Alþýðublaðið - 20.06.1990, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 20.06.1990, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 20. júní 1990 Samanboriö viö Noröurlönd: Neysla geðlyfja hefur stóraukist — Fjórar geölyfjaávísanir af tíu berast gegnum síma Notkun geðlyfja er býsna mikil á íslandi miðað við hin Norðurlöndin. íslendingar gefa Dönum núorðið lit- ið eftir. Hingað til hafa Danir verið langt fyrir ofan hin- ar Norðurlandaþjóðirnar i geðlyf jaáti. Rúm 40% ávis- ananna á geðlyf hérlendis voru simsend. Þessar upp- lýsingar koma i heilbrigðisskýrslum frá Norðurlöndum og i Læknablaðinu. Árið 1981 voru skilgreindir dag- skammatar (SDS) á hverja 1000 íbúa um þriðungi fleiri í Danmörku en í Noregi, íslandi og Svíþjóð, en þrisv- ar sinnum fleiri en í Finnlandi en Finnar hafa þó aukið nokkuð við sig skilgreinda dagskammta af geðlyfj- um til ársins 1988. En eins og fram hefur komið í fréttum Alþýðublaðs- ins hafa Finnar þriðjungi fleiri legu- pláss fyrir geðsjúka en Islendingar. í fréttum undanfarið hefur verið greint frá miklum skorti á legupláss- um fyrir geðsjúka hér á landi. Engin þjóð hefur aukið eins mikið við sig geðlyfjaneyslu og íslending- ar. Milli áranna 1981 og 1985 fjölg- aði skilgreindum dagskömmtum á hverja 1000 íbúa hér á landi úr 85,5 í 111,7. Finnar juku sitt neyslumagn úr 54,3 í 73,2. Danir minnkuðu notkun við sig milli þessarra ára en hinar Norðurlandaþjóðirnar juku óverulega við sig magnið. Árið 1985 var metár í notkun geðlyfja á íslandi en eftir það hefur notkun farið lítil- lega dalandi. Fleiri met íslendinga T" ■ 1 1 ... Islendingar eiga einnig met í notkun sýklalyfja og fylgja Norðmönnum fast eftir með notkun ofnæmislyfja. Norðurlandaþjóðirnar nota allar svipað magn af asmalyfjum og hafa allar aukið það um helming frá 1981. Hins vegar hefur notkun hjartalyfja minnkað á öllum Norðu- löndunum frá 1981 og hafa íslend- ingar notað langminnst af þeim lyfj- um en Finnar allra mest. Nýleg Gallupkönnun bendir til að algengi notkunar róandi lyfja og svefnlyfja hafi ekki breyst hér á landi síðan 1984. Tæpum tveimur þriðju hlutum lyfjamagnsins var ávísað til kvenna og um þriðjungi til fólks sem var 65 ára og eldra. Rúm 40% ávísana á geðlyf hér- lendis voru símsend. Sérstaklega er áberandi hve mikið af ávísunum á róandi lyf og svefnlyf var gefið í síma. Jafnvel 30% af sefandi lyfjum og geðdeyfðarlyfjum var ávísað í síma. Áður hefur komið fram hér á landi að heilsugæslulæknar afgreiða 42% sjúklinga með geðkvilla með símtali en 31% sjúklinga með aðra kvilla. Ennfremur lýkur yfir 80% sam- skipta heilsugæslulækna við sjúk- linga með geðkvilla með lyfjaávís- un. Til samanburðar má nefna sænska rannsókn þar sem 25% sjúk- linga með svefntruflanir og 20% sjúklinga með aðrar geðtruflanir Þórsmerkurferð Alþýðuflokksfélögin í Reykjavík, Reykjanesi, Suður- landi og Vesturlandi fara í árlega sumarferð 23. og 24. júní nk. Að þessu sinni er áfangastaðurinn ÞÓRSMÖRK. Boðið er upp á, annars vegar dagsferð sem kostar 1.000 kr. (500 kr. fyrir þörn) og hins vegar tveggja daga ferð sem kostar 1.500 kr. (750 kr. fyrir börn) auk þess kostar gisting í skála 600 kr. á mann og tjaldstæði 300 kr. á mann. Margt verður sér til gamans gert, s.s. gönguferðir, leikir, söngur og trall. Lagt verður af stað frá BSI kl. 9.30 stundvíslega. Munið VISA, EURO þjónustuna. Á laugardagskveldinu verður sameiginleg grillmál- tíð. Stórt grill verður á staðnum. Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig. Skráningu lýkur kl. 16.00 fimmtudaginn 21. júní. Skráning fer fram á skrifstofu Alþýðuflokksins í síma 91-29244. Allir velkomnir. Alþýðuflokksfélögin. Geðlyfjanotkun hefur farið sívaxandi hér á landi. Talið er að langtimanotendur, sem háðir eru lyfjunum, hafi oft fengið ónóga meðferð við geðkvillum sínum. voru afgreidd í síma. Úr niðurstöð- um könnunar á lyfseðlum árið 1984 kom í Ijós að meirihluti sjúkling- anna, 60%, fékk lyfin frá heimlis- læknum, einkum þeim sem ekki höfðu sérfræðiviðurkenningu sem slíkir. Aðeins tæp 17% fengu lyfin frá geðlæknum. Mun fleiri konur en karlar fengu ávísað þessum lyfjum, 62% sjúklinganna voru konur. í marsmánuði í ár ávísuðu 217 lækn- ar róandi lyfjum og/eða geðdeyfð- arlyfjum handa 1825 sjúklingum á 2550 lyfseðlum. Sjúkrahúsnotkun aukaleg______________________ Einnig má geta þess að lyf sem sjúklingar fá afhent í göngudeildum geðdeildanna, eru talin með sjúkra- húsnotkun. Ekki voru til tiltækar tölur um það. í göngudeildum fá sjúklingar aðallega sefandi lyf, en mjög lítið af róandi lyfjum og svefn- lyfjum. Væri þessari lyfjagjöf bætt við ávísanir sem sjúkrasamlagið greiðir fyrir, má ætla samkvæmt notkuninni á geðdeild Landspital- ans að heildarmagn geðlyfja sem ut- anspítalasjúklingar fá sé nálægt fimm prósent meira en fram kemur samkvæmt lyfseðlum. Á árinu 1984 var einnig gerð rannsókn á algengi geðkvilla með slembiúrtaki fólks á aldrinum á 20 til 59 ára. í inngangi niðurstaðnanna segir að ef niðurstöður þessara rannsókna eru teknar án fyrirvara ýta þær undir hugmyndir sem fjöl- miðlar hafa otað að fólki, að verið sé að deyfa vandamál daglegs lífs eða mæta ásókn í vímu með lyfjagjöf. Ennfremur segir að misnotkun geð- lyfja sem vimugjafa sé ekki um- fangsmikið vandamál í samanburði við notkun löglegra og ólöglegra fíkniefna eins og áfengis og kanna- bisefna. í niðurstöðunum segir ennfremur að sennilegt sé að óþarflega margir fái róandi lyf yfir fertugt. Hins vegar sé hugsanlegt að fleiri gætu haft gagn af geðdeyfðarlyfjum en fá þau nú. Talið er að þunglyndi sé enn al- gengara en talið er og þvi hafi ekki verið nægur gaumur gefinn, hvorki að því er varðar varnir eða meðferð. Einnig hefur verið bent á að lang- tímanotendur, sem háðir eru lyfjun- um, hafi oft fengið ónóga meðferð við geðkvillum sínum. Einnig var bent á að fyrir suma sjúklinga með með langvinnan alvarlegan kvíða séu kvíðastillandi lyf jafnnauðsyn- leg og insúlín fyrir sykursjúka. Slíka sjúklinga er ekki hægt að kalla mis- notendur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.