Alþýðublaðið - 22.06.1990, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.06.1990, Blaðsíða 2
2 FRÉTTASKÝRINC Föstudagur 22. júní 1990 Nýr búvörusamningur: Áframhaldaitdi ánauð? Fólk Haukur i homi, Magnús! Fáir menn eru meiri og sannari fslendingar en Magrtús Magrtússon, sjónvarpismaðurinn kunni. í tilefni af heim- sókn Elísabetar annarrar til íslands tók útvarps- maðurinn David Prest hjá BBC viðtal við Magnús sem mun verða á dagskrá 30—40 útvarpsstöðva í hinu stóra Bretiandi á næstunni. Útflutningsráð hefur gert talsvert til að auka áhuga Breta á ís- landi og notað sér drottn- ingarheimsóknina í því efni. Hér hafa t.d. verið 12 valdir fjölmiðlamenn frá Bretlandi og munu án efa auglýsa landið okkar án þess að það kosti mikið fé. Heiðraðir fyrir góða þiónustu Elísabet II hefur ákveðið að heiðra þrjá fslendinga fyrir þjónustu þeirra við Breska sendiráðið og fyr- ir að gæta hagsmuna Bretlands á íslandi. Þau sem verða þess heiðurs aðnjótandi að hljóta sæmdarheitið: Honorary Member og the Order of the British Empire, eru Hilmar Foss, löggiltur skjalaþýðandi, Aðal- steinn Jónsson, vararæð ismaður Bretlands á Ak ureyri, og Inga Wendel bókari í sendiráði Breta Reykjavík. Trósmiðir áhugalausir um mælinguna? Óskar Bergsson, einn stjórnarmanna í Tré- smiðafélagi Reykjavíkur skrifar ádrepu nokkra í fé- lagsblaði trésmiða. Segir hann um 300 trésmiði vinna að jafnaði í mæl- ingu, og sé útkoman mis- jöfn og sýnist sitt hverjum um hana. Sérstök starfs- nefnd fjallaði um upp- mælinguna. Tilgangur- inn átti að vera að kanna viðhorf félgsmanna til ákvæðisvinnunnar, kanna áhrif á heilsufar og fleira. Félagsmenn tóku vel könninni og svöruðu spurningum skilmerki- lega. Nefndin skilaði síð- an niðurstöðum á fundi í vor. En hvað gerðist? Inn- an við 10 trésmiðir mættu á fundinn. Hver ástæðan er vita menn ekki, funda- leti eða e.t.v. annir í upp- mælingunni? Óskar segir þó að ekki sé til sá tré- smiður sem ekki hafi skoðun á því hvernig mælingin eigi ekki að vera. arvörum. Til þess segir hann að þurfi tvennt að koma til. Aukin hagkvæmni strax á frumframleiðslustiginu og að hætta þeim flata niðurskurði sem verið hefur þar sem skorið er af öllum framleið- endum og framleiðslan gerð óhagkvæmari. Neytandinn situr uppi með dýrari vöru og framleiðandinn á erfiðara og erfiðara með að lifa af sinni framleiðslu. „Þarna verða að koma til aðrar aðferðir en hingað til hefur verið beitt, því þær eru óhagkvæmar að okkar mati,“ segir Jóhannes. „Þjéðin mun krafjast innflutnings______________ Jóhannes segir að einnig þurfi að koma til meiri hag- kvæmni í miliiliðakerfinu. „Við sjáum vissulega hluti sem eru að gerast þar, s.s. fækkun siáturhúsa. Þar þarf að hraða þróun eins og hægt er, vegna þess að meginatrið- ið er það að ef við förum ekki að sjá verðlækkun á landbún- aðarvörum þá mun þjóðin rísa upp og segja: hingað og ekki lengra, nú skulum við flytja inn.“ Jóhannes bendir á könnun sem Neytendasamtökin létu gera í fyrra og sýnir að eftir því sem fólk er yngra, því hlynntara er það innflutn- ingi. „Fyrir okkur sem viljum varðveita innlendan land- búnað hlýtur það að vera að- alatriði að verðið lækki," seg- ir Jóhannes. Jóhannes segir það óhjá- kvæmilegt að fækka bænd- um veruiega í hefðbundnum búgreinum. „Það er þegar til lengri tíma er litið sameigin- iegt hagsmunamál neytenda og bænda. Fjöldamargir framleiðendur geta nánast ekki lifað af þeirri framleiðslu sem þeim er skömmtuð í dag. Ef að þessi óhagkvæmni verður viðvarandi þá mun þjóðin einn góðan veðurdag leggja niður bændur. Það er ekki stefna Neytendasamtak- anna." Fqgráduney*l____________ frumleidendq____________ Jóhannes segir að landbún- aðarráðuneytið sé fyrst og fremst fagráðuneyti sem vinnur fyrir hagsmuni fram- leiðenda. „Ég sé engin rök fyrir því að vinnsla og dreifing land- búnaðarafurða sé í höndum landbúnaðarráðuneytis, það heyrir undir viðskiptaráðu- neytið að mínu mati.