Alþýðublaðið - 19.06.1990, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.06.1990, Blaðsíða 8
Þriðjudagur 19. iúní 1990 RITSTJÖRN 681866 - 83320 FAX 82019 •••• •••• • •••••••••• •••• ••• •••• •• •••• •••• • • • •••• •••• • •• •••• •• • • •••• ••• • •••• • • C0LUMB0 ! Herinn á Sri Lanka hefur sakað skæruliða Tamíla um að varpa sprengjum á herstöðvar. Talin er hætta á að átök síðustu daga muni leiða tii borgarastyrjaldar. BAGHDAD ! Saddam Hussein, forseti írak, ítrekaði í gær viðvörun sína við ísraelsmenn um að hann muni svara árás á landsvæði Araba með fullum herstyrk. L0ND0N: Margareth Thatcher, forsætisráðherra Breta, lýsti í gær yfir áhyggjum um að sameinað Þýskaland muni drottna yf- ir öðrum ríkjum Evrópu verði að póiitískri einingu ríkja Efnahagsbandalags- ins. BUKAREST: Nýkjörið rúmenskt þingið kom saman í fyrsta sinn í gær. Þingið samþykki tillögu um heimild til- hand lögregluyfirvöldum til að bæla niður mótmæli and- ófsmanna. Uppþot brutust út að nýju í gær í höfuðborginni er andófsmenn stöðvuðu alla umferð um aðal umferðar- götu í höfuðborgarinnar í upphafi þingfunda. Upphaflega var ráðgert að þingið kæmi saman í síðustu viku en fallið var frá því vegna mikils óróa innanlands. BUKAREST: Sendiherra Bandaríkjanna í Rúmeníu hefur sakað lon Iliescu, forseta landsins, um að hafa hvatt til of- beldisverka sjálfskipaðra lögreglusveita í höfuðborginni í síðustu viku. Hann sagði jafnframt ljóst að þróun í átt til aukins lýðræðis í Rúmeníu hefði stöðvast. MOSKVA: Sovéski harðiínumaðurinn, Yegor Ligachev, sem sæti á í framkvæmdastjórn sovéska Kommúnista- flokksins, fór í gær fram á að haldin yrði þjóðaratkvæða- greiðsla þar sem greidd yrðu atkvæði um hvort Sovétríkin skuli hverfa til kapítalisma eða halda sínu striki sem sósial- ískt ríki. WASHINGTON’.BÚister við að blökkumannaleið- toganum Nelson Mandela verði ákaft fagnað þegar hann heimsækir Bandarík- in í vikunni. Hann mun eiga viðræður við Bush, Bandaríkjaforseta, en stjórn hans hefur iýst yfir efasemdum um ágæti þeirrar hörðu afstöðu sem Mandela hefur tekið gagn- vart umbótum suður-afr- ískra stjórnvalda. KAMPALA: Svíar hafa fallist á að veita Úganda 78 millj- ón dollara lán. Lánið er liður í þróunaraðstoð Svía við Úg- andamenn og mun fénu meðal annars verða varið til að stuðla að bættri helbrigðisgæslu og vatnsveitu. AMSTERDAM ! Þrír menn sem grunaðir eru um að vera írskir skæruliðar eru nú í haldi hollenskrar og belgískrar lögreglu. Lögreglan vinnur að rannsókn skæruhernaðar Irska þjóðfrelsishersins, IRA, á meginlandi Evrópu. NICOSIA íranskir og írakskir embættismenn hafa hafið undirbúningsviðræður að beinum friðarviðræðum að sögn forseta Irans, Aii Rafsanjani. MONROVÍA: Stjórnvöld í Líberíu hafa afnumið bann við starsemi stjórnar- andstöðuflokka. Þá hefur verið tilkynnt að andófs- mönnum verði veitt al- menn sakaruppgjöf. WASHINGTON: Úrskurður hæstaréttar Bandaríkjanna um að heimilt sé að brenna bandaríska fánann hefur vald- ið miklum deilum. Greinir menn á um hvort pólitiskt frelsi skuli vega þyngra en virðing fyrir fánanum sem í augum margra Bandaríkjamanna er nánast heilagur. ERLENDAR FRÉTTIR Umsjón: Laufey E. Löve