Alþýðublaðið - 27.06.1990, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.06.1990, Blaðsíða 1
MPYBUBMÐIfl Aktu ekki út i óvissuno aktuá Ingvar Helgason hf. Sævarhotða2 Sim( 91-67 4000 94. TÖLUBLAÐ 71. ÁRGANGUR MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1990 HVALIR ERU ISLENSKIR: Vísindamenn fullyrða sig nú geta greint milli þriggja hrefnustoftto í Norður-Atlants- hafi og a.m.k. geta fært ákveðin rök fyrir því að til séu sér- íslenskir stofnar af langreyði og sandreyði. Þetta eru niður- stöður úr rannsóknum m.a. í sambandi við vísindaveiðar Islendinga á hvölum á síðustu árum. Útvarpið greindi frá því í kvöldfréttum í gærkveldi að vísindamenn sem unnið hafa að þessum rannsóknum gætu nú fullyrt að hrefnu- stofnarnir séu þrír og þar af einn séríslenskur. ÞUNNT ÓSONLAG: Osonlagið yfir Islandi er þynnra en áður hefur verið álitið og þynnist enn hraðar en áætlað var. Þetta kom fram á fundi Montreal nefndarinnar í London í gær. Gunnar G. Schram sem sat fund nefndarinnar fyrir íslands hönd, sagði í samtali við útvarpið í gær- kveldi að skýrsla um þetta efni sem kynnt var á fund- inum í gær væri afar vönduð og unnin af færustu vísinda- mönnum. Þynning ósonlagsins getur m.a. haft áhrif á líf- ríkið í hafinu og því alvarleg tíðindi fyrir íslendinga. JÚGÓSLAVAR OG ENGLENDINGAR ÁFRAM: Júgóslavar sigruðu Spánverja með tveimur mörkum gegn einu og Englendingar Belga með einu marki gegn engu í síðustu leikjum 16 liða úrslita í heimsmeistarakeppninni í gær. Keppni Júgóslava og Spánverja var æsispennandi og þurfti að framlengja leikinn að venjulegum leiktíma lokn- um. Leik Englendinga og Belga þurfti líka að framlengja eftir markalausan leik og flestir voru farnir að búast við vítaspyrnukeppni þegar mark Englendinga kom rétt fyrir lok framlengingar. McENROE SLEGINN ÚT: Tenniskappinn frægi, John McEnroe, varð í gær að bíta í það súra epli að vera sleginn út í fyrstu umferð Wimbledon keppninnar sem talin er virðulegasta tenniskeppni heims. Úrslitin í gær þóttu reyndar afar óvænt því þrír aðrir hátt skrifaðir tennismenn urðu að lúta í lægra haldi fyrir óþekktum nýliðum. Það var landi McEnroes, Bandaríkjamaðurinn Derek Rostagno, sem sló hann út. Lokatölurnar urðu 7—5, 6—4 og 6—4. SAMBANDIÐ GRÆÐ- IR A NY: Samband ís- lenskra samvinnufélaga virðist vera að snúa vörn í sókn. Fyrstu sex mánuði þessa árs varð hagnaður af rekstrinum, að vísu aðeins 15 milljónir en hagnaður samt. Skinnaiðnaðurinn á Akureyri stóð sig best en á hinn bóginn varð enn tap af rekstri verslunardeildar- innar. Guðjón B. Olafsson forstjóri Sambandsins virð- ist því mega vel við una og þessi niðurstaða ætti stöðu hans innan Sambandsins. að styrkja HVAR RIS ALVER? Þessa dagana er fundað um nýtt ál- ver og í útvarpsfréttum í gærkveldi var haft eftir Jóni Sig- urðssyni iðnaðarráðherra að hann vonaðist til að eftir þennan fund yrðu ekki eftir nema tveir staðir sem til greina kæmu undir nýtt álver. Jafnvel er gert ráð fyrir að viðræður komist svo langt á þessum fundi að unnt verði að hefja undirbúning að virkjunarframkvæmdum. LEIÐARINN I