“ segir Jóhannes. „Reyndar á maður eftir að sjá hverju skal stefnt að með þessum nýja búvörusamn- ingi, en ef það á að gera hann eitthvað markaðstengdari þá er það allavega framför. En ég vil sjá eitthvað á blaði áður en ég fer að tjá mig frekar um það,“ segir Jóhannes Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Það er ljóst að skoðanir eru skiptar eins og all staðar þar sem hagsmunir eru í húfi. Landbúnaðarkerfið á íslandi er að hruni komið, verðlag er hátt, mikill hluti bænda hang- ir á horriminni og ljóst er að eitthvað róttækt verður að gerast alveg á næstunni. Vissar efasemdir eru um það að réttu aðilarnir til að leysa þetta vandamál séu landbúnaðarráðuneytið og Stéttarsamband bænda. Það kemur væntanlega í ljós hvort það tekst eða hvort „þjóðin ákveður að leggja niður bændur." Núgildandi búvörusamningur er mörgum þymir í augum vegna hinna mildu útgfalda sem hann ffer ffram ó aff húlffu rildsvaldsins. Þeir eru úffúir sem telja að verja maetti pen- ingum skattgreiðenda á annan veg en að halda uppi rúndýrum eg alltoff fjölmennum landbúnaði. Núgildandi samningur, sem heff- ur bundið hendur stjúmvalda í landbúnaðar- múlum að undanfömu, er við það það renna út eg nú eru menn ffarnir að huga að nýjum samningi. MAGNÚS ÁRNIMAGNÚSSON „Það er ekki komin nein mynd á samninginn," sagði Gunnlaugur Júlíusson, sem er sérlegur aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra við gerð nýs búvörusamnings, í viðtali við Alþýðublaðið. Gunnlaugur segir að það sem hafi verið í gangi að undan- förnu hafi verið umræða um í fyrsta lagi tímalengd samn- ingsins og í öðru lagi hvernig verður farið með þann full- virðisrétt sem er ónýttur í leigusamningum og riðu- samningum. Framleiðslan á síðasta ári var um 9500 tonn en heildarfullvirðisréttur er rúm 12000 tonn. Markaöstengdari en núverandi________________ samnlngur________________ I þriðja lagi eru menn að velta fyrir sér því magni sem um er að ræða og í fjórða lagi útfærslum á fullvirðisréttar- kerfinu, þ.e. hvort fyrirkomu- lagið verði eins og það er eða hvort að því verði breytt. Neysla kindakjöts hefur dregist saman og ætlunin er að miða framleiðsluna ein- göngu við innanlandsmark- að. Gunnlaugur sagði að ekki væri hægt að segja að samn- ingurinn yrði i megindráttum eins og núverandi samningur, því ætlunin væri að hafa hann mun markaðstengdari þannig að verði samdráttur í neyslu að þá dragist verð- ábyrgðin saman. „Það er ekki hægt að segja að það sé í meginatriðum eins og núna," sagði Gunnlaugur, „það er gríðarleg breyting." Einnig hafa verið ræddir ákveðnir varíantar á fullvirð- isréttarkerfinu. í dag er bændum tryggt ákveðið verð fyrir ákveðið magn, en að sögn Gunnlaugs hafa ýmsar aðrar aðferðir verið ræddar. „Ég vil alls ekki orða það svo að það sé stefnt að því að hann verði í meginatriðum eins og sá sem er, því það eru auðvitað margar aðferðir til og alltaf spurning um mark- mið." FF Fullyröingar PV talnaffölsun" „I núverandi búvörusamn- ingi þá eru samningar um út- flutningsbætur meginatriði meðan verið er að færa fram- leiðsluna niður í áttina að neyslunni" sagði Gunnlaugur. „Segjum að það verði kom- ið í viðunaniegt jafnvægi inn- aö Iwkka Jóhannes Gunnarsson, framkvæmdastjóri Neyt- endasamtakanna, segir það vera mál númer eitt tvö og þrjú frá sjónarhóli neytenda að lækka verð á landbúnað- Véröið veröur an fárra ára, þá höfum við; verið að þróa hugmyndir um rekstrarumhverfi í landbún- aði og hvernig það á að þró- ast. Það er allt annað mál en að telja niður offramleiðslu." „Einnig hafa komið mjög sterkt inn í umræðuna gróð- urverndarsjónarmið þó ég vilji ekki segja um það nú hvernig þau muni koma inn í þessa samninga." Aðspurður um fullyrðingar DV um að nýr búvörusamn- ingur komi til með að kosta ríkið 17,2 milljarða á ári sagði Gunnlaugur að þær tölur væru ekki raunhæfar því all- ar niðurgreiðslur væru þar inni. Niðurgreiðslur á mat- vælum hefðu hækkað veru- lega þegar virðisaukaskattur var lagður á, til að milda áhrif skattlagningarinnar. Þannig fengi ríkið tekjur og endur- greiddi þær strax aftur. í út- reikningum DV væri hins vegar eingöngu litið á gjalda- hliðar ríkisins. „Ef að virðis- aukaskattur félli alfarið niður af landbúnaðarvörum, þá mætti fella allar niðurgreiðsl- ur niður líka. Því lít ég á þetta sem grófa talnafölsun sem vissulega er framkvæmd í þeim eina tilgangi að þyrla upp moldviðri," sagði Gunn- laugur. Stefnt er að því að drög að nýjum búvörusamningi liggi fyrir í ágúst en þá verður að- alfundur Stéttarsambands bænda sem er samningsaðili fyrir hönd bænda við ríkið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.