Alþýðublaðið - 16.06.1990, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.06.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 16. júní 1990 INNLENDAR FRÉTTIR 3 FRÉTTIR Í HNOTSKURN NYTT GISTIHUS: Nýlega opnuðu hjónin Óiafur Skúla- son og Guðrún Ólafsdóttir Gistihúsið Laugaveg 101. Þau eru bæði vön hótelrekstri hjónin og reka m.a. gistihús að Miklubraut 1. Á Laugavegi 101 er boðið upp á 16 herbergi eins til fjögurra manna. Lyfta er í húsinu og gott aðgengi fyrir fatlaða. Myndin er af þeim Ólafi og Guðrúnu í anddyri nýja gistihússins. 100 ÞOLENDUR KYNFERÐILEGS OFBELDIS: Stígamót, miðstöðin fyrir konur og börn sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi, hafa starfað í þrjá mánuði. Óhugnanleg staðreynd er það að um 100 þolendur slíks of- beldis hafa leitað til Stígamóta. Oþinber styrkur til starfsins nægir engan veginn, og nú verður farið í fjársöfnun. Seld verða barmmerki á þriðjudaginn, 19. júní og er almenn- ingur hvattur til að styrkja þessa góðu starfsemi með 300 króna framlagi, þegar merkin eru keypt. Margir styrkja líka Stígamót með framlögum, litlum og stórum, og er þeim sem það vilja gera bent á síma 626868 og 626878. Stígamót eru til húsa að Vesturgötu 3 í Reykjavík. ATVINNULEYSIEYKST: Atvinnuleysi hefurstóraukist í Hafnarfirði með vorinu. I maímánuði s.l. voru skráðir 2426 atvinnuleysisdagar og hafði fjölgað mjög frá í apríl. Miðað við maí í fyrra var atvinnuleysið nú 67% meira en þá, segir í blaði Verkamannafélagsins Hlífar. Mest munar um aukningu í hópi verslunarfólks eftir að Grundarkjör varð gjaldþrota upp úr miðjum maí. MÓTMÆLI ÚR ÖLLUM ÁTTUM: Mikil fundahöld hafa verið síðustu dagana meðal háskólamenntaðra starfs- manna rikisins og hafa félögin öll mótmælt ákvörðun ríkis- valdsins að fresta framkvæmd áfanga kjarasamnings við BHMR. Mótmælunum rignir inn á fjölmiðlana í kjölfar fundanna. Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga hefur mótmælt harðlega ,,árás ríkisvaldsins á launamenn og lýðréttindi i landinu og krefst þess að staðið verði við gerða samninga". FYLKISSTJÓRIMANIT0BA: í gærmorgun kom hing- að til lands fylkisstjóri Manitoba-fylkis í Bandaríkjunum, George Johnson ásamt Doris eiginkonu sinni. Koma þau hingað í boði ríkisstjórnarinnar. Heimsókn fylkisstjóra- hjónanna stendur til 18. júní. BORGNESINGAR FYRSTIR GEGNUM GRÍN- MURINN : Spaugstofan byrjar atlöguna gegn grínmúrn- um á þjóðhátíðardaginn í Borgarnesi. Gamanleikurinn í gegnum grínmúrinn verður síðan sýndur á 22 stöðum á landinu, endað 10. júlí í Reykjavík. Er þetta tveggja stunda gleðileikur fyrir almenning, segja þeir Spaugstofumenn. Án efa mun Pétur Teitsson, fréttastjóri og fréttamenn hans ásamt öllum hinum vekja hlátragusur um land allt næstu vikurnar — og um leið vænkast hagur dilkakjötsframleið- enda, en til þess er leikurinn gerður jafnframt. GÓÐAR GJAFIR TIL GRENSÁSDEILDAR: var. iíö- ur sá mánuður að ekki berist góðar gjafir til Borgarspítal- ans, aðallega dýrmæt tæki. Verðmæti slíkra gjafa skipta milljónum króna árlega, segir Jóhannes Pálmason, fram- kvæmdastjóri Borgarspítalans. Félagar í Lionsklúbbnum Ægi hafa tvívegis fært Grensásdeild spítalans gjafir á þessu ári, fyrst sérstaka lyftara sem notaðir eru við flutning og böðun mikið fatlaðs fólks, en nú síðast tölvublóðþrýsti- mæla. Kiwanismenn úr Frey færðu deildinni nýlega Mac- intosh tölvu fyrir iðjuþjálfun og kemur hún í góðar þarfir. Fjölmennir hópar styðja Borgarspítalann, m.a. sérstakt fé- lag sem fyrrum borgarstjóri, Egill Skúli Ingibergsson stýrir. Meðal annarra virkra stuðningsaðila eru Oddfellowstúkur, Kvennadeild Rauða krossins og fleiri. Á myndinni eru El- deyjarfélagar