Alþýðublaðið - 20.06.1990, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.06.1990, Blaðsíða 1
Boðberí nými tíma 90. TÖLUBLAÐ 71. ARGANGUR MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1990 SJALFSTÆÐISFLOKKURINN I VESTMANNA- EYJUM KLOFINN: Sigurður Jónsson, í meirihluta Sjálf- stæðisflokksins í Vestmannaeyjum, ætlar ekki að starfa með meirihlutanum þetta kjörtímabil. Hann hlaut ekki stuðning flokkssystkina sinna í embætti bæjarsjóra eða sem forseti bæjarstjórnar. Honum var hins vegar boðin for- mennska í bæjarráði sem hann neitaði. Sigurði fannst þetta mikil niðurlæging og hefur ákveðið taka afstöðu í hverju máli fyrir sig. MEINATÆKNAFÉLAG ÍSLANDS ÚR BSRB: Meinatæknafélag íslands hefur sagt sig úr BSRB og óskar nú inngöngu í BHMR. Meinatæknum þykir stefna BHMR í kjara- og félagsmálum meira að sínu skapi en stefna BSRB. Meinatæknar segjast ekki hafa notið áunninna rétt- inda innan BSRB, til dæmis í sambandi við orlofshús. UPPBOÐ Á HROSSUNUM VARÐ EKKl: vanfóðr- uðu og illa hirtu hrossinn í Hafnarfirði verða afhent um- boðsmanni eigenda þeirra. Uppboð á hrossunum varð því ekki í gær. Þau fara í vörslu Guðmundar Sigurðssonar sem hefur umboð til að annast þau. En áður en það verður gert mun héraðsdýralæknirskoða hrossinn og kanna hvort þau þoli að vera tekin úr vörslu fógeta. LEYNILEGT ÚTBOÐ AKURNESINGA: xiiboð að hafnarframkvæmdum á Akranesi voru opnuð í dag. Sex fyrirtæki buðu í verkið. Lægsta tilboðið kom frá fyrirtæki á Akranesi — 33 milljónir króna. Kostnaðaráætlun hljóð- aði upp á 65 milljónir króna. Óánægja er meðal verktaka- sambands íslands hvernig staðið var að tilboðinu. Segja þeir að bæjaryfirvöld á Akranesi hafi reynt að fara leynt með útboðið. Það hafi eingöngu verið auglýst í bæjarblaði á Akranesi, þrátt fyrir að fjölmargir verkatakar hafi haft áhuga á verkinu — einkum vegna þess að lítið sé að gera hjá verktökum á þessu sviði um þessar mundir. HREPPSTJÓRI GRÍMSNESHREPPS VILL KOSNINGAR: Hreppsnefnd Grímsneshrepps frá síðasta kjörtímabili kemur saman í dag til að bregðast við úrskurði frá því í fyrrdag um ógildingu kosninganna í vor. Böðvar Pálsson, hreppstjóri og oddviti, sem einnig var kjörstjóri samtímis því sem hann leiddi einn listann sem í boði var, vill efna til kosninga svo fljótt sem auðið er og að ný kjör- stjórn verði mynduð af fólki sem ekki sé í framboði. Úr- skurðurinn um ógildingu byggir á því að utankjörfundarat- kvæðagreiðsla hafi farið fram á heimili formanns kjör- stjórnar sem jafnframt var í framboði og að vottun hefði verið ábótavant. SEX MILLJÓNIR í KVIKMYNDIR: Ríidsstjófnin samþykkti í vor að veita aukalega 6 milljónir króna til kvik- myndamála. Að ósk menntamálaráðuneytis auglýsti Kvik- myndasjóður síðan eftir umsóknum um undirbúnings- og tapstyrki að upphæð 5 milljónir. Kvikmyndasjóður gerir ráð fyrir því að fá þá einu milljón sem á vantar til úthlutun- ar nú í haust. Undirbúningsstyrki fá Kristín Jóhannesdóttir fyrir Svo á jörðu, eina milljón, Óskar Jónasson 400 þús fyr- ir Vont efni. Hæstu tapstyrki fá Hrif og Umbi, milljón hvort fyrirtæki, — en fjórir einstaklingar sem stóðu að Atóm- stöðinni fá 375 þús. hver. LÁNSKJARAVÍSITALAN HÆKKAR: Lánskjarav.si- tala er ögn hærri nú en undanfarna tvo mánuði, sam- kvæmt útreikningi Seðlabankans. Seðlabankinn hefur sent frá sér útreiknaða lánskjaravísitölu fyrir júlí 1990 og þar kemur fram að hækkun á lánskjaravísitölu frá mánuð- inum á undan er 0,62%. Það þýðir að samkvæmt því er árs- hraði verðbólgunnar 7,7% en ef miðað er við þróun síð- ustu þriggja mánaða er verðbólgan 6,6%. LEIÐARINNIDAO Atlaga svonefndra Svavarsmanna að formanni Alþýöubandalagsins er til umfjöllunar í Al- þýöublaðinu í dag. Blaðið er þeirrar skoðunar, að lokasóknin sé hafin gegn Ólafi Ragnari Grímssyni og hugsanlegt fall hans sem for- manns gæti skerpt línur Alþýðubandalagsins sem harðlínuflokks til vinstri. SJÁ LEIÐARA Á BLS. 4: ATLAGAN AÐ ÓLAFI RAGNARI. Glódísin með gullbarkann Ríkarður Örn Pálsson skrifar um Fiömmu er lætur vel að túlka sorglegar ástríður með silkimjúkri sópranröddu. Norðurlandamet í geðlyfjaáti íslendingar eiga ásamt Dön- um Norðurlandamet ígeðlyfja- áti. íslenskir læknar ávísa 40% geðlyfja í gegnum síma. ís- lendingar eiga einnig fá sjúkra- pláss fyrir geðsjúka. Ófögur út- tekt á aðbúnaði geðsjúkra hér á