Alþýðublaðið - 20.06.1990, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.06.1990, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 20. júní 1990 INNLENDAR FRÉTTIR 3 FRÉTTIR Í HNOTSKURN 165 ÞÚSUND FYRIR LAXVEIÐIÁNA: Ef þú kannast við náunga sem stundar veiðar í Laxá í Asum, þá þekkirðu mann sem er loðinn um lófana. Samkvæmt glæsilegu Sportveiðiblaði sem var að koma út kostar dagurinn í þess- ari yfirlætislausu laxveiðiá 165 þúsund krónur — dagur- inn!! Þetta gildir að vísu um dýrasta svæðið á dýrasta tím- anum, ódýrast var hægt að fá daginn á 30 þúsund krónur. Laxá í Ásum er efst á lista yfir 10 bestu veiðiár landsins í sama blaði, — meðaltalsveiði á stöng í ánni á degi hverjum síðustu tíu árin er 6,45 laxar. Hofsá í Vopnafirði er næstefst á blaði með 2,64 laxa á stöng á degi. GLÆSILEG GJOF: Það má orða það svo að „slaufan hafi verið bundin" á glæsilegar bókagjafir Blackwell-bóka- útgáfunnar bresku til Háskólabókasafns. Gjafir þessar má rekja til heimsóknar Vigdísar Finnbogadóttur til Oxford 1982. Per Saugman forstjóri þessa virta vísindaforlags, danskur að uppruna, ákvað að forlagið gæfi Háskólabóka- safni árlega þau rit og bækur sem að gagni kæmu við kennslu við Háskólann. Gjöfin er orðin um 3000 bindi, — stórglæsileg gjöf. Nú þegar Saugman hættir störfum eftir 40 ára starf lýkur gjafasendingum, — þær hafa staðið leng- ur en upphaflega stóð til. Myndin: Saugman lengst til hægri ásamt forseta íslands og Einari Sigurðssyni háskóla- bókaverði. Bækurnar eru nú til sýnis í anddyri aðalbygg- ingar Háskólans. SAFNA HÚSBÚNAÐI0G FÖTUM: Rauði kross ís- lands tekur þessa dagana á móti húsgögnun, búsáhöldum, húsmunum og hlýjum fötum að Suðurlandsbraut 32, bak- húsi, frákl. 17 til20ogstendur súsöfnun til 26. júní. Tveim dögum síðar koma hingað til lands 30 víetnamskir flótta-' menn til landsins, — 19 fullorðnir og 11 börn, það elsta 10 ára en hið yngsta er nýfætt. Þetta fólk kemur hingað alls- laust og þarf því á góðri aðstoð okkar allra að halda. Fólk bregst áreiðanlega vel við. T0Y0TA STYRKIR LANDGRÆÐSLU: Fullyrða má að aldrei fyrr hefur verið annar eins áhugi og kraftur í landgræðslu hér á landi og einmitt nú. Leggja margir hönd á plóg, einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki. Nú hefur Toy- ota-bílaumboðið á íslandi og Toyota verksmiðjurnar í Jap- an ákveðið að styrkja landgræðslu og skógrækt í tilefni 25 ára afmælis umboðsins hér. Alls verða gróðursettar 14 þús- und plöntur, ein fyrir hvern Toyota-eiganda í landinu, á fimm stöðum á landinu. LÆRA FLUGVIRKJUN í SVÍÞJÓÐ: iðnskóiinn í Reykjavík hefur gert samkomulag við flugvirkjaskóla í Vesterás í Svíþjóð um að taka við nemendum að loknu að- faranámi hér í Reykjavík. Mun þetta nám ytra hefjast í haust. Aðfaranám við Iðnskólann í Reykjavík á að taka 2—3 annir og nýtist einnig að fullu sem nám í bifvélavirkj- un. Þeir sem ná nægilega góðum árangri hér heima eiga kost á að halda námi áfram í Svíþjóð. Námið þar tekur 2'h ár og lýkur síðan með 2 ára þjálfunartíma. Sækja á um til Iðnskólans, frestur til 5. júlí. GRILLIÐ MEÐ NÝJUNGAR: Grillið í Hótel Sögu hefur um langt árabil skipað ákveðinn sess meðal veitingahúsa. Grillið hefur nú verið opnað alla daga vikunnar og tekið upp nýjan matseðil sem mjög hefur verið vandað til. Val- inn sælkerahópur undir forystu Sigmars B. Haukssonar var fenginn til að gera útttekt á matseðlinum sem matreiðslu- meistararnir Ragnar Wessman og Auðunn Valsson sömdu. Þá hefur Mímisbar verið gjörbreytt. HÚSALEIGA HÆKKAR LÍTILLEGA: Hagstofa ís- lands hefur tilkynnt vísitölu húsnæðiskostnaðar frá og með 1. júlí — hún hefur hækkað um 1,5%. Framundan er því nokkur hækkun á leigu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis fyrir júlí, en leiga helst óbreytt til septemberloka. Áratuga þjark íbúa viö Njálsgötu: Ölfnykurinn hverfur 1992 Ölgerðin Egill Skalla- grímsson hefur að mestu flutt rekstur sinn frá gömlu aðaistöðvunum við Njálsgötu í miðborg Reykjavíkur að Grjót- hálsi þar sem rýmra er um fyrirtækið. Sá rekst- ur sem enn er í húsunum við Njálsgötu fer fyrir brjóstið á nágrönnum