Alþýðublaðið - 22.06.1990, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 22.06.1990, Qupperneq 1
Boðberí nýna lima 91. TÖLUBLAÐ 71. ÁRGANGUR FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990 BREYTT VIÐSKIPIVIÐ USSR: Riskov forsætis- ráðherra Sovétríkjanna sagði í viðræðum við Vig- dísi Finnbogadóttur í Kreml á dögunum að breyt- ing yrði óumflýjanlega á viðskiptaháttum íslend- inga og Sovétmanna sam- kvæmt fréttum ríkisút- varpsins. Fimm ára samn- ingar um viðskipti þjóð- anna heyrðu nú sögunni til en breytingar hafa orðið miklar á sovétska efna- hagskerfinu. Um næstu áramót rennur út gildandi fimm ára samningur Sovétmanna og Islendinga. LÁNIÐ LÉK VIÐ ÍHALDIÐ: Sjálfstæðismenn í borgar- stjórn voru mjög heppnir þegar gengið var til nefndakjörs á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar. I öllum 5 mannanefnd- um þurfti að varpa hlutkesti um 4. mann Sjálfstæðisflokks- ins og 2. mann minnihlutaflokkanna sem stóðu sameigin- lega að kjöri í nefndir borgarinnar. Minnihlutaflokkarnir unnu aðeins 7 hlutkesti af 22 í fimmmannanefndir borgar- innar en Sjálfstæðisflokkurinn 15. 4-11BORGARRAÐI: Meirihluti Sjálfstæðismanna vann sinn fjórða mann í borgarráð á hlutkesti. Það var Árni Sig- fússon sem vann hlutkesti gegn Kristínu Ólafsdóttur frá minnihlutanum. Auk Árna sitja því í borgarráði Magnús L. Sveinsson, Katrín Fjelsted, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, öll frá Sjálfstæðisflokki, og Sigurjón Pétursson Alþýðubanda- lagi frá minnihlutanum. ÚTTEKTÁ HÚSNÆÐISSJÓÐUM: Formaður Sjálf- stæðisflokksins, Þorstein Pálsson, hefur óskað eftir því að ríkisendurskoðun geri úttekt á stöðu Byggingasjóðs ríkis- ins og Byggingasjóðs verkamanna. Fram hefur komið í bréfi frá Húsnæðisstofnun að framlag ríkisins til sjóðanna þurfi að vera 200 milljarðar á næsta ári eigi þeir að geta haldið áfram lánveitingum eftir gamla lánakerfinu sem var sett á fót árið 1986. ENN TALIÐIKEFLAVÍK? Það þarf að kæra aftur taln- ingu atkvæða í Keflavík í sveitarstjórnarkosningunum til þess að úrskurðað verði um efnisatriði fyrri kæru. Nú hef- ur verið þrítalið í Keflavík. Fulltrúi G-lista sem hefur staðið fyrir kærum vegna kosninganna verður því að kæra aftur vilji hann fá málið tekið fyrir aftur. FLESTIR FA VINNU: Nokkuð hefur ræst úr atvinnu- málum námsmanna en atvinnutilboðum til þeirra hefur fjölgað. Nú eru innan við 200 námsmenn á skrá hjá At- vinnumiðlun námsmanna. Nokkuð var um það að náms- menn höfnuðu atvinnutilboðum vegna vonar um eitthvað betra. Útlit er fyrir að allir námsmenn sem sækjast eftir vinnu geti fengið hana. LAUNAVÍSITALAN HÆKKAR UM 0,3%: Launa- vísitalan fyrir júnímánuð hækkaði um 0,3% miðað við meðallaun í maí. Hagstofan segir vísitölu launa nú 115,0 stig. Samsvarandi launavisitala sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána tekur sömu hækkun og er því 2517 stig í júlí. SUNDFÓLK Á STERKU MÓTI: íslenskir sundmenn hittu fyrir í keppni um síðustu helgi marga af sterkustu sundmönnum heims í Canete á Spáni. Helga Halldórsdótt- ir náði 6. sæti í 100 m og 7. sæti í 200 m bringusundi. Ragn- heiður Runólfsdóttir lenti í 7. sæti í 50 metra skriðsundinu — aðrir keppendur heldur aftarlega og komust ekki í úrslit. Fremur lakur árangur, — en eitt er gott við þetta segir í fréttapistli frá sundsambandinu, „menn eru búnir að gera sér grein fyrir því að þeir þurfa að æfa“. LEIÐARINNIDAG Alþýöublaöið er þeirrar skoðunar að OLÍS hafi þurft að berjast ótrúlegri baráttu gegn ættar- veldi íhaldsins annars vegar og stórveldi Sam- bandsins hins vegar. OLÍS sé hins vegar í stöð- ugri sókn og hafi ekki aðeins stórstyrkt stöðu sína, heldur sé orðið opið almenningshlutafé- lag sem brýtur blað í verðbréfasögu