Alþýðublaðið - 16.06.1990, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 16.06.1990, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 16. júní 1990 íþrótiafélag í sviðsljósi Valsvöllurinn vigöur. Síra Friörik Friöriksson spyrnir fyrstu spyrnuna, en Ulfar Þóröarson, hinn mikli athafna- og framkvæmdamaöur, fylgist með, glaöur á svipinn, enda merkum áfanga náö. Stofnað: 11. maí 1911 Formaður: Jón Zoéga íþróttagreinar á stefnuskrá: Knattspyrna, handknattleikur, körfuknattleikur, badminton og skíðaíþróttir Knattspyrnufélagid Valur: Ævintýri KFUM-strákan na varð að traustu og sterku félagi Knattspyrnufélagið Valur er eitt af þeim félögum, sem stofnuð voru snemma á öldinni, en undanfari Vals má segja að hafi verið sérstök unglingadeild innan KFUM i Reykjavík, þar sem sira Friðrik Frið- riksson var leiðtogi, en hann naut óskoraðrar virð- ingar og trausts allra drengjanna, sem i henni voru. Linn þessara drengja var Guð- björn Guðmundsson og hann var potturinn og pannan í stofnun knattspyrnufélags KFUM-manna. Hann fékk nokkra félaga sína í lið með sér og 11. maí 1911 var hald- inn fundur á lesstofu KFUM, þar sem rætt var um ,,hvort ekki væri hægt að stofna knattspyrnufélag innan KFUM" eins og Guðbjörn segir í grein, sem hann skrifaði í 25 ára afmælisblað Vals. Um þessa fé- lagsstofnun segir Guðbjörn svo í grein sinni: Loftur Ijósmyndari var fyrsti formaður Vals ,,Uti var glampandi sölskin, logn og hiti — einn af þessum dásam- legu fögru vördögum, þegar allt iðar af lífi og fjöri. Eg man ekki fyr- ir víst hve margir voru boðaðir, en mig minnir að þeir væru 12. Að- eins tveir þriðju hlutar komu og af þeim, sem mættu vildu 6 taka þátt í slíku félagi." Þessir sex piltar, sem stofnuðu knattspyrnufélagið Val voru Filippus Guðmundsson, Guðbjörn Guðmundssson, Hallur Þorleifsson, Jóhannes Sigurðsson, Páll Sigurðsson og Stefán Ólafs- son. Stofnendurnir voru þó fleiri, því nokkrir í viðbót mættu á fram- haldsaðalfund 28. maí og þá var formlega kosin stjórn félagsins. A þessum fundi bættust eftirtaldir fé- lagar í hópinn: Guðmundur Guð- jónsson, Kristján Gíslason, Loftur Guðmundsson, Ottó Jónsson, Sveinn Þorkelsson, Björn Bene- diktsson, Helgi Bjarnason og Ein- ar Einarsson. Fyrstu stjórn Vals skipuðu: Loftur Guðmundsson for- maður, Hallur Þorleifsson gjald- keri og Jóhannes Sigurðsson rit- ari. Valur varð fyrst Íslandsmeistari 1930 Valsmenn tóku fyrst þátt í ís- landsmótinu 1915, en þá sem gest- ir. Það var ekki fyrr en 1930, 19 ár- um eftir stofnun félagsins, sem Valur varð íslandsmeistari eftir geysispennandi úrslitaleik við KR, sem Valur vann með 2 mörkum gegn 1. Mikil gleði ríkti meðal félagsmanna með þennan sigur, en þetta var aðeins upphafið að fjömörgum sigrum, sem félaginu hefur hlotnast á liðnum áratugum. Peildaskipting tekin upp hjá Val 1959 Fyrstu áratugi Vals iðkuðu fé- lagsmenn eingöngu knattspyrnu, en það átti eftir að breytast og á fyrsta íslandsmeistaramótinu í handknattleik 1940 varð Valur ís- landsmeistari í karlaflokki. Síðan voru fleiri íþróttagreinar teknar á stefnuskrá Vals og nú eru þær fimm, auk knattspyrnunnar og handknattleiksins eru það körfu- knattleikur, skíðaíþróttir og bad- minton. Sú nýjung var tekin upp hjá Val árið 1959, að skipta félaginu upp í deildir, það auðveldar starfið og dreifir því á fleiri heröar. Reynsla Valsmanna af þessu hefur a.m.k. verið góð. Frábær dugnaður Valsmanna við vallargerð Fljótlega eftir stofnun Vals var farið að