Alþýðublaðið - 19.06.1990, Síða 1

Alþýðublaðið - 19.06.1990, Síða 1
Boðberi nýrra tíma 89. TÖLUBLAÐ 71. ÁRGANGUR amammm^mmamamaaaDi^mamm ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1990 300 NÝ STÖRF Á STUTTUM TÍMA: Það vekur at- hygli að á fimm ámm hafa orðið til u.þ.b. 300 ný störf í hug- búnaðariðnaði landsmanna. Þá er það athyglisvert að hvert nýtt starf í þessari grein kostar aðeins brot af því fé sem þarf til ýmissa annarra greina og er þá ekki verið að tala um stóriðju. Um 50 fyrirtæki eru starfandi á íslandj í hugbúnaðariðnaði. Samkvæmt úttekt Þróunarfélags Is- lands og Félags ísl. iðnrekenda eru fyrirtækin almennt á háu tæknistigi, starfsfólk vel menntað og aðbúnaður og tæki til fyrirmyndar. L0FAÐ FYRIR K0SNINGAR - SÍÐAN SVIKIÐ: Borgarstjórinn í Reykjavík hefur valdið íbúum í Grafarvogi miklum vonbrigðum. Rétt fyrir kosningar, þann 15. maí, var borgarstjóra afhentur undirskriftalisti með nöfnum 1278 íbúa i Grafarvogi sem mótmæltu staðsetningu mót- töku- og böggunarstöðvar fyrir sorp í Gufunesi. Síðan hafa fulltrúar íbúasamtakanna haldið tvo fundi með viðræðu- nefnd borgarstjórnar, þann síðari á fimmtudag. Héldu íbú- ar Grafarvogs fast í kröfuna um nýjan stað fyrir sorpið. Þessari körfu höfnuðu borgaryfirvöld alfarið. Annað höfðu þau þó látið i veðri vaka — fyrir kosningar. KR0K0DILL : Krókódíllinn, sem slappfrá eiganda sínum í Fannadal á laugardager nú talinn af. Kjörhiti Króka, eins og hann hét, mun vera í kringum 30 gráður en hitinn á vatninu í Norðfjarðará, þangað sem líklegt er að Króka hafi rekið, er um tvær gráður og straumþungi mikill. Krókódíllinn var um hálfur metri á lengd og var eigandi hans að viðra hann þegar hann slapp. HAGSÝNIR ÞURFA VÍÐA AÐ LEITA FANGA: Bændur sem vilja spara í aðföngum sínum þurfa víða að leita fanga, ætli þeir að spara i innkaupum sínum. Þetta kemur fram í verðkönnun Verðlagsstofnunar. Lægsta verð á fiskimjöli reyndist þannig í Súðavík, en hæsta verð var 52% hærra en verð Frosta, lægsta verð á lýsi var hjá Lýsis- félagi Vestmannaeyja og Jötni, Fóðurvörudeild, en reynd- ist 32% hærra í Kaupfélaginu á Hvolsvelli, í helsta landbún- aðarhéraðinu sunnanlands. Hjá því kaupfélagi reyndist aftur á móti hagstætt að kaupa nagla og girðingarnet, verðið þar verulega hag- stæðara en hjá t.d. Kaupfélagi Þingeyinga eða Byko. Inn- kaup bænda verða hinsvegar snúin ef kaupa skal á hag- stæðustu verðunum. ÓDÝR 0LÍA - DÝR FISKUR: Tass-fréttastofan greinir frá fundi forseta íslands með forsætisráðherra Sovétrikj- anna, Nikolai Ryzhkov sl. mánudag. Segir þar að veruleg- ur halli sé á viðskiptum Sovétmanna við ísland, — lágt verð fáist fyrir oliuvöru, en fiskurinn frá íslandi sé dýr. Þá sé skortur á erlendum gjaldeyri vandamál og háir viðskipt- um við önnur vestræn ríki. „Breyting frá ríkiseinokun í átt til markaðshagkerfis getur orðið til þess að sovéskir kaup- sýslumenn flytji frekar olíu út til annarra ríkja og kaupi í staðinn til dæmis tölvur og myndbandstæki fremur en ís- lenskan fisk. Oneitanlega er íslenskur fiskur samt mjög vinsæll í Sovétríkjunum", segir í fréttaskeyti Tass. LEIDARINN í DAG Leiðari Alþýðublaðsins í dag fjallar um 75 ára afmæli kosningaréttaríslenskrakvenna. Blaðið er þeirrar skoðunar að þrátt fyrir mikla vakn- ingu kvenna fyrr á öldinni, hafi íslenskt þjóðfé- lag ekki viðurkennt hæfileika kvenna til al- mennrar þjóðfélagslegrar þátttöku fyrr en á síðustu árum. Og enn standi hugarfarsvígi kynjafordómanna óbreytt um þjóðfélagið allt. SJÁ LEIÐARA Á BLS. 4: ENN STANDA HUG- ARFARSVÍGIN. 