Alþýðublaðið - 22.06.1990, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 22.06.1990, Blaðsíða 8
Föstudagur 22. júní 1990 RITSTJÓRN 681866 - 83320 FAX 82019 • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • WASHINGTON: Varnarmálaráð Bandaríkjanna fór í gær fram á við þing landsins að það hætti við framkvæmd hátt í 70 verkefna, á vegum hersins, flestra í Vestur-Þýska- landi. Áætlað var að verja 327,4 milljónum bandaríkjadala til þessara framkvæmda á árinu. MOSKVA: Boris Jeltsín, forseti Sovétlýðveldisins Rússlands, lýsti því yfir í gær að hann teldi líklegt að Mikhail Gorbatsjov, forseti landsins, myndi segja af sér embætti leiðtoga sovéska kommúnistaflokksins inn- an skamms. Jeltsíns kvaðst sjálfur hafa ráðlagt Gorbat- sjov að segja af sér embætti leiðtoga flokksins. PORT-AU-PRINS : Að minnsta kosti fjórir menn skutu úr byssum á fundi fulltrúa verkafólks á Haítí og þarlendra stjórnvalda með þeim afleiðingum að einn maður lést og að minnsta kosti tveir særðust alvarlega. H0FÐAB0RG: Samningamenn suður-afrískra stjórn- valda segja að aukins óróa gæti meðal Afríska þjóðarráðs- ins vegna þeirra tafa sem orðið hafa á samningaviðræðum um mótun nýrrar stjórnarskrár. AMSTERDAM: Maður sem talinn er vera meðlimur Irska lýðveldishersins var í gær kærður fyrir morð á tveim Ástralíumönnum í síðasta mánuði að sögn hollensku lög- reglunnar. L0ND0N: Bresk stjórn- völd reyna nú allt hvað þau geta til að sannfæra önnur ríki efnahagsbandalags Evrópu um afstöðu sína í málefnum bandalagsins. Bretar telja áætlanir um myntbandalag rikjanna stórgallað. Fundur leiðtoga EB-ríkjanna verður hald- inn í Dyflinni í næstu viku. AUSTUR-BERLIN: Utanríkisráðherrar beggja þýsku ríkjanna og fjórveldanna, Bretlands, Frakklands, Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna, sitja nú svokallaða tveir plús fjórir ráðstefnu þar sem málefni sameinaðs Þýskalands eru rædd. KARLSRUHE: Vestur-Þjóðverjar vinna að rannsókn ákæru á hendur fyrrum leiðtoga Austur-Þjóðverja, Erich Honecker, en hann er sakaður um að hafa komið í veg fyrir að grunaðir hryðjuverkamenn sem handteknir voru í Austur-Þýskalandi hlytu dóm. C0LUMB0: Sri lanskar öryggissveitir hafa hrakið skæruliða Tamila frá austurhéruðum landsins eftir 11 daga skotbardaga að sögn aðstoðar varnarmálaráðherra lands- ins. NEW YORK: Nelson Mandela, leiðtogi Afríska þjóðar- ráðsins, og stjórnvöld í Pretoríu deildu í gær sitt hvoru megin við Atlandshafið. Báðir aðilar saka hinn um að tefja fyrir samningum um hvernig skuli binda enda á kúgun hvíta minnihlutans í Suður-Afríku. Mandela er nú á ferð um Bandaríkin eftir að opinberri heimsókn hans til Kan- ada lauk á þriðjudag. ERLENDAR FRÉTTIR L0ND0N: í brýnu skarst milli Bandaríkjanna og ríkja þriðja heimsins á alþjóðlegum fundi þar sem rætt er hvern- ig fjármagna skuli aðgerðir sem banna notkun ósoneyð- andi efna. VARSJÁ: Fyrrum stuðn- ingsmenn Lech Walesa ásökuðu hann í gær um að tefla viðkvæmum efnahagi Póllands í hættu með yfir- lýsingum gegn stjórn Mazowiecki, forsætisráð- herra. BUDAPEST: Ungversk