landi. Krókódíllinn í kornflex- pakkanum Dagfinnur tekur fyrir aðal- frétt gærdagsins um krókódíl- inn í Norðfjarðará. Það er gam- alt trikk að flytja inn gúmmídýr í kornflexpökkum. — segir Jón Baldvin utanríkisráöherra um fréttaflutning Reuter og Ritzau um ESS „Það sem tíðindum sæt- ir er að það er kominn botn í málið, það er komið umboð frá ráðherraráði EB til þess að hefja þessa formlegu samninga og þeir samningar byrja á morgun. Fréttaflutningur sem borist hefur, svo sem eins og frá Reuter og Ritzau, um þetta mál er yf- irleitt bull frá upphafi til enda eins og venjulega," sagði Jón Baldvin Hanni- balsson, utanríkisráð- herra, um f réttaf lutning af samningaviðræðum milli Afnám viðskiptahindrana hagstætt fyrir neytendur í okkar landi, segir Jón Baldvin utanríkisráðherra. EB og EFTA um ESS sem eru að hefjast. Jón Baldvin sagði enn fremur: „Það er hægt að telja upp 19 orðalagsbreytingar á þessu umboði frá fyrstu gerð. Að því er varðar sjávarútveg, þá er breytingin sú í 6. grein að staðinn fyrir orðalag í eldri texta sem var: „Mikilvægt er að EB sækist eftir aðgangi að fiskveiðiauðlindum EFTA-ríkjanna", stendur núna: „EB mun sækjast eft- ir ..." Með öðrum orðum, ekkert hefur breyst. Að því er varðar 8. gr. þar sem að fjallað er um óskir EB um að samið verði um, hvernig unnt verði innan evr- ópska efnahagssvæðisins, ESS, að minnka félagslegt og efnahagslegt misræmi, þá kemur viðbót á þá leið, að þetta þurfi einnig að ná til stefnunnar í landbúnaði og sjávarútvegi. Þetta þýðir al- menna tilvísun, að því er varðar sjávarútveg, til efna- hags- og félagsstöðu jaðar- svæða." Um deilumálið um styrk- ingu EFTA og aðild einstakra aðildarríkja EB og F.FTA að þessum samningum hafði Jón Baldvin eftirfarandi að segja. „Þar er frekar ýtt undir svokallaða tveggja stoða lausn með því að tala um að EFTA komi sér upp stofnun- um sem hafi vald til þess að framfylgja samkeppnisskil- yrðum. Áður var talað um sameiginlegar stofnanir. Að því er varðar samning- anna sjálfa þá er í sérstakri bókun kveðið á um það að EB hafi fyrir sitt leyti ekki gengið frá því hvort for- mennskuland eða' fram- kvæmdastjórn muni hafa orð fyrir EB í samningunum. Ef þetta þýðir það að einstök að- ildarríki EB vilji draga úr valdi framkvæmdastjórnar- innar og tryggja aðild ríkis- stjórna, í gegnum for- mennskuland sitt sem verður ítalía, yrði það EFTA-ríkjun- um út af fyrir sig ekki ónag- stætt." Þá sagði utanríkisráðherra að það væri eitt atriði enn sem væri rétt að staldra við: „í 5. gr. er hert á mikilvægi landbúnaðar fyrir samning- anna einkum mikilvægi auk- ins aðgangs EB-landbúnaðar- afurða að mörkuðum EFTA og stefna beri að því að af- nema viðskiptahindranir sem byggjast m.a. á heilbrigð- isreglugerðum. Þetta er auð- vitað hagstætt fyrir neytend- ur í okkar landi ef af yrði," sagði Jón Baldvin að lokum. Stöllurnar Kristin Ingvadóttir og Guðrún Möller, fyrrum fegurð- ardrottningar, nutu sólarinnar á einum besti degi júnímánaðar sem var í gær, 19. júiií, í sundlaugum Reykjavíkur. Samkvæmt gamalli hjátrú boðar góður sólardagur á afmælisdegi bjarta framtíð fyrir þann eöa það sem á afmæli. Þessi dagur boðar því bjarta f ramtíð fyrir konur á íslandi og baráttu þeirra fyrir jaf nrétti. A-mynd: E.ÓI. Gœludýr: Króki ekkert einsdæmi Vesalings meinti krókódíllinn, sem á samkvæmt sumum að hafa látið lífið í Norð- fjarðará um helgina. Harkaleg viðbrögð yf- irdýralæknis við hon- um, hafa vakið upp um- ræðu um skrítin gælu- dýr sem kunna að hafa komið til landsins ef tir ýmsum leiðum. Alþýðublaðinu er til dæmis kunnugt um snákagryfju á heimili í miðbæ Reykjavíkur. Á sama heimili mun einnig vera „tarantúla" risa- könguló, loðin og blíð. Áreiðanlegur heimild- armaður sagði frá virðu- legum embættismanni sem ku hafa í fórum sín- um sex metra langa kyrkislöngu. Hann mun hafa smyglað henni barn- ungri til landsins innan- klæða, þó tryggilega saumaðri fastri. Hún lifir, blessunin, á því að kok- gleypa lifandi mýs. Nú hefur eigandi Króka litla á Neskaupstað afneit- að honum í samtali við dagblaðið Tímann. Þó vildu heimildarmenn Al- þýðublaðsins þar fyrir austan kannast við að einn íbúi bæjarins hafi til skamms tíma verið lif- andi krókódíll, en hvort það var umræddur Króki vildu þeir ekki segja. „En það er nú svo margt dul- arfullt við Neskaupstað," sögðu þeir.