3 Alvarlegur skortur á heimilishjálp INorræn könnun á ástandi ýmissa heilbrigðismála á Norðurlöndunum sýnir að ís- lendingar standa illa að heimil- ishjálp og heimilishjúkrun. Ástandið er vægast sagt bág- borið og okkur ekki til sóma. I geitarhús að leita að sveiflu Ríkarður Öm Pálsson skrifar tónlistargagnrýni með ofan- greindri fyrirsögn um síðustu tónleika Sinfóníuhljómsveitar- innar í „glatkistu tónanna" við Hagatorg — Háskólabíó. 5 Vofa Khomeinís IÞrátt fyrir að erkiklerkurinn í íran sé af sjónarsviðinu má segja að vofa hans gangi aftur í þessu fornfræga þjóðfélagi. Ný ríkisstjóm er sögð verða að halda sig í einu og öllu í sama munstri og erkiklerkurinn myndaði á sínum tíma. Þjóðverjar áhugasamir — Vetnisverksmidja mundi þurfa raforku á viö álver — Slíkri verksmiðju fylgir engin mengun „Það að framleiða vetni er ekkert nýtt þó nú sé far- ið að huga að því að fram- leiða það í miklu-magni. Vetnisverksmiðja eins og Þjóðverjar eru að hugsa um að reisa hefur raforku- þörf á við álverið í Straumsvík. Kosturinn við framleiðslu á vetni og notkun þess sem eldsneyt- is er að því fylgir nánast engin mengun," sagði Bragi Arnason prófessor sem vinnur að því að kanna möguleika á vetnis- framleiðslu hér á landi ásamt iðnaðarráðuneyt- inu og Landsvirkjun. Það eru Þjóðverjar sem eru leiðandi í því að hefja stór- fellda tilraunaframleiðslu á vetni. Að því standa ýmsir að- ilar í Þýskalandi, háskólar og stórfyrirtæki í samvinnu við Evrópubandalagið. Áhugi Þjóðverja fyrir slíkri fram- leiðslu byggir á því að fyrir- sjáanlegt er að fljótlega muni draga úr framboði á olíu, hún muni því samfara hækka í verði og þá verði vetnið sam- keppnishæfur orkugjafi. Þá hefur vetnið þann ótvíræða kost sem eldsneyti að því fylgir engin mengun og notk- un þess skilar einfaldlega frá sér vatni. Vetni er framleitt úr vatni, annað hvort með raforku eða jarðgasi. Með því að nota raf- orkuna fæst hreinna hráefni og þar með dýrmætara. Kost- ur þess að breyta raforku í vetniseldsneyti er að það er hægt að geyma og flytja hvert sem verða vill. Helsti ókostur vetnis sem eldsneytis hingað til hefur verið mikil geymslukostnaður. Verði reist hér á landi vetn- isverksmiðja þarf ekki að hafa áhyggjur af neinni mengun henni samfara kom fram í máli Braga Árnasonar við blaðið og að þess vegna væri hægt að setja slíka verk- smiðju niður hvar sem hafn- araðstaða fyrir stór skip er fyrir hendi. Þá sagði Árni sem hefur rætt við aðila í Þýskalandi að hann teldi þá vera mjög áhugasama um að kanna möguleika á að koma slíkri verksmiðju upp á ís- landi. Islendingar væru fylli- lega samkeppnishæfir við Kanadamenn, sem þeir hefðu verið með í huga sem samstarfsaðila, auk þess sem flutningskostnaður væri mun minni héðan en frá Kanada. Afram konur! 19. júní fyrir 75 árum var stór dagur í lífi ailra kvenna. Þá hlutu konur kosningarétt og kjörgengi til jafns á við karlmenn. Fyrstu kosningarnar, sem konur tóku þátt í, voru ári síðar um hásumar, er ann- ir voru miklar til sjávar og sveita, segir í gömlum heimildum. Annir kvenna til sjávar og sveita hafa síð- an ekki minnkað baráttu þeirra fyrir raunverulegu jafnrétti. í dag ætla konur að safnast saman í porti Miðbæjarbarnaskólans í Reykjavík og ganga þaðan að Álþingishúsinu. Með því eru þær að endurvekja þá stemmingu er ríkti við setningu alþingis 1915 er konur fögnuðu þessu ný- fengna frelsi sínu. Myndin að ofan sýnir þegar konurnar söfnuðust saman i miðbæ Reykjavíkur og fögn- uðu kosningarétt sínum og kjörgengi. Til hamingju kon- ur. Afram konur!

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.