað gæti tilverugrundvöll íslend- inga," sagði utanríkisráðherra. „Það er auðheyrt af mál- flutningi sumra utanríkisráðherra innan Atlantshafs- bandalagsins að þeir eru farnir að fjalla í alvöru um þessi mál, t.d. Norðmenn en sérstaklega Kandamenn. Ljóst er að við vorum á undan tímanum þegar við settum þessar til- lögur fram 1988. Og það er Ijóst að tíminn vinnur með okk- ur í þessu máli," sagði Jón Baldvin Hannibalsson við Al- þýðublaðið. GJALDKERINN STAL FRÁ BANKANUM: Aðai- gjaldkeri Landsbankans á Seyðisfirði hefur viðurkennt að hafa dregið sér rúmlega 5,6 milljónir króna úr peninga- geymslu Seðlabankans á Seyðisfirði. Gjaldkerinn, sem er handhafi af öðrum tveggja jykla sem ganga geymslunni, hafði útbúið peningabúnt þar sem aðeins voru seðlar yst en annars samanstóðu búntin af pappírseðlum. Þannig gat hann blekkt félaga sinn sem var handhafi hins lykilsins og hélt að búntin innhéldu raunverulega peninga. FLEIRI ERLENDIR FERÐAMENN: í maímánuði komu 15% fleiri ferðamenn til Islands en í sama mánuði í fyrra. Þeir voru um 11.500 talsins. Þeim ferðalöngum sem leggja leið sína hingað á vorin hefur fjölgað mjög mikið á undanförnum árum. HÁSKÓLINN AKUREYRI: 11 nemendur frá Háskólan- um á Akureyri voru brautskráðir í gær. Þeir eru allir af rekstarbraut. Þetta er í annað sinn sem nemendur eru brautskráðir frá skólanum og fyrsta sinn sem rekstrarfræð- ingar eru brautskráðir. ORYGGIR TEKKAR: Tékkar tryggðu sér áframhald- andi þátttöku í úrslitakeppni HIVI í knattspyrnu er þeir unnu Austurríkismenn 1—0 í gær. Þjóðverjar unnu sinn annan stórsigur er þeir lögðu Sameinuöu arabísku fursta- dæmin að velli 5—1. LEBÐARBNN í DAO „Ráöamenn hætta að þora að segja nei, fara að deila út gjöfum til ýmissa hópa í þjóðfélaginu í von um stuðning þeirra í kosningum. Slíkt reynist oft dýrkeypt, allt efnahagslíf fer úr böndunum og langvinnt starf sem hefur miðað að efnahagslegum stöðugleika fýkur út um gluggann í einni svipan," segir í leiðara í dag. Þarerfjallaðumefnahagsjafnvægiðítengslum við BHMR-deiluna og fleira. Samviskusamur nákvæmnismaöur Sigurður Markússon, nýkjör- inn stjórnarformaður Sam- bands Islenskra Samvinnufé- laga, er maður sem leynir á sér segir í nærmynd af honum í blaðinu í dag. Hann er líka litrík- ur Ijóðaunnandi. Samstaða um evrópska efnahagssvæðið Öllum efasemdum um að EFTA-ríkin geti náð samstöðu hefur verið eitt. EB-ríkin veita samningsumboð og taka ekki á móti inngöngubeiðnum ein- stakra EFTA-ríkja kemur fram í viðtali við Jón Baldvin. 11 Af hverju? Guðmundur Snorrason er maður sem lætur ekki bugast. Eftir að hafa starfað hjá sama fyrirtækinu í 33 ár var honum sagt upp. Nú er hann öryggis- vörður og forstöðumaður List- húss. Sjósleðaakstur er nýjasta della landsins og nú er hægt að leigja sér sleða víðs vegar við strendur höfuðborgarsvæðisins. Hún á það sameiginlegt með öðrum dellum aö vera sérstaklega skemmtileg. Aðalfjörið er þó aö detta í sjóinn, en það má nú lika gera það ókeypis. A-mynd: E.ÓI. 17. júní hátíðisdagur Sameinaðs Þýskalands? /¦)</ Kfistjáni Kristjúnssyni, Al- þýdtthladid, l-'rcihttrit: llm þessar mundir er mik.il umræða uppi í þýsku ríkjunum um sam- einingarmálin. l'.itt þeirra atriða sem mikið er rætt og ritað um er sameiginlegur þjóðarfrí- dagur, einskonar þjóð- hátíðardagur. Adallega eru tveir dagar taldir koma til greina sem slík- ir frídagar sameinaðra Þjódverja, — 17. júní og 9. nóvember, þjóðhátíð- ardagur okkar vegna uppreisnartilraunarinn- ar í A-Þýskalandi 1953 og sá síðarnefndi vegna opnunar landamæranna síðasta haust. Önnur atriði sem mikið eru rædd, er nafn hins sam- einaða ríkis. Stungið hefur verið upp á að kalla það einfaldlega Þýskaland. Ennfremur Sambandslýð- veldið Þýskaland, og Al- þýðulýðveldið Þýskaland. Þriðja atriðið er þjóð- söngurinn. Nokkur lög koma til greina, en helst þó Barnagæla eftir Bertold Brecht og tónskáldið Hanns Kisler, lag og Ijóð frá 1949.