hérlendis með því að hafa sótt formlega um skráningu hlutabréfa á Verðbréfaþingi íslands. Bull fyrir börnin „í aldarfjórðung hef ég hugs- að um það og nú ætla ég að segja það" segir Guðmundur Einarson í föstudagsspjalli. Hvað skyldi hann hafa verið að hugsa? Áframhaldandi ánauð Senn líður að því að núgild- andi búvörusamningur renni út og menn eru þegar farnir að huga að nýjum samningi. í dag skrifar Magnús Árni fréttaskýr- ingu um nýjan búvörusamn- ing. 5 Útflutnings- flutningur Ríkarður Örn Pálsson skrifar um kammersveit tuttugu vaskra manna sem hann telur að hafi tekið flestu öðru fram á Listahátíð af því sem hann komst i tæri við. Um 3000 manns söfnuðust saman á Lækjatorgi í gær með kröfuspjöld og fleira í farteskinu til að ná fram kröfu BHMR. Á mánudags- morgun munu BHMR-félagar heilsa upp fjármálaráðherra sem um þessar mundir er erlendis. Fjölmennur útifundur BHMR-félaga: BIÐA OLAFS „Við Crum mjög ánægðir með þessar aðgerðir," sagði Páll Halldórsson for- maður BHMR um útifund og kröfugöngu félags- manna í gær vegna kröfu þeirra um frestun á fram- kvæmd ákvæðis síðasta kjarasamnings þeirra. Tal- ið er hátt í að 3000 manns hafi safnast saman á Lækj- artorgi í gær. Varðandi framhald þessa máls vís- aði Páll til formanns að- gerðanefndar, Ólafs Karv- els Pálssonar. „Það vill svo til að fjármála- ráðherra hefur verið fjarri þessum aðgerðum því höfum við hug á að hafa smáathöfn við hans vinnustað á mánu- dagsmorgun. Mér skilst að beðið sé eftir liðveislu fjár- málaráðherra því verði ekk- ert gert í málunum fyrr en hann er viðlátinn," sagði Ól- afur Karvel. í gær voru afhentar yfirlýs- mgar frá stjórnum félaganna. í gangi eru undirskriftir allra félagsmanna sem verða að líkindum afhentar í næstu viku, a.m.k. hluti þeirra. BHMR mun funda í dag um bréf sem barst frá formanni ASÍ, Ásmundi Stefánssyni. BHMR hafði krafist svara af ASI um afstöðu til vissra at- riða. í bréfinu segir orðrétt: „Alþýðusamband ísiands hefur hvergi sett fram kröfu um það að samningsbundnar kauphækkanir annarra hópa verði felldar niður með vald- boði.“ Ennfremur segir síðar í bréfinu: „í öllum aðdraganda og við afgreiðslu samninganna kom afdráttarlaust fram af hálfu aðildarfélaga ASÍ að þau væru ekki reiðubúin til þess að bera skarðan hlut frá borði miðað við aðra hópa.“ Páll Halldórsson vildi ekk- ert um málið segja fyrr en samninganefndjn hefði fund- að um svar ASÍ í hádeginu í dag. Getraunaraunir: Marki fró 28 milljónum Samkvæmt fréttum í gær var staðan sú í get- raunum að eftir tólf leiki var einn íslendingur, mið- inn seldur í Keflavik, með 12 leiki rétta af 13 í hinum sameiginlega getrauna- potti Islendinga, Svía og Dana. Til að fá þann þrettánda þurfti Holland að vinna og þar með hefði þessi íslendingur unnið 28 milljónir. Hann eða hún hefur vafalaust fylgst spennt með lokal- eiknum á seðlinum milli Hollendinga og Ira. Hollendingar komust snemma yfir er Gullit skoraði fyrir lið sitt en þegar langt var liðið á seinni hálfleik jafnaði Nial Quinn fyrir íra eftir slæm mistök Hollendinga í vörninni. Þar með voru úrslitin ráðin og 28 millj- ónir foknar út _um íslensk- an glugga. írar verða væntanlega ekki í háveg- um hafðir hjá eiganda viðkomandi seðils svo ekki sé talað um Njál. 100 milljóna potturinn sem var auglýstur fyrir keppnina lét aldrei sjá sig, sem betur fer segja ef- laust þeir sem tippuðu án árangurs. Það er ekkert að verða af 28 milljónum miðað við það að missa 100 milljónir í einni svip- an og þurfa að horfa á það í beinni útsendingu sjónvarpsins. Ekki er ósennilegt að ókunnur eigandi seðilsins hafi ver- ið taugatrekktur þann tíma sem á útsending- unni stóð. Það kemur bara næst. *v

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.