Þingkosningar í Búlgaríu: KOMMU NISTAR ÁFRAM VIÐ VÖLD (SÓFÍA, Reuter) Fyrrum kommúnistaflokkur Búlg- aríu, sem nú kallar sig Sósíalistaflokk Búlgaríu hlaut meirihluta þingsæta í seinni umferð þingkosn- inganna í gær. Þetta eru fyrstu frjálsu þingkosn- ingarnar þar í landi í rúma fjóra áratugi. Kommún- istaflokkurinn hafði hlotið 211 þingsæti af 400, þegar aðeins átti eftir að telja lít- inn hluta atkvæða síðdeg- is í gær. Samtök lýðræðisafla, hélsti stjórnarandstöðuflokkur Búlgaríu, hafði- hlotið 132 þingsæti þegar aðeins var eft- ir að telja atkvæði í 14 kjör- dæmum landsins. Það er því ljóst að niðurstöður kosning- anna þýða að Búlgarir eru eina þjóð Austur-Evrópu sem kosið hefur fyrri valdhafa til áframhaldandi stjórnarsetu í fjölflokka kosningum. Kommúnistar þakka Andr- ei Lukanov, forsætisráðherra landsins, sigurinn en hann átti drýgstan þátt í að endur- reisa Kommúnistaflokk landsins undir nýjum for- merkjum sem Sósíalistaflokk Búlgaríu. Lukanov tryggði sér þingsæti í kosningunum á sunnudag en kjósa þurfti á ný í 81 kjördæmi þar sem enginn frambjóðandi hafði hlotið hreinan meirihluta í fyrri- hluta kosninganna sem fram fór 10. júní. Erlendir eftirlitsmenn sem fylgst hafa með kosningun- um segja talsvert hafa borið á kosningasvindli og misferli. Ekki er þó talið að koma muni til þess að lýsa verði kosningarnar ógildar. Sameining þýsku ríkjanna: Fvndur Genschers og Shevardnadze (MUENSTER, Reuter) Ut- anríkisráðherrar Vest- ur-Þýskalands og Sovét- ríkjanna hófu í gær sjö- undu lotu viðræðna um hernaðarlega stöðu sam- einaðs Þýskalands. Áður en ráðherrarnir gengu til fundar sagði Shevardn- adze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna samskipti ríkjanna mjög góð en lagði áherslu á að viðræðurnar yrðu erfiðar. Hann sagði að aðilar myndu þó reyna eftir fremsta megni að ná samkomulagi um þau deilumál sem enn væru óleyst. Ágreiningur hefur staðið um hvort fara skuli að kröfu NATO. Sovétmenn hafa lagst gegn veru Þýskalands fram- tíðarinnar í Atlandshafs- bandalaginu en hafa þess í stað lagt til að það verði hluti beggja hernaðcirbandalag- anna. Allt kapp verður lagt á að þoka málum í samkomu- lagstátt á fundi ráðherranna áður en næsti liður í tveir plús fjórir viðræðunum, fjórveld- anna og þýsku ríkjanna tveggja næsta fimmtudag. Fundur Genschers og She- vardnadze var haldinn á sögufrægum stað. Fundurinn var haldinn í mikilli byggingu reistri á miðöldum þar sem formlegur endir var bundinn á þrjátíu ára stríðið í Westfal- íu árið 1648. Shevardnadze kvað aðila mundu leggja allt kapp á að komast að samkomulagi í deilunni um hernaðarlega stöðu sameinaðs Þýskalands í yfirstandandi viðræðum. Þjóðverja, Bandaríkja- manna, Frakka og Englend- inga um að sameinað Þýska- land skuli vera meðlimur í SOVÉTMENN OPNA SIGLINGALEIÐINA UM NORÐUR-ÍSHAFIÐ Nýja N-lshafsleiöin: 25 dagar c' cV’ A# ' J ‘ t»li*«iiS>B|B- **£*''' ~á®t&BREMEN ,v\ . ^ vV Lance Bell / REUTER jj V vV . db '+' *mr ** V '^\JföróKló % FLUTNINGASKIP FRÁ NORLISK Tamyr Sérstaklega styrkt til Kjarnorkuknúinn ísbrjótur getur aö þola árekstra viö ísjaka brotiö tveggja metra þykka ísjaka

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.