Alþýðublaðið - 19.06.1990, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 19.06.1990, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 19. júní 1990 7 NÆSTAFTASTA SÍDAN Bandaríkjamenn bera mismikla virðingufyrir fánanum sínum og rífast heiftar- lega um hvort mönnum sé frjálst að brenna hann eða ekki Má eða má ekki brenna fánann? Sú niðurstaða hæstaréttar Bandaríkjanna að mönnum sé leyfilegt að brenna fánann, hef- ur valdið miklum úlfaþyt þar í landi. Úrskurður dómsins byggði á því ákvæði í stjórnarskránni sem lýtur að tjáningarfrelsi. Þetta er orðið hitamál í þinginu og margir þing- menn auk George Bush forseta telja brýnt að breyta stjórnarskránni þannig að sú athöfn að brenna fán- ann verði bönnuð. Aðallega eru það menn í hernum ogfrjálslyndir borg- arar sem munnhöggvast og metast um það hvorir séu nú meiri ættjarð- arvirnir, en „brennuvargarnir" telja sig ekkert síður fulla föðurlandsást. Andstæðingar þeirra segja fánann einmitt tákn frelsis og því verði að setja því frelsi skorður sem troði á tákni frelsisins. Eins og glöggir les- endur gera sér grein fyrir er þetta mjög flókið mál og sitt sýnist hverj- um. Belgar tengja frankann við markið Wilfried Martens, forsætisráð- herra Belga, lýsti því yfir síðast- liðinn mánudag að belgíski frankinn yrði bráðlega tengdur vestur-þýska markinu. Staðreyndin er sú að um fjögurra ára skeið hefur belgíski frankinn fylgt markinu en j>að hefur ekki ver- ið opinber stefna stjórnvalda fyrr en nú. „Hagkerfi okkar er eitt það sterkasta í Evrópubandalaginu. Þess vegna höfum við ákveðið að tengja gjaldmiðil okkar við sterk- asta gjaldmiðilinn á svæðinu, vest- ur-þýska markið." Fjármálaráðherra landsins, Philippe Maystadt og seðlabankastjórinn, Alfons Verpla- etse, segja þetta fyrsta skrefið í átt að sameinuðu hagkerfi Evrópu- bandalagsins. Þessi ákvörðun Belganna þýðir að nú hafa öll Benelux-löndin (en það kallast Belgía, Holland og Lux- Einn með kaffínu — Hver er elsti íbúinn í þorp- inu? — Ég veit það ekki. Hann dó fyrir þremur vikum! emburg einu nafni) tengt gjaldmiðla sína þýska markinu. Hollensku gyll- inin hafa tengst markinu í mörg ár og Luxemburgarfrankarnir eru tengdir belgísku frönkunum. Sat sakiaus í fangelsi i 15 ár „Ef víti er til, þá er það að sitja í fangelsi vitandi það að þú ert saklaus" segir írinn Gerry Conl- on og hann ætti að vita um hvað hann er að tala. Árið 1975 var hann dæmdur til fangelsisvistar fyrir sprengjutilræði IRA sem hann kom ekki nálægt. Til- ræðið var kennt við bæinn Guild- hall, en þar fór sprengjutilræðið fram. Þá var hann tvítugur og fékk lífstíðardóm. Nú, 15 árum síðar var dóminum loks hrundið eftir að sér- stök nefnd á vegum ríkissaksóknara komst að því að lögreglan hafði út- búið „sönnunargögn" sem notuð voru við réttarhöldin. Conlon hefur ritað bók um þessa reynslu sína og kallast hún „Fund- inn saklaus". „Þó hún komi ekki nema örlítið við samviskuna hjá einhverjum í breska kerfinu, þá hef- ur það verið þess virði að skrifa hana". Conlon, sem hefur viður- kennt að hafa staðið í lítilvægum þjófnaði í Belfast og elskað veðmál og stundaði maríjúanareykingar, er nú orðinn ötull stuðningsmaður mannréttinda. Hann hyggst hreinsa nafn föður sins sem var handtekinn árið 1976 fyrir að hafa útvegað IRA sprengjur og dó í fangelsinu eftir að hafa haldið saklQ'si sínu statt og stöðugt fram. Conlon eyddi þremur árum af fimmtán í einangrun. í bókinni eru ófagrar lýsingar á þeim tíma: „Klefi þinn er loftbóla þagnarinnar þar sem einu hljóðin sem heyrast eru þau sem þú myndar sjálfur. Þú eyðir miklum