Alþýðublaðið - 22.06.1990, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.06.1990, Blaðsíða 4
4 VIÐHORF Föstudagur 22. júní 1990 MMÐUBLMÐ Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blaö hf. Flákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Jón Birgir Pétursson Hinrik Gunnar Hilmarsson Siguröur Jónsson Leturval, Ármúla 36 Oddi hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands.í lausasölu 75 kr. eintakið OLÍS Í SÓKN Olíuverslun íslands hf. er elsta olíufélag landsins. Þaö var stofnað árið 1927 og lengst af var Héöinn Valdimarsson helsti drifkraftur félagsins. í upphafi var saga Olíufélagsins og jafnaöarmanna lengi samofin, því Héöinn var einn af forystumönnum Alþýðuflokksins og varaformaöur flokksins er til hins örlagaríka klofnings kom 1938. Olíuverslun íslands hf. eða OLÍS eins og félagið er kallað daglega, hef- ur tekið marga dýfuna og var komið nær falli er Sund hf. undir forystu Óla Kr. Sigurðssonar keypti öllum að óvörum 66% hlutabréfa í Olíuversl- uninni í árslok 1986 og á tveimur næstu árum meginþorra þeirra bréfa sem eftir voru. Hinir tveir olíurisarnir, Skeljungur hf. og Olíufélagið hf., sem vafalítið höfðu hugsað sér gott til glóðarinnar ef til falls Olíuverslun- arinnar kæmi, fengu óvænta samkeppni. Á bak við olíurisana tvo standa tvö öflugustu vígi íslensks atvinnulífs; ættarkapítal íhaldsins, stundum kallað kolkrabbinn og stórveldi Sambandsins. Það virtist því lítið mál að koma hinum nýja olíudvergi, Óla Kr. Sigurðssyni á kné. r Oli í OLÍS barðist ótrúlegri baráttu gegn samtryggingaröflunum sem ekki aðeins ráða yfir stórum hluta atvinnilífsins, heldur hafa undirtök í fjármálalífi landsins, bankakerfi, stjórnsýslu og stjórnmálum. Undarlep- ustu atlögur voru gerðar að OLÍS, m.a. synjaði Landsbanki íslands OLIS um opnun bankaábyrgða og útvegun erlendra lána í ársbyrjun 1989. Fyrir harðfylgi tókst OLÍS-mönnum að útvega TEXACO AJS í Danmörku sem kaupaðila að 30% hluta í félaginu og þá linnti mótspyrnunni heima fyrir. Síðan hafa bankaviðskipti félagsins færst í eðlilegt horf. Hagur OL- ÍS hefur farið sífellt batnandi. Olíurisarnir eru orðnir þrír. ISIú Hefur Óli í OLÍS tekið enn nýtt skref fram á við. Félagið býður nú til kaups 8,9% af hlutafé með almennu hlutafjárútboði. Nafnverð þess hluta er 50 milljónir króna. OLÍS er orðið að almenningshlutafélagi. OLÍS hefur ennfremur fyrst íslenskra fyrirtækja sótt formlega um skráningu hlutabréfa á Verðbréfaþingi íslands. Þar með hefur OLIS átt frumkvæði að því sem fyrirtæki að koma á vísi að kauphöll og opnað fyrir almennar upplýsingar um fyrirtæki sem nýtast núverandi og verðandi hluthöfum jafnt sem viðskiptavinum og auðvelda opnun verðbréfamarkaöarins á íslandi. OLÍS er í sókn. Þetta er ekki skrifað sérstaklega vegna síðasta 17. júní, heldur vegna allra 17. júní skemmtana, sem ég man eftir. í aldarfjórðung hef ég hugsað það og nú ætla ég að segja það. Af hverju er allt þetta bull haft fyrir börnunum okkar á úti- skemmtunum? Fulli kallinn 1 aldarfjorðung hef eg horft upp á vinsælustu skemmtikrafta þjóð- arinnar troða upp á þjóðhátíðar- daginn með látbragð og leiki sem eru beint framhald af árshátíðar- úthaldi vetrarins. Fyllerísröfl og hálfkveðnar vísur kunna að vera óhemjufyndnar í hrútspungahúmor þorrablótanna, en með blöðrum, fánum og öxar- viðánastemmningu á sólbjörtum sumardegi hæfir slíkt harla illa. Það er líka undarlegt að sjá full- orðið fólk standa uppi á sviði og telja sig þurfa að öskra, æpa og baða út öllum öngum til að geðjast börnunum. Galar þetta fólk stöðugt að sín- um eigin börnum? Júlasveinqrnir______________ Úr því að þessi mál eru hér til umræðu er best að afgreiða jóla- sveinaruglið líka. Bullið og vitleys- an sem veltur upp úr jólasveinun- um er oft svo yfirgengilegt að maður fer að trúa því að þeir séu synir Grýlu og Leppalúða. Þar fylgja líka öskur og and- skotagangur sem oft eru ekkert jólaleg og yfirleitt afar aulaleg. Oft kemur í ljós að jólasveinarn- ir kunna ekki jólalögin og texta þeirra og láta sér nægja eitthvert attikattinóa bull. Méhnalum____________________ qsnqhastHnuni_______________ Eg mótmæli því hér með að börnum skuli skemmt með asna- gangi. Við eigum að gera miklu meiri kröfur til þess fólks sem á tyllidögum bregður sér í hátíðar- búningana. Barnarithöfundar landsins verða að slást í hópinn og leggja bullunum til almennileg orð. Sveitarfélög og samtök sem efna til hátíða mega ekki láta nægja að fá þjóðkunna skemmti- krafta upp á sviðið, heldur verða þau að gefa kröfur til þeirra um að gera sig ekki að fíflum á fúllu kaupi. Ágæt fordromi_________________ Við eigum heilmikið af góðu barnaefni. Við eigum margt fólk sem kann að umgangast börn þannig að þau hafi bæði þroska og skemmtun af. í samstarfi við þessa aðila ætti skemmtilega fólkið að búa til efni, sem ekki þarf að skammast sín fyrir. Við getum líka lært margt frá út- löndum. í bresku sjónvarpi er t.d. mikið og gott barnaefni. Af því gætu íslenskir skemmtikraftar líka séð hvernig hafa má fullan sóma af því að stytta börnum stundir. Aðalatriðið er þetta: Hlífið okk- ur við heimskunni sem veður uppi í skjóli skemmtilegheita. Guömundur Einarsson skrífnr FÖSTUDAGSSPJALL Bull fyrir börnin í eigu bœnda? RADDiR Á landiö aö vera í þjóöareign eöa Baldur Birgisson 38 ára sjó- maður: „Ég veit ekki hverju ég á að svara því. Er það ekki í þjóðareign? Það myndi ég nú halda." Símon Grétarsson 40 ára bóndi Efra Seli, Stokkseyrarhreppi: „Það á að vera í þjóðareign, nema það sem bændur eiga per- sónulega. Svo eiga bændur nátt- úrulega beitarrétt, það er ævaforn hefð." Kolbeinn Ágústsson 32 ára versl unarmaður: „Engin spurning. Þjóðareign." Guðmundur Oddson 54 ára læknir: „Mér finnst að það eigi tví- mælalaust að vera í þjóðareign." Jónas Kristjánsson 50 ára rit- stjóri: „Það ætti að nota eitthvað af þeim fjármunum sem er eitt í landbúnaðinn til að kaupa upp landið handa þjóðinni."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.