Alþýðublaðið - 20.06.1990, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.06.1990, Blaðsíða 4
4 VIÐHORF Miðvikudagur 20. júní 1990 MMIIIIMHI Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Oddi hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands.í lausasölu 75 kr. eintakið ATLAGAN AÐ ÓLAFI RAGNARI Atökin í Alþýðubandalaginu verða æ erfiðari umfangs. Löngu er orðið að Ijóst, að hið persónulega ósætti og málefnalegur ágreining- ur er orðinn slíkur, að vart verður lengur byggð brú milli hópanna tveggja. Nú þegar hefur reyndar hafist flótti úr Alþýðubandalaginu. Það eru einkum stuðningsmenn Ólafs Ragnars Grímssonar for- manns sem kvatt hafa flokkinn með formlegum eða óformlegum hætti. Stofnun Birtingar og síðar Nýs vettvangs var meðal annars liður í þeirri tilraun lýðræðissinnaðra alþýðubandalagsmanna að finna griðastað utan víglína Alþýðubandlagsins. IMýjustu árásirnar á formann Alþýðubandlagsins benda ótvírætt til þess, að lokasóknin gegn Ólafi Ragnari sé hafin. Félagsfundur í Al- þýðubandalaginu í Reykjavík hefur krafist afsagnar formannsins. Aðalfundur Æskulýðsfylkingar Alþýðubandlagsins krefst þess nú að formaðurinn leggi umboð sitt undir landsfund og samþykkir jafn- framt harðorða ályktun um hlut ráðherra í BHMR-deilunni. Benedikt Davíðsson hefur varpað fram þeirri hugmynd í framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins í síðustu viku, að landsfundur flokksins verði haldinn í byrjun næsta árs. í júnílok fundar miðstjórnin á Egilsstöð- um og búast má við að tillagan verði endanlega samþykkt þá og hef- ur þegar hlotið góðar undirtektir varaformanns Alþýðubandalagsins í fjölmiðlum. Tillagan um að flýta landsfundinum er fyrst og fremst túlkuð sem atlaga gegn formanni flokksins og tilefni til að skipta um forystu Alþýðubandalagsins. í sjálfu sér myndi hugsanlegt fall Ólafs Ragnars sem formanns skerpa línur Alþýðubandalagsins sem harð- línuflokks til vinstri. Staða flokksins er harla einkennileg þessa dag- ana; lýðræðissinnar og jafnaðarmenn á harðahlaupum frá flokknum en harðlínumenn ná æ betur undirtökunum í stofnunum flokksins sem enn er þó undir formennsku Ólafs Ragnars. Næsta skref Svav- arsmanna svonefndra hlýtur að vera að ná formannssætinu til sín á nýjan leik. Alþýðubandalagsráðherrarnir hljóta þó að íhuga hvaða afleiðingar formannsskipti gætu haft á líftíma ríkisstjórnarinnar og axla þá þjóðfélagslegu ábyrgð sem staða þeirra felur í sér. Þegar þióðkerinit söng Maðurinn virðist ekki kunna nógu vel að lifa líf- inu fallega. Hann gleðst ekki nógu oft af mildi og fegurð, heldur verður gleði hans að vera hamslaus, hláturinn hávær og oft særandi, eins og búinn til í verk- smiðju sem framleiðir gríntækið sem hlær til að koma mannfagn- aði til að skella uppúr. Við tökum á móti margvíslegum erlendum áhrifum og þykjumst betri fyrir vikið, einhvern veginn alþjóð- legri. egar ég byrjaði að átta mig á umhverfinu og lífsháttum fólks, fann ég að það var heilmikið mál að vera íslendingur. Því fylgdi stolt sem barst mér frá foreldrum mínum og vinum þeirra sem margir voru frammámenn. Það bar töluvert á þeim í lifi og starfi enda sumir þeirra stjórn- málamenn í valdastöðum og fundu ísland í hjartanu. En þeir höfðu nóg rúm fyrir kímni og tóku sig ekki alltaf mjög alvarlega við spilaborð föður míns. Eg sat ungur við græna borðið á spilakvöldun- um heima, lét fara lítið íyrir mér en fylgdist með. Það var eitthvað í fari þessara manna sem vakti mig til forvitni um íslenskan veruleika og margt sem sagt var sannfærði mig um að það væri harla gott og öfundsvert að vera íslenskur. jóðhátíðardagurinn var mjög haldinn hátíðlegur og ég veit að þið hafið heyrt fullyrðingar um veðrið; það var miklu betra en nú á tímum. Eg man mig ár eftir ár, sitjandi síðdeg- is í grasinu fyrir neðan Bernhöfts- torfuna, en um kvöldið á Arnar- hóli, þar til dansinn hófst á Lækj- artorgi og síðar fyrir framan Mið- bæjarskólann. Sumum fannst nóg um hvað ný- stúdentar „stálu sjóinu" þennan dag, rétt eins og jDjóðin væri að fagna árangri þeirra. Stundum var kaupstaðalykt í loftinu en samt var gleðin hófleg og friður milli manna. Kórarnir okkar sungu ættjarðar- lögin á Arnarhólstúni og Þjóðkór- inn, stærsti blandaði kór í heimi, söng af slíkri innlifun, að Guð opn- aði himinglugga upp á gátt til að heyra betur. Utvarpað var frá há- tíðahöldunum og öll þjóðin sam- einaðist, ekki hvað síst í söng. Síð- an dr. Páll ísólfsson leið, hefur Þjóðkórinn ekki sungið. Gamli rúnturinn var í fullu gildi og menn gengu hann rólega, hittu vini og