DAG Alþýðublaðið fjallar í leiðara um heimsókn Bretadrottningar og Filipusar hertoga sem lýk- ur í dag. Blaðið segir að heimsóknin hafi styrkt tengsl og vináttu Bretlands og íslands og aukið. á gagnkvæma virðingu og vinsemd nágranna- þjóðanna tveggja í Atlantshafi. SJÁ LEIÐARA Á BLS 4: HEIMSÓKN BRETA- DROTTNINGAR Á ENDA. Hvernig varð tungumál til? Gunnar Dal fjallar um upp- runa tungumálsins og segir skynsemina hafa skapað orðið. Það sé þó ekki skynsemin ein sem leiti orða og maðurinn stjórnist ekki bara af henni. Þegar ungt fólk vill ekki vinnu Jónas Jónasson segist undrast þá breyttu tíma, þegar ungt fólk vill ekki þiggja lág laun fyrir sumarvinnu en kýs að sníkja af pabba og mömmu. Einelti í skólum Alþýðublaðið greinir frá ótrúlegri frásögn, sem birtist í nýjasta hefti Nýrra mennta- mála, um einelti í skólum. -V;-' tgx'. ¦ ¦ -¦¦'¦ Elísabet Englandsdrottning og séra Heimir Steinsson þjóðgarðsvörður skeggræddu margt á fundum sínum á Þingvöllum. Drottn- ingin var mjög áhugasöm um Þingvelli og upplýsti nokkru síðar á hádegisfundinum að forfaðir hennar hafi verið Kristján IX Dana- konungur er færði Islendingum stjómarskrána 1874. A-mynd: E.ÓL. Heilbrigöisráöherra um lœknaskort á Vestfjörðum: EKIyEKT EINFALT MÁL ## ÆÆ Helstu ástæðurnar fyrir læknaskorti í fámennum kauptúnum úti á landi eru einangrun, launakjör læknanna og fækkun þeirra vegna takmarkana í læknadeild Háskólans, að mati Guðmundar Bjarna- sonar, heilbrigðisráð- herra. Á laugardaginn sagði Al- þýðublaðið frá vandræðum tveggja kauptúna á Vestfjörð- um vegna læknaskorts, sér- staklega í ófærð að vetri til. Kauptúnin sem sagt var frá eru Þingeyri og Flateyri og hefur Prestafélag Vestfjarða sent frá sér ályktun þar sem farið er fram á það við heil- brigðisráðherra og landlækni að úr þessu verði bætt. Heilbrigðsráðherra segir í samtali við Alþýðublaðið að það sé vissulega erfitt ástand á öllum Hl heilsugæslustöðv- um, eða þar sem þjónar að- eins einn læknir. Það eru fleiri staðir en umræddir sem svoleiðis er ástatt um, t.d. Raufarhöfn og Þórshöfn á Norðurlandi. „Við höfum reynt ýmislegt til þess að fá lækna á þessi svæði til lengri tíma, en það hefur reynst mjög erfitt," seg- ir Guðmundur. ,,Við höfum þurft að semja við lækna á heilsugæslu- stöðvum í þéttbýli um að taka að sér tíma og tíma, og höf- um þá þurft að greiða fyrir því með ferðakostnaði og dagpeningum og hefur það verið mjög dýrt, en það hefur ýmislegt verið reynt." Guðmundur segir það einn- ig stórt atriði að læknarnir hafi betri kjör á stærri stöðv- unum þar sem hluti af laun- unum sé fyrir unnin verkefni og því séu launin meiri þar sem meira er að gera. Einnig sé það mjög stórt at- riði að einangrunin á þessum stöðum sé mikil og það að vera einn á vakt allan sóiar- hringinn sé mjög mikið álag. Guðmundur telur koma til greina að auka vægi föstu launanna í heildarlaunum lækna og minnka auka- greiðslurnar fyrir hvert verk, en einnig að á sumum stöð- um komi tveir læknar þar sem nú er einungis gert ráð fyrir einum." „Menn fást ekki lengur til að vinna við þessa starfsein- angrun."