tíma í að hlusta á dyn þinna eigin hugsana. Það er eins og þú sért lokaður inni í grafhýsi. Yfir löng tímabil hættir heilinn að vinna og þú situr og starir í vegginn. Þá hætt- irðu að skynja að tíminn líður og það er einhver hræðilegasta tilfinn- ingin af þeim öllum". Conlon segir að skaðabætur séu málinu óvið- komandi. „Hvernig ætlar nokkur að bæta mér það upp að hafa horft á föður minn eiga hörmuiega hæg- an dauðdaga? Eg vakna enn upp á nóttunni, svitstorkinn með martrað- ir, en ég vil ekki losna við þær. Ég vil halda í hin einföldu gildi í lífinu". DAGFINNUR Listahátið er lokið t*á er Listahátíð lokið. Að vísu á Bob Dylan eftir að koma en hann er eins konar aukaréttur eða við- auki við Listahátíð. Hins vegar skilst mér gegnum mín sambönd (sem ekki eru lítil) að Dylan muni fara svo huldu höfði meðan hann er i Reykjavík að spurning er hvort nokkur sjái hann. Þetta er búin að vera mjög góð Listahátíð, skilst mér. Sjálfur hef ég nú ekkert farið og ekkert séð eða heyrt. Það er vegna þess að ég þekki engan listamanninn sem hingað hefur verið boðið. (Það er annars furðulegt að það er alltaf talað um að „bjóða“ listamönnum á Listahátíð — ég veit ekki annað en að hátíðin borgi svimandi summur fyrir „boðsferðina.") Mér er hins vegar sagt að þetta séu allt heimsfrægir listamenn og líka beri maðurinn sem var fjar- lægður úr Hljómskálanum, sem sannar enn einu sinni að ég er plebbi. En mér er tjáð af fróðum mönn- um, að þetta hafi verið afskaplega vellukkuð Listahátíð. Reyndar sagði einn vinur minn sem fór á eina uppákomuna að menn hefðu orðið fyrir vonbrigðum og við- komandi listamaður hefði ekki staðið undir þeim væntingum sem fjölmiðlar voru búnir að byggja upp með látlausri „kynningu." Hins vegar hefðu menn bætt sér upp vonbrigðin með því að klappa viðkomandi listamann upp sjö sinnum, svona til að sannfæra sig um að hann hlyti að vera góður. Nú bíða allir eftir aðalskemmtiat- riðinu, en það er að ári loknu þeg- ar við fáuum að vita hvort Listahá- tíð hafi verið rekin með halla eða skilað hagnaði. Nú skilst mér að aðaltekjurnar af Listahátíð sé inn- gangseyrir en einnig styrkji nokk- ur fyrirtæki einstaka listaliði. Hins vegar skilst mér einnig, að um helmingur allra miða á Listahátíð séu boðsmiðar. Það leiðir af sér að hækka þarf hinn helminginn mið- anna um helming til að endar nái saman. Miðaverðið er þar af leið- andi orðið svo dýrt að það eru að- eins hátekjumenn sem komast á Listahátíð. Hins vegar fá flestir hátekju- menn landsins boðsmiða og því er stundum ekki alveg fullt á listavið- burðunum. Þessu ná síðan menn heim og saman með því að halda einhverja rokktónleika í lokin þar sem enginn fær boðsmiða nema stjórnin og fjölskyldur þeirra, Laugardalshöllin er fyllt af öskr- andi krökkum og hagnaðurinn vegur upp tapið af fínu dagskrár- liðunum sem enginn borgar sig inn á. Yfirleitt er rokkkonsertinn haldinn eftir að Listahátíð lýkur, því það er ekki nógu fínn listavið- burður,.heldur gróðravænlegir al- þýðutónleikar. Það er ekki nema von að Bob Dylan vilji fara huldu höfði. Franskur ráðherra fordæmir mismun milli rikra og fátækra i Suður-A fríku Bernard Kouchner, sá ráð- herra þeirra Frakka sem sér um manneldismál, hefur harðiega fordæmt hinn hrikalega mismun á kjörum ríkra og fátækra í Suð- ur-Afríku. Þetta kom fram í máli hans eftir að hanri hafði farið í opinbera heim- sókn til S-Afríku, fyrstur franskra ráðherra í fimmtan ár. „Ég hef van- ist fjölmörgum fátækrahverfum út um allan heim, en mér er ómögu- legt að þola þennan gífurlega mis- mun“, sagði Kouchner og