kunningja sem voru að sýna sig og sjá aðra og þá var svo hátíðlegt að menn heilsuðust með handabandi og þjóðhátíðarandinn var í öllu fasi og orðum manna. Tíminn leið og einn 17. júní- dag var ég í miðbænum að kvöldi. Þá voru foreldrar mínir komnir í landhelgi ellinnar og létu sér nægja að hlusta á út- varpið. Spilaborð gamla var ekki lengur notað, mennirnir sem réðu landinu fyrrum og höfðu glaðst við þetta græna borð voru horfnir. Allt var öðruvísi orðið, líka þjóð- hátíðardagurinn. Ég reikaði um gamla miðbæinn og reyndi að miðla dætrum mínum af þeirri gleði og þeim hugblæ sem ég fann forðum vegna þess að ég var ís- lendingur. En öldin var allt í einu önnur. Ungir piltar reikuðu hávær- ir og með kúrekahatta á höfðum og kæruleysi í svipnum, gróðavon- in hamaðist í sölutjöldum, lykt af pylsum með sinnepi lagði út á göt- ur, sem subbuðust af munnþurrk- um og mylsnu, blöðrur voru ekki barnanna sérstaklega, heldur líka þessara kúasmala sem mættir voru hestlausir í villta vestrið í miðbænum til að hafa hátt. Menn slógust út af engu sérstöku og lög- reglan kom að sækja þá verstu og stinga þeim í „kjallarann" fræga. Það tók upp á því að rigna á þess- um dögum og fylgdi oft kuldi og- hugblærinn hvarf úr sálinni, menn fylgdust með hefðbundnum há- tíðahöldum með semingi, það var reynt að lífga upp á hátíðahöldin með því að flytja þau úr miðbæn- um, en ekkegt dugði. Þjóðkórinn þagði. Siðastliðinn sunnudag var aftur 17. júní og rigndi um morguninn og vindur var ekki logn. Aðfaranóttinna notuðu fjölmargir til að fara á fyllerí í mið- borginni. Um morguninn útvarp- aði Rás 1 Alþingishátíðarkantötu Páls ísólfssonar og Davíðs Stefáns- sonar. Þetta er gömul upptaka og listamennirnir, sem ýmist sungu eða mæltu fram Ijóðið, gerðu það í þeim gamla anda sem ég man og sakna í nútímanum. Ætli við höf- um gleymt að segja börnunum okkar hvað það er mikils virði að vera Islendingur? Það virðist orðin hefð hér á landi að menn drekki sig vel fulla á stórum stundum í lífi þjóðar og þeim virðist standa alveg á sama um þjóðarreisn. Ungt fólk veit ekki allt hvaða feiti karl það er sem stendur á Austurvelli og horf- ir til Alþingishússins. Sumir botna ekkert í myndinni sem er framan á stallinum, þar er einhver auli að ryðja veg með höndunum á tækni- öld! Kannski höfum við þörf fyrir að vakna til nýrrar vitundar um okk- ur sjálf. En við megum aldrei gleyma því, að við hlutum í arf þrautseigju hins harðsækna sjó- manns í vöðvum og varma bónd- ans til jarðarinnar í sálinni. 17. júní á ekki að vera drykkju- dagur. Þó það rigni, á sólin að skína í huga, hendur barna í lófum foreldranna skulu vara tákn um samhug og elsku. Ég rölti Lækjargötuna á sunnu- daginn. Það var rokkað á palli. Stuðmenn voru að syngja þjóðinni á ensku, rétt á meðan ég tróðst framhjá! Það vantar nýtt þjóðarstolt. MÍN SKOÐUN Jónas Jónasson skrifar RADDIR Finnst þér þátttaka kvenna í íslenskum stjórnmálum nœgileg, eöa finnst þér konur mœttu sýna þessum málum meiri áhuga? Karl Sigurðsson, 26 ára þjóðfé- lagsfræðingur: „Það mætti vera meiri þátttaka kvenna en það er undir þeim sjálf- um komið hvað hún er mikil. Mér finnst sem þær sýni stjórnmálum almennt minni áhuga en karlmenn þó vissulega sé hluti þeirra sem sýnir álíka mikinn áhuga og karl- menn á þessum málum." Birgir Þorvaldsson, 64 ára vél- fræðingur: „Mér finnst að þær mættu sýna þessum málum meiri áhuga. En ég er alfarið á móti því að þær stofni sérstaka flokka. Ég held að þær hafi almennt minni áhuga á stjórnmálum en karlmenn en það er algerlega komið undir þeirra eigin framtaki hver þátttaka þeirra er." Halldóra Sigurðardóttir, 34 ára heildsali: „Nei, þær mættu sýna meiri áhuga. Ég held þær hafi almennt minni áhuga á þessum málum en karlmenn en hugsanleg ástæða þess getur verið sú að þær hafa um meira að hugsa eins og heimil- ið og börnin og hafa því ekki eins mikinn tíma til að hugsa um þessi mál." Lovísa Gunnarsdóttir, 50 ára baðvörður: „Að mínu mati mættu þær sýna stjórnmálum meiri áhuga. Ætli það sé ekki bara áhugaleysi sem veldur þessu. Þær hugsa meira um börnin og heimilið en þrátt fyr- ir það mættu vera fleiri konur í stjórnmálum." Elsa Þorkelsdóttir, formaður Jafnréttisráðs: „Mér finnast konursýna mikinn áhuga en þær eiga enn langt í land að ná því markmiði sem ég vil sjá. Þær juku hlut sinn verulega í kaup- stöðum landsins í síðustu sveitar- stjórnarkosningum. Eftir standa hins vegar litlu hrepparnir og þar er verk að vinna. Konur hafa hins vegar áhugann, það hafa þær sýnt."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.