stjórnvöld tilkynntu í gær að þau hygðust opna hlutabréfamarkaði að nýju í landinu. Komm- únistar lokuðu öllum hlutabréfamörkuðum í Ungverja- landi fyrir 42 árum. Umsjón: Laufey E. Löve Gífurlegur jarð- skjálfti i íran (TEHERAN, Reuter) Gífur- legur jarðskjálfti reið yfir norðurhluta írans snemma á fimmtudag. Tala látinna er komin upp í 10 þúsund manns og er talið að enn séu hundruð manna grafnir í rústum húsa sem féllu er skjálft- inn sem mœldist 7,3 stig á Richter kvarða reið yfir. Mörg afskekkt héruð hafa einangrast og ekki er bú- ist við því að heildartala látinna og særðra verði kunn fyrr en að nokkrum dögum liðnum. Ali Akbar Hashemi Rafsanjani, for- seti landsins, hefur lýst yf- ir þriggja daga þjóðarsorg og hvetur íbúa landsins til að koma til hjálpar. Skjálftinn jafnaði að veru- legum hluta við jörðu þorp og bæi í 150 kílómetra radíus frá upptökum hans. í fyrstu var tjónið talið mun minna en þegar líða tók á daginn kom í ljós hversu gífurlegt mann- tjón hafði orðið. Að sögn út- varpsins í Tehran, höfuðborg- ar landsins, stóð skjálftinn yf- ir í eina mínútu og fannst allt til Sovétlýðveldisins Azerb- aijan. írönsk stjórnvöld greindu frá því í gær að fjölmennar björgunarsveitir væru á leið á vettvang og fluttu þyrlur slas- að fólk til Tehran, höfuðborg- ar landsins þar sem allir spít- alar á jarðskjálftasvæðinu voru þegar orðnir yfirfullir. Helsti vandi björgunarsveita London: Sprengja springur (LONDON, Reuter) Bresk lögregla handtók í gær tvo menn grunaða um aðild að sprengjutilræði í norð- vesturhluta Lundúna. Eng- an sakaði en talsvert tjón varð þegar sprengjan sprakk við herstöð breska flughersins. Sprengjunni hafði verið komið fyrir í bakpoka. Mennirnir tveir voru hand- teknir í nágrenni herstöðvar- innar þegar verið var að rýma svæðið og voru þeir færðir til yfirheyrslu. Að sögn lögreglu er talið að írski lýð- veldisherinn, IRA, standi að baki tilræðinu. Enn hefur þó enginn lýst ábyrgð á spreng- ingunni á hendur sér. Oryggisverðir fundu sprengjuna einni og hálfri stundu áður en hún sprakk og tókst að rýma herstöðina þar sem um 200 manns ýmist búa eða starfa. IRA samtökin hafa að und- anförnu staðið fyrir sprengju- tilræðum við byggingar breska hersins í London og á meginlandi Evrópu. Skemmst er að minnast þess er meðlimir IRA sprengdu sprengju í skála í miðborg Lundúna 10. júní síðastliðinn með þeim afleiðingum að 7 ungmenni slösuðust. að sögn yfirvalda er að koma hjálp til afskekktra sveita- þorpa sem hafa einangrast en fréttir hafa borist af gífurlegu tjóni á ýmsum þessara staða. Frakkar hafa boðið írönum aðstoð vegna náttúruhamfar- anna og sendi utanríkisráð- herra Frakka írönum samúð- arskeyti í gær. Upptök skjálftans voru í norðvésturhluta landsins, héruðunum Zanjan og Gilan sem eru helstu landbúnarð- arhéruð írans. Talið að um 4 milljónir manna búi á þessum svæðum en te og tóbak er helsta framleiðsluvara þeirra. Sameining þýsku ríkjanna: Viðurkenna landamærin (AUSTUR-BERLÍN, Reuter) Þing Austur-Þjóðverja samþykkti í gær frumvarp þar sem landamæri Pól- lands eru