að færa Grensásdeild nýja tölvu að gjöf — Ljósmynd Dís-Bsp. Börnin og umferöarslysin á íslandi og Nordulöndum: Helmingi fleiri slasast hér á landi Slasaöir og lótnir eftir umferðarslys ó hverja 100.000 íbúa <00 - Danmörk Finnland ísland Noregur Svíþjóö K7~A 1981 K5 1«88 Hlutfallslega fleiri fs- lendingar ýmist létust eða slösuðust í umferða- slysum árið 1988 og voru langt fyrir ofan hin- ar Norðurlandaþjóðirn- ar. Hér á landi slasast helmingi fleiri börn yngri en 5 ára og um þriðjungi fleiri gamal- menni eldri en 65 ára en í nágrannalöndunum, segir í nýútkominni heilsufarskönnun sem gerð var. Töluverð fjölgun um- ferðaróhappa hafa orðið hér á landi frá árinu 1981, 371 slys urðu á hverja 100.000 íbúa. Árið 1981 urðu 317 umferðaóhöpp á hverja 100.000 íbúa. Metár- ið var 1987 þegar 400 um- ferðaróhöpp urðu á hverja 100.000 íbúa. Danir virðast hafa náð nokkrum tökum á umferðinni því þar hefur umferðaóhöppum fækkað frá 1981 úr 279 í 244 á hverja 100.000 íbúa. Um- ferðarslysum fjölgar lítil- lega frá 1981 en fjölgar um u.þ.b. 50 tilfelli í Svíþjóð og Finnlandi. Ef skoðaðir eru einstakir aídurshópar koma enn slá- andi upplýsingar í ljós. Börnum á aldrinum 0 til 5 ára er helmingi hættara við að verða fyrir slysi af völd- um bifreiða en jafnöldrum þeirra á hinum Norður- löndunum. En þó hefur slysum á þessum aldurhópi fækkað nokkuð. Ungu fólki, á aldrinum 18—20 ára, sem hafa orðið fyrir umferðarslysum á ári hverju, hefur fjölgað úr 736 í 1151. Þetta um þriðjungi meira en hjá hinum Norð- urlöndunum. Helmingi fleiri slys eru á táningum, 15 til 17 ára hér á landi en í grannlöndun- um. Dauðsföllum og slys- um hefur hins vegar fækk- að töluvert hjá 10 til 14 ára unglingum frá 1981. Umferðaróhöppum hjá fólki eldra en 65 ára hefur einnig fjölgað mikið, eða um tæpan helming frá 1981, úr 184 í 336 á hverja 100.000 ibúa. Hinar Norð- urlandaþjóðirnar eru þar langt fyrir neðan okkur. Þar hafa staðið nokkurn veginn í stað og eru um 150 slysum fyrir neðan okkur á hverja 100.000 ibúa. Athuga verður að þessar tölur eiga við hvern þann einstakling sem ýmist verða fyrir umferðaóhappi í bíl eða utan hans. En í töl- unum á undan — umferða- róhapp á íbúa — er átt við hvert einstakt umferðaró- happ án tillits til fjölda þeirra sem verða fyrir slys- um. ,,lsland er mjög aftarlega á merinni miðað við hin Norðurlöndin. Þetta eru mjög ljótar og sláandi töl- ur", sagði Óli H. Þórðars- son, framkvæmdastjóri umferðarráðs í samtali við Alþýðublaðið, um skýrslu Nomesco, norrænu heilsu- málastofnunarinnar. „Ein skýring varðandi yngstu kynslóðina er sú að ung börn hér á landi eru ekki í eins strangri gæslu og ann- ars staðar. Á Bretlandi er börnum til dæmis strang- lega bannað svo mikið sem að leika sér á gangstéttum. Hér á landi er gangstéttin oft aðalleikvangurinn." Óli sagðist hins vegar sjá fram á bjartari tíð gagnvart börnum í bílum því að 1. október n.k. taka ný lög gildi sem segja að hafi skuli börn í öryggisbúnaði í bíl- um. ,,Eg er alveg klár á því að það á eftir að skila okkur árangri niður á við í þess- um tölum," sagði Óli. Varðandi þá gífurlega háu tölu umferðarslysa sem henda 15 til 17 ára unglinga benti Óli á að 17 ára ung- lingar eru hér á landi farnir að aka bíl, sem er yngra aldursmark en á hinum Norðurlöndunum, þannig að það er eðlilegt að þeir lendi í slysatölunum. 