huga aö því að finna nægj- anlega stóra flöt, til að geta leikið knattspyrnu. Ymsir staöir voru skoðaðir, en að lokum staðnæmst á Melunum. Strákarnir úr Val sýndu ótrúlegan dugnað og þolin- mæði við framkvæmdir eftir aö leyfi var fengið hjá bæjarstjóran- um í Reykjavík, Páli Einarssyni. Að sjálfsögðu fengu þeir síra Friörik til að ganga á fund bæjarstjórans, sem tók málaleitan þeirra vel. Það var ekki auðvelt verk að ryðja Melavöllinn og skapa sér þar að- stöðu. Melarnir voru stórgrýttir og illir yfirferðar, en kröfurnar voru ekki miklar og áhuginn í fyrir- rúmi. Kvöld eftir kvöld mættu drengirnir á Melunum, báru burt grjót, rökuðu og sléttuðu. Glæsimannvirkin á Hliðarenda__________________ Vallaraðstaða Valsmanna var á Melavelli til 1925, þegar Reykja- víkurborg ákvað að reisa fullkom- inn íþróttavöll á Melunum. Áður höfðu þeir orðið að flytja völlinn til á Melunum. Árið 1947 var ákveðið að kaupa jörðina Hlíðar- enda við Öskjuhlíð. Áhugi Vals- manna var strax mikill og trúlega hefur þetta verið eitt mesta gæfu- spor félagsins frá upphafi til þessa dags. Félagið hefur byggt glæsileg íþróttamannvirki að Hlíðarenda, bæði grasvelli og malarvelli svo og íþróttahús og aðstöðu fyrir fé- lagslegt starf. — Ég held að það sé ekki á neinn hallað, þó að hér sé fullyrt, aö heilinn og hjartað í framkvæmdum Valsmanna að Hlíðarenda hafi verið Úlfar Þórð- arson hinn mikli athafna- og fram- kvæmdamaður. Bjartsýni hans og dugnaður var með ólíkindum. Fyrsti malarvöllurinn að Hlíðar- enda var vígöur 3. september 1949 og þá athöfn annaðist síra Friðrik Friðriksson. Afrek og litlar_____________ Valsmanna eru_______________ fjölmargir__________________ Eins og áður hefur verið sagt unnu Valsmenn sinn fyrsta stórsig- ur, er félagið varð Islandsmeistari í knattspyrnu áriö 1930. Síöan hafa margir sigrar fallið þessu ágæta félagi í skaut, sem of langt mál yrði að telja upp í stuttri frá- sögn. Valur hefur tekið þátt í Evr- ópukeppni félagsliða, bæði í knattspyrnu og handknattleik og unnið markverða sigra. Það vakti athygli, þegar þeir komust í úrslit í Evrópukeppni í handknattieik. þó að úrslitaleikurinn tapaðist. Jafnteflisleikurinn gegn Benfica frá Portúgal er ekki eingöngu frægur fyrir árangur Valsmanna, heldur og ekki síður fyrir aðsókn- ina, en opinber tala áhorfenda var 18.243. Flestir eru þó á því aö áhorfendafjöldinn hafi verið ná- lægt 20 þúsund eða um 10. hver ís- lendingur! Ætli það sé ekki heims- met? Framtið félagsins_______________ er björt Framtíð Vals, sem verður 80 ára á næsta ári er svo sannarlega björt. Aðstaðan til íþrótta er með því besta sem þekkist, góðir vellir og íþróttahús. Starfsemin í besta lagi og unnin af áhuga og þekk- ingu. Ekki má gleyma góðu ungl- ingastarfi, sem hverju íþróttafélagi er nauðsyn, enda er Valur í fremstu röð í öllum þeim greinum, sem félagið leggur stund á. Áfram á sömu braut Valsmenn. Örn Eiðsson skrifar Valsmennirnir sem léku til úrslita i Evrópukeppninni við þýska liðið Gross- wallstadt. Frá vinstri: Brynjar Harðarson, Gunnar Lúövíksson, Bjarni Guð- mundsson, Þorbjörn Jensson, Stefán Gunnarsson, Þorbjörn Guðmunds- son, Jón H. Karlsson, Steindór Gunnarsson, Hilmar Björnsson þjálfari, Þór- arinn Eyþórsson, Bergur Guönason, formaður Vals, Stefán Halldórsson, Björn Björnsson, Pétur Guðmundsson aöstoöarmaður, Gunnsteinn Skúla- son liðsstjóri, Hermann Gunnarsson útvarpsmaður og Jón Pétur Jónsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.