formlega viður- kennd. Búist var við að þing Vestur-Þýskalands samþykkti einnig sam- hljóðandi frumvarp síð- degis í gær. Markmiðið með þessum aðgerðum mun vera að auka traust þjóða á utanríkisstefnu sameinaðs Þýskalands. Austur-þýska þingið sam- þykkti jafnframt sam- komulag um efnahagslega sameiningu ríkjanna í gær sem tekur gildi 1. júlí næstkomandi. Með þessu hefur tveim hindrunum fyrir sameiningu þýsku ríkjanna verið rutt úr vegi. Eftir seinni heimsstyrjöld- ina var Pólverjum fengið mik- ið þýskt landsvæði sem bandamenn höfðu hertekið í lok styrjaldarinnar sem skaðabætur fyrir landsvæði sem þeir höfðu þurft að láta af hendi við Rússa. Fyrrum Kohl, kanslari Vestur-Þýska- lands kvaöst harma þann sársauka sem viöurkenning þingsins á Pólskulandamær- unum yllu þeim milljónum þjóðverja sem hraktir voru frá heimkynnum sínum vegna samninga bandamanna í lok síðari heimstyrjaldarinnar. kommúnistastjórn Aust- ur-Þýskalands hafði viður- kennt Oder-Neisse landa- mærin en vestur-þýka ríkis- stjórnin hafði aldrei gert það. Óvissa um landamæri land- anna hefur skapað erfiðleika í samskiptum Pöllands og Vestur-Þýskalands. PÓlverjar hafa krafist þess að landa- mærin verði endanlega stað- fest áður en af sameiningu Þýsku ríkjanna getir orðið. PÖlsk stjórnvöld segjast fagna samþykktum þýsku þing- anna en að aðeins formlegur samningur við sameinað Þýskaland geti endanlega bundið enda á þetta deilu- mál. í ræðu á vestur-þýska þing- inu í gær sagði Kohl, kanslari, að viðurkenning þýsku ríkj- anna á landamærum Pól- lands væru forsenda þess að alþjóðleg viðurkenning feng- ist á fyrirhugaðri sameiningu þýsku ríkjanna. Hann sagðist jafnframt harma þann sárs- auka sem þetta ylli þeim milljónum þjóðverja sem yf- irgefa þurftu heimkynni sín í lok stríðsins. Jórdanir harma ákvörðun Kana (AMMAN, Reuter) Jórdan- ir segjast harma ákvörðun bandarískra stjórnvalda um að hætta viðræðum við Frelsissamtök Palestínu, PLO, og segjast vona að Bandarikjamönnum muni snúast hugur. Viðræðurn- ar hafa staðið hátt í átján mánuði. Jórdönsk stjórn- völd teija að með þessari ákvörðun sé friðarumleit- unum í Miðausturlöndum stefnt í hættu. George Bush, Bandaríkja- forseti, tilkynnti ákvörðun sína á miðvikudag. Hann sagði að þeim takmörkuðu diplómatísku tengslum sem stofnað hefði verið til milli PLO og Bandaríkjanna væri slitið, þar til PLO samtökin Talin er hætta á að alda hryðjuverka brjótist út í Miö- austurlöndum vegna ákvörð- unar Bandaríkjamanna. hefðu fordæmt árásir skæru- liða á ísrael í síðasta mánuði. Stjórnmálaskýrendur telja að ákvörðun Bandaríkjamanna muni leiða til aukinnar ólgu og hryðjuverka í Miðaustur- löndum. ísraelskir embættismenn hafa fagnað ákvörðun Bandaríkjamanna. Þeir hafa haldið því fram að Frelsis- samtök Palestínu væru hryðjuverkasamtök og benda á að með þessu hafi Bandaríkjamenn sýnt í verki stuðning við þá skoðun. Jórdanir styðja friðarstefnu Yassers Arafats, leiðtoga PLO, og hcifa viðurkennt kröfur Palestínumanna til sjálfstæðs Palestínuríkis.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.