1988 gengu í gildi lög sem kváðu á um sólarhringsnotkun ökuljósa. Það gæti skýrt þá umtalsverðu fækkun slysa á börnum 10 til 14 ára sem eru mestur fjöldi gangandi vegfarenda. Það gengi hins vegar berhögg við aukingu umferðarslysa á fólki eldri en 65 ára. Óli hafði ekki skýringu á þeirri aukningu. „Þó slysum hafi ekki fækkað eru dauðsföllin á niðurleið. Það vil ég þakka aukinni notkum á öryggis- búnaði ásamt þeim færu læknum sem hér starfa," bætti Óli H. Þórðarsson við. Hann sagði hins vegar alltaf mismun á þeim tölum sem lögreglan skráir og spítalarnir. Spítlatölurnar væri mjög góð skráning og lögreglutölurnar hér á landi vera betri en á Norð- urlöndunum. ísland er betur sett ef fjöldi slysa er miðaður við fjölda bifreiða í landinu á hverjum tíma. Frá 1981 hef- ur bifreiðum á íslandi fjölg- að úr 98.300 í 140.000. „Það sem vegur liklega einna þyngst er að við Is- lendingar erum duglegri við að skrá slys en aðrar þjóðir," sagði Öli H. Þórð- arsson, framkvæmdarstjóri Umferðarráðs. Kristján Guðmundsson bœjarstjóri lœtur af störfum: NYR MEIRIHL UTI KEMUR AD CÓDU BÚI „Það er ekki ástæða til biturleika, — en ég skal ekki leyna því að ég hefði viljað hætta störfum hér í bænum á annan hátt en þennan," sagði Kristján Guðmundsson, sem nú lætur af störfum bæjar- stjóra í Kópavogi eftir 8 ára starf. Hann sagði að nú yrðu kaflaskil hjá sér eftir nær 19 ára starf fyrir Kópavogskaupstað. Fram- undan væri gott sumarfrí, það fyrsta samfellda frá því hann gerðist bæjar- stjóri. Kristján sagði að á þessum átta árum hefði margt gott verið gert í bæjarmálum Kópavogs. I bænum hefði samhentur meirihluti stjórn- að af miklum dugnaði og samviskusemi. Ljóst væri að liinn nýi meirihluti kæmi að góðu búi. Kristján Guðmundsson var mikið í fréttum fjölmiðla á síðasta sumri, þegar Foss- vogsdeilan blossaði upp milli bæjanna tveggja. Álþýðu- blaðið spurði bæjarstjórann fyrrverandi um samskipti hans og Davíðs Oddssonar. Kristján Guðmundsson sagði að oft hefði stríkkað á strengjum í þeirri samvinnu þeirra starfsbræðra. „Við Davíð fengum allt of fá tæki- færi til að hittast og ræða málefni bæjanna. Það var helst þegar einhver stór ágreiningsefni komu upp. Þetta voru engir gleðitímar. „Við gerum okkur grein fyrir að leiðin tii sjálfstæð- is, sem hófst 11. mars, er löng og erfið. Ég tel að þær ánægjulegu athugasemdir sem þú gerðir um málefni Eystrasaltsríkjanna muni flýta fyrir okkur og færa baráttuna nær alþjóða- sviðinu. Við kunnum að meta stuðning þinn og treystum á að þú munir veita okkur áframhald- Á tíma var um aðskilnað bæj- arfélaganna að ræða, þegar vargöldin var sem verst. Eg hefði kosið að hafa þetta öðru vísi — gott samstarf við ná- grannann i norðri, eins og aðra okkar nágranna". Sagði Kristján ennfremur að það væri gleðiefni að yfirvöld hafa nú skorið úr ágreiningn- um um Fossvogsdal, bæjar- mörk Kópavogs væru héðan andi stuðning", segir í bréfi frá Virgilijus Cepait- is, þingmanni og formanni þingnefndar um borgara- leg réttindi í Litháen til ut- anríkisráðherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar. Tilefni bréfsins er stuðning- ur Jóns Baldvins við málefni Eystrasaltsþjóðanna á ráð- herrafundi á vegum ráð- stefnu um öryggismál og samvinnu Evrópuríkja í byrj- af ákveðin, lyktirnar þær hin- ar sömu og Kópavogsmenn höfðu reiknað með. Kristján Guðmundsson var í gærdag kvaddur af starfs- mönnum sínum og samstarfs- mönnum í bæjarstjórn Kópa- vogs. Hann kvaðst ekki far- inn að leita sér að nýjum starfsvettvangi, til þess væri nægur tími nú í sumar. un júní í Kaupmannahöfn. Til þessarar ráðstefnu mætti Cepaitis með bréf Landbergis forseta upp á vas- ann og reyndi að fá leyfi til að sitja hana — en fékk ekki. „Þvi miður var mér tjáð að slíkt væri ekki mögulegt, jafnvel þótt öðru ríki, Alban- íu, væri gefið tækifæri á að hafa áheyrnarfulltrúa", segir Cepaitis í bréfinu til utanríkis- ráðherra. Litháar: Þakka Jóni Baldvini stuðning

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.