verksmiðjunnar og hef- ur lengi gert. Var málið tekið fyrir enn einn ganginn á fundi heil- brigðisráðs borgarinnar á dögunum. Það var heil- brigðiseftirlitið sem sendi ráðinu erindi og gerði heilbrigðisráð eft- irfarandi samþykkt í kjölfar þess: „Undanfarna áratugi hafa kvartanir vegna ólykt- ar og hávaða borist heil- brigðiseftirlitinu allreglu- lega frá íbúum í nágrenni Ölgerðarinnar við Njáls- götu 21. Lengi hefur staðið til að flytja þá starfsemi sem enn er í húsinu við Njálsgötu upp að Grjóthálsi 7—11, þar sem aðalstarf- semi fyrirtækisins fer fram. Heilbrigðisráð telur að þessi flutningur hafi dregist úr hófi fram. Því samþykkir ráðið að veita forráða- mönnum Ölgerðar Egils Skallagrímssonar hf. frest til ársloka 1992 til að leggja umrædda starfsemi niður að Njálsgötu 21.“ BHMR i móf mælagöngu Á morgun gengst Kynn- ingar- og aðgerðanefnd BHMR fyrir mótmæia- göngu og fundi vegna þeirra vanefnda og samn- ingsbrota sem þeir BHMR- menn telja ríkisvaldið hafa orðið uppvíst að. Aðgerðirnar hefjast klukk- an níu á því að félagar koma saman í kjallara Templara- hallarinnar til skrafs og ráða- gerða. Klukkan 11.30 leggur svo gangan af stað og verður gengið niður á Lækjartorg, göngustjóri verður Gísli Sig- urþórsson. Á því sama torgi Það nýmæli var sam- þykkt á bæjarstjórnar- fundi í Haf narfirði í gær að sett var á fót sérstök vímu- varnarnefnd. Hún er hugs- uð til að gera sérstak átak gegn áfengis- og eituriyfja- neysiu. Tillöguna fluttu allir bæjarfulltrúar Al- þýðuflokksins og var til- lagan samþykkt sam- hijóða. Tillagan hljóðar svo: „Bæjarstjórn Hafnarfjarð- ar samþykkir að kjósa fimm manna vímuvarnarnefnd er hafi það hlutverk að leita leiða í baráttunni gegn vímu- efnavandamálum, bæði áfengis- og eiturlyfjavanda. Starf nefndarinnar miði ekki síst að fræðslu fyrir æskufólk hér í bæ um skaðsemi neyslu slíkra efna. Nefndin hafi sam- ráð við aðrar hlutaðeigandi nefndir, s.s. áfengisvarnar- nefnd, félagsmálaráð og æskulýðsráð í störfum sínum. Við það er miðað að síðar á er svo gert ráð fyrir að halda fund klukkan 12 en fundar- stjóri verður Wincie Jóhanns- dóttir. Að fundinum loknum er ráðgert að formenn aðilda- félaga BHMR afhendi forsæt- isráðherra mótmælayfirlýs- ingar. Að því verki loknu verður haldið upp í Arnar- hvol þar sem fjármálaráð- herra verða afhentar sams konar yfirlýsingar. Á meðan á þessum aðgerðum stendur munu BHMR-félagar dreifa dreifiriti til almennings. Um klukkan 14 er áætlað að halda annan fund í Templara- árinu verði veitt sérstök fjár- veiting til þessa málaflokks í höllinni þar sem rætt verður um aðgerðir dagsins og fram- hald þeirra. í bréfi sem Kynningar- og aðgerðanefnd BHMR hefur gefið út ráðast þeir harkalega á þá túlkun ríkisstjórnarinnar á samningunum að þar sé gert ráð fyrir að hægt sé að fresta gildistöku þeirra. Þeir segja ríkisstjórnina, máli sínu til stuðnings, vitna í 1. grein samningsins en þar stendur: „Endurskoða skal launa- kerfi háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins með til- liti til ábyrgðar, sérhæfni og ljósi þeirra tillagna sem frá nefndinni koma.“ menntunar, sem nýtist í starf. .. Standa skal að um- ræddum breytingum með þeim hætti, að ekki valdi röskun á hinu almenna launakerfi í landinu". Þeir BHMR-menn vilja benda á að þarna er ekki eitt orð um frestun, einungis sagt hvað ríkisstjórnin skuli gera. Þeir segja að þessi vinnu- brögð ríkisstjórnarinnar varði lýðræði og komi ekki bara háskólamenntuðu fólki við heldur sé hér um hags- munamál allra launamanna að ræða. Hér sé um að ræða að verja samningsrétt launa- manna gegn árásum ríkis- valdsins. BHMR vill því hvetja allt launafólk í landinu til að standa saman í þessu máli. Nú standa þeir í BHMR fyr- ir undirskriftasöfnun í aðild- arfélögum sínum og munu undirskriftalistarnir verða af- hentir viðkomandi ráðherr- um. Einnig kemur fram í fréttatilkynningu sem Kynn- ingar- og aðgerðanefndin hefur sent frá sér að ýmislegt annað sé á döfinni sem verði kynnt síðar. Bœjarstjórn Hafnarfjardar: Sérstek nefnd gegn vimuefnavandamólum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.