vísaði þar til ólíkra kjara svartra og hvítra í landinu. Hann varaði einnig við þeim hugmyndum að láta af við- skiptaþvingunum gegn ríkisstjórn hvítra í landinu. Það kom einnig fram í máli hans að svo virtist sem samningaumleitanir De Klerks mið- uðu að því að hrinda úr vegi þeim hindrunum sem stæðu fyrir samn- ingum milli svartaog hvítra en þetta kæmi einungis hinum betur stæðu vel meðan þeir semlökust hafa kjör- in búa enn við óbreyttar aðstæður. i. . ; > ':-j Bilið milli ríkra og fátækra íbúa þessarar jarðar breikkar víst stöðugt DAGSKRAIN Sjónvarpið 14.45 Heimsmeistaramótið í knatt- spyrnu V-Þýskaland-Kólombía 17.50 Syrpan 18.20 Fyrir austan tungl 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Yngis- mær 19.20 Heim í hreiðrið 19.50 Maurinn og jarðsvínið 20.00 Fréttir og veður 20.30 Karl og kerling riðu á Alþing 20.55 Ef að er gáð — Þroskahömlun bama 21.10 Suður- skautslandið 22.05 Holskefla (5) 23.00 Ellefufréttir 23.10 Fjeimsmeist- aramótið í knattspyrnu. Ítalía-Tékkó- slóvakía 00.45Dagskrárlok. Sföð 2 16.45 Nágrannar 17.30 Krakkasport 17.45 Einherjinn 1805 Mímisbrunn- ur 18.30 Eðaltónar 19.19 19.19 20.30 Neyðarlínan 2120 Ungir eldhugar 22.10 Hættur í himingeimnum (6) 23.05 Spillt vald. (The Life and Ass- assination of the Kingfish) 00.35 Dagskrárlok. Rás 1 06.45 Veðurfregnir. Bæn 07.00 Fréttir 07.03 í morgunsárið 09.00 Fréttir 09.03 Litli barnatíminn 09.20 Morg- unleikfimi 09.30 Landpósturinn 10.00 Fréttir 10.03 Þjónustu- og neyt- endahornið 10.10 Veðurfregnir 10.30 Ég man þá tíð 11.00 Fréttir 11.03 Samhljómur 11.53 Á dagskrá 12.00 Fréttayfirlit 12.01 Daglegt mál 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir 13.00 í dagsins önn 13.30 Miðdegissagan: Leigjandinn eftir Svövu Jakobsdóttur 14.00 Fréttir 14.03 Eftirlætislögin 15.00 Fréttir 15.03 Basil fursti 16.00 Fréttir 16.03 Aðutan 16.10 Dagbókin 16.15 Veður- fregnir 16.20 Barnaútvarpið 17.00 Fréttir 17.03 Tónlist eftir Beethoven 18.00 Fréttir 18.03 Sumaraftann 18.30 Tónlist 18.45 Veðurfregnir. Auglýsingar. Dánarfregnir 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Auglýsingar 19.32 Kviksjá 20.00 Fágæti 20.15 Tón- skáldatími 21.00 Innlit 21.30 Sumar- sagan: Viðfjarðarundrin eftir Þór- berg Þórðarson 22.00 Fréttir 22.07 Að utan 22.15 Veðurfregnir. Orð kvöldsins 22.30 Leikrit vikunnar: „Ópið" eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur 23.15 Djassþáttur 24.00 Fréttir 00.10 Samhljómur 01.00 Veðurfregnir 01.10 Næturútvarp Rás 2 07.03 Morgunútvarpið 08.00 Morg- unfréttir 09.03 Morgunsyrpa 11.03 Sólarsumar 12.00 Fréttayfirlit 12.20 Hádegisfréttir 14.03 HM-hornið 14.10 Brot úr degi 16.03 Dagskrá 18.03 Þjóðarsálin 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Zikk Zakk 20.00 íþróttarásin 22.07 Landið og miðin 23.10 Fyrir- myndarfólk 00.10 í háttinn 01.00 Næturútvarp. Bylgjan 07.00 Pétur Steinn Guðmundsson og Hulda Gunnarsdóttir 09.00 Fréttir 09.10 Ólafur Már Björnsson 11.00 í mat með Palla 13.00 Valdís Gunnars- dóttir 15.00 Ágúst Héðinsson 17.00 Kvöldfréttir 17.15 Reykjavík síðdegis 18.30 Ólafur MárBjörnsson 22.00 Is- landsmótið í knattspyrnu 22.00 Har- aldur Gíslason 02.00 Freymóður T. Sigurðsson. Stjarnan 07.00 Dýragarðurinn 10.00 Snorri Sturluson 13.00 Hörður Arnarsson 17.00 Á bakinu með Bjarna 19.00 Upphitun 20.00 Listapoppið 22.00 Albert Albertsson 01.00 Næturvakt. Aðalstöðin 07.00 Á nýjum degi 10.00 Kominn tími til 13.00 Með bros á vör 16.00 í dag í kvöld 19.00 Við kvöldverðar- borðið 20.00 Á yfirborðinu 24.00 Næturtónar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.